Tíminn - 10.04.1983, Page 8

Tíminn - 10.04.1983, Page 8
8 SUNNUDAGUR 1«. APRÍL 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrimsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guómundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og augiýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Full atvinna og hjöðnun verðbólgu ■ í stefnúskrá Framsóknarflokksins er megináhersla lögð á styrka stjórn efnahagsmálanna næstu árin til þess að tryggjalandsmönnum áfram fulla atvinnu og að draga skipulega úr verðbólgunni, sem nú ógnar atvinnuöryggi og lífskjörum landsmanna. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að við stjórn efnahagsmálanna verði forgangsröð markmiða sem hér segir: 1. Full atvinna 2. Jafnvægi í utanríkisviðskiptum 3. Hjöðnun verðbólgunnar 4. Aukinn hagvöxtur 5. Jafnari tekjuskipting. Hér er enn sem fyrr lögð mest áhersla á atvinnuöryggið; að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Fað er mál málanna að áliti framsóknarmanna. En atvinna handa öllum verður ekki tryggð nema ráðist verði með skipulegum hætti gegn verðbólgunni. Ein megintillaga Framsóknarflokksins í baráttunni við verðbólguna er, að efnahagsáætlun verði lögfest til tveggja ára. Þar verði viðmiðunartölur ákveðnar á sex mánaða fresti og óheimilt að semja um hærra. Viðmiðunartölum þessum fylgi kaupgjald, verð landbúnaðarvara, fiskverð, verð opinberrar þjónustu og verð vöru, sem háð er ákvæði um hámarksálagningu. Verðlagsráð og Verðlagsstofnun miði verðgæslu sína og verðlagseftirlit við þessa áætlun. Hér er lagt til að ráðast gegn öllum þáttum vandans samtímis. Það er því alrangt að framsóknarmenn leggi til að takmarka aðeins verðbætur á laun; þvert á móti eru þær aðeins einn liður af mörgum, sem halda verður innan marka efnahagsáætlunarinnar ef takast á að hemja verðbólguna. Þessa stefnu geta kjósendur borið saman við stefnur hinna flokkanna, sem ýmist vilja óbreytt ástand - sem nú stefnir í um 100% verðbólgu samkvæmt nýjustu spám - eða gefa allt frjálst, sem myndi ekki aðeins leiða til jafn mikillar verðbólgu heldur líka setja atvinnuöryggi í stórfellda hættu og efna til upplausnar og átaka á vinnumarkaðinum. Það er því ljóst að einungis sú stefna Framsóknarflokks- ins, að ná verðbólgunni niður í samræmi við skipulega áætlun til tveggja ára, er vænleg til árangurs. Hún mun bæði tryggja að verðbólgan minnki smátt og smátt og að full atvinna haldist. Valið er ykkar, kjósendur góðir. Það ætti að vera auðvelt. Súrálssamningurinn ■ Fram hefur komið, að langtímasamningur íslenska álfélagsins við Alusuisse um kaup á súráli er nú mjög óhagstæður, þar sem ÍSAL kaupir súrálið á mun hærra verði en hægt er að fá annars staðar. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, vék að þessu í viðtali við Tímann á föstudaginn, pg sagði að allar forsendur fyrir þessum súrálssamningi ÍSAL væru brostnar. „Mér sýnist alveg ljóst að ÍSAL sé með mjög óhagstæð- an samning við Alusuisse um kaup á súráli, og þó slíkur samningur hafi ef til vill verið talinn góður og hagstæður þegar hann vaj gerður, þegar allt annað verð var á súráli, þá held ég að ÍSAL eigi strax að segja þessum samningum upp, því að það eru allar forsendur fyrir honum brostnar. Vitanlega verður ÍSAL samkvæmt tækniaðstoðarsamn- ingnum að njóta hagkvæmustu hráefnaverða“, sagði Steingrímur. -ESJ _____Itwróro_____ horft í strauminn VEITUM ÍSLENSKU GRÖÐURMOLD- INNI LAGAVERND ■ Páskarnir eru um garö gengnir og kosningarnar nálgast risaskrefum. Páskaáhlaupið með fannkyngi og ófærð á hólmanum meira en hálfum sýnir gerla hve óviturlegt og fyrirhyggjulaust það hefði verið að ákveða kosningadag í lok mars eða byrjun apríl eins og efst var á baugi fyrir áramótin, og er raunar ekki séð enn hvort sæmitegt kosningaveður fæst 23. apríl, þóttsumardagurinn fyrsti verði þáumgarðgenginn. Stórhríðar hins pólitíska tíðarfars í framboðunum og hjaðningavíg prófkosninga á þessum vetri eru hins vegar að baki, og fjandvinirnir úr þeim hildarleik hafa víð- ast hvar snúið bökum saman - til málamynda. Þó er þetta ef til vill aðeins veðrahlé og skellur líklega saman aftur á miðju sumri, og pólitískar sumarstórhríðar eru lítið tilhlökk- unarefni. Tímamótaviðburður Nú að lyngdum prófkjörsstórviðrum stendur þó einn vegvísir upp úr fönninni og bendir trl betri pólitískrar tíðar- Það er sú ákvörðun Framsóknarflokksins að leyfa „göngu- mönnum" í Húnaþingi að merkja lista sinn með bókstöfunum BB í samræmi við heimild kosningalaga. Sú ákvörðun er tímamótaviðburður og fordæmi sem losar um einn hnút í dróma flokkanna - eitt spor í átt til betrí sambúðar fólks og flokka, örlítil von um að þeim takist að tengja sig við tímann og verða færar lýðræðisleiðir á nýjan leik. En meira þarf nú til. Eigi að síður skulum við minnast þess að þúsund mílna ferð hefst með einu skrefi. Því skal ekki haldið frani hér, að það sé æskilegt að flokkar bjóði fram margklofnir. Slíkt er auðvitað eins konar heimilis- böl. Best er auðvitað að ganga fram til málefnasóknar í einni flokksfylkingu, en þegar samlyndið hefur rofnað um stund með málefnasamherjum í framboði er ekki nema um tvo misilla kosti að ræða, því að það er ekki haldbært lengur að reyna að berja fólk til pólitískra ásta. En þegar tilfinningarnar taka völdin er mikil hætta á því að verri kosturinn af tveimur illum verði fyrir valinu. í þá gryfju féll meirihluti kjördæmis- stjórnar fyrir norðan. Flokksstjórn syðra brást hins vegar hárrétt við áfrýjun málsins - bjargaði því sem bjargað varð. Við getum auðvitað kveðið fast að orði um valdsrétt meirihluta í félagi eða flokki, en sá sem gleymir síhækkandi siðferðiskröfu um lýðræðisrétt minnihluta lokar sjálfan sig inni í myrkrastofu og dæmir sig sjálfur til þess að dúsa þar meðan lífið strcymir fram, þangað til augu þeirra opnast. Við setjum flest einstaklingsfrelsi efst á málefnaskrá nútímalegs lýðræðis - frelsi að ákveðnum félagslegum landa- merkjum og banni við að níðast á öðrum. Og félagslegur meirihluti verður að kunna með vald sitt að fara. Lýðræði framtíðarinnar verður mjög metið og vegið eftir því hvaða höndum það fer um minnihlutann, hvaða frelsi það veitir og leyfir honum. Það er og verður einn af meginþáttum einstaklingsfrelsis. En slíkum áföngum á lýðræðisbraut verður ekki náð með landslögum eða flokkareglum einum. Þar reynir á innviði mannsins sjálfs, þá vitund sem lýðræðisstarf eflir og hefur í æðra veldi. En prófsteinn framtíðarlýðræðis er og verður sambúð minnihluta og meirihluta. Það er rökrétt að ætla að endurbætur á þeirri sambúð hafi vakað fyrir löggjafanum þegar hann setti heimíldarákvæðið um tvöfaldan listabókstaf til handa minnihluta í flokki. Til þessa hafa flokkarnir þó haft slagbrand fyrir þessum dyrum. Allir flokkar hafa neitað harðlega að opna þær og hafa þær enn lokaðar og læstar í þessum kosningum, nema Framsókn- arflokkurinn. Hann hefur lyft slagbrandinum og sagt eins og lýðræðisflokki ber: Það sem úrslitum ræður er málefnasam- staðan. Þetta er því tímamótaviðburður, sem á vonandi eftir að opna dyr annarra flokka með fordæmi sínu og leiða af sér ný skref áleiðis í nýja áfanga lýðræðis. Gróðurmold landsins Annars var það ekki ætlun mín að láta þetta greinarkorn fjalla um þetta nýja skref flokkalýðræðis eða lýðræðisdraum- sýnir, heldur hvarfla augum til jarðar og minnast gróðurmold- arinnar - að gefnu tilefni. Þótt við dásömum einstaklingsfrelsi verðum við að setja því ákveðnar skorður, sem eru bundnar við það að koma í veg fyrir það að menn níðist á öðrum í krafti þess. Hvorki einstaklingum né hópum má veita ótakmarkað athafnafrelsi til þess að ganga á rétt og hlut annarra, alinna sem óborinna. Við eigum marga sameiginlega sjóði, sem okkur er lífsnauðsyn að vernda og verja með lögum og valdi ef þörf krefur. Einn þeirra er íslenska gróðurmoldin. Nýlega höfum við stigið eitt stutt en mikilvægt skref í þá átt. Dómsmálaráðherra hefur neitað - að svo komnu máli - erlendum aðilum um leyfi til þess að fremja æðisökukeppni um hálendi og dali landsins á þessu sumri. Á eftir fylgdi reglugerð sem lofar góðu. Þetta var vel gert og drengilega og markar tímamót í skiptum þjóðarinnar víð landið. Vonandi er skammt að bíða næstu skrefa, enda hefur þetta vakið tímabæra umræðu um ökuferðir okkar sjálfra og umgengni á bessum sömu slóðum. Það er deginum Ijósara að mikil spjöll á gróðri og gróðurmold hafa þegar orðið, og ekki má lengur dragast að setja skýrar reglur um ökuferðir utan vega ásamt eftirliti og viðurlögum. Það er hvort tveggja brýn varnarráðstöfun og forsenda þess að við getum stemmt stigu við erlendum eyðingarinnrásum. Islendingar eiga tvær meginauðlindir sem líf þjóðarinnar í nútíð og framtíð er undir komið. Þær eru fiskimiðin unthverfis landið og gróðurmoldin á landinu sjálfu. Við höfum þegar háð frelsisstríð um miðin með góðum sigri og sett harðar reglur til verndar fiskstofnum samfara miklu eftirliti og þungum viðurlögum. En gróðurmold landsins, sem er önnur mikilvæg- asta auðlindin sem líf þjóðarinnar byggist á, er leiksoppur í höndum eyðingarafla sem geta skefjalítið og átölulaust sóað henni og ekið í sjóinn. Þó er ísland fátækast landa í álfu sinni af gróðurmold. Verndarlög um gróðurmoldina Með ofbeit, skógareyðslu, og nú síðast með stríðsvögnum á hálendinu, höfum við rofið svörðinn og gert gróðurmoldina að Ieiksoppi veðurs og vinda. Þannig hafa örfoka svæði landsins orðið æ stærri. Það er að vísu ekki til neins að setja vindinum lög og ákveða honum refsingu. Við hann er aðeins hægt að tala mcð ráðstöfunum sem binda moldina. En vindurinn er ekki einn að verki. Áður á öldum meðan moksturstæki landsmanna var skóflan ein, var gróðurmold byggðanna ekki í stórhættu af mannavöld- um þegar ofbeit og skógarhöggi sleppti. En með tækni síðustu áratuga hefur þetta gerbreyst. Nú er svo komið að bestu gróðurntoldinni er sóað á báðar hendur með stórvirkum vélgröfum og flutningatækjum. Þar er oft um að ræða sjálfa ræktunarmold landsins af þúsund ára túnum landsmanna. Þegar byggingaframkvæmdir eru boðnar út þar sem þéttbýli er að rísa á nýrri öld bæjarbyggðar, er lóðin ærið oft gamalræktað tún eða vel gróin jörð. Verktakinn beitir umsvifalaust véltönn sinni á jarðveginn og hrærir öllu í samruna gróðurmoldar, móhellu, aurs og grjóts og lætur oft aka öllu saman í sjóinn. Gróðurmoldarlagið sem íslenskir bændur hafa myndað með ræktun í þúsund ár er að engu gert og kastað á glæ, jafnvel þótt bæjarfólkið vanhagi mjög um það í garða sína. Verktakanum ber engin skylda til að skafa gróðurmoldarlagið ofan af og safna því í haúga sem flytja má til nýrra nytja og nýs gróðrar, af því að engin lög eru til sem skipa honum að varðveita gróðurmoldina og slík varðveisla seinkaði verki hans - miklu einfaldara og fljótlegra er að taka allt í einu og aka því brott. Hér verðum við aðgrípa í taumana. Þó hefur engum stjórnmálaflokki komið til hugar að setja verndun gróðurmoldarinnar á stefnuskrá. Sumir hafa að vísu almenn stefnuorð um verndun landsins og nærgætni í umgengni við það en þau hrökkva skammt til verndar gróðurmoldinni. Engir þingmenn hafa enn flutt frumvörp um verndun gróðurmoldarinnar. Ég held að aðeins ein félagssam- tök - Skógræktarfélag fslands - hafi bent á hættuna og skorað á Alþingi að setja lög til verndar gróðurmoldinni, en enginn virðist hafa heyrt kallið. í nýjum tillögum að stjórnarskrá eru ákvæði um verndun á náttúrufari landsins og fleira í þeim anda, en aðeins almenn orð, engin sérstök ákvæði um gróðurmoldina. Nú má ekki dragast að setja lög og reglugerðir um verndun íslenskrar gróðurmoldar. Það verður að skylda framkvæmdaaðila, til að mynda bæjarfélög og opinberar framkvæmdastofnanir, svo og aðra framkvæmdaaðila, til þess að hlífa gróðurmold og skila henni á annan stað þar sem hún nýtur sín. Þegar bæjarfélag býður til að mynda út verk við lóðagröft eða aðra landröskun á það að fylgja verktökuskilmálum, að ræktarmold sé skafin ofan af, þar sem hana er að finna, og hún varðveitt til nýrra nota. Þetta á einnig að gilda um alla aðra framkvæmdaaðila. íslenska gróðurmoldin á að fá lagavernd hliðstæða þeirri sem fiskimiðin njóta. A.K. Andrés Kristjánsson, skrifar i9l

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.