Tíminn - 10.04.1983, Page 19

Tíminn - 10.04.1983, Page 19
SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 ■ Jerzy Kosinski - alla sína reynslu hefur hann oflð inn í skáldsögur sinar. Ótrúlegar ásakanir á Jerzy Kosinski: SKRIFAR HANN EKKI BÆK- URNAR SÍNAR? ■ Menn finna sér ýmislegt til að þrasa um og í bandarískum biöðum er nú deilt harkalega um það sem kallað er „skand- all ársins í bókmenntaheiminum", nefni- lega,hvort Jerzy Kosinski hafi í rauninni skrifað bækurnar sínar tíu - átta skáld- sögur og tvær bækur um stjórnmála- fræði. Á íslandi er Kosinski sjálfsagt kunnastur sem höfundur bókarinnar Be- ing There sem var kvikmynduð með Peter Sellers í aðalhlutverkinu, en kvik- myndin hefur verið sýnd hérlendis í meira en ár. „Ég er höfundur bóka minna, það er allt sem ég veit um þetta mál“, segir Koskinski. „Enginn annar getur haldið því fram að hafa skrifað einn einasta hluta af þeim," segir Kosinski en sumir þykjast vita betur. í júnímánuði síðast- liðnum birtist grein á forsíðu dagblaðsins The Village Voice í New York sem staðhæfði að Kosinski leigði sér próf- arkalesara sem í rauninni skrifuðu skáld- sögur hans fyrir hann. í greininni sagði ennfremur að bandaríska leyniþjónust- an CIA „léki augljóslega leynilegt hlutverk" í útgáfu bókanna tveggja um stjórnmálafræði, en þær ritaði Kosinski undir dulnefninu Joseph Novak. „Við stöndum við sögu okkar“, sagði Geoffrey Stokes, annar af tveimur höf- undum greinarinrtar: „Það er augljóst að hún stenst. Síðan í júní hefur fleira fólk komið til okkar með nýjar sannanir.“ Kosinski neitar aðdróttununum stað- fastlega: „Þau skrifa sínar skáldsögur, ég mínar,“ en hefur þó ekki í hyggju að stefna greinarhöfundunum. „Það sem fyrst og fremst dró mig til Bandaríkjanna var frelsi blaðanna. Blaðamenn The Village Voice verða að hafa fullkomið frelsi til að skrifa það sem þeir vilja. Ég mundi aldrei nokkurn tíma ógna rétti þeirra til þess“. í The New York Times birtist svar við gróusögunum í The Village Voice sem svaraði svo aftur. Síðan þá hafa birst greinar i öllum helstu dagblöðunum í Bandaríkjunum, með og á móti aðdrótt- unum The Village Voice undir fyrir- sögnum eins og: „Hreinsið mannorð Kosinskis“, „Hver er Kosinski“ o.s.frv. The New York Times hafði eftir Kosinski að nú þyrfti hann meira að segja að sanna tilveru sína: „Þegar hann vaknar á morgnana galar hann.“ En nú er Kosinski orðinn heimspekilegri: „Líf mitt er það sem ég geri. Það er algjörlega óháð því sem aðrir gera, hugsa eða segja.-“ Kosinski sem fæddist í Póllandi fyrir fimmtíu árum flúði til Bandaríkjanna árið 1957, þá 24ra ára gamall og auralaus 'flóttamaður sem aðeins kunni örfá orð í ensku: „Það var eins og að vera ósýni- legur“. Hann vakti athygli þegar bók hans The Painted Bird kom út árið 1965. Sú bók er byggð á reynslu höfundar, er hann var barn í Austur-Evrópu undir járnhæl nasismans, en bókin er álitin sígilt bókmenntaverk - þeirrar tegundar sem fjallar um hörmungar nasistatím- ans. Næsta bók Kosinskis, Steps, aflaði honum verðlauna og síðari bækur hans hafa einnig hlotið góða dóma þótt ein- hverjar fjandsamlegar raddir hafi einnig kveðið sér hljóðs. Skáldsögur Kosinskis eru íronískar, glettnar, ofsafengnar og berorðar. „Ef ég væri málari“, segir hann, „mundi ég mála eins og Bosch - ég mundi mála heiminn eins og börn sjá hann. Mannleg- ar verur sem eru skrímsli og skrímsli sem eru afskaplega mannleg." Ævi Kosinskis hefur að mörgu leyti verið eins undarleg og skáldskapur hans: hryllileg r'eynsla í bernsku sem leiddi til þess að hann var mállaus í sex ár; ævintýralegur flótti til Ameríku; þá giftist hann ríkri ekkju sem síðar dó úr krabbameini; breytt áætlun á síðustu stundu kom í veg fyrir að hann færi í veislu á heimili æskuvinar sfns Roman Polanskis og bjargaði honum þar með frá bráðum bana af völdum Charles Manson og félaga. Hann ferðast mikið, á íbúðir í Los Angeles og New York og er ofstækisfullur skíðamaður og póló- leikari. Alla sína reynslu hefur hann ofið inn í skáldsögur sínar og samsuðan af æviatriðum hans og skáldskapnum hefur dregið persónu hans fram í dagsljósið. Kosinski segir að pólsku blöðin hafi allt frá 1966 haldið því fram að CIA stæði á bak við útgáfu bóka hans. „Mér er spurn: Hvernig er hægt að sanna að maður hafi skrifað eitthvað? Eg horfi á bækurnar mínar og velti því fyrir mér hvernig ég eigi að sýna klukkustundirnar sem ég hef eytt í þær, hvernig á ég að fara að því að flytja þær stundir inn í réttarsalinn - í ferðatösku? í rauninni er þetta bara spurning um skoðun." Hann heldur því statt og stöðugt fram að hann noti prófarkalesarana sína ein- ungis til þess að fara yfir prófarkir og handrit, aðallega vegna þess að hann endurskoðar og breytir handritunum oft og mörgum sinnum áður en þau eru tilbúin til prentunar. Svo mörg uppköst eru vélrituð upp aftur og aftur að nauðsynlegt er að einhver utanaðkom- andi aðili fari yfir þau til þess að tryggja að samhcngið rofni ekki. Og samtvinnun listar og lífs heldur áfram. Kosinski vinnur nú að skáldsögu um rithöfund sem sakaður er um að hafa ekki skrifað bækur sínar sjálfur: „Auto- focus fjallar um gjörspilltan mann, sem j aðeins hefur eina óflekkaða ætlun - rithöfundarstarfið sem nú verður fyrir aðkasti, og sagan greinir frá því hvernig hann bregst við því.“ „Ég hef af fúsum vilja valið að lifa lífinu svo að eftir mér yrði tekið. Ráð föður mins, sem var fornfræðingur, voru svohljóðandi: „Lestu Stóumenn, lifðu lífinu án þess að vekja athygli á þér vegna þess að á þeirri stundu sem þú kýst að vekja á þér athygli verðurðu í sviðsljós- inu. Og frá þeirri stundu er ekki víst að þú óskir þess að lifa slíku lífi.“ Kannski hefði ég átt að hlusta á hann.“ 19 neyslu vatns HITARAR Nýju Rafha-neysluvatnshitararmr eru hannaðir með orku- sparnað i huga. Þessar nýju gerðir spara allt að 45% í orkunotkun miðað við hefðbundnar gerðir. Ástæðan er meðal annars mjög fullkomin einangrun sem skilar sér i óvenju lágu tómganstapi. Þar við bætist nýtt hitald sem minnkar rafmagnsnotkun verulega. Rafha-neysluvalnshilarmn er gæðavara með ymsa goða eiginleika. - Nylonhúðaður (rilsonhuðaður) kútur að innan. Nylon- húðin er sterk, hoggvarin og góð vorn gegn tæringu. - Yfirhitavar sem hægt er að stilla inn aftur. - Termostat sem er auðvelt og nákvæmt i stillingu, stig- laust frá 5 -85lJC. Sérstakt frostöryggi. - Barnaöryggi á termostatrofa. - Tenging fyrir allar röragerðir. - Engin bragð- eða lyktaróþægindi. ' - Auðveldur að setja á vegg/sökkul eða standandi - Góð þjónusta Verslunm Ralha. Auslurven Haaleilisbraul 68 Rvik Simi 84445 Ralha Hafnarfirði. simar 50022, 50023. 50322 Notaðir iyftarar í mikiu úrvali Getum afgreitt eftirtalda lyftara nú þegar: Jfl Rafmangs Dísil 1,51. 2,5t.m./húsi. 2t. 3.51. m/húsi. 2,5t.m/snúningi. 4t. 3tm/snúningi Skiptum og tökum í umboðssölu rp u UÁ K. JÓNSSON & CO. HF. Vitastig 3 Sími 91-26455 Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Ef þú þarft að endurnýja, gera við, bæta við eða breyta raflögnum, minnir Samvirki á þjónustu sína með harðsnúnu liði rafvirkja, sem ávallt eru tilbúnir til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44t5S6

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.