Tíminn - 01.05.1983, Page 8

Tíminn - 01.05.1983, Page 8
8 SUNNUDAGUR X. MAÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjórl: Steingrímur Gíslason. Skrífstofustjori: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritsfjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Hallgrímsson og Atli Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardótfir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 180.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. 1. maí ■ Samtök launafólks víða um heim vekja athygli á málstað sínum og baráttumálum í dag','1. maí, á baráttu- og hátíðisdegi verkafólks. í ávarpi, sem Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga - en innan þess eru 134 launþegasamtök í 94 löndum - hefur sent frá sér í tilefni dagsins, er vakin athygli á því neyðarástandi, sem ríkir víða um heim. Þar kemur m.a. fram: að fjöldi atvinnulausra er nú í það minnsta 20 milljónir í þeim 24 ríkjum, sem teljast til OECD - en það eru einkum iðnríki vesturlanda. I þróunarlöndunum eru hundruð milljóna atvinnu- lausir. að hagvöxturinn, sem var 5-6% á sjöunda áratugnum og 4-5% á þeim áttunda, stendur nú á núlli. að heimsverslunin dregst saman á sama tíma og erlendar skuldir sliga nú svo fjölmörg ríki, að þau geta ekki einu sinni greitt vexti af þeim. að vegna misréttisins í heiminum deyja nú um 40 þúsund börn úr hungri á hverjum degi, og það í heimi þar sem framleidd eru næg matvæli fyrir allt mannkynið. í ávarpinu er jafnframt vikið að þeim mannréttindabrotum og ofsóknum, sem víða í heiminum eru daglegt brauð. „Frá árinu 1980 hafa um 80 velþekktir verkalýðsforingjar orðið fórnarlömb pólitískra morðtilræða. Þúsundum virkra félaga í verkalýðsfélög- unum hefur verið varpað í fangelsi eða þeir lokaðir möð valdi inni á geðsjúkrahúsum. Svo til allsstaðar, þar sem einræðisstjórnir eru við völd - í ýmsum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku, í Sovétríkjun- um, Póllandi, Tyrklandi, Suður-Afríku o.s.frv. - eru verklýðs- réttindi takmörkuð eð'a þau hafa jafnvel verið algjörlega afnumin“, segir í ávarpi Aþjóðasambands frjálsra verkalýðsfé- laga, sem sendir jafnframt eftirfarandi hvatningu til launþega um allan heim: „Við öll, verkafólk um víða veröld, verðum að taka höndum saman og sameinast innan alþjóðlegra samtaka í viðleitni okkar til að styðja þá mörgu, sem víða um lönd hætta lífi sínu og setja sig upp á móti ylirgangi ríkisstjórna og atvinnurekenda til þess að verja frelsi og rétt verkalýðsfélaga, en þau eru grundvallarskilyrði fyrir eðlilegri sambúð hinna ýmsu þjóðtélagshópa. Annað hvort er fullt lýðræði eða ekkert lýðræði. í landi þar sem verkafólk nýtur ekki grundvallarréttar, er ekkert lýðræði. Viðurkenning mannréttinda, réttlát dreifing framleiðsluvara og þróunar og friður við félagslegt öryggi; á því-einu grundvallast framtíð mannúðar, og þessi atriði eru þeim mun mikilvægari sem framleiðsla háþróaðra kjarnorku- og hefðbundinna vopna skapar ógn, sem leitt getur til tortímingar okkar allra, hvar sem er í heiminum". Launafólk á íslandi hlýtur að sýna samstöðu með verkafólki annarra landa, sem býr við ýmsar þær ógnir sem hér eru sem betur fer enn fjarlægar; víðtækt atvinnuleysi, einræði, hungur. En jafnframt hljóta íslensk launþegasamtök að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna með ábyrgri þátttöku í ákvörðunum, sem snerta hag allrar þjóðarinnar á alvörutímum. íslenskt þjóðarbú hefur orðið fyrir miklum ytri áföllum, sem ásamt öðru hafa gert stjórnvöldum ókleyft að ráða við verðbólguna sem skyldi. Nú er svo komið að bregðast verður við verðbólguvandan- um af ákveðni, því annars mun verðbólgan kippa fótunum undan atvinnuöryggi landsmanna. Meginverkefni íslenskra launþega- samtaka á næstunni hlýtur að vera að taka þátt í því að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það verður aðeins gert með ábyrgri þátttöku í nauðsynlegum aðgerðum, m.a. að því er varðar breytingu á því sjálfvirka verðbólguhjóli, sem við búum nú við. Því miður hafa ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar verið alltof tregir til þess að breyta núverandi vísitölukerfi, en slík bi^eyting er tvímælalaust nauðsynleg sem hluti af víðtækum, samræmdum efnahagsaðgerðum til lengri tíma, sem einar geta skapað hér skilyrði til vaxtar og þar með atvinnuöryggi í framtíðinni. Tíminn sendir launþegum heillaóskir á þessum hátíðisdegi verkafólks og hvetur launþegasamtökin til ábyrgrar þátttöku í tilraunum til að leysa þau miklu vandamál, sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir í efnahags- og atvinnumálum. -ESJ. Kosningabarátta brauðs og leikja undir neyðarmerkjum ■ Þessa dagana eru vangaveltur manná og skýringar á úrslitum kosninganna flestum áhugamönnum um stjórnmál efst á baugi sem vonlegt er. Menn bera saman tap og sigur, leita orsaka og meta afleiðingar, rýna fram á veg og gera nýrri ríkisstjórn skóna. Þó er engu að síður fróðlegt að líta yfir kosningabaráttuna og gera ofurlitla úttekt á henni eftir á. Þar bar ýmislegt til nýlundu og ekki allt í átt til betri og göfugri lýðræðisþjónustu. Brauð og leikir. Það hefur löngum verið talið eitthvert tákrænasta dæmi um stjórnmálaspillingu, er rómverskir keirsarar dilluðu lýðnum , með brauði og leikjum meðan þeir stigu hrunadansinn í djöfulmóði og brenndu ríkið upp í eldi grimmdar og gerræðis. En brauð og leikir í stjórnmálabaráttu eru ekki aðeins rómversk spilling, heldur víða fylgifiskur í kosningabaráttu allt til þessa dags. íslendingar hafa fram á síðustu áratugi verið blessunarlega lausir við fyrirbærið, en þó er alllangt síðan tók að brydda á þessu, og það hefur sífellt færst í vöxt. í nýliðnum kosningum var það aðsópsmeira en nokkru sinni fyrr. Allir flokkar - nema helst nýju framboðin - gerðu sig að einhverju leyti seka um þetta. í prófkosningunum var efnt til viðamikilla „fjölskylduhátíða" með dýrum skemmtikröftum og hvers konar gamni utan og ofan við alla pólitík. í koningabaráttunni færðist þó skörin upp í bekkinn. Þá rak hver gyllihátíðín aðra með brauði og leikjum, jafnvel tvær stórveislur suma daga í stærstu samkomusölum höfuðborgarinnar. Á einni slíkri stórskemmtun var meira að segja boðið upp á „brauðið“ í fullri merkingu í kjötborgaralíki. Annarflokkur horfði ekki í að kosta för stórsöngvara utan úr heimi ásamt víðfrægum undirleikara til þess að syngja á „kosningafundi." Fjölmörg fleiri dæmi um brauð og leiki í furðulegustu myndum mætti nefna úr þessari kosningabaráttu. Hitt verður þó varla sagt, að árangurinn sjáist gerla í kosningatölum þeirra flokka sem höfðinglegastir voru í þessum veitingum. Sigurvegarar kosninganna eru taldir kvennalistarnir og Bandalag jafnaðar- manna, en þau framboð munu hafa verið naumust á brauðið og leikina. Undir neyðarmerkjum. Hitt er þó umhugsunarverðara, að þessi kosningabarátta brauðs og leikja var háð undir sérstöku neyðartákni. Menn hrópuðu hátt um holskeflu óðaverðbólgu, sem væri að faila. Sumir flokkar höfðu meira að segja neyðarstefnuskrá. Erlend- ar skuldir voru sagðar eins og reitt sverð yfir þjóðinni. Allir flokkar töluðu um brýnar og tafarlausar neyðar ráðstafanir til þess að bjarga þjóðinni úr efnahagsþrengingunum. Það var jafnvel ekki linnt á þessum söng meðan lýðurinn gæddi sér á gefnu hamborgurunum á kjötkveðjuhátíðinni miklu í Há skólabíói tveim eða þrem dögum fyrir kosningarnar. Þess er ekki getið að neinum fyndist ósamræmi í orðum og gerðum á þessari stundu eða svelgdist á borgaranum. Söngurinn um efnahagslegt neyðarástand var þó að flestra dómi alls ekki of hástemmdur. Mega kosningar kosta hvað sem er? Lítill vafi er á því, að flokkarnir hafa eytt mismunandi miklu fé í kosningabaráttuna - eftir efnum og ástæðum munu menn segja. Um þetta veit enginn og tilgangslaust að spyrja. f lýðræðislöndum hefur það þó jafnan þótt varhugavert að leyfa flokkum að verja fjármunum gegndarlaust í kosninga baráttu og ekki við hæfi að hleypa fjármagninu með þeim hætti inn í kjörklefann. Sums staðar eru jafnvel tilburðir við aðstemma stigu við austri peninga í kosningabaráttu - brauð og leiki. Hér á landi hefur stundum verið bent á þessa hættu, en engar varnir upp teknar. Flokkum ber engin skylda til að gera grein fyrir fjáraustri í áróður eða annað flokksstarf. Þeir þurfa ekki að birta reikninga kannaða af opinberu eftirliti. Lítill vafi er á því, að kosningabarátta þeirra floka, sem mest bárust á, hafí kostað hudruð þúsunda eða jafnvel milljónir. Þessa fjár er aflað með ýmsum hætti - framlögum flokksmanna, happdrættum, auglýsingum og á margan annan hátt, óg þolir þar varla allt dagsins ljós. Með hömluleysi í fjáraustri og algerri leynd flokka um fjáröflun er kominn tími til að löggjafinn reisi nokkrar skorður við. Það má telja eðlilegt, að eitthvert hóf sé haft á þessu, og leyfilegt hámark sé sett á áróðursfé flokka. Slíkar varnarskorður á lýðræðið sjálft að reisa, og jafnframt að gera flokkum að lagaskyldu að birta opinberlega gild gögn um fjárreiður sínar, svo að þetta liggi nokkurn veginn í augum uppi. Líklega er þó torvelt að safna þar öllum kurlum til grafar og byrgja allar leynismugur, en nærri hinu sanna ætti þp að mega komast og leiða í ljós, hvort óhóflegu fé er eytt eða ekki til áhrifa í kosningum. Að lokinni þeirri kosningabaráttu brauðs og leikja sem nú hefur verið háð undir neyðarmerkjum er réttmætt að huga betur að þessum málum en gert hefur verið. Skýrari reglur um bókhaldsskyldu og fjárreiður flokka, svo og nokkurt eftirlit er orðið meira en réttmætt að setja. Upplausn flokkakerfisins Þótt sleppt sé bollaleggingum um tap og ávinning einstakra - framboða má draga ýmsar almennar ályktanir af úrslitunum. Það er til að mynda vert að benda á, að í þessum kosningum kusu um 14% þjóðarinnar önnur framboð en hina gamalgrónu flokka, eða um sjöundi hver kjósandi. Þessi vaxandi upplausn gamla fokkakerfisins hefur nú staðið rúman áratug, og þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra en nú. Hér er því ekki lengur um tilfelli að ræða heldur augljósa þróun. Þessar kosningar hafa öðrum fremur sýnt og sannað, að það er ekki aðeins unnt heldur leikur einn að ná árangri og þingmönnum með ýmiss konar framboðum utan gömlu flokkanna. Margar áleitnar spurningar hljóta að leita á oddvita gamalgrónu flokkanna eftir kosningarnar. Til að mynda þessi: Hverju getum við breytt til þess að koma til móts við þá frjálsræðishreyfingu sem birtist í viðhorfi kjósenda? Ýmislegt virðist liggja í augum uppi, til að mynda miklu opnari starfsemi í formi hreyfingar og málefnasamstöðu fremur en harðra flokksbanda. Krafan um trúnað við flokk, þótt málefnatengsl slitni, er ekki lengur haldkvæm, enda varla lýðræðisleg. Þá sýndu þessar kosningar fremur en flestar aðrar, að kjósendur ætlast til miklu tíðari skipta á þingmönnum, og flokkakerfið lengir þingsetu manna oft og einatt meira en kjósendur vilja. Það var eftirtektarvert hve nýjum frambjóð- endum vegnaði miklu betur en gömlum þingmönnum. Flokkar verða augsýnilega að stuðlá að miklu tíðari skiptum frambjóð- enda, annað hvort með raunhæfum prófkjörum eða öðrum ráðum. Krafan um endurnýjun er nú miklu sterkari en áður. Það hlýtur að vekja til umhugsunar um það, hvort ekki er tímabært að lögfesta, að þingmenn séu ekki kjörgengir til Alþingis þriðja hvert kjörtímabil eða svo. Þá má augljóst vera, að framvegis verður varla eins mikil tregða á því og áður, að sérframboð flokksmanna eða flokksfélaga fái að nota tvöfaldan listabókstaf flokks. Skarð var rofið í þann múr í þessum kosningum. Á Vestfjörðum var sérframboði neitað um þetta. Kosningaúrslitin sýna að með því svipti kjördæmisstjórn og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kjördæmið þingmanni, og verður það varla flokknum í heild til almennra vinsælda þar. í Norðurlandskjördæmi vestra magnaði kjördæmisstjórn Framsóknarflokksins úlfúð með því að neita sérframboði um tvöfaldan bókstaf, en miðstjórn flokksins skakkaði leikinn sem betur fór. Nú er komið að því að ná sáttum og samlyndi. Ætli það hefði ekki verið heppilegra til þess, að kjördæmisstjórn hefði losnað við þann misklíðar- þátt með því að gefa góðfúslegt leyfi sitt til merkingar BB, sem var alveg útlátalaust. Ég hygg að þessi dæmi muni framvegis verða til þess að kjördæmisstjórnir flokka hugsi sig betur um áður en þær neita. Með þessum harmkvælum munu flokkarnir þoka hurð lítið eitt frá stöfum. En þeim væri sjálfum fyrir bestu að vera næmari á tákn tímanna og læra af fleiru en að reka sig á. Andrés Kristjánsson *''■*£*■ '' : ípfcH skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.