Tíminn - 01.05.1983, Qupperneq 23
SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983
23
nútíminn
hana, þá fannst manni að hún væri
dálítið dæmd á þeim forsendum að þetta
var kvennasvcit og maður gæti því gefið
þeim tækifæri.
G: Auðvitað má gera ráð fyrir því.
Þetta var tekið öðruvísi af því þetta
hefur ekki verið áður. ímyndið ykkur
karl í flugfreyjustörfum fyrst, Var ekki
tekið eftir því af því þetta var karl. Þetta
er þó allt að breytást. Við erum byrjunin.
Það eru til fleiri kvennabönd inn í
bílskúrum hér, bæði út á landi og í
bænum.
NT: Eru þau til?
G: Jelly-systur og Toffies í Kópavogi
og örugglega fleiri. Sokkabandið á Isa-
firði. Guð þær eru svo skemmtilegar.
Þær komu í heimsókn þegar þær voru í
þessari Satt-keppni. Bönkuðu upp á
æfingu hjá okkur: „Hæ“. Ein þeirra var
kennari við einhvern tónlistarskóla og
mátti ekki láta skólastjórann vita að hún
var í rafmagninu. Þær voru þroskaðar
konur og við vorum eins og smábörn í
sambandi við þeirra lífsviðhorf. Voru
alveg inn í bæklingum eins og maður
segir.
NT: Ef við förum aðeins yfir nýjustu
plötuna ykkar, Mávastellið, þá er ekkert
efni á henni sem er nýrra en 4-6 mánaða.
Hvernig víkur því við?
R: Sko, gerið ykkur grein fyrir því að
það eru ekki allir sem vita það að platan
er tekin upp í miðjum janúar s.l. Við
erum svo búnar að vera mjög duglegar
við að kynna hana, Utkoman á henni
dregst en við spilum og spilum og allir
kynnast henni að segja svo þegar þeir
heyra plötuna? ég bara skil ekkert í
þessu þetta er allt gamalt efni.
Maður gerir sér ekki grein fyrir því
■ Inga Rún setur upp „línumar“ fyrir kvöldið.
og fríð...“ og allur salurinn var pakkaður
af gömlu gengi, þið vitið gömludansa og
fjöldasöngsstemmningin alveg í há-
marki, og það sat og hélt fyrir eyrun á
sér.
R: Svo kom eitthvað lið upp til mín og
sagði HEYRÐU Á ÞETTA AÐ VERA
SVONA í ALLT KVÖLD EÐA
HVAÐ?, á maður bara að ærast yfir
þessu djöfulsins ógeði. Þá byrjuðum við
G: Það varð svo mikil hamingja á
svæðinu að þú trúir því ekki. Við tókum
þetta allt í C-dúr og textalaust því við
kunnum þá ekki.
R:Tókum líka „Lóa litla á brú..ra la
la la“ og allir dönsuðu með, svo kom
„Kokkurinn" þið vitið dírriríley eða
eitthvað...“ en þegar þetta kvöld var
búið sór ég þess dýran eið að spila aldrei
fyrir eyrun þegar maður var búinn að
skrúfa allt niður... jesús minn“.
G: En þetta gekk allt vel og liðið alveg
elskaði okkur eftir þetta, fengum fullt af
boðum í sumarbústaði og dinnera og
maður veit ekki hvað.
NT: Spiluðuð þið þá ekki eigin lög?
G: Jú, jú við sögðum í miðju dúdírall-
ýreyinu að núna ætluðum við að leika
fyrir unga fólkið. Krakkarnir voru alveg
KOMA MED MER
Dll STÍGVÉLIN”
þeim
■ „Lopasexið, maður“
hvað maður er búinn að kynna plötuna
hryllilega vel.
Töfin á plötunni varð vegna mynda-
tökunnar. Við vorum eiginlega allann
marzmánuð úti í Bandaríkjunum að
spila á Scandinavia Today og við fleiri
tækifæri.
NT: Hvað voru það margir tónleikar?
G: Þeir voru einir átta talsins. Einir
útitónleikar þar sem liðið mætti í hjóla-
stólum m.a., var að vefa og prjóna,
danskur bjór og íslenskur kavíar var
seldur, sænskar pulsur, margir í þjóð-
búningum, Guð það var gaman, þótt að
megnið af liðinu hefði verið með puttana
í eyrunum. Það „fílaði“ þetta bara mjög
vel.
Þá urðum við tískusýningarundirspils-
band í fyrsta sinn.
R: Þá fyrst voru þær góðar.
G: Það mátti ekkert stoppa og á milli
atriða spurðum við hver aðra hvað
éigum við að taka næst?
R: Bara áfram í sama takti og byrjum
aftur á laginu mikill hlátur.
NT: Var það á einhverri íslandskynn-
ingu:
G: Já lopasexið maður. Allt í mórauð-
um og gráu maður...
NT: Þið lékuð bæði í New York og
Los Angeles ekki satt?
G: Jú fyrst í New York. Eitt ballið þar
byrjuðum við á laginu Grátkonan, og
þið vitið: „Ég man þá tíð að ég var ung
■ „Þá spiluðum við fyrst
undir tískusýningu“
bara að spila „Nú er frost á Fróni frýs í
æðum blóð...“
G: Og hækkuðum í græjunum í
leiðinni...
R: Tók líka Kátir voru karlar, Jósep,
Jósep, Allir dansa Kónga, Óli Skans...
■ „Þáð er þetta með
grúpíuvandamálið...“
aftur fyrir íslendinga í New York“ bætir
Herdís við og segir svo: „Maður var að
spila á lægsta mögulega „tjúni“ og heyrði
akkúrat ekki neitt nema í trommunum
því hún getur ekki lækkað sig og þessi
lög og þessa tónlist fyrir fólk sem svo hélt
að verða brjáluð á þessu. Við skiptum
þessu niður á diplómatískan hátt,
klukkutíma fyrir gamla settið, klukku-
tíma fyrir unga liðið... og Herdís bætir
við: „Sko spurning kvöldsins var; spilið
þið þá bara boom boom boom músík?"
Karlinn sem ég talaði við fyrst þegar ég
kom þarna á hótelið. Ég kom og sá þetta
„fansý" hótel, fór upp, sá tómt fimmtugt
lið og fæ þessa spurningu; hvernig músík
spilið þið?
„Rokk“ segi ég.
„Spiliði engin lög sem ég kann?“ spyr
hann.
„Nei, ja hvenær varstu síðast á ís-
landi?“ spyr ég.
■ Herdís: „Sko spurning kvöldsins var hvort við spiluðum bara boom boom boom músík.
„Fyrir um 15 árum“ segir hann.
„Við erum bara tveggja ára“ segi ég.
„Afhverju er verið að ráða
svona band?“ spyr hann.
„Ef menn vilja ekki rokk þá á bara að
ráða eitthvað dinner band“ segi ég.
„Nú jæja, en spilið þið bara svona
boom boom boom músík?,,
Þetta var leiðinlegasti skarfur
kvöldsins.
R: Djöfulli varð maður'oft að passa
sig á að slá fólk ekki utan undir, það var
svo neikvætt og leiðinlegt...
NT: Var fólk almennt svona íhalds-
samt þarna?
G: Þetta var bara eins og við hefðum
slegið upp hljóðfærunum okkar á Hótel
Sögu þar sem fólkið er vant að hafa
Ragga Bjarna... nei það er verra, miklu
verra... gæti verið hægt að líkja því við
að spila í líkhúsi... eða elliheimili... nei, '
það hefði „fílað“ það... kirkju kannski?
En svo var okkur óvænt boðið þarna
til L.A. Djöfull vorunt við fegnar því.
NT: Hvar spiluðuð þið þar?
G: Meðal annars auk Þorrablóta á
Music Machine og Paso Robles en það
var svona kántrý-staður og það var alveg
æðislegt því þar var á staðnum liðið sem
Kobbi Magg er að gera myndina með.
Þar vilja allir að Mondale vinni næstu
forsetakosningar því dóttir hans fer með
annað aðalhlutverkið í myndinni.
NT: Hvað haldið þið að útlitið sé stór
þáttur í að trekkja að ykkur? Eða hvað
haldið þið að „sexið“ sé stór þáttur í
þessu?
G: Þú verður að spyrja strákana sem
koma að því. Það eru örugglega til þeir
sem koma og hafa ekki áhuga á tónlist-
inni heldur okkur. ..EN HVERJIR ERU
ÞAÐ?
NT: En fáið þið einhverjar mótbárur
út af klæðnaði?
G: Bæði og. Ég man alltaf eftir einum
manni út á Paso RobleSihonum fannst
þetta svo mikil nauðgun á kvennímynd-
inni að hann átti varla orð til yfir þetta
ógeð. Þetta var svona þrítugur gæi, hann
gretti sig og var bara með viðbjóð í
augnaráðinu. En liðið þar almennt var
mjög hresst og okkur voru boðin glös í
hrönnum af hinu og þessu borðinu í
salnum.
NT: Þarna út í L.A. vöktuð þið
athygli sem kvennaband þar?
G: Það má segja það.því í rauninni er
ekki svo mikið til af kvennaböndum úti.
Go’Go’s koma að vísu frá L.A. en
þróunin er sú ,að fleiri og fleiri koma
frant.
R: Mér finnst atriðið vera að búa til
bönd sem eru bæði karla- og kvenna-
bönd. Það sé ekkert mál ef okkur vantar
t.d. bassaleikara að það sé karltnaður
eða þá öfugt hjá öðrum böndum. Bara
ef persónan er góð, hafi hæfileika ogfalli
vel inn í bandið.
NT: En er ekki satt að þið talið svoldið
illa um karlmenn í tcxtum?
G: Nei. Það var þetta eina lag þarna í
myndinni en hún var um rembu milli
kvenna og karla og þetta lag var samið
sérstaklega fyrir hana. Við viljum benda
ykkur á lagið „Djásnið" á nýju plötunni.
Það er óður til ykkar karlanna. (laginu
umsvifalaut smellt á fóninn og spilað
hátt). En við hlustunina segir bara af
einhverjum ástæðum að Grafík hafi
einnig verið með eitt svona „sæðisbanka-
lag“ á prógrammi sínu á Borginni,
instrumental að vísu.
NT: Kvennaframboðið leitaði ekkert
til ykkar með tónleika í kosningabarátt-
unni nú, var það?
G: Nei.
NT: Ekkert?
G: í fyrra í borgarstjórnarkosningun-
um. En þær tóku því þá, af einhverjum
ástæðum, eins og við værum að gefa skít
í þær og þessvegna vorum við sennilega
ekki beðnar um þetta aftur.
Kjúklingurinn er tilbúinn og meðan
þær hesthúsa hann forvitnumst við um
hvort þær telji að bandið eigi framtíð
fyrir sér, sem slíkt.
G: Maður getur aldrei ákveðið neitt
langt fram í tímann hvað maður ætlar að
gera. Málin verða bara að þróast. Við
erum bara að gefa af okkur og meðan
■ einhver tekur á móti þá er þetta í lagi.
En um leið og við hættum því dettur
þetta uppfyrir þ.e.a.s. menn taka ekki á
móti því sem ekkert er.