Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 7
STUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 EIGA ÞAU EFT- IR AÐ RÁÐA RÍKJUM í ÍRAN? ■ Þcgar Reza Pahlevi fyrrum íranskcisari varð að flýja land sitt, reyndust fáir honuni trygg- ir vinir. Fyrrum viðhlæjendur hans þvoðu sem óðast hendur sínar og voru ófúsir til að veita honum iandvist, vegna ógn ana fylgismanna Khomeinis, sem náð höfðu yfirráðum í landinu. Einn var þó sá vinur, sem ekki brást, Anwar Sadat Egyptalandsforseti, sem bauð keisaranuni og fjölskyldu hans að setjast að í Egyptalandi. Boðið var þegið með þökkum. Mikið vatn er til sjávar runn- ið síðan þetta gerðist 1979. Keisarinn Reza Pahlevi er lát- inn úr krabbameini og Anwar Sadat fallinn fyrir morðingja- hendi. En hið nána og innilega vináttusamband milli fjöl- skyldnanna er síður en svo úr sögunni. Nú hefur það kvisast út, að samband fjölskyldnanna eigi að öllum líkindum eftir að verða enn nánara. Sagt er, að fyrir dyrum standi, að keisara- sonurinn Reza Cyrus Pahlevi, sem gerir tilkall til páfuglshá- sætisins í íran, og dóttir Sadats, Jehan, hyggi á hjónaband, mæðrum þeirra beggja til óblandinnar ánægju. Farah Diba á að hafa sagt: Keisarinn hefði lagt blessun sína yfir þetta, og Jchan, ekkja Sadats, sagði: - Að fá son besta vinar síns sem tengdason - það hefði glatt Anwar óumræðilega. Ástarævintýri unga fólksins hefur þó ekki verið algerlega án skugga. Þegar þau kynntust fyrst, var Jehan gift arkitektin- um Mohammed Osman, en ekki leið á lögu þar til hún fékk skilnað frá honum. Þá er sá þröskuldur í vegi hjónabands þeirra, að þó að þau séu bæði múhameðstrúar, tilheyra þau samt hvort sínum trúflokknum og neyðist Jehan til að taka upp trúarbrögð Reza Cyrus áður en þau ganga að eigast. En stærstu erfiðleikarnir eiga þó trúlega eftir að verða á vegi þeirra eftir brúðkaupið. Reza Cyrus gerir eins og fyrr segir tilkall til páfuglshásætisins í Iran, sem hann að vísu á trúlega aldrei eftir að setjast í, því að sagt er, að Ajatollah Khomeini sé búinn að selja það. En leiðin í keisarasæti í Iran er síður en svo opin og greið og óvildarmenn keisara- fjölskyldunnar eru margir og svífast einskis. „Það var mjög eftirminnilegt að ferðast um Borgarfjörð og okkur norsku þátttakendunum fannst við eiga mikið sameigin- legt með íslendingunum, það var eins og við værum að heim- sækja ættingja okkar, enda er mikill skyldleiki milli okkar, “segir Arthur og vitnar til Land- námu máli sínu til stuðnings og er greinilegt að hann hefur kynnt sér hana vel. Hann sagði að heimsóknin til Reykholts hefði verið sérstaklega ánaegjuleg og erindi sóknarprestsins þar Geirs Waage og leiðsögn hans um setur Snorra gamla liði seint úr minni. „Síðasta kvöldið í Borgarnesi var kvöldskcmmtun þar sem fólk frá öllum löndum kom fram með atriði frá sínu heimalandi og sú skemmtun var einstaklega vel heppnuð," sögðu þau Arthur, Tove og John, og bættu við að hápunkturinn hefði verið þegar Henry Gránz, sem skipulagði hátíðina hefði rætt við þátttak- endur bæði á Skandinavískum málum og finnsku, þú getur ímyndað þér hvort Finnarnir urðu ekki hissa og ánægðir.“ Eftir spjallið gengu gestirnir um húsnæði Tímans, en Arthur Lodding er eins og áður segir virkur blaðamaður og skrifar bæði í staðarblöð og Ullensaker og í Nasjonen, blað norska mið- flokksins. Áður en við kvödd- umst spurði hann frétta af Krist- manni Guðmundssyni rithöf- undi. „Við vorum kunnugir fyrir mörgum árum, þegar hann gekk í lýðháskóla í Romerike. Svo giftist hann norskri stúlku og fluttist til Eiðsvallar og við höfum aldrei hist eftir það. Hann er mjög eftirminnilegur maður, mikið glæsimenni,“ sagði Arthur Lodding. JGK ■ Frá setningu kínverska þingsins. Aldraðir menn halda enn um stjórnvölinn í Kína Mikil mannaskipti urðu samt í þinginu ■ Helstu leiðtogar Kína: Hu Yaobang, Deng Xiaoping, Li Xiannian, Zhao Ziyang, Deng Yingchao og Peng Zhen. ■ FYRIR nokkru er lokið í Peking fundum þjóðþingsinseft- ir að hafa setið að störfum í tæpar þrjár vikur. Þetta er í sjötta sinn, sem þingið kemur saman, en í fyrsta sinn eftir að nýja stjórnarskráin gekk í gildi á síðastliðnu ári. Kosið hafði verið til þingsins eftir gildistöku nýju stjórnar- skrárinnar. Breytingar urðu miklar á þingmönnum, en þeir eru alls 2977. Rúmlega 76% höfðu ekki áður átt sæti á þingi. Eitt af helztu verkefnum þingsins var að kjósa forseta ríkisins, en það embætti hefur staðið autt síðan 1969, þegar þáverandi forseti, Liu Shao-chi, lézt í fangelsi. Raunar hafði það verið autt lengur, því að Liu var fangelsaður nokkru áður en hann lézt eða í byrjun meningar- byltingarinnar svonefndu. Fram að þeim tíma hafði Liu verið annar valdamesti maður Kína, næst Maó. Hann mun hafa verið andvígur menningarbylt- ingunni og því komst sá orðróm- ur á, að hann hyggðist gera byltingu og steypa Maó af stóli. Maó varð fyrri til og lét fangelsa Liu. Forsetaembættið var þá valda- mikið, en hið endurreista for- setaembætti ervaldalítið. Þaðer fyrst og fremst virðingarstaða. Því fylgja þó viss völd, sem geta reynzt talsverð í höndum lagins manns, en aðallega eru þau fólg- in í eftirliti með stjórnarat- höfnum. Auk þess að kjósa forseta ríkisins, voru störf þingsins fólg- in í því að hlýða á skýrslu Zhao Ziang forsætisráðherra og ræða síðan um efni hennar. Verður nánar vikið að því síðar. ÞAÐ hafði verið vitað áður en þingið kom saman, .hver myndi verða kosinn forseti. Valdhaf- arnir höfðu látið það hlerast, að Li Xiannian myndi verða fyrir valinu. Aldur hins nýja forseta er nokkuð á reiki. Áður var talið, að hann væri fæddur 1905, en nú er upplýst, að fæðingarár hans sé 1909. Hann er því sagður 74 ára. Li gekk ungur í Kommúnista- flokkinn og komst þar fljótt í fremstu röð. Hann tók þátt í göngunni miklu og hlaut síðar mikil metorð innan byltingar- hersins. Margar sögur eru til um sigursæld hans sem hershöfð- ingja. Li er trésmiður að menntun, en þótt menntun hans væri ekki meiri, var hann skipaður fjár- málaráðherra 1954 og gegndi því starfi í nær aldarfjórðung. Hann slapp við allar hreinsanir í flokknum og er einn þeira fáu, sem það tókst. Li og Deng Ziaoping, sem verið hefur valdamesti maður Kína síðustu árin og er það enn, hafa aldrei verið taldir nánir samherjar. Li gagnrýndi Deng meira að segja í tíð menningar- byltingarinnar, en þó ekki harka- lega. Hann mun síðar hafa hjálp- að Deng til að ná völdum aftur 'og oft staðið með honum í deilum, sem hafa orðið innan flokksins síðar. Það hefur Dcng vissulega metiö. Enginn keppti viö Li um for- setaembættið og var hann því kosinn einróma. Sama gilti um Deng, scm var endurkosinn formaður landvarn- arnefndarinnar, en það er talin valdamesta staða innan hersins. Deng vill bersýnilega hafa gott eftirlit með hernum. Áhrif hans hafa aukizt síðan Deng hófst til valda, enda mun hann hafa notið stuðnings áhrifamestu hershöfð- ingjanna í valdabaráttu sinni. Þeir vildu ekki nýja menningar- byltingu. Forseti þingsins var kjörinn Peng Zhen, 81 árs, en hann var borgarstjóri í Pekingfyrir mcnn- ingarbylting'una. Þá var honum vikið úr embætti og látinn sæta harkalegri meðferð. Deng hefur bersýnilega viljað launa honum það. Zhen, sem er sagður heilsu- hraustur miðað við aldur, var formaður nefndar, sem samdi nýju stjórnarskrána. Samkvæmt því, sem ráða má af myndbirtingum í kínverskum blöðum. eru scx menn nú valda- mestir í Kína. Það eru þeir Dcng, Li,Zhen. Hu Yaobang, formaður Kommúnistaflokks- ins, Zhao forsætisráðhera og Deng Yingchao, sem er sú konan, sem nú virðist valdamest í Kína, en hún er háttsett í Kommúnistaflokknum. í ÞESSUM hópi eru þeir Hu og Zhao langyngstir, en Zhao er 64 ára. Deng, sem cr orðinn 79 ára, ætlar þeim bcrsýnilega að taka við af sér og fylgja fram þeirri stefnu, sent hann hefur vcrið að móta. Eins og fyrr segir, var það Zhao, sem flutti aðalræðuna á þinginu. Hún skiptist í tvo meg- inkafla. Fyrri katlinn fjallaði um þann árangur, scm hefði náðst í efnahagsmálunum á árunum I978-Í982. Síðari kaflinn fjallaði um áætlun fyrir árin 1983-1987 og þau markmið, sem stefnt væri að á þeim tíma. Zhao lýsti því að mikill árang- ur hefði náðst á mörgum sviðunt og bæri að þakka það þeirri nýju efnahagsstefnu, sem fylgt hefði verið síðari árin, en hún hefði falizt í því að draga úr miðstjórn- arvaldi og auka sjálfstæði fylkja og fyrirtækja. Nokkrir ágallar hefðu þó kom- ið í ljós, sem kröfðust breytinga. Sum fylkin hefðu fjárfest meira en eðlilegt var og það skapað misvægi milli landshluta. Ýmsar atvinnugreinar hefðu gert hið sama og það orðið á kostnað annarra.Þettahefði stóriðnaður- inn gert á kostnað neysluvarafram- leiðslunnar. Miðstýringuna þyrfti þvi að auka nokkuð aftur, en aðallega þó til að tryggja aukið jafnvægi. Að öðru leyti yrði núverandi skipan látin haldast. Zhao lagði á það áherzlu, að þjóðin þyrfti að leggja hart að sér til þess að ná settu marki. Undir það var tekið í öðrum ræðum, sem fluttar voru á þing- inu. Þórarirm o Þórarinsson, jt ^siij ritstjóri, skrifar Injj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.