Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983 9 á vettvangi dagsins Einar Freyr: AÐ FRELSA HEIMINN MEÐ FRJÁLSRI VERSLUN í. ■ Ég hef alltaf verið hlyntur frjálsri verslun og er það enn. Ef einhver einstaklingur ætlar að setja á laggirnar eigín verzlun, þá finnst mér það virðing- arvert. En þegar maður hefur talið sjálfum sér trú um það, að hægt sé að frelsa heiminn með frjálsri verslun, þá er maður áreiðanlega kominn inn á hina verstu villustigu. Það er oft sorglegt að lesa blaðagrein- ar eftir unga og gáfaða menn, sem ætla sér að frelsa íslendinga með frjálsri verslun og markaðsbúskap. Hugsun slíkra gáfumanna geta leitt menn inn á hinar furðulegustu brautir. Þó slíkir ein- staklingar viti ekki alltaf, í hverju frjáls veslun er fólgin, eiga þeir samt til með að dæma hlutina eftir þessari ímynd sinni um það, hvað sé frjáls verslun, og kalla allar stofnanir, sem ekki líkjast þessari ímynd þeirra um frjálsa verslun, einokunarstofnanir. Það er ekki langt síðan að t.d. Ríkisútvarpið var kallað einokunarstofnun vegna þess að vissir kaupmenn ætluðu sér að græða á nýrri tækni. Ef íslcndingar hafa raunveruleg- an áhuga, þá getur Ríkisútvarpið verið útvarp fyrir alla íslendinga. Það er bara að kynna sér lögin og gagnrýna eftir sinni þekkingu á þeim. Því eins og í öllum stofnunum, eru til einstaklingar sem misnota aðstöðu sína, og slíkt á sér ekki síður stað innan fyrirtækja hinnar frjálsu verslunar. Þeir sem ætla sér að frelsa heiminn með frjálsri verslun gætu jafnvel sagt sem svo, að sjálft Alþingi íslendinga sé i raun og veru einokunarstofnun. Það kemur sem sagt oft fyrir, að baráttumenn frjálsrar veslunar hafa endaskipti á hlutunum. Fyrir fáum mánuðum síðan ákvað sænskur trúarleiðtogi að flytja frá Sví- þjóð og setjast að í Suður-Ameríku vegna þess, að börn hans voru komin á skólaskyldualdur og áttu, samkvæmt lögum, að læra að lesa, skrifa og reikna. Trúarleiðtoginn kallaði alla sænska skóla einokunarstofnanir vegna þess, að hann vildi að skólar í Svíþjóð væru starfræktir á svipaðan hátt og skólar í íran þar sem börnin læra að lesa með hjálp trúarof- stækisrita. Hitt er satt, að það er ekkert betra að ætla að frelsa heiminn með miðstjórnar- búskap en með frjálsri verslun. Það kemur stundum fyrir að boðberar frjálsrar veslunar ráðist harkalega á bændasamtökin og það á vafasömum Susanne Schiiller-Prioli: Die Borgia Dynastie. Legcnde und Geschichte. R. Oldenbourg Verlag 1982. 496 bls. ■ Flestir munu kannast við sögur um Borgia páfana frægu og kannski fyrst og fremst um þann fræga mann Caesar Borgia. En þeir eru vafalaust færri sem gera sér ljóst, að í rúmar þrjár aldir var Borgiaættin ein hin valdamesta í Evr- ópu, bæði í veraldlegum og kirkjulegum skilningi. Borgiarnir voru upprunnir á Spáni og þaðan kom fyrsti Borgiapáfinn, Alexander VI., sá hinn sami og dró markalínuna frægu er skipti veröldinni í forsendum. Bændur á Norðurlöndum að íslensk- um bændum meðtöldum hafa í raun og veru staðið sig mjög vel hvað snertir þróun landbúnaðar. Hið kalda loftslag á íslandi gerir búskapinn sérstaklega erfið- an viðureignar. En þar sem veður eru mildari verður búskapurinn miklu auð- veldari. í Svíþjóð mjólkar ein kýr meira en helmingi meira en ein kýr í Sovétríkjun- um. Kornyrkjubóndi í Svíþjóð framleið- ir sex sinnum meira af korni en sam- yrkjubú í Sovét. Höfuðin á leninsinnum virðast vera nokkuð þykk. Því þrátt fyrir hjálp land- búnaðarsérfræðinga frá Svíþjóð og SÞ, gengur landbúnaðaurinn í Sovét ílla enn sem komið er. Og verði einhver fram- leiðsluaukning fer mestur hagnaðurinn til Rauðahersins og KGB. Offramleiðslan á korni í Svíþjóð 'er svo mikil að hún getur dugað Islending- um í meria en tvöþúsund ár, ég endur- tek, tvö þúsund ár. Hin mikla tækniþróun hefur í raun og veru sprengt hið gamla þjóðfélagskerfi, án þess þó að fæða af sér nýja viðunandi félagsskipan. f Morgunblaðinu 8. júní er augljóst að gáfaður ungur maður að nafni Jón Magnússon ætlar sér að frelsa íslenskan landbúnað með því að innleiða frjálsa samkeppni og frjálsa verslun á landbún- aðarvörum. Ég hef ekki þá þekkingu á íslenskum landbúnaði að ég sé þess umkominn að gerast þátttakandi í umræðum á þeim vettvangi. Hins vegar get ég gefið góða lýsingu á því, hversu illa hin frjálsa verslun hefur leikið kartöfluframleiðslu Svíþjóðar. 2. I Svíþjóð hafa kartöflur verið undir- stöðufæða þjóðarinnar um langan aldur ogþannigerþettaennnúádögum. Hinn gamli vanalegi og alþýðlegi húsmanns- kostur sem enn fæst á matsöluhúsum og matsölum vinnustaða, inniheldur oftast þrjá fjórðu eða fjóra fimmtu hluta kartöflur. Sé talað um kjötrétt þá er kjötið einn fjórði eða einn fimmti hluti. Þannig er hinn almenni húsmannskostur mjög oft framreiddur í Svíþjóð. Þar sem íbúar Svíþjóðar eru rúmar átta milljónir má nærri geta að mikið magn af kartöflum þarf að framleiða til að fullnægja allri eftirspurn. Og þeir einstaklingar sem vilja græða mikla pen- yfirráðasvæði á milli Spánverja og Portú- gala. Hann varð páfi 1503, en síðasti Borgiamaðurinn í beinan karlegg lést árið 1809. í þessari bók rekur Susanne Schuller- Piroli ættarsögu Borgianna allt frá upp- hafi og til loka. Hún greinir frá fjölmörg- um þjóðsögum, sem myndast hafa um þessa frægu aðalsætt, lýsir öllum meðlim- um hennar sem máli skipta, segir sögur og reynir að greina þann sannleiks- kjarna, sem að baki þeim býr. Hér segir frá Alexander páfa VI., Kalixtusi páfa III., frá Caesari og Lucretzíu Borgia og miðpunktur sögunnar er Franz Borgia. Hann var einn helsti trúnaðarmaður Karls keisara V. og átti langan og inga, hafa áreiðanlega komið snemma augum á þá gróðamöguleika sem hin mikla peningavelta getur skapað á kartöflumarkaðinum. Framleiðsla og sala á kartöflum í Svíþjóð er algjörlega frjáls. í Svíþjóð stjórnar hin frjálsa verslun allri sölu og dreifingu á kartöfl- um. I matvöruverslunum eru kartöflur seldar í tveggja, þriggja og fimmkílóa bréfpokum. En hvernig hefur hin frjálsa verslun í Svíþjóð staðið sig í þessum málum. í fjöldamörg ár hefur almenningur í Svíþjóð kvartað yfir sænskum kartöflum án þess að nokkuð hafi verið gert til endurbóta. Aðeins núna nýlega var þó gerð mikil rannsókn á hinni frjálsu verslun kartöflu- sölunnar í Svíþjóð með eftirfarandi niðurstöðum: 1) Kartöflur eiga að vera rétt viktaðar. En rannsókn leiddi í ljós að svikið var mikið í vigt á kostnað kaupenda. 2) Kartöflur eiga að vera í fyrsta flokki. En rannsókn leiddi í Ijós að ekki ein einasta kartafla var í fyrsta flokki. 3) Kartöflur eiga að vera óskemmdar. En rannsókn leiddi í ljós að allt frá 30% og upp í 60% af kartöflunum voru mjög illa skemmdar. Já, þannig er hin frjálsa veslun í Svíþjóð hvað snertir framleiðslu og sölu á einni þýðingarmestu vöru . Svía. í umræðum um þessi mál hafa jafnvel komið.fram raddir eöa spurningar í þá átt, hvort setja ætti á laggirnar einkasölu á kartöflum, bæði vegna sölu og dreif- ingar og ekki hvað síst vegna alvarlegs hirðuleysis á öllum sviöum kartöflufram- leiðslu og sölu. Vegna hirðuleysis og peningagræðgi sænskra framleiðenda og kaupmanna glæsilegan feril sem stjórnmálamaður, en sneri þá baki við glaumi heimsins, gekk í Jesúítaregluna og gerðist yfirmað- ur hennar. Þá er ennfremur sagt frá frænda hans Ippolito kardínála D’Este, sem reisti glæsihúsin í Tívoli og frá frænku þeirra, Önnu d’Este, en hún kom mikið við sögu Hugenottadeilnanna á 17. öld. Saga Borgianna er ævintýraleg. Þar segir af mikilli glæsimennsku, sem oft er blandin hryllingi og hinum hroðaleg- ustu glæpum. Susanne Schúller-Prioli hefur kannað þessa sögu niður í kjölinn og hún er frábær sögukona. Frásögn hennar er þrungin lífi. Lesandinn hrífst með og lifir sig inn í atburðarásina. Og hinnar frjálsu verslunar, er meginn hluti ktirtöfluuppskerunnar í Svíþjóð haldinn ólæknandi vírusarsjúkdómum, og það alvarlega við þctta mál er sú staðreynd að ómögulegt er að lagfæra þetta alvar- lega ástand. Kostnaðurinn við að fá nýtt útsæði er svo mikill að slík leið er ófær. og hvað er þá til ráða? Hvaðan á hin frjálsa veslun að fá hjálp? Jú, þ að er aðeins ein leið. Og hver er þessi eina leið? Jú, hið hræðilega „ríki" getur hjálpað. Og hvernig? Jú, ríkið getur látið vísindamenn framleiða nýja tegund af kartöflum með vísindalegum aðferð- um, og síðan dreifa hinum nýja og heilbrigða kartöflustofni til hinnar frjálsu verslunar um alla Svíþjóð. En þetta mun taka fjöldamörg ár að leysa. Og því miður er þetta eina sjáanlega leiðin útúr þeim miklu vandræðum sem hin frjálsa verslun hefur skapað. Og þegar kartöflur í Svíþjóð eru aftur orðnar frískar, má búast viö því að hin frjálsa verslun láti hina sömu Ijótu sögu endurtaka sig. Þegar sýnt cr fram á svona alvarlegt dæmi um einhliða frjálsa verslun, þá er mjög gott að benda á annað svipað dæmi til að treysta minnið og æfa sig í að hugsa rökrétt. I þessu sambandi er vert að minnast á mengunarvandamál sem nýlega hafa komið upp í Bandaríkjunum vegna auk- ins frelsis. Þegar stjórn Reagans tók við völdum, var í anda frjáls framtaks, gefið mikið eftir á lögunum um mengun umhverfis og úrsleppi eiturefna frá verksmiðjum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Eig- endur iðjuvera og fyrirtækja þurfa ekki lengur að gefa neina skýrslu um hin margvíslegu eiturefni annað en það, að 8 1. S A N N U S C « C L t II R - P t tC O I. I DIE BORG1A DYNASTIE ■ Bókarkápa það er sama hvort sagðar eru hryllings- sögur, sem áttu sér stað í raunveruleik- anum og taka öllum bíó - og reyfara- hryllingi fram, eða sögur af heilögum mönnum og konum, - frásögnin er alltaf jafn skemmtileg. Jón Þ. Þór. sérstök fyrirtæki hafi tekið að sér að fjarlægja þau. En hvcrjir taka á móti eiturefnum frá verksmiðjum Bandaríkjanna? Jú, það gerir mafían. Svo að segja öll þessi eiturefni í Bandaríkjunum fara gegnum hendurnar á mafíunni, mafían gefur engar skýrslur, og enginn veit hvað af þessum citurefnum verðúr. Eitrið hefur bara verið fjarlægt úr verksmiðjunum, segir niafían, og það nægir. Hvern andskotann varðar dóm- stóla og yfirvöld um það, hvað við gerum við eitrið, lifum við ekki í frjálsu þjóðfélagi, öskrar mafían. Samkvæmt nýjum lögurn um frelsi, þá hefur mafían alvcg á réttu að standa. Lögin í Banda- ríkjunum halda áfram að nálgast sjón- armið mafíunnar. Þannig er nú þróunar- saga bandarískra laga. Aftur á móti hafa vísindamenn og náttúrufræðingar í Bandaríkjunum mjög miklar áhyggjur út af þessum málum. Nú veit enginn nema mafían, hvað gert er við eiturefnin. Ef nú mafían fleygir öllu eitri úr verksmiðjum Banda- rtkjanna í hafið, þá er mjög trúlegt að þessara eiturefna fari að gæta við strendur íslands og fiskimið eftir nokkur ár. Það cr ekkert nýtt að hættuleg eiturcfni hafi borist með hafstraumum. Samkvæmt nýjum lögum um frelsi þá hefur mafían frelsi til að eitra hafið. Ég álít að ungir menn eins og Jón Magnússon þurfi á því að halda, að gera sér fulla grein fyrir því, í hverju frjálst framtak og frjáls verslun er raunverulega fólgið, og það á nriklu dýpri hátt en áður. Annars liggur sú hætta á veginum að menn fari að hafa endaskipti á hlutunum og telja t.d. mónópólkapitalisma fela í sér hin sönnu verðmæti og hið sanna frelsi, - en að stofnanir eins og t.d. Alþingi íslendinga séu tákn um ófrelsi og einokun. Er raunverulcga hægt að frelsa hcim- inn með frjálsri verslun? 21.6. 1983 Einar Freyr. Ad vera eða ekki vera ■ „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag“. Svo kvað Tómas. Við fæðumst og fáum ýmislegt í vöggugjöf, bæði gott og illt, það besta er, ef okkur hlotnast andlegt og líkamlegt atgervi, góðargáfur _ og gott heilsufar. Þá er okkur ekkert að vanbúnaði að takast á við verkefnin á þessu ferðalagi. Margir hverjir rísa upp úr öllum verkefnum með pálmann í höndunum, allt farnast þeim jafnvel, en því miður eru til einstaklingar sem ávaxta ekki sitt pund sem skyldi. Allt rennur þeim úr greipum þrátt fyrir öll hin bestu skilyrði og má því segja að hver er sinnar gæfu smiður. Þá eru það þeir, sem sitja við hótel- gluggann, aðgerðarlausir og bíða þess eins að ferðalaginu Ijúki. En þeir gleymast oft, og eru ekki teknir með íferðalagið, sem ekki fæðast heilbrigðir eða verða sjúkir síðar á lífsleiðinni, þar á ég við þá fötluðu. Margir þeirra hafa til að bera góðar gáfur, metnað og reisn, en þeim eru takmörk sett. Fá ekki sömu tækifæri til þátttöku á ferðalaginu og við hin, - eru geymdir á stofnunum og gleymdir, eða þeim er sýnt afskiptaleysi af okkur samferðarmönnunum. Við sem ófötluð erum ættum að veita þeim von til betri skilnings á þeirra vandamálum, - gefum þeim tækifæri sem þeir eiga fyllstan rétt á, og rænum þá ekki tækifærinu til þáfttöku á ferða- laginu - opnum dyrnar á vagninum og gefum þeim far. Lísbet Bergsveinsdóttir. 6141-7001

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.