Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.07.1983, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983 3 fréttir íbúasamtök Vesturbæjarálykta: f r Áþreif anlegar’ ’ hraöatakmarkanir ■ Aðalfundur íbúasamtaka Vestur- bæjar var haldinn að Hallveigarstööum þann 13. júní s.l. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var umræðuefni fundarins að þessu sinni lækkun hámarkshraðá niöur í 30 km hraða innan Vesturbæjarins, en hún var samþykkt í borgarstjórn fyrir skömmu og kemur væntanlega til fram- kvæmda nú í sumar. Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi og varaformaður Umferðarnefndar, var gestur fundarins og rakti ástæður og aðdraganda þcssarar tilraunar. Kvað hún nauðsynlegt að vcsturbæingar sameinuðust um þessi mál til að hraða- takmörkin yrðu virt. Fundurinn tók undir það sjónarmið cri' jafnframt var það skoðun manna, að „áþreifanlegar“ hraðatakmarkanir í fornii þrcnginga, upphækkana, lok- ana o.fl. væru nauðsynlegar hliðarráð- stafanir til að trvggja öryggi gangandi. - ÞB Stjómin láti kanna kjör og fjölda láglaunafólks ■ Á fundi í Verkakvennafélaginu Framsókn, sem haldinn var 28. júní s.l. var samþykkt að skora á ríkisstjórnina að láta kanna hversu margir launþegar taki laun samkvæmt lágmarkstekju- tryggingu, eða því sem næst og í hvaða starfsgreinum þetta fólk vinni. Fundur- inn skoraði á ríkisstjórnina að hlutast til unt að húsnæðisvandi aldraðra, ungs fólks og láglaunafólks verði leystur á viðráðanlegan h'att fyrir þessa hópa. Fundurinn samþykkti einnig mótmæli gegn þeim hækkunum sem dunið hafa yíir undanfarið og tók undir ályktun formannaráðstefnu A.S.Í. frá 6. júlí. Þá var einnig samþykkt að segja upp gild- andi kjarasamningum félagsins. hefði verið góð en hins vegar hefði aðbúnaður keppenda verið slæmur. Er- lendu kcppendurnir bjuggu allir á gisti- hcirnili sem var það langt frá spilastað að það tók um 15 mínútur að aka á milli í bíl. Sigurður sagði þó að þetta hcfði bitnað jafnt á öllum keppendunum svo það væri varla hægt að kenna þessu eingöngu um. í sigurliðinu spiluðu Sylvan, Wrang, Peterson og Peterson en danska liðinu spiluðu Denis Kock, Knut Blakset, Lars Blakset og Jon Jonsson. _______________________GSH Esjan seld til Græn- höfðaeyja fyrir 17 millj. ■ Esjan, skip Skipaútgerðar ríkisins, hcfur verið seld til Grænhöfðaeyja fyrir rúmlega 17 milljónir íslenskra króna. Samningar um söluna voru undirritaðir á miðvikudag og eru þeir án fyrirvara af bcggja hálfu, nema að fslensk stjórnvöld þurfa að samþykkja söluna. Skipiðverð- ur afhent nýjum eigendum t lok júlf, en þá er væntanleg til landsins ný Esja sem smíðuð var í Englandi. „Miðaö viö allar aðstæður verður að telja vcrðið sem fékkst fyrir skipið viðunandi, en það er mjög erfitt um þessar myndir að selja notuð skip," sagði Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðarinnar í samtali viðTímann í gær. Heklan, systurskip Esjunnar, hefur vcrið á sölulista í á þriðja ár og sagðist Guðmundur vongóður um að hún seldist áður en langt um liði. Nú væru í gangi viðræður um nokkra aðila um sölu á hcnni og allar líkur væru ú að þær skiluðu árangri. -Sjó. Verkakvenna- félagið Framsókn segir upp samningum: ■ Páll Pétursson, alþingismaður, og Andrés Kristjánsson, bóndi á Kvíabekk, eru meðal gesta á Melgcröismclum. Búist er við að mótsgestum fjölgi mjög í dag. Tímamynd ESE/Akureyri ■ Árekstur varð í gær við JL-húsið. Þrír voru fluttir á slysadeild. Eins og sjá má af myndinni var árcksturinn töluvert harður. Tímamynd: Sverrir ■ Hér sjást nokkrir keppenda á Fjórðungs- móti norðlenskrahestamanna í gær. Yfir 600 gestir á IVIel- gerdismelum ■ Rúmlega 600 gestir voru komnir á Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna á Melgerðismelum í Eyjafirði um kvöld- matarleytið í gær, en mótið var sett í gærmorgun. Eftir mótsetninguna fóru fram dómar í B-flokki gæðinga á aðalvellinum og hryssudómar á efri vellinum. Einnig voru dæmdir hestar úr eldri flokki ung- hesta. í dag verða stóðhestar dæmdir ásamt gæðingum úr A-flokki og unghest- um úr yngri flokki. Klukkan 18 hefjast undanrásir kappreiða: 250 metra stökk, 300 metra brokk, 350 metra stökk og 800 mctra stökk. í kvöld verður svo kvöld- vaka með fjölbreyttri dagskrá. - Sjó. ■ ísland lcnti í sjöunda sæti á Norður- landamóti yngri spilara í bridgc scm lauk í Þrándheimi í gær. Sigurvegari varð A-sveit Svía sem hlaut 125 stig en A-sveit Dana varð í öðru sæti, einnig með 125 stig en innbyrðisleikur réöi röðinni. íslenska sveitin fékk 57 stig, en alls tóku 9 sveitir þátt í mótinu. Úrslit fjögurra fyrstu leikja íslensku sveitarinnar hafa áður birst í blaðinu en í sjöttu umferð vann ísland B-svcit Dana, 14-6; tapaði í sjöundu umferð fyrir A-liði Svía, 0-20; í áttundu umferð vann Island A-lið Finna, 11-9, en tapaði fyrir B-liði Noregs í síðustu umferðinni, 1-19. Tíminn hafði samband við Sigurð Sverrisson fyrirliða íslenska liðsins í gær og hann sagði að liðið hefði spilað misjafnlega. Aðalsteinn Jörgensen og Stefán Pálsson spiluðu langtnest og Sig- urður taldi að þeir hefðu spilað best í heildina. Hróðmar Sigurbjörnsson og Karl Logason áttu mjög góða leiki en einnig mjög slæma en Bragi Hauksson og Sigríður Sóley voru einna jöfnust. Sigurður sagði að aðstaða á spilastað Norðurlandamót yngri spilara í bridge: ÍSLAND HAFNAÐI I SJÖUNDA SÆTI ttspilið sem ALLIR TAPA” — var afhent Albert Guðmunds- syniT fjármálaráðherra, í gær ■ Verslunarráð íslands hefur gefið út veggspjald undir heitinu: Spilið sem allir tapa. Ragnar S. Halldórsson, formaður ráðsins, afhenti Albert Guðmyndssyni, fjármálaráðherra, veggspjaldið form- lega á skrifstofu ráðherrans í stjórnar- ráðinu síðdegis í gær. „Á veggspjaldinu er það sýnt með einföldum skýringarmyndum hvað gerist og hefur raunar verið að gerast, þegar stjórnvöld og hagsmunahópar neita að horfast í augu við viðurkenndar stað- reyndir í efnahagslífinu. Það er spilið sem allir tapa," segir í frétt frá Verslun- arráðinu. í fréttinni segir, að tilgangurinn með útgáfunni sé að vekja fólk tií uinræðna um nauðsyn þess að snúa blaðinu við og leita nýrra leiða við stjórn efnahagsmála til hagsbóta fyrir alla. Við afhendingu spjaldsins í fjarmála- ráðuneytinu óskaði RagnarS. Halldórs- son þess, að það yrði í framtíðinni ekki notað við stjórn efnahagsmála. Veggspjaldinu verður dreift á næstu dögum í verslanir og fyrirtæki. -Sjó. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.