Tíminn - 05.07.1983, Síða 12

Tíminn - 05.07.1983, Síða 12
Notið nú grænmetið á lága verðinu Blandað hrásalat ■ Nú er íslenska grænmetiö, t.d. tómatar og agúrkur o.fl. á lágu veröi, og svo berast okkur fréttir, að nú eigi að lækka toll á innfluttum ávöxtum og grænmeti um 20%, svo nú nota allir auðvitað tækifærið og hafa grænmetissalat í hvert mál, enda er gott salat Ijúffengt bæði með fisk og kjötréttum. Hér höfum við eina mjög Ijúffenga uppskrift að blönd- uðu hrásalati með heimatilbúnum salat- legi. Uppskriftin er á þessa leið: 1/2 hvítkálshöfuð 2 gulrætur 1 laukur 2 tómatar 1 rauöur piparávöxtur 2 ntsk söxuð steinselja 4-ó falleg salathlöð Grænmetið allt cr hreinsað vel og síðan rifiö (nema salatblöðin) með grófu rifjárni, eða skorið smátt og blandað vcl saman. Grænmetið er svo látið í skál, sem þakin hcfur verið innan með hcilum salatblöðum. f>á kemur að salatlcginum: 2 dl salatolía 1 eggjarauða 1 msk. sinnep salt og pipar safi úr 1-1 1/2 sítrónu 1 msk strásykur Lögurinn blandast þannig: Salatolí- unni og eggjarauðunni hrært saman, sítrónusafa, sykri, sinnepi, salti og pipar bætt í. Síðan er leginum hellt yfir grænmetið í skálinni og látið standa á köldum stað þar til salatið er borið fram. Notið salat-blöðin úr garðinum og bragðbætið með graslauknum ■ Veljiö fallegsalatblöð(ca 20-30stk).' Þið þurfið líka 2-2 1/2 dl rjóma, safa úr einni sítrónu, 2 msk strásykur og ögn af salti. Ef vill má líka klippa graslauk út í. Salatblöðin eru skoluð vel úr köldu vatni og nokkrum blöðunum síðan raðað í skál (helst glæra). Þá hrærið þið saman rjómann, sítrónusafann, sykurinn og salatblöðin (söxuð) sem ckki voru notuð til að klæða meö innan skálina. Rjóminn vcrður stífur, þegar sítrónusafinn kemur saman við hann. Gott er að hræra þessu saman 12 klst. áður en ætlað er að nota salatið. Hcllið svo rjómanum (sem nú hefur stífnað) yfir salatblöðin og látið standa á köldum stað í 1/2-1 klst áður en framreitt er. Gott er að bæta í salatið tómatsneiöum, agúrku sneiðum eða niðursnciddum radísum. Annarsergam- an fyrir garðeigendur að prófa sig áfram með sitt eigið salat - með sínu lagi. ■ Algengt er að sjá í fyrirspurna- og bréfadálk- um tímarita, að lesendur kvarta yfir óviðráðanlegri feimni og biðja „ráðgjafa“ blaðsins um einhverjar ieiðbeiningar um hvernig hægt sé að öðlast meira sjálfstraust og öryggi í framgöngu. Bresk kona, Til athugunar fyrir þá feimnu: 10 Claire Rayner að nafni, hefur það starf hjá þekktu kvennablaði, að gefa ráð- leggingar og svara bréfum lesenda. Nýlega tók hún saman 10 ráðleggingar, sem hún birti í dálki sínum, og sagði að þar með væri hún að svara fjölda bréfa með einu svari, því það væru svo margir, sem skrif- uðu sér vegna feimni og öryggisleysis, - og spurðu hvort nokkur von væri til að þeir gætu yfirstigið þennan veikleika sinn. Nokkrar glefsur úr les- endabréfum voru birtar í byrjun, en síðan komu ráð- leggingarnar. ■ Grænmeti er holl og vítamínrík fæðutegund, sem við ættum að nota okkur að er nú á góðu veröi. Munið að hrcinsa grænmetið áður en það er notað, gott er að skola það vel úr köldu vatni. Smáhandklæði á svuntubandinu ■ Margir kokkar hafa framan á sér einhvers konar þurrku eða handklæði utan yfir kokkafötun- um, því að stöðugt þarf að þurrka sér um hendur við eldhússtörfin. Hér sjáum við góða lausn á málinu til nota í venjulegu eldhúsi í heimahúsum. Þá ersett góðlykkja í venjulegt lítið frotte-handklæði og því svo smeygt upp á svuntu- bandið, þar með hefur maður þurrkuna stöðugt við höndina. Einn lesandi sagði, að jafnvel sá einfaldi hlutur að fara í fjölskylduboð vekti hjá sér óskaplegan kvíða. Annar sagðist oft vakna eldsnemma vegna þess hve hann kviði því að fara til vinnu sinnar, - sem þó gengi allvel hjá sér, þegar komið væri á staðinn,... ogaðfara í samkvæmi, þar sem búast mætti við mörgum ókunnugum væri algjör pína og kvöl. Því miður, sagði „ráðgjafinn", get ég ekki sent þessu fólki sjálfstraust í pakka- pósti, en nokkrum ráðleggingum vildi hún koma á framfæri, sem hún sagði að hver og einn yrði að leggja sig fram um að vinna eftir. Sjálf segist Claire Rayner hafa verið hræðilega feimin - og sé það reyndar enn - en hún hafi orðið að vinna á móti því til þess að geta umgengist ókunnugt fólk eðlilega og standa sig í starfi. Til þess að komast yfir feimnina setti hún sér 10 reglur, sem hún nú birtl í blaðinu, ef það mætti verða til að hjálpa einhverjum af hinum feimnu: FYRSTA REGLAN - Reyndu að gefa þér tíma til að snyrta þig vel að morgni dags, og vertu svo ekki sífellt að spegla þig, mála eða greiða í tíma og ótíma allan daginn. Rétt er þó aðeins að hressa upp á útlitið í hádeginu og áður en þú yfirgefur vinnustað, einkum ef áætlað er að fara eitthvað sérstakt á ieiðinni heim, annað hvort í búðir, hitta ■ Þótt unga stúlkan á myndinni sé lagleg og vel gefin, þá getur hún verið haldin minnimáttarkennd, sem svo háir henni á vinnustað. ráð til að efla sjálfstraustið kunningja eða eitthvað annað. Konur sem vantar sjálfstraust hafa margar þann kæk, að vera alltaf með spegilinn á lofti, en rétt væri að hvíla spegilinn og varalit- inn. ÖNNUR — Reyndu að „fá ekki á heilann", eitthvað sem þér finnst athuga- vert við útlit þitt. Forðastu að tala um þau lýti, sem þér kannski finnst að allir hljóti að taka eftir, - en eru í raun alls ekki svo áberandi. T.d. gæti þér fundist, að allir horfðu á fætur þína og sjái þá hina áberandi æðahnúta (sem þér finnst), eða fötin fari ekki nógu vel, því að brjóstin slapi niður, séu of lítil - eða ot stór. Slíkt og þvílíkt er aðallega til í þínum eigin hugarhcimi, en fæstir aðrir hafa áhuga á þessum vandamálum þínum. Auðvitað er ekkert hægara en að gera þá eitthvað í málinu, fá sér góða sjúkrasokka, og kaupa brjóstahaldara, sem gera eitthvað til að hressa upp á línurnar. ÞRIÐJA — Mundu að fólk horfir ekki jafn mikið á þig og þú ímyndar þér. Þú heldur ef til vill að það iýsi af þér og andlitið verði sjálflýsandi ef þú roðnar, - en þeir, sem í kringum þig eru, sjá aðeins að þú roðnar smávegis, og það getur meira að segja klætt þig vel. Farðu bara ekki að vandræðast yfir því sjálf, svo sem eins og að segja: Ó, ég roðna svo óskaplega, o.s.frv. FJÓRÐA — Vertu ekki of gagnrýn- in(n) á útlit annarra. Þú situr kannski í hópi af fólki, og í huganum ferðu að finna að því, hvernig þessi greiðir sér, eða annar sé ósmekklega klædd(ur). Þá grípur þig sú tilfinning, hvort nú sé ekki einhver að horfa gagnrýnum augum á þig, og hvort þú standist þá gagnrýni. FIMMTA — Mundu að vinsælasti viðmælandinn á mannamótum er sá. sem er góður og áhugasamur hlustandi. Þú þarft ekki endilega að vera svo hrífandi skemmtileg(ur) eða rífa af þér brandarana, til þess að verða vinsæl(l). Hlustaðu vinsamlega, taktu vel eftir nöfnum, því ef til vill hittir þú þessar persónur aftur, - og sá sem þú „hlustaðir mest á“, mun áreið’anlega segja, að þú sést alveg bráðskemmtileg manneskja. SJÖTTA — Varastu að vera óheiðar- leg(ur). Ef þú ekki skilur hvað er verið að tala um, eða getur t.d. ekki skilið matseðilinn, - þá segðu eins og er. Ef þér finnst til um hvað einhver er stór- skemmtilegur, eða heillandi þá viður- kenndu það. Hrósaðu þeim, sem þér finnst eiga það skilið. SJÖUNDA — Líttu í kringum þig í fjölmenni, til þess að sjá hvort þar sé ekki einhver hlédræg persóna, líkt og þú. Areiðanlega ertu ekki eina feimna manneskjan í boðinu. Gott er að gera sér það að venju, til að vinna bug á feimninni, að setja sér það, að fara til þeirra, sem virðast einmana og hefja samræður. Ur því getur orðið gott samtal, hressandi fyrir báða aðila. Þetta er góð venja, hvort sem er í samkvæmi, á foreldrafundi í skólanum eða annars staðar. ÁTTUNDA — Ekki er heppilegt að nota áfengi til þess að fá kjart tii að umgangast ókunnuga, og efla sjálfs- traustið. Það er nefnilega ekkert sjálfs- traust að fá í flöskunni. Ef þér finnst þú vera skemmtileg(ur) og hrífandi undir áhrifum áfengis, - þá er eitt víst, og það er, að þú getur verið ennþá skemmtilegri og meira hrífandi án áfengis. NÍUNDA — Mundu það (og líklega veistu það af eigin raun), að feimni og minnimáttarkennd gerir fólk stundum fjandsamlegt íviðmóti. Svoef þérvirðist einhver ókunnugur við fyrstu kynni vera þér óvinveittur, þá athugaðu það, að það þarf ekki að vera neitt í þínu fari sem hann er á móti, heldur er þetta nokkurs konar sjálfsvörn hjá þeim feimna. Og mundu svo, að nota alls ekki sjálf(ur) slíka aðferð, heldur reyna að temja þér rólega og vinsamlega fram- komu. TÍUNDA — Mundu alltaf, að það versta sem getur komið fyrir þig er þó ekki nema það, að þú gerir þig að athlægi í samkvæminu, - og ef til vill verður það ekki til annars en að öllum viðstöddum verður vel við þig, því að þá finnst þeim kannski að þeir séu meiri menn en þú! PS: „Það er svo sem ckki mikill vandi að skrifa svona ráðleggingar, en erfiðara að fara eftir þeim,“ skrifar höfundur í eftirmála við reglurnar sínar, og heldur svo áfram: „Ég lofaði ykkur aldrei að það væri auðvelt að fara eftir reglunum mínum, - en ég lofa ykkur því að þær verða til góðs, ef reynt er að fara eftir þeim. Ég vona að þær geti hjálpað einhverjum við að reyna að temja feimni sína og efla sjálfstraustið, en það verður hver og einn að gera sína tilraun og leggja hart að sér, - það veit ég af eigin raun.“ sagði Claire Rayner í lok greinar sinnar um feimnina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.