Tíminn - 10.07.1983, Page 6

Tíminn - 10.07.1983, Page 6
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983 „Stóri bróðir fylgist með þér“ segir á augiýsingaskiltinu. Smith, aðalpersónan f bók Orwells 1984 lelkinn af Edmund O’Brien í samnefndri kvikmynd sem gerð var eftir sögunni. FÆLURÍKI ■ Mig minnir að það hafi verið Ágúst i H. Bjarnason sem fyrstur manna kallaði I útópíur „staðleysur". Hann þýddi orðið | þá bókstaflega úr grísku (topos=staður, \ u-=neiturnarforskeyti). Þýðing Ágústs á orðinu minnir á að sæluríki bókmennt- anna eru bara hugmynd. En þýðingin gefur að nokkru leyti í skyn að félagsleg- ar framfarahugmyndir verði aldrei að veruleika, eigi sér engan stað, og þess vegna er betra að tala um óskalönd, fyrirmyndarríki o.þ.h. en um „stað- leysur“. En þó að útópía sé eftir sem áður bara hugmynd og hvergi til á landakortum, þá er andstæðan, dystópí- an, sem kalla má athaland eða fæluríki, því miður ekki eintómur uppspuni. Þar sem ég sit og kneppi á ritvél hér í Stokkhólmi dettur mér auðvitað fyrst í hug kenningin um að Svíþjóð sé ekki óskaland, heldur fæluríki. Hrakspá Georgs Nei fjandakornið að Svíþjóð verði talin til fæluríkja. Sú einfalda staðreynd að landið er auðugt og að gæðunum er jafnar skipt hér en í flestum öðrum löndum hnattarins kippir burtu einni meginforsendu fæluríkisins sem er ör- birgð almennings. Móti þessu kemursvo aftur að hér blómstrar að margra dómi firring, andleg fátækt, sinnuleysi, ein- manaleiki, einangrun og fleira, sem sígildir höfundar setja ævinlega í lýsingar sínar á vondum löndum. En reyndar gildir jafnt um lýsingar á óskalöndum og á martraðarlöndum að lesandinn er alls ekki alltaf samdóma höfundinum í verð- mætamati. Þannigeru þeir t.d. auðvitað til sem telja ríkidæmi skaðlegt andlegri heilsu (þeir sem kenna slíkt eru oft málpípur auðmanna), sumir tclja ein- veru holla (það eru einstaklingshyggju- mennirnir) o.s.frv. Lýsingar á löndum sem hafa vont stjórnskipulag eru fornar í bók- menntum. Margir fornir höfundar lýsa öfughneigðum harðstjórum og herkeis- urum, sem alræmdir urðu af valdníðslu sinni. Valdníðslan var þá oft talin stafa af heimsku, grimmd og öðrum eðlis- göllum. Á síðustu hundrað árum hafa hins vegar komið fram sögur, sem sýna hvernig gott og ríkt samfélag, áþekkt núverandi forysturíkjum jarðarinnar, getur orðið ömurlegt fyrir íbúana. Þá er lýst hvernig fögur hugsjón breytist í andstæðu sína vegna ófullkomleika mannanna og hugsjónarinnar. Þessar amalandabókmenntir ganga iðulega út frá lýsingum eldri höfunda á óska- löndum, og bakgrunnurinn er firring í samtímanum, ofþróun tækninnar, valdasamþjöppun í heimspólitíkinni, einræðisríki Hitlers og Stalíns og fleira úr sögu 20. aldar. Vanlíðanin í menningu okkar, vanlíð- an í ríkjum sem skv. eldri mælikvörðum eru hin fullkomnustu til þessa í mann- kynssögunni, er ráðgáta. Franz Kafka (f. 1883) skrifaði bækur um firringuna, bjargarleysi einstaklingsins frammi fyrir skriffinnsku nútímans. Þessar bækur hræra að mörgu leyti nýjan streng í bókmenntunum, þótt þær séu rökrétt framhald tilvistarstefnunnar, sem þegar hafði náð að birtast í ýmsu. í Réttarhöld- unum (1914-15) tekur Kafka fyrir réttar-' kerfið, sem var orðið firna flókið í keisaradæmi Habsborgaranna með lög- fræðingum sínum, mútum og enda- lausum óskiljanlegum rangölum. Kafka tekur ofvöxt réttarkerfisins eins og fleiri sem tákn um valdleysið sem einstakl- ingurinn upplifir í þróuðum samfélögum okkar daga. Útópíuhöfundar fyrri alda hafa ein- mitt tekið á vandamálinu, sem flókin lög skapa fyrir óbreytta þegna. í bókunum eftir Plató, More og Campanella, sem ég sagði frá í Helgartímanum fyrir um mánuði síðan, eru lögin venjulega fá, auðlærð og skiljanleg, og menn flytja mál sitt sjálfir fyrir rétti í stað þess að atvinnumenn í málafærslu geri það. Réttarfarið er fróðlegur útgangspunktur í sambandi við óskaríki og andstæður þeirra. Til dæmis eru engin lög í Ósean- íu, stórveldinu í skáldsögu Georges Orwell 1984 (1949). Þar er aðeins ger- ræði og geðþóttastjórn Flokksins. Grundvallarþráður þessarar sögu er ást- arævintýri Winstons Smith og Júlíu, sem vinna bæði í Sannleiksmálaráðuneytinu. Sagan er látin gerast árið 1984 er Flokk- urinn hefur fyrir löngu síðan náð öllum völdum. Þeir, sem eru meðlimir hans, eru undir ströngu eftirliti og aga. í vistarverum þeirra og sums staðar á víðavangi eru sjónvörp, sem ekki er hægt að slökkva á; skjárinn er í senn sýningar- og tökuvél, svo „hugsanalög- reglan" getur alltaf séð þann sem sér skjáinn frá stöðvum sínum. í þessu ríki, sem nær yfir Bretland, Ástralíu, Suður- Afríku og Ameríku alla, er neysluvarn- ingur yfirleitt mjög lélegur; þó eru til skárri svartamarkaðsvörur. Orwell notar ýms föng í söguna, en mest áberandi er það sem hann hefur sótt til Hitlersþýska- lands og Sovétríkja Stalínstímans. í sumum atriðum minnir bók Orwells á hugmyndir úr Ríkinu eftir Plató, t.d. í því að valdstéttin/Flokkurinn á allt sam- eiginlega að frátöldum persónulegum smámunum; einnig í því að fjölskyldan er brotin niður til að hindra að ást og vinátta geti orðið tryggðinni við ríkið og Stórabróður yfirsterkari. Stóribróðir er foringjamynd Flokksins, sniðinn eftir Hitler og Stalín, en lesandinn hefur enga vissu um að Stóribróðir sé raunverulega til sem persóna. Sama gildir um Gold- stein, ímynd andskotans í sögunni og andstæðing Stórabróður í Flokknum, sem greinilega er sniðinn eftir Trotskí. Enginn hefur séð þessa menn, og vel má vera að þeir séu einungis áróðursbrögð. Eins vita menn ekki til fullnustu hvort stríðið, sem allt líf Óseaníu snýst um, sé raunverulegt eða bara áróðursbragð. Skil milli sanns og logins eru óskýr í þessu ömurlega ríki. Þetta kemur best fram í verkefni Winstons í Sannleiks- málaráðuneytinu. Það felst nefnilega í að falsa það sem stendur í gömlum dagblöðum til samræmis við nýjustu yfirlýsingar Stórabróður og Flokksins. Ef Óseanía hættir stríðinu gegn Evrasíu og hefur stríð í bandalagi við það ríki gegn þriðja stórveldinu, Austurasíu, þá verður jafnharðan að má út af sögu- legum skjölum og úr öllu prentmáli styggðaryrði gegn Evrasíu og snúa þeim gegn Austurasíu. Af líkum ástæðum er nýja tungumálið, sem byggist á einfald- aðri ensku, stöðugt í mótun. Það er alltaf verið að afnema „úrelt“ orð. Þetta atriði tengist greinilega þeirri skoðun höfundarins að sagnfræðin sé í sjálfri sér andsnúin gerræði. Málið felur í sér merki sögunnar. Lifandi og fjölskrúðug tunga með langa sögu hlýtur alltaf að vera þyrnir í augum harðstjóra, og út frá þessu skilur Orwell hlutverk sitt sem skáld. í Óseaníu lifa flokksmenn ekki af, nema vera fúsir að trúa að tveir plús tveir séu fimm ef Stóribróðir segir það. Nýr heimur Stjórnlistin sem liggur til grundvallar starfsemi Flokksins í 1984 minnir í sumum atriðum á ráðleggingar ítalska endurreisnarhöfundarins Niccoló Mac- hiavelli í bók hans Prinsinn (1514). Þar er lýst brögðum þjóðhöfðingja til að halda völdum, og allt virðist þar snúast um hreint, miskunnarlaust vald. Deildu og drottnaðu, hið forna rómverska boðorð, sem felur í sér að valdsaðilinn etji undirsátum sínum saman svo að samtakamáttur þeirra þverri, liggur til grundvallar stjórnuninni bæði skv. Mac- hiavelli og Orwell. En sá munur er þó á að Orwell hefur greinilega andstyggð á þessu evangelíi valdsins, enda hafði hann ekki mannaforráð. í 1984 er framleiðsluskipulagið þró- aðra en neyslan. Fólk hefur vondan varning, en afurðir fara í að reka stríðið og hafa eftirlit með þegnunum, einkum flokksmeðlimum. Þetta hefur samræmst reynslunni af þúsundáraríkjum Hitlers og Stalíns, og eins fengu Bretar auðvitað að reyna skortinn á stríðsárunum. í skáldsögunni Brave new world (Djarfi nýi heimur) (1932) eftir Aldous Huxley, sem líka er bölsýn framtíðarsaga, er neysluvarningurinn hins vegar greinilega á hærra stigi. Hjá Orwell voru flokk- smeðlimir krafðir um skírlífi (eðlun eingöngu viðhöfð til fjölgunar), og skír- lífið átti að auka hneigð manna til móðursýki og astar á Stórabróður. Hjá Huxley snýr dæmið þveröfugt því þar eru menn mjög virkir í innantómu kynlífi og yfirleitt í stundarsaðningu hverskonar langana. Tryggð við ein- hvern einn kynlífsfélaga þykir ósiðleg, og það er hneykslunarefni að vera á tostu í meira en mánuð. Hjá Orwell virkjar valdið ófullnægðar þrár, en hjá Huxley er fólk svæft og slævt með kynlífi og endalausum neysluvarningi í skipu- lögðum frístundum. í Djarfa nýja hciminum eru fimm stéttir manna. Þær eru líffræðilega ákvarðaðar. Frjóvgunin gerist í tilrauna- glösum með völdum kynfrumum, og svo eru fóstrin/börnin meðhöndluð og mótuð eins og hver önnur vara. Farið er eftir aðferðum námssálarfræðinnar, og skilyrðin (þ.e.a.s. kennsla eftir aðferð- inni að gefa t.d. raflost ef nemandinn gerir eitthvað vitlaust) fer fram þegar á tilraunaglasaaldrinum. Munurinn á stéttunum eða mannflokkunum fimm liggur fyrst og fremst í vitsmunum. En sérhæfingin gengur lengra en það. Til dæmis eru þeir, sem eiga síðar að vinna við hávaða vandir við að líða vel í hávaða þegar frá fósturstigi. Allt er lært skv. hugmynd bókarinnar, jafnvel eðlis- hvatir, og er sú skoðun einnig í samræmi við kenningu Flokksins í 1984. Það er róttæk reynsluhyggja og á rætur að rekja til Upplýsingaraldar. Undirstöðukenn- ing í hagfræði nýja heimsins er að neyslan verði að vera mikil; ekki má gera við hluti, heldur er þeim fleygt ef þeir bila. Hjá Huxley eins og hjá Órwell er öreigunum þannig haldið í kúgun og fáfræði, þó að aðferðirnar séu mismun- andi. í báðum tilfellum eru þeir ánægðir. Hjá Orwell kemur sú hugmynd fyrir, ættuð úr tilvistarstefnu, að menn vilji heldur hafa værukæra vellíðan en frelsi, að menn forðist að þurfa að velja milli kosta og að horfast í augu við sjálfræði sitt af því að frelsi krefst íhugunar og ábyrgðar. Hjá Huxley líður lýðnum vel því honum hefur frá upphafi verið kennt að þrá skítverkin sem honum eru ætluð. 1 samanburði við útópíubókmenntir fyrri tíma má benda á að meðan t.d. More, Bacon og Campanella gerðu ráð fyrir verulega styttum vinnutíma, þá er vinnudagurinn sjö og hálf stund í djarfa nýja heiminum. Astæðan fyrir svo löngum vinnudegi er ekki að minna hrökkvi ekki til, heldur sú að með lengri frítíma eykst óöryggi manna og tóm- leikakennd, og þá minnkar stöðugleiki samfélagsins, sem talinn er öllu öðru heilagari. Bók Huxleys minnir að því leyti á framtíðarlýsingu Bacons frá því um 300 árum áður, að í henni er lýst margskonar uppfinningum framtíðar- innar. Huxley talar um þreifikvikmynd- ir, sem eru mikil afþreying, þyrlur, hótel á Norðurpólnum, einteinunga, vímu- gjafann sóma (sem minnir á valíum) og ótal önnur hagvirk lyf, getnaðarvarnir, lyktarorgel, járnsteypu, gerviefni, merkilega rafeindatónlist m.m. Ein þýð- ingarmesta uppfinningin er erfðaverk- fræðilegt ferli sem nefnist bokovskífíka- sjón. Með henni er hægt að búa til 76 fleirbura úr einu konueggi. Eru þannig frr.mleiddir hópar nauðalíkra manna sem fá sömu innrætingu og starfa síðar sem samhentar vinnusveitir. í saman- burði við eldri framtíðarsögur má líka benda á að hjá More, Bacon og fleirum var sæluríkið venjulega staðsett á eyju, en hja Huxley eru eyjur notaðar til félagslegra tilrauna og sem fangelsi. Þannig er t.d. hryllileg refsing að vera gerður útlægur til íslands í bók hans. Einn maður í Djarfa nýja hciminum hefur farið varhluta af innrætingu þessa heimsríkis, og hann er meira að segja fæddur úr skauti konu sem þykir skömm (orðið „móðir“ er dónalegt). Þessi villi- maður er hafður til sýnis um hríð, en hann endar með því að leggjast út og reynir að lifa við frumstæð kjör. En hann verður geggjaður. Nema það séu hinir sem eru það. Er ríkið skrímsli? Sumir segja að bölsýnar framtíðarlýs- ingar á borð við skáldsögur þeirra Or- wells og Huxleys hafi þegar orðið að veruleika. Huxley skrifaði bók sína fyrir valdatíð nasista í Þýskalandi, og hann hafði því ekki séð til hvers hugsunarhátt- ur mannkynbótafræðinnar gat leitt í reynd (hann var annars auðvitað ekki að mæla þeim „fræðum" bót í bók sinni). Huxley var að því leyti á sama báti og íhaldsmaðurinn Guðmundur Finnboga- son, sem skrifaði Stjórnarbót árið 1924. Ami Sigurjónsson C\ skrifar frá Stokkhólmi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.