Tíminn - 10.07.1983, Side 8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur
Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttlr, Slgurður Jónsson.
Ritstjórn skrif stofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300, Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í iausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Friður án ótta er brýn-
asta úrlausnaref nið
■ Mannkynið lifir nú í stöðugum ótta og kvíða í skugga
hrikalegri vígbúnaðar en dæmi eru um í sögunni. Sú ógn
sem yfir vofir er af mannavöldum og stafar af óbilgirni og
valdahroka þeirra aðila, sem telja sig þess umkomna að
hóta allsherjar útrýmingu sé völdum þeirra og drottnunar-
girni ógnað. En það er einnig á valdi ráðamanna og þjóða
að aflétta ógninni. Stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins og
afvopnun er brýnasta úrlausnarefnið sem þjóðir heims
standa frammi fyrir í dag. Pað þolir enga bið að ráðamenn
stórþjóðanna semji um að stöðva brjálæðið og í kjölfar
þess verði öllum kjarnorkuvopnum útrýmt.
Friður sem byggist á ótta er ekki raunverulegur friður,
sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, er hann
ávarpaði varaforseta Bandaríkjanna fyrir nokkrum
dögum. Með því að útrýma ógninni hverfur óttinn og þá
loks fæst sá friður sem allir þrá.
En friður er litils virði án frelsisins. Forsætisráðherra
minnti á boðskap Roosevelts Bandaríkjaforseta um
frelsið árið 1941, en þá stóðu þjóðir heims frammi fyrir
öflugu ofbeldi og kúgunarhötunum. En því miður búa
ekki nema tiltölulega fáar þjóðir heims við það frelsi,
sem svo miklu var fórnað fyrir á árunum eftir að Roosevelt
forseti flutti boðskap sinn.
Steingrímur rakti, að þrátt fyrir gífurlegar framfarir í
tækni- og efnahagsmálum hafi skammt miðað. Hann sagði:
„Málfrelsi er enn skert í fjölda landa víða um heim.
Éví fer einnig fjarri að frelsi til guðsdýrkunar ríki
hvarvetna.
Frelsi undan skorti hefur síður en svo áunnist, og er
hörmulegt til þess að vita, að á tímum allsnægta hefur bilið
milli fátækra og ríkra breikkað.
Og loks er frelsið undan ótta fjarlægara en nokkru sinni.
Öldum saman nutu land yðar og land mitt verndar af
fjarlægð og víðáttu hafsins. Sú er ekki raunin lengur.
Fjarlægðir eru í rauninni úr sögunni og vopnabúnaðurinn
hefur margfaldast og eyðingarmátturinn magnast geigvæn-
lega. I rauninni veltur friður á áhættusömu jafnvægi, svo
aojíkast er línudansi án öryggisnets.
Ég er þess fullviss, að með sjálfum okkur erum við öll
sammála um, að friður sem byggist á ótta er ekki
raunverulegur friður. Við verðum að keppa að breytingu
til batnaðar.
Ég efast um að raunverulegur friður náist án trausts
þjóða á milli. Fví trausti verður helst komið á með
opinskáum skoðanaskiptum, víðtækum skilningi á skoð-
unum og vandamálum hvers annars og efnahagslegu
samstarfi í einlægri viðleitni til að tryggja öllum lífvænleg
kjör í friði. Ég tel víst að slíkt myndi brjóta niður öll
járntjöld.
Ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir íslendinga alla, þegar
ég legg áherslu á von okkar um að úr vopnabúnaði dragi
um allan heim, svo engir þurfi að búa í ótta við
hernaðarárásir, svo ekki sé minnst á tortímingu á
heimsmælikvarða.“
Friður og frelsi eru háleit markmið að keppa að.
Forystumenn íslensku þjóðarinnar eiga ekki að láta neitt
tækifæri ónotað til að koma á framfæri þeim skoðunum,
að afvopnun og bannfæring kjarnorkuvopna séu algjör
forsenda þess að mannkynið geti lifað í friði án ótta.
Smáþjóðir eru ekki mikils megnugar ef mið er tekið af
vopnabúrum og ægivaldi stórþjóðanna, en þær geta lagt
sitt lóð á vogarskálarnar og komið sínum sjónarmiðum á
framfæri.
Það er illt að búa við það til lengdar að risaveldin auki
í sífellu vígbúnað sinn, metist á um hvort þeirra hafi yfir
meiri eyðingarmætti að ráða og haldi áfram að magna
ógnarjafnvægið. Þessu verður að linna, eyða tortryggninni
og setja einlægan vilja um frelsi og frið í öndvegi.
Ágreiningurinn um ágæti hagkerfa er ekki þess virði að
hann réttlæti ógnina miklu. - O.Ó.
■ HELDUR ólánlegur illhæruhnökri hefur hlaupið á rétt-
lætisþráðinn sem ríkisstjórnin situr við að spinna í viðureign-
inni við verðbólguna. f þann mund sem mestu brimgarðablök-
in höfðu riðið yfir Landeyjarsand þjóðarinnar í dýrtíðinni eftir
kjaraskerðinguna og gengisföllin, og menn tóku að búast við
lagi, reis einn boðinn enn - síðastur og mestur. Það iá aílt í
einu á borðum heimilanna að lánskjaravísitala hafði komist
undan svipunni og birtist nú eins og forynja sem alin hefur
verið á mannablóði. í hana hafði hlaupið ofvöxtur sem enginn
virtist hafa tekið eftir-jafnvel ekki alsjáandi auga ríkisstjórn-
arinnar eða seðlabankastjórans.
Þar fór sá glaðningurinn
RÍKISSTJÓRNIN sem ber hag ungra hjóna, sem eru að
byggja eða nýbúin að því, öllu öðru fremur fyrir brjósti og
hafði af gæsku sinni og réttsýni heimilað að geyma svo sem
fjórðung afgjalda og vaxta af lánum til betri tíma og klökknað
í sjálfsgæðamati yfir slíku örlæti, vaknaði allt í einu við vondan
draum engu síður en ungu hjónin, þegar þau heyrðu fréttina
um að lánskjaravísitalan hefði tútnað rúmlega 20% meira en
dýrtíðaruppbótin á launum þeirra, og þau sáu í hendi sér -
eins og ríkisstjórnin - að þarna hvarf öll morgungjöf
ríkisstjórnarinnar í lánamálum ungs fólks niður í ginnunga-
gap> sem allir virtust hafa gleymt. Ungu hjónin sem höfðu séð
þarna ofurlitla hjálp til þess að klóra í bakkann stóðu núá enn
verra flæðiskeri en áður. Þau verða að borga því sem næst
jafnmikið og þau gerðu ráð fyrir áður en söltunin kom til.
Stendiir
björgunarsveitin
ráðþrota?
Því er ekki klippt á tafarlaust?
RÍKISSTJÓRNIN var auðvitað ekki svo skyni skroppin eða
siðvillt að hún sæi ekki að hér var ekki til neins að þræta.
Ráðherrar játuðu því að þetta væri alveg rétt, það gengi
auðvitað ekki að láta lánskjaravísitöluna fara eins og loga yfir
þann akur, sem sáinn hafði verið til uppskeru. Ríkisstjórnin
settist á rökstóla, skipaði nefndir og ráð, heimtaði skýrslu af
þjóðhagsstofnun, og gott ef Jóhannes Nordal var ekki til
kvaddur líka - aldrei þessu vant.
En málið reyndist nokkuð örðugt viðgangs - eins og
engisprettuplága eða skógarmaðkur sem lagt hefur undir sig
fagurlaufgað tré áður en menn gáðu að. Og ríkisstjórnin er
ekki enn farin að eitra fyrir vágestinn. Dagarnir líða, lánin
falla í gjalddaga og ungu hjónin komast í vanskil, dráttarvextir
hlaðast upp og enginn veit hvenær veðri slotar. Það heyrist
helst úr stjórnarherbúðum, að von sé á tillögum eftir nokkrar
vikur, þá er eftir að skoða þær betur og leiða alla aðila saman
til framkvæmda. Líklegt er að þá verði farið að hausta á þessu
réttlætissumri íslensku ríkisstjórnarinnar.
Örðugt um afturverkun
BLÖÐ sem spurt hafa vitringa í stjórnarráðinu hafa þær
fregnir helstar að færa af svörum þeirra, að mjög örðugt muni
verða að láta ráðstafanir, sem kunni að verða gerðar til þess
að höggva af vísitölunni, verka aftur fyrir sig - þ.e.a.s. til
líknar þeim sem á þessum sumardögum verða að sveitast
blóðinu við að greiða af lánum samkvæmt háu vísitölunni, eða
taka á sig himinháa dráttarvexti eða önnur og verri áföll vegna
vanskila. Það er helst svo að sjá, að huga eigi að breytingum
á grundvelli þessarar vísitölu, þoka honum síðan til með
hægðinni og reyna að láta næsta stig hennar eftir vikur eða
mánuði verða í ofurlítið meira samræmi við kaupgjaldsskattinn
til verðbólgustríðsins. En hvað hefur þá gerst? Sumir hafa
orðið að greiða af lánum eftir háu lánskjaravísitölunni eða
ekki getað það og fá það líklega lítt eða ekki bætt. Hinir sem
eru svo heppnir að gjalddagar þeirra eru á öðrum árstíma,
geta notið úrbótanna. Ekki stígur réttlætisloftvog ríkisstjórn-
arinnar við það, og væri þó ekki vanþörf á eins og hún féll við
þessa dembu.
Hnífinn á loft þegar í stað
MISTÖKIN við hönnun verðbólguráðstafananna á burðar-
dögum ríkisstjórnarinnar eru auðvitað hrapalleg og hörmuleg,
en ekki til neins að fást um það héðan af. Hitt er þó enn
níðangurslegra, að ríkisstjórnin skuli nú láta daga og vikur
líða án þess að skera á þann naflastreng sem hún gleymdi við
eigin fæðingu. Jafnskjótt og hún varð þess vör hvert slys hafði
orðið, hefði hún átt að reiða hnífinn umsvifalaust.
Ef til vill má segja, að málið þurfi ofurlúillar athugunar við,
og ráðrúm í nokkra daga eða eina eða tvær vikur að gefast til
þess. En það ráðrúm hefði átt að geta fengist og stöðva um
leið boðann sem að fór á meðan. Til þess lá auðvitað í augum
uppi ofur einfalt ráð. Hægt var að setja bönkum oog öðrum
lánastofnunum þá sömu reglu og beitt er við sölu gjaldeyris þá
daga sem ekkert gengi er skráð vegna yfirvofandi gengislækk-
unar - með ákvæði um endurgreiðslu eða viðbót þegar nýtt
gengi tekur gildi - nema nú yrði þessi tryggingarráðstöfun í
þágu lántakenda í stað bankanna. 1 svona tilvikum kemur
nefnilega til álita sú sanngirni sem kallast gagnkvæmur réttur,
jafnræði fyrir lögum, reglum og ráðstöfunum. Síðan gat
ríkisstjórnin hagrætt lánskjaravísitölunni til betri þjónustu
gegn verðbólgunni og bankarnir síðan gert upp afborgunar-
reikninginn við lántakendur. Svo sem ein bráðabirgðalög í
þessu skyni hefðu nú verið vel afsakanleg.
Sumir kunna ef til vill að segja, að þá hefði verið farið að
láta lög og reglur verka aftur fyrir sig, og það sé ekkert
lýðræði. Sú lánskjaravísitala sem nú hafi birst samkvæmt
gildandi lögum sé óraskanleg sitt kjörtímabil. En hefði
ríkisstjórnin verið nógu snör í snúningum þurfti varla til þess
að koma. Hún hefði getað gefið út bráðabirgðalög sem giltu
frá 1. júlí eða miðjum júní, þegar slysið var komið í Ijós, og
bjargað málinu að mestu leyti inn í réttlætisskjaldborg sína.
Jafnframt því sem dagar og vikur líða án þess að viðnám sé
veitt af stjórnvöldum tala ráðherrar alldrjúglega um það að nú
eigi að fara að stjórna. Mæli þeir heilir, en þetta heitir samt
ekki að stjórna heldur að láta reka á reiðanum. Það er að
standa klumsa og horfa á slys án þess að reyna að bjarga því
sem bjargað verður. Það þætti ekki vel af sér vikið hjá
björgunarsveit - og kallar ríkisstjórnin sig ekki björgunar-
sveit?
Þeir eiga líka að leggja sitt til
ÞAÐ virðist augljóst, að fangaráð ríkisstjórnarinnar gegn
ofvextinum í lánskjaravísitölunni hljóti að verða það að reisa
henni svipaðar hækkunarskorður og kaupgjaldinu. Annað
væri varla viðunandi. Það hefði líklega í för með sér einhverja
skerðingu á tekjum útlánastofnana og banka - en eiga þeir
ekki að leggja svolítið í stríðssjóðinn líka? Þeir gætu ef til vill
bætt sér tapið með því að fresta svo sem einu útibúi.
En sparifjáreigendur, spyrja menn? Yrði þeim ekki látið
blæða, ef lánskjaravísitalan væri skert? Getur verið, en er ekki
réttmætt að þeir leggi líka smáskatt í stríðssjóðinn? Verðtrygg-
ing sparifjár er auðvitað réttmæt en varla fram yfir verðtrygg-
ingu launa. Þetta tvennt ætti að fylgjast nokkurn veginn að.
Þegar mikils þarf við til björgunar er engin goðgá að ætlast til
framlags af þeim til jafns við þá sem ekkert sparifé eiga.
Slysfarir eins og hækkun lánskjaravísitölunnar eru satt að
segja eins konar próf fyrir rikistjórnina. Hvernig og hve fljótt
bregst björgunarsveitin við? í þetta sinn hefur hún fallið til
hálfs, en vonandi réttir hún sig við og stenst betur næstu próf,
sem varla verður langt að bíða.
- A.K.
Andrés
Kristjánsson
skrifar L-I