Tíminn - 10.07.1983, Qupperneq 9
Reynslan af álsamningnum
hefur staðfest gagnrýnina
Skýrsla orku-
stofnunar
■ Sú niðurstaða í skýrslu Orkustofn-
unar kemur ekki á óvart, að raforku-
verð Landsvirkjunar til almennings-
veitna hafi verið lægra fram eftir 8.
áratugnum vegna orkusamningsins við
álverið, en á síðari árum hafi það verið
hærra með samningnum en án hans.
Þetta var strax ljóst í upphafi. Þetta
kom m.a. fram í áliti Framsóknar-
manna í iðnaðamefnd neðri deildar
(Ingvars Gíslasonar og Þórarins Þórar-
inssonar), þegar álsamningurinn var til
um, orkusölusamningi, hafnar- og
lóðarsamningi eða aðstoðarsamning-
Þessi ágreiningsmál em tekin undan
lögsögu íslenzkra dómstóla, nema
samkomulag verði um það milli Alu-
suisse og ríkisstjómarinnar að vísa
slíkri deilu til íslenzkra dómstóla eða
íslenzks gerðardóms. Deilumál þessi
öll, sem tekin eru undan lögsögu
íslenzkra dómstóla, eiga að fara fyrir
eins konar alþjóðlegan gerðardóm,
sem sitja skal í útlöndum og skipaður
skal fulltrúum frá aðilum, en odda-
maður tilnefndur af forseta Alþjóða-
meðferðar á Alþingi vorið 1966. í
upphafi álitsins sagði á þessa leið.
„Við eram andstæðir þeirri skoðun,
sem mjög er á loft haldið og telja má
granntóninn í málatilbúnaði ríkis-
stjórnarinnar, að nauðsynlegar raf-
orkuframkvæmdir í landinu og þá fyrst
og fremst Þjórsárvirkjun til almenn-
ingsþarfa á Suður- og Suðvesturlandi
sé óhugsandi án þess að tengja slíka
nauðsynjaframkvæmd álbræðslu út-
lendinga í Straumsvík. Við viljum
þannig sérstaklega vara við þeirri
skoðun, að Þjórsárvirkjun og ál-
bræðsla séu samofin og óaðskiljanleg
mál. Hið sanna er, að Þjórsárvirkjun
er mjög hagstæð, enda þótt ekkert
álver sé reist, og allar líkur benda til
þess, að hið lága raforkuverð til út-
lenda stóriðjufyrirtækisins verði ein-
mitt til þess að hækka rafmagnsverð til
innlendra aðila, þ.e. heimilis- og iðn-
aðarnotkunar á Suðurlandi. Ef svo fer,
sem allar líkur benda til, þá er árangur-
inn af álsamningnum algerlega nei-
kvæður út frá höfuðsjónarmiði tals-
manna hans.“
Vanmat á íslenzkum
lögum og réttarfari
Þar sem álmálið mun verða mjög á
dagskrá næstu vikur, er ekki úr vegi að
rifja upp fleira úr umræddu nefndar-
áliti. í einum kafla þess er vikið að því,
að álbræðslusamningarnir feli í sér
lítilsvirðingu og vanmat á íslenzkum
lögum og réttarfari. Síðan segir
orðrétt:
„Samkvæmt 46. og 47. gr. samnings-
ins er ákveðin sérstök og óvenjuleg
leið til að fá skorið úr deilumálum, sem
rísa kunna út af stóriðjusamningunum
eða í sambandi við þá. Gilda þær
sérstöku reglur um ágreiningsmál á
milli svissneska álfélagsins, íslenzka
álfélagsins og minni hluta hluthafa
annars vegar og ríkisstjómarinnar,
Landsvirkjunar og Hafnarfjarðar-
kaupstaðar hins vegar. Gildir einu,
hvort ágreiningur er út af aðalsamningn-
dómstólsins - eða af aðalforstjóra
Alþjóðabankans, ef nægilega mörg
ríki fullgilda alþjóðasamninginn um
lausn fjárfestingardeilna og Sviss gerist
aðili að honum.
Þetta gerðardómsfyrirkomulag væri
ekki athugavert, ef um væri að ræða
venjulegan milliríkjasamning. En hér
er ekki um samning milli tveggja
ríkisstjórna að tefla, heldur samninga
ríkisstjórnarinnar, Landsvirkjunnar
og Hafnarfjarðarkaupstaðar við einka-
fyrirtæki - svissneska álfélagið og ís-
lenzka álfélagið. Ágreiningsmál út af
slíkum samningum, sem hér á landi
rísa, heyra eftir viðurkenndum réttar-
farsreglum undir íslenzka dómstóla,
og skiptir engu, hvort málsaðili er
innlendur eða útlendur. Það er á allan
hátt óeðlilegt að taka ágreining Alu-
suisse við íslenzk stjórnvöld undan
lögsögu íslenzkra dómstóla. Hitt er þó
enn fráleitara, að taka ágreiningsmál
við íslenzka álfélagið, sem að nafninu
til er íslenzkt félag, skrásett hér á landi
og hefur stjórn, sem að meiri hluta er
skipuð íslenzkum ríkisborguram, und-
an íslenzku dómsvaldi. Það er furðu-
legt, að ríkisstjóminni skuli detta í hug
að semja ágreining íslenzka álfélagsins
við Hafnarfjarðarkaupstað eða Lands-
virkjun, sem eru sérstakir og sjálfstæð-
ir réttaraðilar, undan lögsögu íslenzkra
dómstóla. Slíkt er að okkar dómi ekki
hægt að samþykkja. Þessi gerðar-
dómsákvæði lýsa öll vantrausti á ís-
lenzkum dómstólum og íslenzku
réttarfari. Þau hljóta að byggjast á
þeirri ímyndun eða skoðun, að hér sé
ekki fullkomið réttarríki."
Raforkuverðið
í þeim kafla nefndarálitsins, sem
fjallar um raforkuverðið, segir á þessa
leið:
„Samningurinn gerir ráð fyrir orku-
verði, sem nemur 2.5 mills eða 10.75
auram á kílówattstund. Þetta orkuverð
er mjög lágt, og munu þess fá dæmi, að
samið sé um svo lágt orkuverð annars
staðar. 1 Noregi er hliðstætt orkuvetð nú 3.2
mills, eða 13.75 aurar á kwst. Jafnvel í
Ghana er orka frá hinni geysihag-
kvæmu stórvirkjun í Voltafljóti seld til
stóriðju á 2.65 mills eða 11.4 aura á
kwst. í Grikklandi var nýlega samið
um orkusölu til stóriðju á verði, sem
nam rúml. 3 mills, en sá samningur
leiddi til svo almennrar óánægju þar og
stjórnmálalegra erfiðleika, að nauð-
synlegt reyndist að ógilda hann og
semja um mun hærra raforkuverð, eða
ca 4 mills.
En það er ekki aðeins í samanburði
við erlent orkuverð, sem 10.75 aurar á
kwst, er lítið. Ef litið er á íslenzkar
aðstæður og virkjunarskilyrði, kemur
í ljós, að þetta orkuverð er langt undir
almennum framleiðslukostnaði raf-
orku í landinu á næstu áratugum. í grg.
með frv. um Landsvirkjun á síðasta
Alþingi (Alþt. 1964, A. bls 1385) var
birt línurit um verðdreifingu vatnsafls
íslands. Kemur þar í ljós, að það er
aðeins mjög lítill hluti virkjanlegs afls
hér á landi, sem hægt er að gera ráð
fyrir að megi beizla á þessu verði. Af
rúmlega 30000 Gwh ársorku, sem
virkjanleg er talin í landinu, eru aðeins
um 8-9 þús. Gwh talin virkjanleg við
kostnaði, sem sé innan við 15 aura á
kwst., og af því á nú þegar að selja
rúmlega 1000 á 10.75 aura. Óhugsandi
er, að þetta verði talin hagkvæm
ráðstöfun, þegar fram líða stundir.
Verðið er augsýnilega of lágt.
f norskum raforkusamningum af
þessu tagi eru ákvæði um endurskoðun
á 5 ára fresti. f þeim samningi, sem hér
liggur fyrir, er ekkert hliðstætt að
finna, þó að þess sé þeim mun ríkari
nauðsyn, sem raforkuverðið er lægra.
Endurskoðun sú, sem samkvæmt þess-
um samningi á að fara fram árið 1984,
tekur einungis til þess þáttar orku-
verðsins, sem stafar af viðhaldskostn-
aði og gæzlu, sem er aðeins sáralítill
þáttur, þar sem fjármagnskostnaður-
inn er meginþáttur verðsins, en þær
endurskoðanir, sem fram eiga að fara
árin 1994 og 2004, eiga að fara fram
eftir reglum, sem eru ákveðnar í
samningnum og eru okkur mjög óhag-
stæðar, ekki sízt vegna þess, að þær
gefa álbræðslunni kost á tveim ólikum
viðmiðunum, og getur hún valið þá,
sem lægri er. Eru því hverfandi líkur á
því að raforkuverðið geti orðið hag-
stæðara síðar á samningstímabilinu,
sem nær til 2014 og alls ekki fyrr en
árið 1994.
En þá verðum við farnir að virkja
mun dýrari orku fyrir okkur sjálfa."
Skattamálin
í kafla nefndarálitsins um skattamál-
in segir á þessa leið:
„Bræðslan á að búa við sérstakar
reglur í skattamálum. í stað allra
opinberra skatta á hún að greiða fast
gjald á framleiðslueiningu, en upphæð
þess hefur verið ákveðin - að því er
Þorarinn Þórarinsson,
ritstjóri skrifar
sagt er - á þann hátt, að núgildandi
skattlagningarreglum hefur verið beitt
á rekstraráætlanir bræðslunnar. Mun
það einsdæmi, að skattaálagning sé
þannig byggð á rekstraráætlun fýrir-.
tækis, og er það næsta ólíkt því, sem
íslenzk fyrirtæki eiga að búa við, þar
sem þau verða að skila nákvæmum
framtölum, sem síðan fara undir
smásjá skattaeftirlits og skattalög-
reglu.
Nú er það staðreynd hér á landi sem
annars staðar, að með vaxandi kröfum
til margvíslegrar samfélagsþjónustu
fer tekjuþörf hins opinbera vaxandi ár
frá ári. Bræðslunni er ekki ætlað að
standa undir þeirri auknu þörf, þar
sem hún er undanþegin öllum skatta-
hækkunum, sem síðar kunna að verða.
Framleiðslugjöld af þessu tagi hafa
ekki verið tekin upp annars staðar við
hliðstæðar aðstæður, svo að vitað sé.
Norðmenn hafa ekki slík gjöld, en
skattleggja fyrirtæki af þessu tagi eftir
venjulegum gildandi skattareglum.
Þeim er þó vel ljóst, að við er að glíma
mikinn vanda í þessu efni, sem stafar
af því, að hringar eins og alúmínhring-
arnir selja verksmiðjum sínum hrá-
efni og þjónustu og kaupa af þeim
fullunna vöru. Þeir ráða verðlagningu
þessa varnings og þar með rekstraraf-
komu. Með því að taka hagnað sinn á
t.d. hráefnissölunni geta þeir í rauninni
skotið sér undan skattgreiðslum að
verulegu leyti.
Frá þessu sjónarmiði gæti fram-
leiðslugjald verið réttlætanlegt, ef það
væri fundið út með eðlilegum hætti,
væri háð þeim breytingum, sem yrðu á
íslenzkum skattalögum, og kæmi í veg
fyrir flóknar deilur um skattamál fyrir-
tækisins. Engu af þessu er hins vegar
til að dreifa, ekki einu sinni varðandi
hið siðastnefnda, því að samkvæmt
samningnum á bræðslan ekki að borga
meira en 50% af tekjuafgangi sínum í
framleiðslugjöld. Fari þau fram úrþví,
myndast skattinnstæða, sem bræðslan
á hjá ríkinu og endurgreiðist sam-
kvæmt settum reglum og vissum tak-
mörkunum. íslenzk yfirvöld komast
þannig engan veginn hjá að grand-
skoða reikninga bræðslunnar og meta
tekjuafgang hennar, og sá vandi, sem
leysa átti, er jafnóleystur eftir sem
áður. Öll ákvæði vantar um það,
hvemig hráefni skuli verðleggja.
Ákvæðin um það, að framleiðslu-
gjaldið skuli ekki fara fram úr 50% af
tekjuafgangi, munu væntanlega leiða
til þess, að skattgreiðslur bræðslunnar
á fyrstu áranum muni aðeins verða
lán, sem síðar þurfi að endurgreiða
með 6% vöxtum.
Rekstraráætlanir bræðslunnar
benda ekki til þess, að vænta megi
mikils tekjuafgangs fyrstu árin, og
myndast þá skattinneign. Getur vel
svo farið, að þegar framleiðslugjaldið
á að hækka síðar á samningstímabil-
inu, fari öll hækkunin til að endur-
greiða skattinnstæðuna og skatta-
greiðslan fari þannig aldrei fram úr 20
dolluram á tonn.“
Viðræðurnar nú
Rúm er ekki til að rekja meira úr
nefndarálitinu, þótt ástæða væri til.
Reynslan hefur sýnt, að öll sú
gagnrýni, sem hér hefur verið rakin,
hefur átt fyllsta rétt á sér.
En nú nægir ekki það eitt að kanna
það, sem liðið er. í viðræðunum við
álhringinn nú, verður að snúa sér að
því af fyllstu alvöra og einbeitni að
bæta úr þvf, sem miður hefur farið.
Mistök fyrri viðræðna mega ekki
endurtaka sig.
Þess vegna mun þjóðin fylgjast vel
með þessum viðræðum og gera kröfur
til, að hún fái fyllstu upplýsingar um
gang þeirra.