Tíminn - 10.07.1983, Qupperneq 10
10
SUNNUDAGUR 1». JÚLf 1983
leigupennar í útiöndum
■ Allt frá þeim tíma, þegar Drottinn
allsherjar gaukaði Adam heitnum og
hans eðlu frú, Evu Rifbeinsdóttur von
Adam, niður í Paradís, þann lystigarð
mm., þá hefur mannskepnan verið
öðrum skepnum aktívari við axjónina,
og því titlað sig konung undirlendisins
frá fjöru til fjalla, og á stundum gert
tilkall til hafs og himins, þótt vissulega
hafi þeir heimsfasar verið tregari í
stjórnartaumi en fastlendið undir fótun-
um. Þó hafa þeir Fokkerflugvélasmiður,
og hans kollegar í neðansjávarbransan-
um ekki aldeilis unnið fyrir ófrýnilega
gýg, en þvert á móti verið giska duglegir
strákar og haft rausnarleg laun fyrir
ómakið. Skýringin á þessum árangri
mannsins hómó sapiens umfram aðrar
náttúrugetnar skepnur er talin sú, að í
kolli sínum geymi hann gullið, rétt eins
og Útvegsbankatröllið, og sé með heila-
bú á við handbolta, á meðan aðrar sortir
hafa bara beisboltabrein, og þaðan af
minna. { þessu heilmikla heilabúi búi
milljóntrilljón frumur, tilþessgerðar að
stjórna áföstum líkamanum á sem gæfu-
legastan og gipturíkastan máta, og hlýtur
að liggja í augum uppi, að árangurinn er
í beinu hlutfalli við umfang líffærisins.
Reyndar eru sumir menn og konur
þannig af guði gerðir, að þeir hafa ráð
undir rifi hverju, en nota höfuðið til
annarra starfa svo sem til að skalla bolta
eða máta hatta. En slíkt fólk telst þó
tvímælalaust til undantekninga.
Heilabúið
Um heilabúið heimsfrægt er því meira
skrifað og talað, sem færra er vitað um
þess hinstu rök. Jafnvel táfýlan, sú
leiðindapía, er vísindamönnum taumari
í togi en þessi grái hnullungur milli
eyrnanna á flestum, og allir vita þó
hvílíkur árangur hefur náðst í baráttunni
við þá písl. Þó er ekki laust við, að
ýmislegt sé augljóst í heilamálafræðum.
Þá er frægast að nefna minnið. Allir
muna eitthvað, flestir heilan helling, og
sumir allt heila galleríið. Um minnið,
sem einangrað fyrirbæri, eru margar
skoðanir og margvíslegar. Sá frægi sál-
fræðingur og mannvinur, Dr. G.Ó.
Johnson, hefur tam., haldið því fram, að
samkvæmt eðli sínu geri minnið mann
íhaldssaman. Þeas., að minningin um
eitthvað hafi áhrif á viðbrögð manns
þegar sambærilegt tækifæri eða tilefni sé
fyrir hendi. Þetta er stórfengleg
skoðun!!! Sem dæmi nefnir hann, að sá
maður sem fær hnullung í höfuðið, og
hlýtur af því sársaukafulla kúlu og mikla
pínu, hann muni gjalda varhug við hvers
kyns fljúgandi furðuhlutum, sem stefna
í hans höfuðátt. En hins vegar muni sá
annar aðili, sem hefur orðið fyrir því
stólpaláni, að rotast af niðurfallandi
myntpung og fjársjóð, en mátt hirða
vopnið þá hann náði viti og rænu, mjög
svo fagna niðurfallandi gripum, vonandi
einatt að slík firn hafi í för með sér
ómæld auðævi og ævarandi hamingju,
og telur allar skammtíma líkamsmeið-
ingar léttbæran kross í samanburði við
það.
Hratt flýgur stund
Tímarnir breytast, og mennirnir með.
Og hratt flýgur stund, það veit andskot-
inn. Framþróunin í okkar voru þjóðfé-
lagi og úniversi er svo kvik, að enginn
fær hent á henni reiður í öllu sínu
umfangi. Og enda munu flestir telja sig
afskorna af þeim framfarameið, sem
stefnið stjórnlaust út í óvissuna, rétt eins
og baunagrasið forðum. í mesta lagi
fylgist hver fyrir sig með framförum í
sínu prívatfagi, og einstaka aðilar munu
víst nú þegar vera komnir með tveggja
blaða rakhníf. En hvað með glasabörn-
in, ætu nærbuxurnar og atómbomburn-
ar, skyldu einhverjir íslendingar eiga
eintök af slíku í sínu pússi? „Nei, nei,
Nikulás minn“, grenjar landslýður,
„ekki aldeilis!!!“ En allt er þetta löngu
orðinn þrívíður veruleiki. Og hver man
ekki eptir talsímanum og hrærivélinni og
lágfreyðandi þvottaefninu? Ekki aldeilis
höfðu menn og konur mikla trú á þeim.
Kasti nú sá fyrsta steininum, sem synd-
laus er.
Undirritaður greinarhöfundurinn er
einn þeirra, sem lætur sér blöskra hama-
ganginn í háþróuninni, og eptir höfðinu
dansa limirnir. í þvermóðsku sinni
gengur hann lengur í gallabuxu sinni en
siðsemin leyfir, og neitar að kaupa
spreybrúsa eða ljónaduft, í stuðningi við
náttúruvernd. Og veit þó samt að smám
saman dregst hann með meginstraumn-
um, og finnst af tölvubyltingunni í síðari
leitum.
Allsber er hver í bak og fyrir nema sér
bróður eigi. En svo stálheppnir eru
íslenskir íhaldsmenn eins og ég, að þeir
eiga sér hvorki fleiri né færri en þrjá
baráttubræður. Þeir eru sem hér
stendur: Valur Helgason, s. 16037, Ás-
geir Halldórsson, s. 71739, og Anton
Aðalsteinsson, s. 43879. Þeir félagar
hafa sannfært greinarhöfundinn um, að
hvað sem líður tölvubyltingum og út-
speisaframþróunum, þá sé þó einatt
fyrir stabilítet og fótvissa hér í heimsins
táradal. Því allt frá því ég man eptir mér
(ca. 1961), þá hafa þeir kollegar auglýst
daglega í Vísi, og því sem næst orðrétt
allir:
„Er stíflað?
Fjarlægi stíflur úr vöskum,
WCrörum, baðkérum, og niður-
föllum, nota ný og fullkomin tæki,
rafmagnssnigla, vanir menn.
Upplýsingar í síma ..."
Því þrátt fyrir öll þau lang- og
þrístökk, sem örbylgju- og rafeinda-
apparötin hafa stokkið út í óvissuna, þá
erum við samt ennþá ofurseld Newtoni
og þyngdarlögmálinu, semog öðrum
óæðri náttúrulögmálum. Og telja spá-
menn síst tilefni til að ætla, að gjörbylt-
ingar muni verða í þeim bransa. Því hafa
þeir félagar ofanskráðir getað setið ró-
legir með rafmagnssniglana sína, tilbúnir
og' alvanir að hlaupa til hjálpar þegar
náttúrulegir eiginleikar hómó sapiens
hins höfuðstóra bera nýjustu tækni og
vísindi ofurliði, og allt stíflast stoppfullt.
Megi þeir lifa og dafna (og auglýsa
óbreytt, hamingjan sanna!!) um aldur og
eilífð, þessir herramenn.
Kosningaurslitum
fagnað
Ef blessaður lesandinn er ennþá óviss
um hverjum tilgangi þessi pistill þjónar,
þá er vissulega orðið tímabært, að grein-
arhöfundurinn leiði hann úr skugga
fáfræði sinnar. Því er þetta skráð (svo
fimlega), að í síðustu viku voru hér í
Bretlandi haldnar heilmiklar þingkosn-
ingar, með öllu því írafári og fimbul-
fambi sem slíku fylgir. Öllum mun og
vera ljóst nú, að íhaldsflokkurinn, með
Margréti Hildu Thatcher í fararbroddi,
vann þar stórsigur, og miðflokkarnir
tveir höluðu inn tæpan fjórðung at-
kvæða, þótt ekki sjáist þess svo sem
merki á þingi. Þar er við kjördæma-
skipunina að sakast. Verkamannaflokk-
urinn stórtapaði hins vegar, og eru áhöld
um hvort hann muni geta apturheimt sitt
fyrra fylgi nokkurn tíma á ný. Nú er
Bretland vissulega stórt land og
fjölmennt, og í ofanálag er þjóðin svo
kynlega saman sett úr hinum ýmsustu
hópum og stéttum, skoðunum og við-
horfum, að ólíkindum er líkast, og er
engum ætlandi að henda á þeim kokteil
nokkrar reiður. En í Ijósi ofanskráðs
hlýt ég sem prívataðili, semog aðrir þeir,
sem finnst nóg komið að sinni af til-
raunastarfsemi og fikti við hinstu rök
alheimsins, að fagna þessum úrslitum
mála í kosningunum. Vissulega er Mar-
grét leiðindapía, og margt í málgagni
flokks hennar harla ósannfærandi, ef
ekki beinlínis ferlega slæmt. En grunn-
tónninn í þeirra órótóríu er samt sá, að
ganga skuli hægt um gleðinnar dyr, og
líta vel til hægri og vinstri, áður en stigið
er skrcf fram á við, og horft reiðilega um
öxl, og svo framvegis. Eitthvað gott má
víst segja um það, ha?
Gunnlaugur Johnson
skrifar frá Lundúnum