Tíminn - 10.07.1983, Side 15
14
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983
■ Það var fagurt veður að kvöldi níunda maí í
Moskvu. Ósjáifrátt kom í hugann faliegt stef, sem
fjailar einmitt um slíkt kvöid í. höfuðborg
Sovétríkjanna. Ég stóð á tröppum Hotel Inturist
i ásamt þeim Geir Haarde, formanni Sambands
ungra sjáifstæðismanna og Gyifa Guðmundssyni,
sem kom úr herbúðum Krata. Við horfðum á
óendanlegan aragrúa fólks streyma framhjá.
Fólkið var á leiðinni á Rauða torgið, en þar átti
að fara fram flugeidasýning og fleira í tilefni þess
að þann níunda maí 1945 lauk heimstyrjöldinni
síðari. Gangan virtist endalaus og fólkið kallaði
orð sem við skildum ekki. Ég laut að rússneskri
konu, sem ég hafði átt við orðaskipti fyrr um
kvöldið, og spúrði hvernig henni líkaði að búa í
Sovétríkjunum. Hún horfði eitt andartak á ianda
sína ganga framhjá og svaraði síðan: Þeim virðist
líka það. - Svo mörg voru þau orð.
■ Víða í Sovétríkjunum eru fallegir skemmtigarðar.
ELDSPÝTUR
HEFÐU GERT
SAMA GAGN!
— Hugleiðingar úr ferð til Sovétríkjanna
Aðeins það besta...
Og hvernig líkaði þér dvölin? er sí-
gild spurning sem hefur hljómað í eyr-
um eftir að heim kom. Mér hefur vaf-
ist tunga um tönn satt best að segja.
Ég var einn af sex f sendinefnd á veg-
um Æskulýðssambands Islands og við
vorum borin á gullstól um landið,
fengum aðeins það besta og sáum líka
aðeins það besta. Hið síðarnefnda
fékk ég staðfest í samtölum við inn-
fædda, sem ekki tengdust leiðsögu-
mönnunum hið minnsta. En það er
best að kynna þátttakendurna í ferð-
inni. Undirritaður fór fyrir hönd Sam-
bands ungra framsóknarmanna, Geir
Haarde fyrir Samband ungra sjálf-
stæðismanna, Sölvi Ólafsson fyrir
Æskulýðssamband íslands, Gylfi
Guðmundsson fyrir Alþýðuflokkinn,
Ingólfur Arnarson fyrir Iðnnemasam-
bandið, Lára Þorsteinsdóttir fyrir Al-
þýðubandalagið. Gestgjafinn var ung-
liðahreyfing kommúnistaflokksins í
Sovétríkjunum. Lciðsögumenn hópsins
voru yfirleitt tveir, Slava, sem er ungur
maður í sagnfræðinámi, og Olga, há-
skólakennari í ensku.
Ferðin hófst þann þriðja maí, en
þann dag var haldið til Kaupmanna-
hafnar. Fátt bar til tíðinda áður en við
komum til Moskvu umrætt kvöld - þó
það helst að undirritaður skcmmti sér
bærilega við að hlusta á reykvískan
verslunarmann ræða við bílstjórann í
rútunni til Keflavíkur. Þeir félagar
höföu greinilega unnið saman fyrir ein-
uni 25 árum hjá bifreiðastöð og um
sama leyti hafði verið þar rauðhærður
kvenmaður við afgreiðslustörf, því
verslunarmaðurinn sagði þegar við vor-
um stödd hjá Straumsvík: - Manstu
eftir rauðhærðu gellunni með hárið
eins og flækt loftnet. Hún er víst í
kvennaframboðinu núna.
Elskulegt fólk
Alls tók ferðin til Sovétríkjanna
röska viku og var til skiptis dvalið í
Moskvu og Litháen - nánar tiltekið í
Vilnus, sem er höfuðborg Litháen.
Dagskráin var ströng, svo ströng, að
þátttakendurnir voru ætíð að þrotum
komnir að kvöldi dags. Sumir höfðu á
orði að það væri ætlun stjórnvalda að
brjóta þátttakendurna niður á tvennan
hátt: Líkamlega með miklum og góð-
um mat og strangri dagskrá og andlega
með stöðugum fundum með kommún-
ístaleiðtogum.
Já, hvernig líkaði þér dvölin? Ég
held að mér sé óhætt að fullyrða að
fólk í Sovétríkjunum sé afskaplega
elskulegt - eða með öðrum orðum:
Það er rétt eins og fólk er flest. Hins
vegar verður hið sama ekki sagt utn al-
menning og þann fámenna hóp sem
stjórnar landinu. Auga stóra bróður
er hvarvetna og fólk veit mæta vel að
andspyrna hvaða nafni sem hún nefnist
gengur ekki. - Hér eru aldrei verkföll,
sagði fulltrúi flokksins í stórri verk-
smiðju sem við sáum í Lithén. Hann
hló líka og fannst spurningin heimsku-
leg, en víst er að íslenskum verkalýðs-
leiðtoga hefði ekki verið hlátur í huga
hefði sá hinn sami séð aðbúnað verka-
fólksins. Hann hefði vafalaust kallað
saman fund í skyndi og hvatt til vinnu-
stöðvunar þar til úrbætur hefðu verið
gerðar í sölum verksmiðjunnar, þar til
búið væri að hljóðeinangra vélar,
koma öryggishlífum á opin hjól, sem
snérust á ofsahraða, og þar til loftræst-
ing væri komin í gott lag.
Ætli Lenin hafi
dottið í hug...?
En við skulum byrja á byrjuninni.
Moskva hefst í Kreml og þangað var
farið með íslendingana á fyrsta degi
heimsóknarinnar. Ég hafði lesið í
bókum að yfirleitt væri biðröðin löng
við grafhýsi Lenins og reyndist það
vera rétt. Okkur var hins vegar stungið
inn í miðja röðina við lítil fagnaðarlæti
viðstaddra, en við vorum gestir hins
opinbera og því varð lítið úr mótmæl-
unum. Röðin silaðist áfram og brátt
gaf að líta rauðbrúnt lágreist hús.
Ljósmyndari frá APN var mættur á
staðinn og hann smellti af okkur
myndum í sífellu. Þegar íslenska
sendinefndin var komin með blómsveig
í hendur varö hávaðinn í myndavélinni
líkastur vélbyssuskothríð. Ég og Sölvi
Ólafsson, formaður sendinefndarinnar,
bárum blómsveiginn sem var þungur
og eftir því viðamikill. Ungur hermað-
ur nálgaðist og hann bað okkur að
gæta þess vandlega að það væru a.m.k.
þrír metrar í næsta mann á undan
blómsveignum. Eitthvað hefur honum
fundist á skorta að kunnátta okkar
Sölva í metramálinu væri nægjanlega
góð, því hann kom tvisvar til viðbótar
með svipaðar orðsendingar. Þegar
sveigurinn var kominn á sinn stað við
grafhýsið fengum við að ganga inn og
líta á Lenin. Heimsóknin var stutt því
það er stranglega bannað að stoppa og
virða fyrir sér leiðtogann þar sem hann
liggur undir glerhlíf. Guð má vita
hvernig gengur að halda Lenin í því
ásigkomulagi sem hann er, en mér er
næst að halda að hann hefði í lifanda
lífi ekki verið hrifinn af þeirri tilhugs-
un að skrokkurinn yrði hafður til sýnis
þegar hann væri allur.
Lengi vel hafði Lenin félagsskap af
Stalin sáluga, því þegar sá síðarnefndi
lést 1953 var hann lagður í grafhýsið
hjá Lenin. En þremur árum síðar var
Stalin fluttur því þá var Khrushchev
kominn til valda og glæpaverk Stalins
gerð opinber. Ekki fékk Krushchev að
hvíla við hlið Lenins frekar en Stalin
því hann féll í ónáð og nú má sjá gröf
Khrushcevs í Novodevitchy kirkjugarð-
inum í Moskvu.
Mikið um slagorð
Myndir af Lenin prýddu Moskvu svo
og aðrar borgir sem íslenska sendi-
nefndin fékk að sjá. Og ekki má
gleyma ýmiskonar slagorðum sem
„prýddu“ hús og borða sem strengdir
voru yfir breiðstræti. Að sögn kunnug-
ra var óvenju mikið um slagorð í So-
vétríkjunum en ástæðan var sú að
fyrsti og níundi maí cru miklir hátíð-
isdagar í landinu. Ákaflega víða var
vitnað til 26. flokksþings kommúnista-
flokksins og fólk hvatt til að leggja sitt
af mörkum svo samþykktir þess yrðu
að raunveruleika.
- Það er engin hætta á að við verð-
um sektuð í þessum bílum, sagði túlk-
■ Askell Þórisson, höfundur
greinarinnar, og framkvæmdastjóri
Sambands ungra framsóknar-
manna.
urinn Olga er við ókum frá grafhýsinu
á feikna hraða. Og eflaust hefur hún
haft lög að mæla. íslenska sendinefnd-
in hafði tvær Volgur til umráða í
Moskvu og það kom mönnum spánskt
fyrir sjónir hve hratt var ekið. Einnig
fannst ýmsum það skrýtið að öku-
mennirnir tóku oft lítið tillit til þess
hvort logaði rautt eða grænt Ijós á
götuvitunum. En ökumennirnir kunnu
sitt fag og við komumst slysalaust frá
öllu saman.
Að kvöldi fjórða maí var haldið af
stað með lest í áttina til Litháen, sem
liggur að Lettlandi í norðri, Hvíta-
Rússlandi í austri og suðri, Rússneska
sambandinu og Póllandi í suðvestri og
Eystrasalti í vestri. Ferðinni sem tók
um hálfan sólarhring, var heitið til
Vilnus, sem er höfuðstaðurinn. Ibúa-
tala um 500 þúsund. Vilnus stendur
við ármót Neris og Vilna. Við fengum
tvo fjögurra manna klefa til umráða,
snyrtilega og í alla staði ágæta. Sovét-
menn hafa tekið upp mikla baráttu
gegn reykingum og það kom sér illa
fyrir þá sem háðir eru þeim ósóma, að
mega ekki reykja í klefunum. Þess í
stað urðu þeir að hírast í inngangi
vagnanna, rétt hjá þeim stað er mátti
sjá kolakyntan vatnsketil sem úr mátti
fá heitt vatn í te og kaffi. Öðru hvoru
fóru lestarþjónarnir á stúfana og
stungu kolum í eldhólfið og eitt sinn
rakst ég á eldri konu, Iestarþjón, á
hnjánum að kljúfa við, sem hún stakk
í eldhólfið. Það var annars athyglisvert
hve víða mátti sjá konur í óþrifalegum
störfum sem oftar en hitt hafa verið
talin séreign karlmanna. Og víst er
það að kvenfrelsisbarátta í líkingu við
það sem við þekkjum frá fslandi á
ekki alltaf upp á pallborðið hjá Sovét-
mönnum. Oft var rætt um það við
okkur að þetta eða hitt starfið hentaði
sérstaklega vel fyrir konur. í því samb-
andi má geta þess að þeir telja að setj-
arastarf í prentsmiðjum sé hentugt
„kvenmannsstarf", sem erí hæsta máta
undarlegt þegar það er haft í huga að
enn virðist tölvutæknin ekki hafa lagt
leið sína í prentiðn þeirra Sovétmanna
og að það er þrælapúl að setja á gömlu
tækin.
Astuð og munarblíða
Munurinn á Vilnus og Moskvu er
hreint ótrúlegur. Moskva hefur á sér
yfirbragð stórborgarinnar, allir virðast
vera á hraðferð, mega ekki vera að
því að tala við nokkurn mann en í
Vilnus gengur lífið hægar og borgin
minnir í mörgu á vestrænar systur
sínar. Geir Haarde sagði t.a.m. að sér
virtist Vilnus og Helsinki eiga margt
sameiginlegt og er það eflaust rétt.
Hér er hvorki stund né staður til að
rekja sögu Litháa - við skulum láta
nægja að segja að fáar þjóðir hafa ver-
ið jafn mikið plagaðar af erlendri her-
< setu og mannvígum. Litháen varð sjálf-
stætt ríki árið 1918, en naut þess ekki
lengi. Hrammur rússneska bjarnarins
er þungur og hann lagðist yfir Litháen
1940 og varð Litháen eitt af sambands-
lýðveldum Sovétríkjanna. Þess má til
gamans geta að Kjartan Ólafsson (ekki
ritstjóri Þjóðviljans eins og Mogginn
hélt um árið) segir í bók sinni Sovét-
■ ri'kin: Hún (þ.e. Litháíska) er feikilega
auðug af smækkunarendingum (er geta
gefið hin margvíslegustu blæbrigði) og
gæluendingum er gæða hana töfrum
(ekki síst í Ijóðrænum þjóðlögum).
Segja sumir að hvergi fái elskendur
tjáð sig af slíkri ástúð og munarblíðu
sem á litháísku. Orðaforði hennar er
furðulegur og sköpunarmáttur virðist
SUNNUDAGUR 10.JÚLÍ 1983
Bímmn
15
án enda. Engin orðabók mun nokkru
sinni ná yfir öll litháísk orð.
Ekki fengum við betur séð en tölu-
vert sé gert til að halda í þetta fagra
mál sem Kjartan lýsir svo skemmtilega
og í stöku þorpum er en til fólk sem
hvorki skilur né talar rússnesku. Hins-
vegar er hún opinbert mál og mikið
er um að íbúar úr öðrum hlutum So-
vétríkjanna flytji til Litháen.
Ríkisrekið vináttufélag
í Vilnus var sendinefndinni boðið að
heimsækja vináttufélag íslands. Raun-
ar var heimsóknin ekki löng enda tím-
inn knappur eins og oft áður, en þar
tók á móti okkur rússnesk kona sem
kunni íslensku furðu vel. Síðar kom í
Ijós að hún hafði þýtt nokkrar bækur
á rússnesku og a.m.k. eina - Egilssögu
- á litháísku. í upphafi taldi ég að við
hefðum hitt á félag sem eingögu hefði
íslensk málefni á sinni könnu, að í því
væri fólk sem væri á kafi í íslenskum
litteratúr og fleiru en svo reyndist ekki
vera. Við nánari athugun kom nefni-
lega í ljós að þetta „vináttufélag" hef-
ur samband við fjöldann allan af „vin-
áttufélögum" í fjarlægum ríkjum og
var ísland aðeins eitt þeirra. Að auki
kom fram að hið opinbera studdi starf
vináttufélagsins með fjárframlögum
enda mun það telja sér hag í að koma
á fót vinsamlegum samskiptum við sem
flest ríki. Ég dreg það í efa að nokkrir
einstaklingar gætu komið saman og
hafið „vináttusamband" við samskonar
félög í öðrum löndum án margfaldlegr-
ar blessunar frá hinu opinbera. Ég tel
það líka nokkuð Ijóst að þessi félög
eru notuð af yfirvöldum í pólitískum
tilgangi - og þarf tæplega nokkurn sér-
fræðing til að draga þá ályktun.
Tengsl umrædds vináttufélags við
önnur félög í öðrum heimshlutum eru
einkum á menningarsviðinu. Okkur
var til dæmis sagt að innan fárra mán-
aða væri að vænta listafólks frá Litháen
til íslands. Af þeim iitlu kynnum sem
við höfðum af menningu Litháa er
óhætt að hvetja íslendinga að sjá það
sem fram verður boðið - það verður
síður en svo af lakari endanum ef að
Iíkum lætur.
Einhliða fréttir
Já, við vorum að flýta okkur, svo
heimsóknin til vináttufélagsins varð í
styttra lagi. Okkar beið veislumáltíð
og síðar um kvöldið var farið á ballett-
sýningu. Uppáklædd héldum við í eitt-
hvert það glæsilegasta samkomuhús
sem ég hef nokkru sinni augum litið.
Það má vera að sýningin hafi farið fyr-
ir ofan garð og neðan hjá sumum okk-
ar enda var þreyta farin að gera vart
við sig, en þó er óhætt að fullyrða að
sýningin hafi vakið almenna ánægju.
í Vilnus var með okkur sérstakur
leiðsögumaður, starfsmaður flokksins,
þannig að í þá daga sem við dvöldum
í borginni var einn leiðsögumaður á
hverja tvo íslendinga. Við kusum að
nefna þann innfædda „Vilmund“ þar
sem hljómurinn í nafni hans á litháisku
var ekki ósvipaður og í fyrrnefndu
mannsnafni. Vilmundur var hreykinn
af landi og þjóð - þ.e. Litháum - enda
trúi ég að hann hafi haft til þess góðar
og gildar ástæður. Að sögn leiðsögu -
manna okkar eru íbúar á þessum slóðum
á mun hærra menningarstigi en gerist
og gengur í Sovétríkjunum og má sjá
það á ýmsu.
Annars vakti það eftirtekt að hvar
sem við fórum tóku fulltrúar flokksins
á móti okkur. Þeir voru í skólum og
verksmiðjum og þegar sest var niður til
að ræða málefni viðkomandi stofnunar
urðu þeir líka fyrir svörum í flestum
tilfellum. Það vakti líka athygli hve lít-
ið þeir vissu um það sem á sér stað
vestan járntjalds. M.ö.o. er fréttaflutn-
ingur mjög við nögl skorinn og inn-
fæddir fá aðeins að heyra það sem
stjórnvöld telja að henti þeim. Hitt er
líka rétt að vestrænn almenningur fær
afskaplega einhliða fréttir af þróun
mála í Sovétríkjunum en þá má jafn-
framt bæta því við að þarlend stjórn-
völd eru ekkert hrifin af því að erlend-
ir fréttaritarar fari sjálfir um landið til
að kynna sér hvað sé að gerast.
Þá brosti Olga
Hinn almenni borgari getur ekki far-
ið á stúfana og keypt sér vestræn blöð
til að sjá „hina hliðina". Það er sem
sagt með öllu ómögulegt að fá keypt
erlend blöð og tímarit - önnur en þau
sem hafa svarið yfirvöldum trúnað.
Málgagn breskra kommúnista fékkst á
blaðsölustöðum og í hótelum, en þegar
ég bað um að fá keypt eintak af The
Guardian brosti Olga að fáfræði minni
og sagði að það fengist aðeins í bóka-
söfnum og eingöngu útvaldir fræði-
menn fengju að renna augunum yfir
dálkana. Að sögn þeirra sem við hitt-
um í Vilnus verja opinber yfirvöld gíf-
urlegum tíma, fé og fyrirhöfn í að
POAMHA-MATb
3QBET!
■ Hér má sjá áróðursplagg, en á því eru menn hvattir til að ganga í herinn
„berjast gegn kapítalískum áróðri"
sem nær m.a. eyrum almennings í
gegnum útvarp - og sjónvarp í stöku
tilfellum. Um leið sögðu þeir að það
kerfi sem boðið væri upp á í Sovétríkj-
unum væri í raun það mannúðlegasta
og besta sem hægt væri að finna á
jarðarkringlunni - en þeirri spurningu
er enn ósvarað af hverju erlendum
dagblöðum er haldið frá almenningi, af
hverju hann fær ekki að fara utan þeg-
ar svo býður við að horfa, og af hverju
það er nauðsynlegt að halda á floti
öllu áróðursbákninu - úr því að kerfið
er svona gott. Án efa myndi hver og
einn einasti Sovétmaður sem stigi fæti
á erlenda grund forða sér heim aftur
úr því að skipulagið heima er mun
betra.
Bomull og eldspýtur
Og þá komum við aftur að verk-
smiðjunni sem vikið var að í upphafi.
Það var dag nokkurn að okkur var
ekið að gríðarstórri spunaverksmiðju í
úthverfi Vilnus. Á tröppunum stóð
fulltrúi flokksins og við vorum leidd
inn í sali fabrikkunnar og sýnd fram-
leiðslan. Þar gat að líta klæði af
ýmsu tagi, sem gætu sómt sér vel í
hvaða verslun sem væri á Vesturlöndum
- ef hægt væri að kaupa... Ég þreifaði
á hverjum klæðisstranganum á fætur
öðrum og spurði svo hvort þeir væru
ekki tilbúnir til að selja mér stranga
fyrir eins og 500 þúsund dali - ef ég
kæmi sem heildsali frá íslandi. Fulltrúa
flokksins vafðist tunga um tönn. Hann
ráðfærði sig við félaga sinn en sagði
síðan að því miður væri það ekki hægt
- þessi verksmiðja framleiddi eingöngu
fyrir innanlandsmarkað. Kapítalistan-
um sem blundar í mér fannst það
nokkuð einkennilegt að hafna boði
sem vel gat verið ákaflega hagstætt.
Áður hefur verið minnst á vélasal-
inn. Eftir að hafa gengið langan gang
sem skreyttur var með myndum af
starfsfólki - að ógleymdum hetjum
vinnunnar - komum við inn í einn af
þrettán sölum verksmiðjunnar, þar
sem spunavélarnar drynja dag og nótt.
Hávaðinn var ærandi. Við gátum ekki
talað saman nema að æpa upp í eyrað
á hvort öðru og annar leiðsögumann-
anna frá Moskvu trúði mér fyrir því að
hann hefði ekki að óreyndu trúað því
að svona nokkuð væri til. Við spurðum
hvort ekki væru til eyrnahlífar en feng-
um ekki viðhlítandi svör - hinsvegar
var okkur bent á að starfsfólkið træði
bómull upp í eyrun. Af eigin reynslu í
miklum hávaða veit ég mæta vel að
bómull er álíka gagnleg, og eldspýtur
í þessu tilfelli. Flokksfulltrúinn sagði
okkur líka að vinnuslys væru fátíð og
þakkaði hann það árvökulu starfsfólki.
Eftir að hafa séð óbyrgðar vélar og
reimskífur á óskaplegri ferð leyfi ég
mér að draga fullyrðingu flokksfulltrú-
ans í efa - einnig tel ég að flokkurinn
ætti að sæma alla þá sem vinna í sölum
umræddrar verksmiðju sæmdarheitinu:
Hetja vinnunnar.
Allir vilja fá bónus
Og aftur í viðskiptamálin. Eftir að
hluti verksmiðjunnar hafði verið skoð-
aður var haldið í lítið leðurklætt fundar-
herbergi, en þar biðu okkar girnilegar
kræsingar og kaffi - og tækifæri til að
spyrja um það sem okkur datt til hugar.
Það kom fram hjá fulltrúanum að vel sé
búið að verkafólkinu (fyrir utan aðbúnað
í vinnslusölum) og nefndi hann í því
sambandi heilsugæslustöð (læknar henn-
ar hljóta að hafa mikla æfingu í að mæla
skerta heyrn) bókasafn og leikfimisal.
Mikið er unnið í að endurmennta starfs-
fólkið og var svo að skilja á fulltrúanum
að sú endurmenntun miðaði einkum að
því að auka afköst hvers og eins.
Þessi verksmiðja er að sjálfsögðu
ríkisrekin og allar ákvarðanir um fram-
leiðslu eru teknar af yfirvöldum. Þessi
verksmiðja, eins og aðrar, þarf að fylla
■ Gamla kynslóðin á rabbþingi. Þessir menn muna vel þær fórnir sem þjóðin varð að færa i
seinni heimsstyrjöldinni og það er Ijóst að almenningur vill gera allt sem í hans valdi stendur til
þess að sá harmleikur endurtaki sig ekki. Hitt er svo aftur annað mál hver sé raunverulegur vilji
ráðamanna.