Tíminn - 10.07.1983, Side 23
EGO
ECHO
GRYLUR
— og DEILD I á þrumugóðum
tónleikum í Laugardalshöll
■ Rúmlega 1600 manns mættu til leiks í Laugardals-
höll s.I. laugardagskvöld á þrumugóða tónleika Echo
and the Bunnymen , EGÓ, Grýlnanna og Deildar 1
en að mati undirritaðs var EGÖ tvímælalaust hljóm-
sveit kvöldsins þetta kvöld, tveir nýjir menn hafa
gengið til liðs við þessa vinsælustu sveit landsins og
útkoman er alveg dúndurgóð.
Er undirritaður stikaði inn á spóna-
lagt gólf Hallarinnar þetta kvöld voru
Grýlumar, með Ragnhildi Gísladóttur
í broddi fylkingar að fríka liðið út en
þær eru nýlega komnar úr hljómleika-
för um „Baunaland". Á undan Grýlun-
um léku Deild 1 en þeir munu ekki
hafa verið í besta formi, þetta kvöld að
dómi kunnugra þannig að maður missti
víst ekki af miklu.
Prógrammið hjá Grýlunum var hæfi-
leg blanda af Mávastellum, öðrum
stellum og nýjum lögum og hefur þessi
eina kvennagrúppa landsins, að ráði,
skipað sér naglfastan sess í tónlistarlíf-
inu hérlendis.
Frábært EGÓ
Greinilegt var að mikill hluti gesta
var þama kominn til að berja EGÓ
augum og byrjuðu öskrin eftir þeirri
sveit um leið og Grýlumar hættu.
Tveir nýjir menn eru komnir í EGÓ
þeir Gunnar Reynisson (úr KIKK) á
hljómborð og trommuleikarinn Jökull
Úlfsson (áður með BG frá ísafirði).
Tónlist EGÓ hefur breyst vemlega
með tilkomu þessara tveggja manna
eins og glöggt heyrðist í Höllinni. Hún
er mun „mýkri“ en hún var áður og
fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi.
Breytingin er að stórum hluta til-
komin vegna trommuleikarans nýja en
hann er ekki eins taktfastur á húðimar
eins og Magnús, trommuleikurinn orð-
inn nettari og fyrir þá sök á Bubbi
Morthens mun auðveldar með að beita
sér í söngnum, Magnus átti það til að
tjúna sveitina svo upp að Bubbi varð
að öskra mikinn hluta tímans til að láta
heyra vel í sér.
Eflaust em margir til sem ekki líkar
þetta allskostar vel en inn um hlustir
undirritaðs rennur þetta eins og kattar-
skítur á flísagólfi.
Allt prógramm EGÓ þetta kvöld
voru ný lög, þar á meðal tvö af
sólóplötu Bubba, Fingraför, í rokkút-
gáfu. Þetta voru lögin Paranoia og
Hvað er klukkan? ef ég man rétt en
það síðamefnda var lokalagið, sem
dæmi um fjölbreytnina má nefna að á
prógramminu er eitt rockabilly lag,
alveg bráðhuggulegt, eitt lag þar sem
Bubbi talar textann, Strákamir á
Borginni, og lagið Lítið serbneskt
blóm þar sem lagt er út af störfum
Títós í textanum.
Á heildina litið þá leggur EGÓ nú
mest upp úr liðsheildinni, allir em með
allsstaðar, t.d. vom engin gítarsóló að
finna í flutningi þeirra og eftir sem
áður eiga þeir sennilega auðvelt með
að halda stöðu sinni í „bransanum".
Echo-keyrsla
Eftir öskrin og stappið að loknum
flutningi EGÓ leið nokkuð langur tími
þar til aðalnúmerið Echo and the
Bunnymen komu fram en þegar þeir
komu loksins var það svo um munaði,
þeir vom tvöfaldir, átta í stað þeirra
fjögurra sem maður átti von á. Fyrir
utan aukatrommurleikara voro þeir
með fiðluleikara og sellóleikara.
Gífurleg keyrsla setti mestan svip á
tónlist þeirra Ian McCulloch og félaga
í Höllinni þetta kvöld, trommuleikar-
■ Ian McCuUoch og félagar léku nýbylgjurokkið með mikilli keyrslu.
amir, með góðri aðstoð bassaleikarans
lömdu hlustir áheyrenda sundur og
saman og þar sem undirritaður dingl-
aði, á miðju gólfinu, lá við að hávaðinn
skæri í eyrun, sérstaklega framan af
þegar hljóðblöndunun var í hálfgerðu
rusli en þetta lagaðist að mun seinni
part flutnings þeirra.
Hvað prógrammið varðaði þá tóku
þeir nokkur lög af nýjustu lp-plötu
sinni Porcupine en annað var nýtt af
nálinni flest allt á „keyrslukantinum",
og þar sem undirritaður hefur lúmskt
gaman af hröðu og nokkuð hráu ný-
bylgjurokki skemmti hann sér mjög
vel.
Hvað hina klassísku leikara varðaði
þá átti maður í mestu erfiðleikum með
að greina það sem þeir vom að gera,
hljómur þeirra kom þó í gegn stöku
sínnum og þá líkt og nettur syntheziser
væri notaður undir trommu- og bassa
keyrslunni.
Þetta vom sem sagt þmmugóðir
tónleikar þegar allt er talið en senni-
lega em þeir jafnframt þeir síðustu á
þessu ári, af þessari stærðargráðu þar
sem um 800 manns vantaði upp á til að
þeir bæru sig og varla em margir til
sem vilja leggja út í þetta með þá
áhættu hangandi um hálsinn. -FRI
■ Sellóleikaranum gekk ilia að láta heyra í sér