Tíminn - 10.07.1983, Síða 24
24
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1983
Svindlarinn sem blekk
heiminn með „dagbók
gekk um knæpurnar
klæddur búningi SS-m
ogveitti gleðikonunum
má ætla, þrátt fyrir ýmsan augljósan
mismun, aö bæði sýnishornin séu rituð
af sama manni.“ Fann sérfræðingurinn
margt líkt með því hvernig strik voru
dregin og enn í þeim þrýstingi sem beitt
var með pennanum þegar skrifað var.
Þá voru ýmis önnur skyldleikateikn, svo
sem það hve oft orðin voru slitin í sundur
í báðum dæmunum, en slíkt fannst
sjaldan hjá Hitler. Enn sagði hann:
„Einkum er áberandi hreyfingin þegar
ritað er lítið „b“.
Slíkt efni fékkst bráðlega, þegar lög-
reglan lagði hald á fleiri sekki af ýmsum
ritsmíðum hans í glæsilega búnu húsi
hans í Bietigheim-Bissingen og í stríðs-
minjaversluninni við Schreiberstrasse 22
í Stuttgart.
Gerd Heidemann, segir svo frá at-
burðum er hann var að reyna að komast
yfir dagbækurnar: Hjá verktaka nokkr-
um í Waibling, fyrrum SS-manni, Fritz
Stiefel að nafni, sá hann einn dag
handskrifaða bók sem sagt var að væri
komin frá Hitler sjálfum. Sá sem komið
hafði bókinni í hendur Stiefel var maður
í Stuttgart, herra Fischer.
Fetta varð til þess að þeir Heidemann
og deildarforseti í samtímasögu, dr.
Thomas Walde tóku til við að fletta í
gegn um símaskrána í Stuttgart, en án
þess að hafa erindi sem erfiði, því
þennan Fischer fundu þeir ekki.
Háttsettir vandamenn
Eftir mikla eftirgangsmuni tókst þeim
að lokum að fá númer Fischers hjá
Stiefel. Fyrir númerinu var skráð Edith
nokkur Lieblang, sambýliskona manns
sem nefndi sig Konrad Fischer. Hann
hét þó í raun réttri Konrad Kujau.
Heidemann hélt þegar á fund hans.
Herra Fischer segir honum að hann gæti
útvegað dagbækur Hitlers frá Austur
Þýskalandi með aðstoð mágs síns, Gúnt-
er Krebs, sem sé forstöðumaður í safni
í saxneska smábænum Löbau og bróður
síns, Heinz Fischer, háttsetts hershöfð-
ingja í Alþýðuhemum í Köthen. Sagði
Fischer mág sinn hafa auglýst í smá-
auglýsingum eftir broddhúfum af skóla
keisarans fyrrverandi og fleiru ámóta
dóti og komist þannig í samband við
aldraðan bónda í grennd við Börners-
dorf. Þessi aldraði sveitamaður kvaðst
hafa verið í herdeild með Hitler í fyrri
heimsstyrjöld og bauðst hann nú til gegn
því að séð yrði um sómasamlega útför
sína að vísa á nokkra bændur sem hinn
21. apríl 1945 höfðu rænt flak flugvélar
frá aðalstöðvum Foringjans sem hrapaði
þann dag á þessum slóðum.
Þetta tilboð fannst safnstjóranum að
yrði sér of stór biti og hafði því samband
við Fischer hershöfðingja. Fichers
skálmaði þegar á fund bíndans, lofaði
honum fagurri greftrun og fékk heimilis-
föngin. Keypti hann nú ýmsar gersemar
Hitlers og þar á meðal „blóðfánann" svo
jm-j—
. v. —_ .
y
/-£(>< í?/~
/—
Y
■ Að ofan: Sýnishom af rithöndinni a ,jdagbókum Hitlers". Að neðan:
Seðill sá er Kujau sendi matvörukaupmanninum.
■ Fimmtudaginn 5. maí klukkan 11 að
morgni að New York tíma gengu tveir
taugaveiklaðir menn um gólf í skrifstof-
um Stern á Manhattan. Annar maður-
inn, Peter Koch, aðalritstjóri, steypti
ofan í sig úr einu kaffimálinu á fætur
öðru, en hinn maðurinn, Frank Múller
May yfirljósmyndari, kveikti í einni
sígarettu á eftir annarri. Augu beggja
hvíldu á dyrum að skrifstofu fréttaritara
Stern í New York, Walter Unger. En
inni í skrifstofunni var Unger þó ekki
staddur í þetta sinn, heldur maður að
nafni Kenneth Rendell.
Rendell er í hópi fimm umsvifamestu
handrita og skjalakaupmanna í heimi og
til þess að geta staðið sig í stykkinu
verður hann að geta greint með fullri
vissu hvort skjöl eru ekta eða fölsuð.
Rendell er nú loksins að koma því í
verk sem eigendur og útgefendur
„Stern“ létu sitja á hakanum í tvö ár af
ótta við að það kynni að koma upp um
leyndarmálið mikla og spilla fyrir þess-
um „uppslætti" allra tíma, - hann er að
kanna tvö hefti af dagbókum Hitlers,
annað sem á að vera frá árinu 1932, og
annað frá árinu 1945.
„Það lítur ekki vel út“
Rendell var byrjaður á þessu verki
fyrir nokkru. Þegar hann gekk út úr
skrifstofunni á fimmtudagsmorgninum
hafði hann sagt að skilnaði við þá félaga:
„Það lítur ekki vel út, hr. Koch.“
Klukkan er orðin 12 á hádegi þegar
hann kallar þessa fulltrúa „Stern“ inn á
skrifstofu sína. Á víð og dreif um gólfið
liggja ljósmyndir af orðum úr dagbókum
Hitlers og ber mest á smáorðum sem oft
koma fyrir, eins og „und“, „auf“ og
„zu“. Þarna eru líka allar undirskriftir
Hitlers og myndir af upphafsstöfum sem
fyrir koma í bindinu frá 1932 og 1945.
Rendell tekur nú lista með langri runu
af undirskriftum Hitlers frá 1932 og
annan með runu af undirskriftum sem
komnar eru annars staðar frá og eru
tvímælalaust ekta og eru frá sama tíma-
bili.
Undirskriftirnar leggur hann nú undir
sérstaka smásjá, sem stækkar 80-
sinnum. Þá kallar hann á Peter Koch og
biður hann að bera saman „f“-ið í þeim 1
undirskriftum sem eru ekta og í þeim
sem eru í dagbókunum.
Áheyrandi og sjónarvottur að þessum
atburði, Frank Múller May segir: „Eftir
dálitla stund varð Peter Koch jafn hvítur
og veggurinn í herberginu. Rendell tínir
fram fleiri atriði til samanburðar og slær
því að lokum föstu, sem ábyrgir menn
hjá Gruner + Jahr (útgefendur ,,Stern“)
ásamt ritstjórum „Stern" hefðu einnig
átt að vera búnir að komast að: Dagbæk-
ur Hitlers eru fölsun.
Þegar Rendell hefur nú lokið verki
sínu, segir Peter Koch: „Svo það var þá
þannig." Hann grípur upp símtólið og
biður um samband við yfirmann Gruner
+ Jahr, Gerd Schulte Hillen.
Þetta „mesta blaðamál eftirstríðsár-
anna“ reyndist eftir allt saman vera stórt
á fleiri vegu en þá fáu menn sem komu
því af stað hafði rennt grun í. Þetta voru
mestu mistök í blaðamennsku fyrr og
síðar.
Koch náði sambandi við Schulte-Hill-
en í húsi útgáfunnar í Hamborg um kl.
19 um kvöldið að þýskum tíma. Símtalið
kom nógu snemma til þess að fréttin
náði að birtast í blöðunum daginn á eftir
og enn kom það nægilega snemma til
þess að Koch gat orðið fyrstur manna til
þess að segja tíðindin. Þennan fimmtu-
dag hafði „Stern“ komið út með öðrum
þætti úr dagbókum Hitlers og fjallaði
hann um Hess. - „Der Fall Hess“.
Schulte-Hillen fannst þó að þetta gæti
.ekki verið satt, þar sem það mátti ekki
vera satt. Hann gat ekki fengið það inn
í höfuðið á sér að hann og fyrirrennari
hans í starfi Martin Fischer, hefðu verið
hafðir að ginningarfíflum með kaupun-
um á dagbókunum, en þeir höfðu staðið
fyrir þeim. Þeir höfðu greitt fyrir þetta
10.84 milljónir marka og margháttaðan
aukakostnað líka. Schulte-Hillen gaf
Koch þegar sínar fyrirskipanir: „Komið
svo fljótt sem hægt er með Rendell til
Hamborgar, til þess að hann geti rann-
sakað öll bindin." En Koch var búinn að
vera.
Glæpasaga af
gamansömu tagi
Á ritstjórnarfundi hjá Stern næsta
föstudagsmorgun létu ritstjórarnir
spurningarnar dynja á þeim aðalritstjór-
anna sem heima hafði verið og vörðuðu
spurningamar það hvort dagbækurnar
væru ekta og málfarið á þeim. Menn
höfðu verið að angra Schmidt með
efasemdum í þessa átt, allt frá því er
fyrsti þátturinn birtist og hann sagði við
þetta tækifæri: „Ég vil ekki framar heyra
á þetta minnst. Það er aldrei áreiðan-
legra en núna að bækurnar eru ekta.“
Þegar hér var komið sögðu höfðu
menn einnig lokið störfum hjá rannsókn-
arlögreglunni í Koblenz og í stofnun
ríkisins fyrir efnaathuganir. Þar höfðu
menn komist að því líkt og Rendell í
hefur smátt og smátt tekið á sig mynd
glæpasögu af gamansama taginu.
Hjá „Stern“ eiga þeir kort með rit-
hönd Konrad nokkurs Kujau, sem versl-
ar með fornmuni af hernaðarlegu tagi.
Kortið sendi hann matvörukaupmanni
einum í Stuttgart. Á bakhlið kortsins er
ritað eftirfarandi: „Þar sem bréfið með
tékknum hefur verið sent til mín aftur,
bið ég yður að leggja þetta fram í...“
Þetta kort var fengið prófessor Lothar
Michel við háskólann í Mannheim og
hann beðinn að bera rithöndina saman
við þá hönd sem er á dagbókunum. í áliti
sínu sagði Michel: „Eftir nána athugun
■ Harðkúluhattur, doppótt silkibindi og svört föt. Svindlarinn kunni að hegða sér að hætti heldri manna.
New York að hér var um að ræða dýrasta
haug af gömlu pappírsdrasli sem um
getur.
Friedrich Zimmermann, innanríkis-
ráðherra, fékk tíðindin færð inn á borð
til sín í þinghúsinu, þar sem verið var að
ræða um yfirlýsingu stjórnar Kohl. Ráð-
herrarnir sáust glottandi gefa hverjir
öðrum olnbogaskot. Nokkrum mínútum
síðar var þetta á allra vörum. Hlátur
braust út um heim allan og hjá „Stern“
vissu þeir ekki sitt rjúkandi ráð.
Þetta mesta blaðahneyksli allra tíma
HERSH