Tíminn - 10.07.1983, Síða 25

Tíminn - 10.07.1983, Síða 25
 SUNNUDAGUR 10. JULI1983 ti allan um Hitlers” í Stuttgart anna ríkmannlega nefnda, „partitúrinn“ af „Meistara- söngvurum“ Wagners, teikningar og málverk eftir Foringjann og síðast en ekki síst - 27 hefti af dagbókum hans. Ekki tók Fischer hershöfðingi þó til bragðs að fela gersemarnar í kjallaran- um hjá sér, heldur skipti hann þeim á milli þriggja háttsettra foringja annarra úr Alþýðuhemum. Stuttu síðar lést IAU ÖFÐINGI" ■ Árið 1957 flýði Kujau frá Austur-Þýskalandi, eins og fætur toguðu. Hann gerðist starfsmaður við Sinalco-gosdrykkjaverksmiðju. Um þetta leyti er þessi mynd tekin af honum, þar sem hann hefur stiilt sér fyrir framan myndavél kunningja síns með riffil og vínflösku við beltið. Vopnaburður og hermennska áttu jafnan hug hans allan. bóndinn í Börnersdorf og hlaut hann þá útför sem honum hafði verið lofað. Kynningarverð - 80 þúsund mörk Fleidemann tókst allur á loft. Við athuganir komst hann að raun um að sagan um flugslysið kom heim og saman hvað tíma og staðsetningu snerti. Fischer forngripasali bauðst einnig til að útvega tvö eða þrjú hefti af bókunum og láta Heidemann fá þau á „kynningarverði" - 80 þúsund mörk. Þremur vikum síðar rennur hin stóra stund upp og hinn 27. janúar 1981 hélt Heidemann fréttamað- ur til Stuttgart og hafði meðferðis 200 þúsund mörk í reiðufé. í hinni óásjálegu forngripaverslun við Asperstrasse 20 í Stuttgart skiptu nú fyrstu ófölsuðu seðl- amir og fyrstu fölsuðu dagbækurnar um eigendur. Heidemann verður að gefa hátíðlegt loforð um að láta ekki getið um það hvar hann komst yfir dagbækurnar, því það gæti kostað bróðurinn í Austur-Þýska- landi lífið. Þá verður hann að lofa því að láta opinbera aðila ekki fá tækifæri til þess að rannsaka hvort bækurnar séu ekta eða ekki, því einnig það kynni að stofna lífi bróðurins í hættu. Þann 21. febrúar 1981, mánuði eftir að hann fékk fyrstu bækurnar í hendur, láta Gruner+Jahr Heidemann fá 480 þúsund mörk í viðbót og nú segist hann sjálfur hafa sótt bækumar til Austur- Þýskalands. Undirbúning undir afhend- inguna sá Fischer fornsali um, en hún átti sér stað á gömlu flutningaleiðinni milli Lauenburg og Berlínar, sem nú hefur verið hætt að nota eftir að ný hraðbraut (Hamburg-Berlín) kom til sögunnar. Þetta er allt með sérkenni- legum hætti: skammt handan við landa- mærin hjá Lauenburg sveigir vegurinn skyndilega til vinstri í skarpri beygju. Þar bíður bíll á a-þýskum númerum. Ekki er vitað um númerið, gerð bílsins eða lit. Ekki eru heldur nein deili kunn á bílstjóranum. Ætlunin er að Heidemann aki fram hjá þessum bíl í blárri Mercedes Bens bifreið sinni. Hinn bíllinn mun þá elta hann uppi. Heidemann skal skrúfa niður rúðuna við sæti bílstjóra og fleygja bögglinum með 480 þúsund mörkunum inn í a-þýska bílinn. Næst skrúfar hann niður rúðuna hjá farþegasætinu og ekur upp að þeim a-þýska, sem nú er kominn fram fyrir hann. Þá skal pakka með dagbókunum fleygt inn í bifreið hans. Allt gengur þetta eftir áætlun og endurtekur sig tvívegis. Þann 25 mars 1981 fljúga 340 þúsund mörk á milli bíla og hinn fyrsta júní 1981 255 þúsund mörk. Eítir að dagbækurnar reyndust vera falsaðar og ritstjórar „Stern“ spurðu Heidemann hvort hann myndi ekki að minnsta kosti númerið á a-þýska bílnum svarði hann: „Aðeins fyrstu stafina, - BT“ Nú heldur saga Heidemanns áfram: Þegar of hættulegt þótti orðið að nota áfram þessa flutningaleið, krafðist hann þess nú af Fischer að hann afhenti sér bækurnar vestan við landamærin. Fisch- er fornsali kunni ráð til þess: Uppfrá þessu voru dagbækurnar fluttar fólgnar í flutningabíl a-þýska flutningasamb- andsins „VEB-Deutrans“ vestur á bóginn. Ekki mátti þó nota hvaða flutn- ingabíl sem var, heldur komu bækurnar jafnan í bíl sem flutti píanó og voru þær þá geymdar í því hljóðfærinu sem aftast var í bílnum. Var það Fischer hershöfð- ingi og kumpánar hans sem gerðu þetta mögulegt. Bárust bækurnar skilvíslega og jafnan á umsömdum tíma með þess- um hætti. Ritgleði Hitlers Meðan þessu fór fram hafði það upplýst að Adolf Hitler hafði ekki aðeins ritað 27 dagbækur, heldur 69 og virtist hann hafa sótt sig við ritstörfin eftir því sem Ieið. Því hækkaði verðið að sjálf- sögðu og kostaði hvert hefti nú 200 þúsund mörk í stað 80 þúsund marka. Stöðugt var Heidemann á ferðinni með stórar peningasummur til Stuttgart. Peningana geymdi hann ýmist í svartri ferðatösku sinni eða í plastpoka, sem merktur var „Vöruhúsið Herie.“ Hér má líta á fjárhæðir sem skráðar voru í „sérstakan" dálk í bókhaldi „Stern“: 8. september 1981: 600 þúsund mörk. 26. janúar 1982: 200 þúsund mörk. 2. júní 1982: 400 þúsund mörk. 14. júlí 1982: 900 þúsund mörk. Síðasta summan var reidd af hendi þann 29. apríl sl. fjórum dögum eftir að „Stern“ hafði byrjað á að birta upp úr dagbókunum. Þá var heildarsumman sem greidd hafði verið orðin 9.34 milljónir marka. Því var það ekki fyrr en dagbækumar höfðu reynst falsaðar sem tekið var að rannsaka þær á þann hátt sem þurft hefði að gera þegar í byrjun og ella er siður að gera við allar vafasamar heimildir hjá „Stern“. Rudolf Múller, ritstjóri, þurfti varla klukkustund til þess að komast að því sem Heidemann hafði verið hulið í þrjú ár. Konrad Fischer hét í rauninni Konrad Kujau. Þetta frétti Múller hjá bréfberan- um í Bjetigheim-Bissingen, þar sem Kujau og sambýliskona hans, Edith Lieblang, höfðu keypt sér nýtt hús fyrir fyrstsu greiðslurnar frá „Stern“. Var það við götuna „Im Friedriksle" númer 10 og hafði kostað 600 þúsund mörk. Enn skaut njafni Kujaus upp þegar Múller heimsótti forngripaverslunina. Hún hafði nú verið flutt úr heldur lélegu hverfi í betra og var nú við Schreiber- strasse 22. Þar skreytti Kujau nafn sitt með doktorsnafnbót. Strax eftir að Múller hafði uppgötvað þetta hélt ljósmyndari frá „Stern“ Har- ald Schmitt, til A-Þýskalands og tók stefnu á Löbau og Köthen. Eftir fjögurra stunda ferðalag og tveggja stunda athug- anir komst hann að því að sagan um bróðurinn í Köthen og máginn í Löbau var uppspuni frá rótum... Samt bjó bróðirinn Heinz í Köthen. En hann hét auðvitað Kujau en ekki Fischer. Hershöfingi var hann ekki en aðstoðarmaður lögreglunnar við járn- brautirnar. Aðalstarfi hans var staða burðarkarls á jafnbrautarstöðinni. Mágurinn í Löbau, safnforstöðumað- urinn, var líka til. Hann hét líka Gúnter Krebs í raun og sannleika. En hann var ekkert tengdur neinu safni. Hann hafði verið húsvörður og var nú kyndari á sjúkrahúsi. Hvorugur var þessara manna á nokk- um haft tengdur við sögu Fischers fom- sala, sem árið 1957 flúði frá A-Þýska- landi til V-Þýskalands. Konrad Kujau, milljónasnáðinn frá Stuttgart, ólst upp við heldur bág kjör í Löbau, einn af fjórum systkinum. Þar lauk hann skyldunámi og nam eftir það lásasmíði. Þessi mælski og vingjamlegi piltur gerðist félagi í æskulýðssamtökun- um „Frjáls þýsk æska“ (Frei deutsche .Jugend) og gerðist þar áróðursmaður. Systkini hans segja: „Konrad var alltaf metnaðargjarn."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.