Tíminn - 16.07.1983, Blaðsíða 2
mmm
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983
ffréttirl
Enn er ekki séd fram úr rekstrarvanda Hradfrystihúss Patreksfjarðar:
VONAST ER TIL AD VINNSLA
HEFJIST Á NV EFTIR HELGI
¦ Enn er ekki séð fram úr rekstrar-
vanda Hraðfrystihússins á Patreksfirði.
Lokið var við vinnslu alls hráefnis í
húsinu á hádegi í gær, en ekki náðist að
borga starfsfólkinu kaup, en það á nú
inni laiin tveggja vikna.
„Togarinn cr væntanlegur inn á mánu-
daginn og við vonumst til að þá verði
hægt að hefja vinnu að nýju," sagði Jens
Valdimarsson, stjórnarformaóur frysti-
hússins, í samtali við Tímann í gær.
- Þarf ekki að vera búið aö útvega
peninga til launagreiðslna fyrir þann
tíma?
„Það hafa ekki komið fram nein
skilyrði frá starfsfólkinu um það. Fólkið
héfur staðið þétt við hliðina á okkur í
þcssum vandamálum og reynt að gera
það sem það hefur getað til að halda
rekstrinum gangandi. Við vitum ekki
annað en svo verði áfram enn um sinn,"
sagði Jens.
Hann sagði ennfremur að forstjóri
frystihússins væri nú í Reykjavík að leita
leiða til að leysa vandann að minnsta
kosti til bráðabirgða, en að svo stöddu
vildi hann ekki segja hvaða möguleikar
væru í sjónmáli.
Hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar
vinna 120 manns i landi og nálægt 30
sjómenn. Er frystihúsið lang stærsti
vinnuveitandinn í bænum, en íbúar hans
eru um 1100.
-Sjó.
¦ Davíð Oddsson tekur fyrstu skóflustungu að 4. áfanga byggingar verkamannabú-
staða á Ártúnsholti í gær. Við athöfnína flutti Guðjón Jónsson, formaður stjórnar
verkamannabústaöa, stutta tölu og kvað fyrirhugað að reisa á þessum stað 140 íbúðir.
Þess vegna
þarf tu ÞOL
á þakið
ÞOL er einstök málningartegund, sem
er sérhönnuðfyrirbárujárnsþök
á fslandi.
VEÐURHELDNI OG MÝKT
eru þeir höfuökostir ÞOLS, sem sérstök
áhersla hefur verið lögð á, vegna:
% fádæmrarendingarvið mikið veður- t
álag, svo sem slagregn, sem er sér-
einkenni íslensks veðurfars, og
% einstaks viðnáms gegn orkuríkum
geislum sólarog þeim gífurlegu hita-
sveiflum, sem bárujámsþök verða fyrir í
sólskini. snjó og frosti.
Notaðu því ÞOL á þökin og aðra járn-
klæðningu. Kynntu þér leiðbeiningar fyrir
málun. Yfir 20 ára reynsla sannar gæðin.
Fjölbreytt litakort fæst í næstu málningar-
vöruverslun.
Það er teiknistofan Armiili sem tekið hefur hönnun verksins að sér. Fyrsta íbúðin
verður afhent í september á næsta ári og sú síðasta í árslok 1985. Bæta íbúðimar úr
brýnni þörf en eftir íbúðum af þessu tagi er að jafnaði mikil eftirspum.
Tímamynd: Árni Sæberg
Flugleiðir svara yfirlýsingu
samgönguráðuneytisins:
Raðuneytið hugð-
ist afturkalla
leyf i Flugleiða
¦ Fiugleiðir hafa geflð út yfirlvsingu
vegna fréttatilkynningar samgöngu-
ráðuneytisins. I yfirlýsingunni segir að
' ráðuneytið hafi tekið það skýrt fram, í
viðræðum við fulltrúa Flugleiða þann
11. júlí, að áætlunarieyfi Flugleiða yroi
afturkallað um leið ogstaðfesting bær-
ist frá dönskum stjómvöldum um teyfi
Flugskóia Helga Jónssonar til Græn-
tandsflugs. Im hefoi sá kostnr verið
tekinn að hætta áætlunarfiuginu til
Narssassuaq samstundis i Ijósi þess að
samkvæmt yfirlýsingum ráðuneytis-
manna tæki leyfissvipting Flugleiða
gildi iiiu leið og samþykki danskra
yfirvalda lægí fyrir. Þar með væri
útilokað að Flugleiðir gæfu síðar haft
upp í þann kostnað sem félagtð hefur
lagt í vegna áætlunarflugs til Nawsass-
uai| Og miðaður var við frainlíðaiuþp-
hyggingu.
Að lokum er það ítrekað í yfirlýsing-
unni að Flugleiðum hafa ekki borist -
neinar skaðabótakröfur vegna þessar-
ar ákvörðunar, enda stendur félagið
við allar skuldbindingar gagnvart far-
þegum stnum. Þeim sem eiga staðfcst-
ar pantanir til Narssassuaq verður séð
fyrir fari þangað eða boðið upp á ferðir
til Angmaksalik í staðinn. / GSH
máining' f
Skýringar samgönguráduneytis-
ins á Grænlandsflugi Flugskóla
Helga Jónssonar:
Tilboð Helga
næst hugmynd-
um stjórnvalda
¦ Samgönguráðuneytið hefur sent
frá sér fréttatílkynningu, þar sem gerð
ergrein fyrir þeirri ákvörðun ráðuneyt-
tsins að samþykkja Ftugskóla Helga
Jónssonar sem flugrekstraraðila í áætl-
unarfiugi milli íslands og Grænlands.
i'ar segír að tílboð Flugskóla Helga
Jónssonar hafi komist næst þeitn hug-
myiidiiiii sem komu fram i viðræðum
grænlenskra og íslenskra stjórnvalda
um áii-11 ii ii a r 11 ii g allt árið, en só skoðun
var ofarlega á baugi að slíku flugi yrði
haganlegast komið fyrir með fösfum
l't-rðiiiu lítilfa véla inilli ísiands og
Kulusuk í Grænlandi en grænlenska
flugfélagið Grönlandsfly flytti farþeg-
ana innanlands á Grænlaiidi.
í fréttatilkynningunni segir að við-
ræður við stjórnvöld á Grænlandt hafi
verið teknar upp stðastliðið haust, en
bá feltdi SAS niður mitltlertdingar á
íslandi í áætlunarfiugi mifli Danmerk-
ur og íslands. Samgöngumálaráðu-
neytið var þeirrar skoðunar að flug-
samgöngur milli íslands og Grænlands
ma;ttu ekki falla niðttr og því voru
viðræðurnar hafnan í framhaldi af
viðræðunum óskaði ráðuneytið eftir
tiltögum frá Flugleiðum, Arnarflugi,
FJugfélagi Norðurlands og Flugskóla
Helga Jónssonar og svör bárust í apríl
og maí t vor. Ráðuneytið taldi svar
Flugleiða ekki fullnægjandi og óskaði
eftir frekari tiilögum frá félaginu sem
barust með bréfi 21. júní s.l.
Ennfremur segir í fréttínni að þar
sem svör frá dönskum stjórnvöidum
hafi ekki enn borist við beiðni sam-
gönguráðuneytisins hafi Flugskóli
Helga Jónssonar ekki enn fengið leyfi
tíl flugsins, en það muni fást um leið
og samþykki danskra stjórnvalda ligg-
ur fyrir, og að uppfylltum öðrum
skilyrðum.
Að lokum segir í fréttatilkynning-
unni að það sé úr lausu iofti gripið að
leyfi Flugleiða hafi vérið tekið af
fyrirtækinu, eins og sagt var í fréttatil-
kynningu Flugleiða, en samgöngu-
ráðuneytið samþykkti leyfi til Flug-
leiða um áætlurtarflug tvisvar í viku á
tt'mabilinu júní/ágúst. Ráðuneytinu
þykir miður'að Flugleiðir hafi gripið til
þess nú að leggja niður áætlunarflug
sitt til Grænlands verulegan hluta þess
stutta tíma sem þeir höfðu sótt um
leyfi fyrir. Hins vegar er ráðuneytið
þess fullvfst að Flugleiðir munu eins og
jafnan áður standa að fullu við þær
skuldbindingar sem fétagið kann að
hafa gagnvart viðskiptavinum sfnum á
þessari leið í sumar.
-GSH.