Tíminn - 16.07.1983, Page 3

Tíminn - 16.07.1983, Page 3
■ Nýja Esjan er fjórða skip Skipaútgerðarinnar sem ber nafnið Esja. Tímamynd: AKI. Nýja Esjan komin til landsins: „SKIPIÐ REYNDIST AUfEG PRÝÐILEGA” — sagði Bogi Einarsson skipstjóri við komuna til Reykjavíkur Guðmundur Einarsson. forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði að vegna mikils burðarþols skutbrúarinnar og liins öfluga krana væri skipið sérstaklega hcntugt til flutninga á stórum vinnuvcl- um og öðrum þungaflutningi, sem gæti vel hentað verktakafyrirtækjum, sem þyrftu að flytja vélar milli hafna. Þá kom fram á blaðamannafundinum að sérstök áhersla var lögð á orkusparn- að við hönnun skipsins. Aðalráðgjafi útgerðarinnar við hönnunina var Siguröur Ingvason, en Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri annaðist hönnun og eftirlit með smíð- inni. Yfirvélstjóri er Unnsteinn Þorstcins- son, cn fyrsti stýrimaður Atli Michael- scn. - Sjó. ■ „Skipið reyndist prýðilega. Bræla tafði okkur aðeins á heimleiðinni, en þrátt fyrir mótdrægni héldum við 11,9 mílna meðalferð, án þess að keyra vclarnar á fullu. Nú svo fannst mér hreyfingar skipsins lofa nokkuð góðu,“ sagði Bogi Einarsson, skipstjóri á nýju Esjunni, sem kom til landsins í fyrsta skipti í gær og lagðist að bryggju í Reykjavík. Á blaðamannafundi sem haldinn var í brú skipsins við komuna kom fram að samningsverð skipsins er um 3,3 milljón- ir punda, en það var smíðað í Lowestoft í Englandi. Við þá upphæð kemur til með að bætast eitthvað, en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir ennþá. Esjan er um 70 metrar að lengd og 13 metrar að breidd. Lestarrými er 3815 rúmmetrar og ber hún um 1000 lestir. Skipið er búið tveimur stórum lestarop- um, með NAVIRE lúgubúnaði. Þil- farskrani er BRATTVÁG og lyftir 35 tonnum í allt að 12 metra fjarlægð og 25 tonnum í allt að 18 metra fjarlægð. Skutop er á skipinu og er sá búnaður frá NAVIRE. Hliðarop og lyftur eru frá NAVIRE. Opið er 6,5 metrar á breidd. og lyfturnar geta borið 4 tonn hvor eða 8 tonn saman. Skipið er hannað fyrir flutninga á gámum, brettum og hvers konar stykkja- vöru. Það getur flutt 60 til 70 20 feta gáma auk smærri gáma og jafnframt allmikið af vörum á brettum. ■ Bogi Einarsson, skipstjóri Esjunnar, og Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, í brú skipsins við komuna til Reykjavíkur í gær. Sjávarútvegsráöherra Sovétríkjanna í heimsókn: HEIMSÓTTI FISKVINNSLU- FYRIRTÆKI Á HÖFN í GÆR ■ Sjávarútvegsráðherra Sovctríkj- anna, V.M. Kamentsevs sem hér er staddur í opinberri heimsókn í boði Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs- ráðherra, hélt síðdegis í gær áleiðis til Hornafjarðar, í fylgd Halldórs Ásgríms- sonar og föruneyti, þar sem hann skoð- aði m.a. fiskiðjuver, humarvinnslu hjá K.A.S.K. og síldarsöltunarstöð. 1 gærkveldi var snæddur kvöldverður á Höfn í Hornafirði í boði'hreppsnefndar Hafnarhrepps og árdegis í dag var svo Síðdegis í dag er svo meiningin að fljúga til Vestmannaeyja frá Fagurhóls- mýri þar sem Heimaey, höfn og fiskiskip verða skoðuð. Á morgun fer ráðherrann til Þingvalla og í bakaleiðinni kemur hann við í Hveragcrði og skoðar Garðyrkjuskóla ríkisins. Sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna situr síðan samkvæmi sovéska sendiráðs- ■ Helgi Hallvarðsson skipherra Landhelgisgæslunnar býður V.M. Kamentsevs sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna velkominn um borð í TF Sýn, Fokker Landhelg- isgæslunnar, er haldið var áleiðis til Hafnar í Hornafirði síðdegis í gær. Lengst til hægri á myndinni er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Tímamynd - Ari. haldið landleiðina til Skaftafells með viðkomu í Jökullóni og víðar, undir leiðsögn Halldórs Ásgrímssonar sjávar- útvegsráðherra. ins annað kvöld, og lýkur þar mcð opinberri hcimsókn hans, og heldur hann af landi brott árdegis á mánudag. - AB Ennisvegur opnadurá sunnudag ■ Á morgun verður Ennisvegur opn- aður til bráðabirgða fyrir almenna umferð, en þetta er nýr vegur um 2.2 kílómetrar að lengd, scm lagður hefur verið í fjörunni framan við Ólafsvíkur- enni. Hann var einn af svonefndum Ó-vcgum, en með þessari framkvæmd fellur hann úr þeim flokki. Framkvæmdir við veginn hafa geng- ið mjög vel. cnda hefur, þegar best hefur látiö. verið unnið á vöktum allan sólarhringinn, auk þess sem mjög stór- virk tæki voru notuð í verkið. Það er Hagvirki sem annast hefur verkið, og nú er vegurinn orðinn akfær, og þar með er um 72% af verki Hagvirkis lokii). Ætlar verktaki sér að Ijúka verkinu með öllu fyrir I. maí 1984 og næsta sumar verður svo lagt varanlegt slitlag á veginn. sem hctur þar með kostað 80 til 85 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag. Cardiff- söngva- keppnin um helgina íslendingurinn Sigrídur Gröndal meðal keppenda ■ Lokakeppni alþjóðlegu söngva- kcppninnar í Cardiff. þar sem 18 söngvarar frá jafnmörgum löndum taka þátt. fcr fram nú um hélgina. Einn íslendingur, Sigríður Gröndal. er á meðal kcppenda. Þáð er BBC í samvinnu við Welsku Óperuna og Borgarráð Cardiff scm standa að þessari miklu söngvakeppni og er markmiðið að koma góðunt söngvurum á framfæri. Sá sém hlýtur fyrstu verðlaun fær 2000 bresk pund í verðiaun. auk Cardiff krystalsins, sem er dáfalleg skál sem borgarráð Cardiff gefur. Sigurvegarinn fær að auki tæki- færi til þcss að koma þrisvat sinnum fram í BBC sjónvarpinu. Önnur og þriðju verðlaun verða 250£. - Og Tíminn scndir Sigríði baníttukveðjur og óskar hcnni góðs gengis í keppn- inni. Fjölskylduhá- tíð að Sogni ■ Helgina 22.-24. júlí næstkomandi verður haldin að Sogni í Ölfusi 3ja Sognhátíðin. Að þessu sinni vcröur minnst inerks áfanga þ.e. fímm ára afmælis eftirmeðferðarheimilisins. Margt verður til skemmtunar á hátíðinni. Hljómsveitin Kaktus, Pálmi Gunnarsson, Bcrgþóra Árnadóttir og Tryggvi Húbner, sjá um dansmúsik og tónleikaháld auk annarra skenimti- krafta. Haldnar verða kvöldvökur bæði föstudags og laugardagskvöld, íþrótta- mót fyrir börnin, flugeldasýning, sam- eiginlegt grill o.m.fl. Hátíðin vcrður sett föstudaginn 22. júlí kl. 20.00ogslitiðseinnipartsunnu- dagsins 24. Eins og áður segir er þetta þriðja fjölskylduhátíðin scm haldin hefur ver- ið að Sogni og cr víst að þetta verður árviss athurður í framtíðinni, svo vel hcfur tekist hingað til. Nánari upplýsingar vcita: Gunnar Kvaran sími 66308 Gunnar Eltsson sími 46919 Utanríkisráð- herra Dan- merkur í opinbera heimsókn ■ Utanríkisráðherra Danmerkur, Uffc Eliemann-Jensen, og eiginkona hans frú Alice Vestergaard, koma í opinbcra heimsókn til Islands 24,-28. júlí n.k.. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.