Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 28. JULI1983 Mr» 5 ■ Þessi mynd er tekin á hinni fraegu þjóðhátíð í Eyjum. Þama er kvöldvaka aðalnúmerið, en efst í brekkunni situr einn hress með gitarinn. Tímamynd: Guðmundur Sigfússon þarna líka með bestu söngkonu landsins, hana Björk í fararbroddi. Atlavík Stuðmenn, Grýlurnar og Þursaflokk- urinn. Það munar ekki um það. Allt saman toppmenn (þó ekki hljómsveitin góða). Þarna verður hin geysivinsæla hljómsveitarkeppni sem nú þegar er fullbókað í. Alls 20 hljómsveitir sem taka þátt í henni. Þarna verður ratleikur, íþróttadagskrá og Siggi Sigurjóns og Randver, þessir afarfyndnu menn, láta sjá sig. Laugarvatn Þetta er einn alvinsælasti staðurinn fyrir fjölskyldur. Ekki er um neina skipulagða skemmtun að ræða. Þarna er góð tjaldaðstaða og stutt er í dansleikina sem eru í grenndinni. Gufubaðið á Laugarvatni er rómað og þar verður örugglega margt um manninn um helg- ina. Þórsmörk Sama sagan. Ekkert skipulagt en Þórs- merkurljóð verður í hávegum haft, og menn skríða hver ofan í annars poka, til að halda á sér hita ef kólnar. „Hvað það var fagurt í Þórsmörkinni," sagði skáldið og rétt er það. Þingvellir Þessi sögufrægi staður er engum líkur um verslunarmannahelgina. Umhverfið fagurt og fólkið magurt. Mjög líklegt er að fjöldinn allur af fólki drífi sig þangað um helgina til að skoða Almannagjána. Akureyri Kínverskt máltæki segir: „Alltaf er gaman á Akureyri", og 'þar er engu logið. Gott fólk sem býr þar og hresst. Það sem markverðast er að gerast í höfuðborg Norðurlands um verslunar- mannahelgina er e.t.v. það að Hljóm- sveit Björgvins Halldórssonar og Úllen- dúllen doff revíuflokkurinn byrjar hring- ferð sína um landið, með því að skemmta í Sjallanum glæsilega á Akur- eyri. Nú svo má alltaf skoða Nonna- húsið. Vatnaskógur „Opið hús“ verður í Vatnaskógi en nú eru liðin 60 ár frá því starfið í sumarbúð- um KFUM í Vatnaskógi hófst. Allir eru velkomnir í skóginn um helgina, til að njóta útiveru og kynna sér starfsemina. Þarna verður líka ýmislegt um að vera, t.d. skipulögð dagskrá með ýmsum leikjum. Auðvitað er hægt að fara á miklu fleiri staði um helgina en þetta eru bara nokkrir þeirra. FÍB verður náttúrulega með sína þjónustu um helgina, með bíla um allt land, reiðubúna til þjónustu. Sama má segja um Félag farstöðvaeigenda, sem mun veita fjarskiptaþjónustu sé þess þörf. FÍB og Félag farstöðvaeigenda geta verið til mikillar hjálpar, t.d. ef ná þarf í viðgerðarverkstæði, lögreglu eða sjúkrabíl, sem vonandi þarf þó ekki oft að gera yfir helgina. Umferðarráð verður með mörg góð ráð um helgina. Útvarpsinnskotin nauð- synlegu verða auðvitað á sínum stað og er fólk hvatt til að sýna fyllstu aðgát um helgina, spenna beltin og aka af öryggi. Veðurstofa Islands treysti sér ekki til að spá fyrir veðrinu um verslunarmanna- helgina þegar þetta var skrifað, en við skulum bara öll leggjast á bæn, jafnvel ákalla sólarguðinn RA ef með þarf, sleppum regndansinum og skemmtum okkur vel um helgina. Upp með fjörið! - Jól. ■ Þessir ófríðu menn verða á Akureyri um verslunarmannahelgina. Siggi'Sigurjóns., Randver og Laddi. , ,^VAUö% KODAK^ UMBOÐSMENN OKKAR SÝNA ÞÉR MUNINN A GLANS- EÐA MATTÁFERÐINNI MIÐBÆR: Bankastrœti 4 H.P. h/í Filmur og Vélar ótóhúsið Týli Gevafótó Fókus Amatörverslunin Ljósmyndast. Þóris Bókabúð Bragg, Hlemmi AUSTURBÆR: Glœsibœr H.P. h/f Austurver H.P. h/í Ljósmyndaþjónustan Bókav. Safamýrar Bókaverslunin Flatey Hamrakjör Ljósm.st. Gunnars Ingimarss. Bókabúðin Grímsbœ________ BREIÐHOLT: Bókab. Braga Embla Rama ARBÆR: Bókav. Jónasar Eggertssonar MOSFELLSSVEIT: Snerra s/f VESTURBÆR: Bókav. Úlíarsíell JL-húsið_________________ KÓPAVOGUR: Bókav. Veda Versl. Hlíð______________ GARÐABÆR: Bókav. Gríma Garðaborg Bitabœr HAFNARFJORÐUR: Versl. V. Long Biðsk. Hvaleyrarholti Myndahúsið Bókav. Olivers Steins Versl. Örk KEFLAVIK: Hljómval ________________ GRINDAVÍK: Víkumesti Versl. Bdran AKRANES: Bókav. A Níelssonar BORGARNES: Kaupf. Borgíirðinga BORGARFJÖRÐUR: Versl. Laugaland STYKKISHÓLMUR: Apótek Stykkishólms GRUNDARFJÖRÐUR: Versl. Grund OLAFSVIK: Maris Gilsfjörð Lyíjaútibúið • HELLISSANDUR: Söluskdlinn Tröð PATREKSFJORÐUR: Versl. Laufeyjar Böðvarsd. FLATEYRI: Versl. Greips Guðbjartssonar BILDUDALUR: Versl. Jóns Bjarnasonar SUÐUREYRI: Versl. Lilju Bemódusd. ISAFJORÐUR: Bókav. Jónasar Tómassonar BOLUNGARVÍK: Dómhildur Klemensdóttir HÓLMAVÍK: Kaupf. Steingrímsfjarðar HVAMMSTANGI: Kaupf. V-Húnvetninga Versl. Sigurðar Pálmasonar BLÖNDUÓS: Versl. Gimli_____________ VARMAHLÍÐ: Kaupf. Skagfiróinga SAUÐÁRKRÓKUR: Bókav. Brynjars Steíán Pedersen Kaupf. Skagíirðinga SIGLUFJORÐUR: - Aðalbúðin ÖLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg DALVÍK: Apótek Dalvíkur AKUREYRI: Filmuhúsið Pedrómyndir VersL Jóns Bjamasonar Sigtryggur & Pétur______ HUSAVIK: Bókav. Þórarins Stefánssonar Kaupf. Þingeyinga RAUFARHÖFN: Margrét Egilsdóttir VOPNAFJÖRÐUR: Shellskálinn SEYÐISFJÖRÐUR: Apótek Austurlands NESKAUPSTAÐUR: Kaupf. Fram Bjöm Björnsson ESKIFJORÐUR: Elís Guðnason REYÐARFJÖRÐUR: Versl. Gunnars Hjaltasonar DJUPIVOGUR: Versl. Djúpið HOFN: Kaupf. A-Skaítíellinga KIRKJUBÆJARKLAUSTUR: Kaupf. Skaftfellinga VÍKÍ Kaupf. Skaítfellinga VESTMANNAEYJAR: Blaðatuminn Apótek Vestmannaeyja HVOLSVOLLUR: Kaupf. Rangœinga HELLA Versl. Mosfell SELFOSS: Kaupf. Ámesinga Höfn h/f Radió & Sjónvaipsstoían STOKKSEYRI: Kaupf. Ámesinga__________ HVERAGERÐI: Blómaborg SANDGERÐI: Versl. Adan pyjKLAJUaHUMN: Skálinn Kaupf. Ámesinga HANS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK Vélaleiga E.G. Höfum jafnan til leigu: Traktorsgröfur, múrbrjóta, borvélar; hjólsagir, vibratora, slípirokka, steypuhrærivélar, rafsuöuvélar, juöara, jarö- vegsþjöppur o.fl. Vagnhöfða 19. Sími 39150. A kvöldin 75836. Eyjólfur Gunnarsson 91.32

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.