Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1983 umsjón: B.St. og K.L. erlent Exmouth, communlcö- tlon* base; Woomera, Subic Bay Naval S1»- tioft.Clark AlrForcc, Bqae. . .SouthKorea Seout.armypoat; Oaan, alr bsse; Kun- rrítacfe6'^' Weet Germany , . - J A ■ ■ (U S terrltory) elr ■AtHWkrtiWij OimiW^íUndstui Ramstein air base. DlegoGareia Airfietd aml navat b« Mi»awa.afrbaee;: ; ' 2*ma, armycamp: ::n6V8i bæef Marine Corps ba»e. kara, alr baee; muraal, atr bae- Oman HolyLocb, suljmariné baee. . Bermuda—" Somalla Berbora, airfiotö and x navalbaae. : Cuba ■ 'Quantanamo Bay, . navalbaae. coimtry.alrtlatd. ■ Anby poft. naval baae. alrbaae. Britaih' S Miidenhall.alrbase; Graenham Common. airbaae: Lakenheath airb’aae. / Creta.naval baee; Nea Makrl, communlca- tlone basa; Athene, alr baae; SoudaBay, naval support baae. Naplea, navél base; VI- patrolalrcraflt.ae Rota, naval base: Tor- ' relon, aír baae. • Ascension Island Communicattónabáse. : : ■ . bandi en ég hef ekki ennþá valið mér menntastofnanir, ég get bara sagt það að ég mun aðeins láta mér lynda það besta, það verða aldrei gerðar of miklar kröfur. Mér finnst stundum örla á þeim hugsunarhætti hjá ungu fólki sem er að leita sér menntun- ar á þessu sviði a.m.k. að það láti sér nægja það sem það getur’ sloppið með en þetta er mjög hættulegur hugsunarháttur. Hann lækkar standardinn, fólk gerir ekki nægar kröfur til sjálfs sín. Er vaxandi áhugi á hönnun hérlendis? „Mér virðist að ákveðin hug- arfarsbreyting hafi verið að eiga sér stað bæði hjá því opinbera og hjá einkaaðilum. Skilningur hafi verið að aukast á gildi þessa þáttar í allri iðnþróun. Hefurðu einhverjar sérstakar hugmyndir um hvernig eigi að standa að fræðslu á þessu sviði? Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig við eigum að bregðast við hér á íslandi við þær aðstæð- ur sem hér ríkja, fólksfæð og lítið fjármagn. Ég tel að við hljótum að þurfa að leggja áherslu á mikla samnýtingu fjár- magns og tækjakosts og byggja á samstarfi allra hagsmunaðaðila. Ég held að þjóðfélagsuppbygg- ing okkar kalli umfram allt á samnýtingu. Ég hef í huga meðal annars að nota húsnæði skólanna og tækja- kost þeirra og kalla inn sérfróða menn úr framleiðslunni inn í skólana. Þannig megi nýta fjár- magnið til þróunarverkefna í íslenskum iðnaði. Við myndum ná miklu hærri standard í skólun- um, nemendur myndu öðlast betri menntun og meiri skilning á sjónmenntum yfirleitt. Við megum heldur ekki gleyma því í þessu sambandi að nemendur dagsins í dag eru neytendur framtíðarinnar. Ég vil svo að lokum segja þaö að ég er mjög þakklátur íslensk- um markaði fyrir það traust og þá víðsýni sem lýsir sér í þessum styrkveitingum til íslenskra hönnuða. - JGK ■ Uppdráttur þessi, sem sýnir mikilvægustu herstöðvar Bandaríkjanna erlendis, birtist í New York Times síðastliðinn sunnudag. Bandaríkin hafa 359 her stöðvar í öðrum löndum Kostnaður áætlaður um 200 milljarða dollara ■ BERI nokkurt ríki nú það nafn með rentu að kallast heims- veldi, eru Bandaríkin tvímæla- laust efst á blaði. Þetta byggist á því, að þau hafa herstöðvar víðs vegar um heim og hefur ekkert ríki áður haft eins dreifðan her- afla í öllum heimsálfum, þegar Suðurskautsálfan er undanskil- in. Fróðleg grein um herstöðvar Bandaríkjanna erlendis birtist í New York Times 24. þ.m. Höf- undur er einn af þekktustu fréttamönnum blaðsins, Richard Halloran. Grein hans fylgir upp- dráttur, sem birtist með þessari frásögn. Uppdrátturinn sýnir þær herstöðvar Bandaríkjanna erlendis, sem taldar eru mikil- vægastar eða gegna eins konar lykilhlutverki í hernaðarkerfinu. Herstöðvar Bandaríkjanna erlendis eru hins vegar miklu fleiri. Samkvæmt frásögn Hallor- ans voru þær 323 fyrir 10 árum, en eru nú 359. í þessari tölu eru 'ekki taldar herstöðvar, sem bandaríski herinn hefur aðgang að erlendis, en eru undir stjórn viðkomandi ríkis. HERSTÖÐVAR þessar eru margar byggðar á varnarsamn- ingi eða bandalagi, sem Banda- ríkin hafa gert við viðkomandi ríki. Sumar byggjast óbeint á leigu, án þess að samið sé um varnir. Þessu fylgir, að flesta daga ársins eiga Bandaríkja- menn í viðræðum um herstöðva- mál einhvers staðar í heiminum. Nýlega hafa þeir t.d. átt í slíkum samningum við Filippsey- inga og Grikki. Samningar tók- ust við báðar þessar þjóðir. Sam- komulaginu við Grikki fylgdi það, að Bandaríkin munu veita Grikkjum 500 milljónir dollara í hemaðaraðstoð. Filippseyingar fengu 900 milljónir doilara. Grikkir töldu sér nauðsynlegt að endurnýja herstöðvasamning- inn við Bandaríkin af ótta við, að annars myndu Bandaríkin veita Tyrkjum stóraukna hern- aðaraðstoð. Það hefðu Grikkir talið ögrun við sig. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvað það kostar Bandaríkin mikið að halda uppi öllum þess- um herstöðvum. Halloran hefur það eftir fræðimanni, sem á að vera þessum málum kunnugur, að herkostnaður Bandaríkj- anna, vegna samninga við ríki í Evrópu og Asíu, muni verða um 212 milljarðar dollara á árinu 1984. Þessi kostnaður þarf ekki að vera allur vegna beins kostnaðar við herstöðvar erlendis, heldur getur líka verið vegna hers, sem hægt er að senda frá Bandaríkj- unum með litlum fyrirvara. EF LITIÐ er yfir lengri tíma, ' hafa orðið talsverðar breytingar á staðsetningu herstöðvanna. Á nokkrum stöðum hafa herstöðv- ar verið lagðar niður, vegna kröfu viðkomandi ríkisstjórnar, t.d. í Líbýu og Saudi-Arabíu. Annars staðar hafa Banda- ríkjamenn orðið svo heppnir, að þeir hafa getið nýtt sér mann- virki, sem Rússar voru búnir að byggja, t.d. flotastöð í Berbera í Sómalíu. Rússar hafa hins vegar haft með sér heppnina á öðrum stöðum, t.d. í Eþíópíu, sem var eitt helzta samstarfsríki Banda- ríkjanna í Afríku áður en bylt- ingin var gerð. Þá er talið, að Rússar noti nú hafnir og flug- velli, sem bandaríski herinn byggði í Víetnam á sínum tíma. Bandaríkjastjórn leggur áherzlu á, að yfirleitt sé ekki um leigu á herstöðvunum að ræða, heldur byggist herstöðvar þeirra á sameiginlegum vörnum Banda- ríkjanna og viðkomandi lands. Oft er komizt fram hjá þessu eftir ýmsum krókaleiðum. Þannig varð stjórn Filippseyja Bandaríkjastjórn þung í skauti, þegar nýlegayar samið um fram- lengingu á hersetu Bandaríkj- anna. Forsetinn hótaði því að ; semja við Rússa, ef ekki yrði fallizt á kröfur hans. Hann fékk 900 milljónir dollara upp úr krafsinu, eins og áður segir. Portúgalska stjórnin hefur heimtað allmikla leigu vegna herstöðva Bandaríkjamanna á Azoreyjum. Fyrirhuguð er allmikil mann- virkjagerð í hinum erlendu her- stöðvum Bandaríkjanna á næsta ári. Stjómin hefur farið fram á, að 8.4 milljarðar dollara verði veitt- ir til mannvirkjagerðar á næsta ári, og muni ekki nema um helmingur þess fjár notaður til framkvæmda í Bandaríkjunum. Mestur hluti þess fjár, sem ætlað er til mannvirkjagerðar erlendis, rennur til Evrópu, m.a. til skotpalla fyrir meðaldrægar eldflaugar, sem ráðgert er að byggja þar. Verulegur meirihluti þess kostnaðar, sem fylgir her- stöðvum Bandaríkjanna erlend- is, er vegna framlags þeirra til Nató. Rússar eru eftirbátar Banda- ríkjanna hvað erlendar her- stöðvar snertir. Þeir hafa her- stöðvar í austantjaldslöndunum, Mongólíu og Afganistan. Utan þessa svæðis hafa þeir svo stöðv- ar fyrir flota og flugvélar í Eþíópíu, Suður-Jemen og Víet- nam. Auk þessa hafa þeir svo talsverðan fjölda hernaðarlegra ráðunauta í vinveittum ríkjum, t.d. Sýrlandi og Líbýu. Erfitt er að fá nákvæmar upplýsingar um þetta. Upplýsingar um herstöðv- ar Bandaríkjanna liggja hins vegar fyrir, eins og opin bók. Þórarinn Þórarinsson; ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.