Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1983 heimilistíminii ■ Tískuhönnuðir Parísar sýna nú haust- tískuna og hér sjást kjólar og dragt, sem Jacqueline de Ribes hefur hannað. Röndótti kjóllinn er svartur og hvítur og sömu litir eru í dragtinni og hattinum. Einliti kjóllinn er skærbleikur. TaUð eftir skartgripunum, sem eru stórir og skrautlegir, en slikir skartgripir einkenna hausttískuna. Stúlkan á Utlu mynd- inni er með skartgripi úr stórum gUtrandi steinum, en skartgripina hefúr Yves St. Laurent hannað. Langar slæður, skrautlegir kvöldskór og skreyttir hanskar eru einnig áberandi í haust- tískunni. Það er hægt að spara 30- 50% með því að nota Thoro-efni ■ Fyrirtækið Steinprýði h.f. fékk Hag- vang h.f. til þess að gera könnun og samanburð á verði við frágang á húsum að utan, með pússningu og málningu samkvæmt hefðbundinni aðferð annars vegar og frágang með notkun Thoro- efna hins vegar. Niðurstöður þessarar könnunar liggja nú fyrir og kemur þar í ljós að kostnað- armunur er 30-50% við þennan utan- hússfrágang. Sem dæmi má taka að sé um slétta áferð að ræða kostar frágangur hvers fermetra kr. 193,12 með Thoro-aðferð, en með hefðbundinni aðferð, múrhúðun og málningu kr. 360,52. Sambærilegar tölur miðað við hraunaða fleti eru kr. 340,18 með Thoro-aðferð og kr. 467,35 með hefðbundinni aðferð. Tölur þær, sem hér eru nefndar, eru miðaðar við núverandi verðlag og í báðum tilfellum miðað við að fagmenn vinni verkið. Thoro-efni til frágangs á húsum að utan hafa verið í notkun hér á landi síðastliðin 10 ár, en í Bandaríkjunum og Evrópu síðastliðin 70 ár. Thoro-efnin eru samsett úr fínmöluð- um kvartssteinefnum, sementi og akrýl- efnum, akrýlefnin gera það m.a. að ekki þarf að halda yfirborðinu röku meðan efnin eru að harðna. Thoro-efnin koma því stað pússningar og málningar, þau fylla holur og sprung- ur og þétta því mannvirkin og verja gegn veðrun en hindra ekki nauðsynlega út- öndun flatarins, rakastig steypunnar helst því í lágmarki en það er ein mikilvægasta forsendan fyrir varðveislu hennar. Sem lokayfirferð er settur Thoroglaze akrýlvökvi sem ver yfirborðið gegn óhreinindum. Sú reynsla sem fengist hefur bendir til þess að efni þessi standist fullkomlega íslenska veðráttu og séu mun ódýrari í notkun heldur en hefðbundinn frá- gangur með pússningu og málningu. Útreikningar sýna að spara má allt að um 40-50% af kostnaði með notkun Thoro-efna. Opinberir aðilar nota þessi efni í auknu mæli vegna góðrar reynslu og minni viðhaidskostnaðar. Thoro-frágangur á útveggjum að utan er einkar heppilegur þar sem sótzt er eftir sterku og endingargóðu yfirborði. Thoro-frágangur uppfyllir allar meg- inkröfur um yfirborðsáferð flatarins til fegrunar, þ.e. slétt yfirborð, eða hraun- að> einnig borðaáferð ef óskað er og hann gefur byggingunni lit. Hægt er að velja mismunandi aðferðir við frágang t.d.: Slétt yfirborðsáferð: Thoroseal sprautað og pússað/kústað 1 kg/m2 Quickseal kústað 0.25 kg/m2 Thoroglaze penslað eðaúðað 0.10 1/m2 Hraunáferð: , Thoroseal sprautað og pússað/kústað 1 kg/m2 Thoroseal plastermix sprautað 3 kg/m2 Thoroglaze penslað eða úðað 0.2 1/m2 Hraunáferð fín: Thoroseal plastermix sprautað ogpússað 1 kg/m2 Thoroseal sprautað 1.5 kg/m2 Thoroglaze penslað eða úðað 0.20 1/m2 Thoroseal, Quickseal og Plastermix efnin eru í 25 kg pokum, þau eru hrærð út á staðnum með vatni og blandað í þau akrýlefnum. Fagmenn sem fengið hafa þjálfun í meðferð þessara efna eiga að tryggja rétta notkun þeirra og áferða- fallegt útlit. Undirbúningur undir notkun Thoro- efna er sá sami og undirbúningur undir pokapússningu, þ.e. höggva þarf víra og fylla í þær holur, gera þarf við steypu- skemmdir, t.d. undir gluggum og á brúnum. Samanburður á kostnaði við yfirborðs- meðhöndlun með Thoroefnum — og hefðbundinni pússningu og málningu DÆMI: Thoroefni Múrhúðun - málning, hefðbundin aðferð Slétt áferð kr/m‘ Undirb.vinna 50,89- 60,93 Thoro-aðferð I 132,29 183,08-193,12 Slétt pússað kr/m2 Múrhúðun 285,84 Málning sendin plastmálning 74,68 360,52 Fín hraunun Undirb.vinna 50,89- 60,93 Thoro-aðferð 4 189,62 240,51-250,55 1 Hraunaðir fletir Múrhúðun 341,64 Málning plastmálning 125,71 467,35 Hraunáferð Undirb.vinna 50,89- 60,93 Thoro-aðferð 2 211,04 261,93-271,97 Hraunáferð gróf Undirb.vinna 50,89- 60,93 Thoro-aðferð 3 279,25 330,14-340,18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.