Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1983 No. 4132 Lárétt I) Eisuna. 5) Spýja. 7) Lægg. 9) Kona. II) 999. 12) Kindur. 13) Óþrif. 15) Fæðu. 16) Kveða við 18) Félausu. Lóðrétt 1) Leiftur. 2) Þæg. 3) Gangþófi. 4) Lærði. 6) Fregnuðu. 8) Leiði. 10) Pjálfa. 14) Verkfæri. 15) Ambátt. 17) Baul. Ráðning á gátu No. 4131 Lárétt 1) Danska. 5) Ása. 7) Arð. 9) Læk. 11) Ná. 12) Ra. 13) Gný. 15) Att. 16) Rás. 18) Viskin. Lóðrétt 1) Drangs. 2) Náð. 3) SS. 4) Kal. 6) Skatan. 8) Rán. 10) Ært. 14) Ýri. 15) Ask. 17) Ár. ■ íslendingar unnu Svía 15-5 í 9. umferð Evrópumótsins í bridge og bundu með því enda á sigurgöngu Sví- anna sem höfðu unnið 3 undanfama leiki 20-0. Sænska liðið nú er skipað nýjum mönnum að mestu, aðeins Göthe er eftir af Evrópumeisturunum frá 1977 en hann spilar nú við Gullberg sem spilaði hér á Norðurlandamótinu 1978. Síðan eru Berglund og Sjöberg í liðinu en þeir þóttu standa sig mjög vel á Norðurlanda- mótinu í fyrra og 3ja parið er nýtt: Axelson og Lindström. Skemmtilegasta spilið í leiknum við Svía var þetta: Norður S. 104 H. AG93 T. K984 L.KD5 Vestur Austur S.97 S. A8652 H.D54 H. 62 T.732 T. G1065 L. G10873 Suður S. KDG3 H. K1087 T. AD L.A94 L.62 Við annað borðið sátu Jón og Sævar NS og Gullberg og Göthe AV. Vestur Norður Austur Suður 1T pass 2Gr pass 3T pass 3H pass 4H pass 4S pass 6H pass pass Jón og Sævar spila Precision og tígulopn- unin gat verið með einspil. 2 grönd var sterk sögn og afgangurinn var eðlilegur. Vestur spilaði út laufagosa sem Sævar tók heima á ás. Hann tók síðan hjarta- kóng og spilaði hjartatíu og hleypti henni. Það gekk og Sævar skrifaði 980 í sinn dálk. Við hitt borðið sátu Jón og Símon AV og Lindström og Axelson í NS. Þar gengu sagnir svipað nema nú varð loka- samningurinn 6 grönd í suður sem er í sjálfu sér ekki lakari en 6 hjörtu. Símon spilaði út spaðaníu og tían í borði átti fyrsta slag þegar Jón gaf með ásinn. Axelson spilaði meiri spaða á kóng þegar Jón gaf aftur og síðan kom spaðadrottning. Símon henti laufi, blindur hjarta og enn gaf Jón. Axelson hefur greinilega farið úr sambandi við þetta því hann athugaði ekki að samn- ingurinn var nú öruggur: aðeins þurfti að spila hjarta á ás og svína síðan yfir á vestur. (ath). Axelson lagði því af stað í skógarferð. Hann tók AD í tígli, spilaði laufi á kónginn og tók tígulkóng. Jón henti gosanum í og þá tók Axelson laufa- drottningu og spilaði laufi á ásinn. Jón henti nú spaða og þá var Axelson viss um að Jón hefði byrjað með 3 tígla og hjartadrottninguna þriðju. Hann spil- aði þvf spaðagosanum með það fyrir augum að endaspila Jón. En Jón tók spaðaásinn og tígultíuna, 50 til íslands og 14 impar. Dreki Svalur Kubbur Með morgunkaffinu - Ég vard að viöurkenna að þú hefðir gert heimavinnuna fyrir mig. Kennarinn hélt að ég væri vangcfmn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.