Tíminn - 07.08.1983, Qupperneq 10
10
SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983
■ „Ætli fólk þurfi ekki,
að vera smá kiikkað til að
standa í þessu,“ segir Þóra
Stefánsdóttir brosandi
þegar hún leiðir blaða-
menn Helgar-Tímans um
hús sitt og sýnir heimilis-
dýrin, tvær tíkur, einn
högna og það sem mest
kemur á óvart: apakött.
Ekki eru þó öll kurl komin
til grafar því tvö önnur dýr
eru í pössun á heimilinu,
karlkyns apaköttur af sama
stofni og hinn fyrri og svart
ur kjölturakki.
Það var vitncskja um apaköttinn sem
er tveggja ára gamall og heitir Mikkí sem
leiddi okkur á fund Þóru Stetánsdóttur.
Apakettir cru sannarlega ekki algengir
á íslenskum heimilum.
Mikkí reynist vcra hin mesta frið-
semdarskepna, og unir hag sínum vel í
sálufélagi við mannfólkið og hin húsdýr-
in á heimilinu. Gesturinn, karlkynsapa-
köttur, vekur þó mestan áhuga hennar
þessar stundirnar, enda býr hann hjá
henni í vinalegu trébúri í anddyri
hússins. Hvcr veit nema einhver merki-
leg uppskera verði af þeirri sambúð.
„Ég eignaðist Mikkí fyrir rúmu ári,“
segir Þóra. „Hún hefur vcrið hér á landi
í um það bil tvö ár og í eigu nokkurra
aðila. Allir nenia ég hafa gefist upp á
henni því hún þarf ntikla ummönnun og
hirðu. Upphatlcga fékk ég hana í pössun
en okkur leist svo vel á hana að við
fengum því framgengt að hún varð hér
áfram."
Á hvaða fæði lifir Mikkí? spurðum
við.
„Ég gef henni ávcxti og grænmeti,
hrísgrjón, jógúrt, cgg og ýmsa grauta,
en hún fúlsar hins vegar við íslcnskum
fiski og kjöti. Annars er hún ekki
matfrek og mér finnst ekki dýrt að hafa
hana í heimili hér. Sama gildir um
tíkurnar tvær og högnann."
Mikkí býr scm fyrr segir í trébúri í
anddyri hússins, sem er notalegt einbýli.
Hún fær þó oft að leika lausum hala um
húsið, en út fer hún ekki nenta þar sé
óvenjulegur hiti og þá í beisli. Mikkí
semur vel við Þóru, sex ára dóttur
hennar ogsextán ára son. Hún hefur t.d.
fengið að sofa hjá syninum, og engin
umgengisvandamál hafa þá komið upp.
Dóttirin Helena var heima þegar við
litum inn, og hún sagði að það væri
æðislega gaman að eiga öll þcssi dýr.
Krakkarnir í kring líta hana svolitlum
öfundaraugum, og fá stundum að koma
í heintsókn og lcika við dýrin.
Helcna á dúkkurúm og því hefur
Mikkí fengið að sofa í þegar sá gállinn
er henni. „Einu sinni sofnaði hún í
fanginu á tíkinni Heru í rúminu.en Hera
hefur tekið alveg sérstöku ástfóstri við
Mikkí," segir Þóra.
Hvér skyldi vera ástæðan fyrir þessu
dálæti?
„Ég hcld að skýringin sé sú að Hera,
sem cr þriggja ára, gaut hvolpum um
sama leyti og Mikkí flutti hingað inn.
Kannski heldur hún að Mikkí sé hennar
eigið afkvæmi. Hún má helst ckki líta af
henni, og dóttir hennar, Blíða, sem er á
heimilinu, verður jafnvel stundum að
mæta afgangi þegar eftirlit með Mikkí er
annars vegar," segir Þóra.
Þóra segist sjá þess merki að Mikkí sé
orðin svolítið þreytt á allri þessari um-
hyggju og frcistist nú orðið til að klípa í
eyrun og lappirnar á Heru. Okkur
sýndist Hera vera svolítið afbrýðisöm í
garð apakattarins sem í heimsókn er, og
í eitt skipti þegar hann var að káfa á
Mikkí vældi hún svolítið.
„Ég held að krakkar hafi mjög gott af
því að alast upp með dýrunt," segir
Þóra. „Þau læra að skilja ýmislegt um
gang lífsins og það kennir þeim líka
tillitssemi."
Þóra Stefánsdóttir sagði að það væri
talsvert fyrirtæki að sjá um dýrin en
kvaðst sjálf hafa unun af því. „Það þarf
að sýna dýrunum umhyggju og ástúð, en
þau endurgjalda hana líka ríkulega."
- GM
■ Helena með tíkurnar tvær, Heru og Blíðu. Að baki er trébúrið sem Mikkí apaköttur býr í.
■ Hera horfir aðdáunaraugum á Mikkí í stofunni heima hjá Þóru Stefánsdóttur.
■ Þora með Mikki
á öxlinni.
Apakötturinn Mikki var svolitið feiminn við blaðamenn Helgar-Tímans.
Timamynd Róbert
Apakett-
ir á ís-
lensku
heimili