Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 14
 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 sjálfu sér nægt um landbúnaðarvörur. Við leggjum einnig áherslu á það að landbúnaðurinn og skógarhöggið er fors- enda þess að mörg svæði í Svíþjóð haldist í byggð. Sameining Mið- ttokksins og Þjóðarflokksins Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn eru um margt líkir flokkar og a.m.k. tvisvar hefur verið um það rætt í fullri alvöru að sameina þessa flokka. Hvað stóð í veginum? - Það er rétt sem þú segir að urn þetta var rætt í byrjun og um miðbik sjöunda áratugsins. Það voru fyrst og fremst æskulýðssamtök þessara flokka sem höfðu frumkvæði um þetta mál. Á þessum tíma höfðu flokkarnir með sér samstarf á þingi. Haustið 1973 áttu sér stað viðræður um ákveðnar tillögur í þá átt að sameina flokkana. Við sendum bréf til allra flokksdeilda til þess að athuga hvaða hljómgrunn sameining ætti meðal flokksmanna. Haustið 1974 efnd- um við til fundar í Uppsölum um málið og þar kom í ljós að meirihiutinn var andvígur sameiningu. Það voru einkum þeir eldri í flokknum og æskulýðssam- tökin sem voru andvíg því að flokkarnir væru sameinaðir. Síðan þá hafa ekki átt sér stað beinar viðræður um þetta mál. Hins vegar höfum við haft tækifæri til að vinna saman í ríkisstjórnum, t.d. í miðjustjórninni 1980-82. Það sýndi sig þá að þessir flokkar áttu mjög gott með að vinna saman. Eins og mál standa nú eru ekki aðstæður til að ræða möguleika á sameiningu. Ástæðan er sú að Þjóðar- flokkurinn á við innri vandamál að etja sem hann, að mínu mati, verður fyrst að leysa. Hvað er það sem í raun skilur á milli þessara flokka? - I raun byggist þetta á hefðum. Á sínum tíma var Þjóðarflokkurinn stofn- aður með sameiningu tveggja flokka. Annars vegar flokki fríhyggjufólks (Det frisinnade partiet) og hins vegar flokki frjálslyndra (Det liberala partiet). Mað- ur getur sagt að sá hluti Þjóðarflokksins sem er fríhyggjusinnaður stendur Mið- flokknum mjög nærri. Hins vegar er hægt að segja að frjálslyndi hlutinn er viss Þrándur í Götu. Hugmyndafræði þessa hluta Þjóðarflokksins á eitt’ og annað sameiginlegt með hugmyndafræði klassíska liberalismans. Frjálslyndi lega erfitt að fá stjórnarábyrgðina ein- mitt á þeim tíma sem þessir erfiðleikar gerðu vart við sig. Það varð til þess að við völdum að reka ríkissjóð með halla í von um að betri tímar væru á næsta leiti. En efnahagsbatinn lét á sér standa. Þrátt fyrir það lögðum við megináherslu á að halda fullri atvinnu í landinu. Það kostaði mikið fjármagn. Af því leiddi að seinna urðum við að vera mjög aðhalds- samir hvað varðaði ríkisútgjöldin. Það var nýtt í Svíþjóð. Fram að þeim tíma höfðu allar ríkisstjórnir frá stríðslokum stöðugt getað leyft sér að bæta hag meðborgaranna. Nú varð það hins vegar hlutskipti okkar sem í ríkisstjórn sátum að boða sparnað og hagsýni í fjármálum ríkisins. Þetta nýtti stjórnarandstaðan sér til liins ítrasta með að benda á og segja við kjósendur „þarna hafið þið það, á sama tíma þegar við stjórnuðum þá jukum við ríkisútgjöldin sent leiddi til aukinnar framleiöslu og bætti hag al- mennings o.s.frv., o.s.frv. og nú þegar við erum ekki í stjórnaraðstöðu þá bara eykst atvinnuleysið og framleiðslan minnkar". Þcgar ég lít til baka þá er ljóst, að þrátt fyrir að efnahagsástandið er nú betra í heiminum, t.d. samkvæmt skýrslum OECD, er atvinnuleysið hér í Svíþjóð mun meira en sömu mánuði á s.l. ári þegar við stjórnuðum. Núverandi ríkisstjórn hefur þar af leiðandi ekki tekist eins vel og þeim ríkisstjórnum sem ég leiddi að hindra atvinnuleysi. Annað málefni sem var mjög mikil- vægt fyrir Miðflokkinn við stjórnar- myndunina 1976 var að hindra frekari uppbyggingu kjarnorkuvera í Svíþjóð. í stjórnarsáttmálanum var kveðið á um það, að ef stjórnarflokkarnir yrðu ekki sammála um þetta mal yrði úr því skorið með þjóðaratkvæðagreiðslu. þegar á þetta ákvæði reyndi sprakk stjórnin vegna þess að hinir flokkarnir tveir (Hægfara sameiningar flokkurinn og Þjóðarflokkurinn - innsk. GK) vildu ekki þjóðaratkvæði. Hálfu ári eftir stjórnarslitin gerðist kjarnorkuslysið í Harrisbourg og þá urðu stjórnmála- flokkarnir á einni nóttu sammála um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Niðurstaða hennar varð að Svíþjóð, eftir því sem ég best vcit, er eina landið í hciminum sent hefur sam- þykkt að kjarnorkan er tímabundið fyrirbrigði og muni Ijúka hlutverki sínu í orkuframleiðslunni í síðasta lagi árið 2010. Ég álít að þessi ákvörðun sé mikilvægur stjórnmálasigur vegna þess að þegar við hagnýtum kjarnorku notum við í fyrsta lagi aflgjafa sem er langt í frá öruggt að við gctum hamið. í öðru lagi hefur enginn leyst vandamálið með VERKEFNI SAMSTARFS RÍÐA Haustið 1976 urðu kaflaskil í stjórnmálasögu Svíþjóð- ar. Eftir hörkuspennandi kosningavöku varð ljóst að Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og Hægfara samein- ingarflokkurinn höfðu sameiginlega hlotið fleiri þingsæti en sósíalistisku flokkarnir tveir, þ.e. Jafnaðarmenn og Vinstri flokkurinn kommúnistarnir (vpk). A grundvelli þessara úrslita hófust stjórnarmyndunar- viðræður milli þríflokkanna. Þeim lauk með myndun ríkisstjórnar, þeirrar fyrstu í nær hálfa öld sem var án þátttöku sænskra jafnaðarmanna. Þessi stjórn lifði í tvö ár, en þá klofnaði hún vegna ólíkrar stefnu stjórnarflokk- anna hvað varðaði hagnýtingu kjarnorku til raforkufram- leiðslu. Minnihlutastjórn Þjóðarflokksins settist á valda stóla með óbeinum stuðningi Jafnaðarmanna og stýrði Svíaríki fram á haust 1979. Þá var gengið til kosninga og þríflokkarnir hlutu sameiginlega eins þingsætis meiri- hluta umframþá sósíalistisku. Og aftur var mynduð meirihlutastjórn sem að þessu sinni lifði hálft kjörtímabil, þ.e. eitt og hálft ár. I þetta skiptið varð ágreiningur um stefnuna í skattamálum stjórninni að falli. Eftir fall meirihlutastjórnarinnar tók minnihlutastjórn Miðflokks- ins og Þjóðarflokksins við landsstjórninni. Sú stjórn sat við völd þar til sl. haust er minnihlutastjórn Jafnaðar- manna endurheimti völdin með stuðningi Vpk. Af þessu sést að s.l. 6 ár hafa verið umbrotatímar í sænskum stjórnmálum. Á þessu tímabili hafa setið 4 ríkisstjórnir og af þeim hafa 3 notið forystu manns sem óumdeilanlega hefur verið mest áberandi í sænskum stjórnmálum undanfarinn áratug. Þessi maður er Thor- björn Fálldin formaður Miðflokksins. Fyrir einskæra tilviljun hitti ég Fálldin í mars s.I. á fundi um stjórnmálaviðhorfið sem æskulýðssamtök Mið- flokksins í Uppsölum efndu til. Eftir stutt spjall um íslensk stjórnmál varð að samkomulagi að ég fengi að eiga við hann viðtal með vorinu. Þar sem Thorbjörn Fálldin er bóndi eins og margir lesenda Tímans lagði ég áherslu á að hitta hann á býli hans, þar sem hann dvelst þegar sænska þingið er í sumarleyfí. Meðal annars af þeirri ástæðu dróst fram í miðjan júlí að af viðtalinu gætið orðið. En betra seint en aldrei. Það var byrjað að þykkna upp og kólna eftir heila viku af sólskini og met hitastigi á fleiri stöðum hér í Svíþjóð, þegar ég ásamt fjölskyldu minni kom í Vestur-Norðlandslén, þar sem Thor- björn Fálldin býr. Klukkan var farin að klæddur grænum æfingabúningi. Við skiptumst á kveðjum og síðan stakk hann upp á því að við röbbuðum saman úti í garði. Þegar búið var að róa dóttur mína cftir vingjarnlegt flaður Lukasar hunds Fálldins var hægt að hefja spjallið. NORRÆNS FJÖLMÖRG nálgast ískyggilega mikið umtalaðan tíma fyrir viðtalið og enn átti eftir að finna Ás, bæ Thorbjörns og Solveg Fálldin, sem liggur í gullfallegum dal upp af smáþorpinu Ramvik. BíUinn þaut eftir malarvegi af íslensku gerðinni framhjá hverjum ómerkta sveitabænum. á fætur öðrum. Nú voru góð ráð dýr og ekki um annað að ræða en spyrja til vegar. „Bærinn stendur uppi á háum hóli á bak við skógarþykknið þarna", sagði granni forsætisráðherrans fyrrverandi og benti í austurátt. „Þú ekur yfir stein- brúna og ferð síðan eftir fyrsta vegi á hægri hönd“. Ef það hefði ekki verið fyrir skóginn og rauðmáluðu timburhúsin sem ein- kenna öll sveitabýli í Svíþjóð hefði maður hæglega getað ímyndað sér að maður væri á leið að íslenskum sveitabæ í Fljótshlíðinni. Holurnar og grasið á miðju traðanna upp að bænum voru svo sannarlega á sínum stað. Það fyrsta sem mætti gestsauganu þegar ekið var í hlað var látleysi og smekkvísi. Þarna var ekki stórbokka- skap fyrir að fara. Ég sté út úr bílnum og bankaði upp á. Solveig Fálldin kom til dyra. Ég kynnti mig. „Thorbjörn, íslenski blaðamaðurinn er kominn“, kallaði hún inn í bæinn. Eftir andartak kom Thorbjörn Fálldin fram í dyrnar Fjárbúskapur og kartötturæktun Fyrst bað ég Thorbjörn Fálldin að segja frá búi og búsmala. Hann tróð í pípuna, kveikti í og hallaði sér aftur í bekkinn. - Jörðina keyptum við árið 1956. Hún hefur því hvorki verið í eigu fjölskyldu minnar né Sólveigar. Jörðina átti bóndi sem neyddist til að hætta vegna þess að kona hans fékk iiðagigt. Þegar við flutt- umst hingað var hlaðan að falli komin og fyrri eigandi hafði ekki stundað mjólk- urframleiðslu í fleiri ár. Fjárhagslega var það útilokað fyrir okkur að byggja nýja hlöðu 1956. Þess vegna ákváðum við að rækta kartöflur á þeim hluta jarðarinnar þar sem það var mögulegt. Auk þess festum við kaup á fé og hófum fjárbú- skap. Þetta var mjög óvenjulegt í Sví- þjóð á þessum tíma. Fjárbúskapur hafði verið svolítið stundaður á stríðsárunum einkum vegna ullarinnar. Á þennan hátt byrjuðum við. Hugmyndin var að ég legði mesta áherslu á að vinna í skógin- um. Árið 1966 festum við kaup á skák sem lá að jörðinni. í dag er hún því samtals 19 hektarar akurlendis og 250 hektarar skógur. Einu og hálfu ári eftir að við keyptum jörðina var ég kosinn á segir Thorbjörn Fálldin böndi og þingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar í viðtali við Gylfa Kristinsson fréttaritara Tímans í Svíþjóð þing. Ég varð því að hætta vinnu í skóginum til að geta sinnt þingstörfum. En við héldum áfram kartöfluræktuninni þangað til ég varð formaður Miðflokks- ins árið 1971. Eftir það varð ég að hætta kartöfluræktuninni vegna tímaskorts. Elsti sonur minn hefur fulla atvinnu af búskapnum og býr með fjölskyldu sinni í húsinu gengt okkar. Yngri sonurinn sem nú gegnir herþjónustu hjálpar einn- ig til við bústörfin í leyfum frá skólanum. í dag byggist búskapurinn aðallega á skóginum. Við höfum byggt nýtt fjárhús og höfum þar nokkrar kindur. Árlega kaupum við nokkra kálfa til eldis. Auk þess stundum við fóðurræktun, mest hey og svolítið af höfrum. Hvar bjóstu áður en þú fluttist að Ás? - Foreldrar mínir bjuggu á jörð sem er 3-4 km handan við fjallið hér á mótj. Þá jörð hefur bróðir minn nú keypt. Á þessari jörð aðstoðaði ég föður minn við búskapinn. Þegar ég varð eldri keypti ég dráttarvél ásamt vini mínum á næsta bæ. Þessi dráttarvél gerði okkur kleift að opna litla þjónustumiðstöð við bændur. Við plægðum, herfuðum og slógum tún. Einnig fengum við okkur útbúnað sem gerði okkur mögulegt að nota dráttarvél- ina að vetri til við skógarhöggið. Kosinn í sveitar- stjórn 21 árs Nú barst talið frá búskapnum að stjórnmálunum. Ég spurði Thorbjörn Fálldin að því hvenær hann hefði hafið afskipti af stjórnmálum. - Þegar ég var 14 ára gekk ég í Svenska landsbygdens ungdomsförbund eins og það hét á þeim tíma. Þessi samtök voru æskulýðssamtök Böndeför- bundet (Böndeförfundet skipti um nafn 1956 og tók upp nafnið Centerpartiet eða Miðflokkurinn. Innsk. GK). Þetta var árið 1940. Sntám saman jókst stjórn- málaáhuginn og árið 1950 varð ég for- maður kjördæmissambands æskulýðs- samtakanna. Ég var formaður þess í fimm ár eða þangað til við Sólveig keyptum jörðina 1956. Árið 1950 var ég kosinn í sveitastjórnina, en það varsama árið og ég fékk kosningarétt. Það gekk þannig til að nokkrir félagar mínir fóru til föður míns án minnar vitundar og sögðu við hann að nú ætti strákurinn að taka sæti hans í sveitastjórninni. Þannig gekk það til. Síðan var ég kosinn á þing 1958. Miðflokkurinn flokkur þeirra sem minna mega sín Næst bað ég Fálldin að gera grein fyrir því, hvers konar flokkur Miðflokkurinn væri og hverjir væru kjósendur hans. - Miðflokkurinn er ekki sósíalistiskur stjórnmálaflokkur. Við stöndum vörð um markaðskerfið, en ekki það mark- aðskerfi þar sem lög frumskógarins ráða. Við leggjum áherslu á að markaðskerf- inu verði að setja ákveðin takmörk sem byggja á félagslegum viðhorfum. Ýmsir lagabálkar sem hafa verið settir um skyldur vinnuveitenda gagnvart laun- þegum eiga rót sína að rekja til þessara sjónarmiða, t.d. vinnulögin. En Mið- flokkurinn álítur einnig að tillitsémi við umhverfið setji markaðskerfinu takmörk. Við megum ekki láta skamm- tíma sjónarmið ráða ferðinni i sambandi við iðnframleiðslu, ef slíkt leiðir til skaða á umhverfi okkar. Á þessu sviði hefur löggjafarvaldið smám saman verið að setja mikilvæg lög. Sem dæmi má benda á lög um hollustuhætti á vinnu- stöðum og umhverfisverndarlögin. Þessu tengt eru hugmyndir um breytt lífsgæðamat. Við megum ekki láta stjórnast af gróðaftkn ef slíkt er gert á kostnað komandi kynslóðar. Hvað varðar kjósendur Miðflokksins er hægt að segja að hann er flokkur þess fólks í þjóðfélaginu sem minna má sín. Þess vegna leggjum við áherslu á að standa vörð um hag þess fólks sem verst er statt. Okkar skoðun er sú að forsenda þess að eitt þjóðfélag starfi snurðulaust er að þegnarnir hafi áhrif á ákvarðanir sem varða líf þeirra og starf. í því skyni að þessi áhrif verði sem mest höfum við lagt áherslu á valddreifingu í þjóðfélag- inu. í því felst að ákvarðanatakan á að fara fram eins nálægt þegnunum og kostur er. Ef þessi leið er farin aukast möguleikar einstaklingsins til að hafa áhrif á þjóðfélagsþróunina. Þetta með valddreifinguna er mjög mikilvægt atriði í stjórnmálastefnu okkar. Valddreifingu hvað varðar áhrif á ákvarðanatöku og einnig valddreifingu í öðrum skilningi. Það er að segja þeim að skapa atvinnu- tækifæri í þeim landshlutum sem standa illa að vígi. Ég held að þessi atriði lýsi best stefnu okkar flokks. Hver eru megin atriðin í stefnu Mið- flokksins í landbúnaðarmálum? - Eitt af því sem við leggjum mikla áherslu á er að hindra að þau landsvæði sem eru nýtileg til landbúnaðarfram- leiðslu séu notuð til annarra hluta, til dæmis sem byggingarlóðir. I öðru lagi viljum við að landbúnaðurinn byggi á fjölskyldubúskap. Ekki á stórbúskap. Stærð jarðanna á að ákvarðast af því hvað ein fjölskylda getur komist yfir að nýta. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að stuðla að því að tengja saman skógar- högg og annan búskap. Hér í Norður- Svíþjóð er slík samtenging forsenda þess að búskapurinn beri sig. Hvað varðar landbúnaðinn og þjóðfélagið í heild þá leggjum við áherslu á að Svíþjóð sé hluturinn á mestu fylgi að fagna í stórborgunum. Hins vegar eru sterkustu. vígi fríhyggju hlutans í dreifbýlinu, t.d. í Vásterbotten og Bohusléni á vestur- ströndinni. Þátttakaí ríkisstjórnum Á tímabilinu 1976-1982 varst þú for- sætisráðherra í þremur ríkisstjórnum. Þegar þú lítur til baka hvaða vandamál voru erfiðust viðureignar? - Við tókum við stjórnartaumunum haustið 1976, einmitt þegar hin snöggu umskipi í efnahagslífi heimsins áttu sér stað í kjölfar olíuverðhækkana. Flestir gerðu ráð fyrir tímabundnum efnahags- örðugleikum. Viðskiptajöfnuður Sví- þjóðar við útlönd varð mjögóhagstæður. Sannleikurinn er sá að það var einstak- geymslu geislavirkra úrgangsefna. í þriðja lagi er samband á milli kjarnorku og kjarnorkuvopna. Viðurkenndir vís- indamenn á sviði kjarneðlisfræði líta á þetta tvennt sem samvaxna Síamství- bura. Verðbólgan kemur verst niður á þeim eignalausu Ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar hefur gert baráttuna gegn verðbólgu á Islandi eitt af mikilvægustu verkefnum sínum. Ríkisstjórnir þínar lögðu einnig mikla áherslu á þetta atriði. Hvers vegna? - Það hefur lengi furðað mig hversu vel íslenska þjóðfélagið hefur þolað ár eftir ár þá miklu verðbólgu sem þar hefur geisað. Hluti af skýringunni liggur í því að stór hluti landsmanna á eigið íbúðarhúsnæði. Hér í Svíþjóð er þessu á annan vegfarið. Hér leigja flestir íbúðar- húsnæðið. Og á því leikur enginn vafi að verðbólga kemur verst niður á þeim eignarlausu. Vegna þess að hún leiðir til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.