Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.08.1983, Blaðsíða 18
■ Hárgreiðsla og klipping ásamt fatatísku hefur verið mönnum mikð hjartans mál. Stundum hafa fjölmiðlar verið látnir gjalda þess, hve ákveðnar en skiftar skoðanir manna eru á þessu sviði. Mér varð hugsað út í þetta er ég var að reika um Hagagarðinn við Brunnsvíkina hér um daginn. Hár er túnga. En hvað er sagt á þeirri túngu? Hársmekkur valdsmanna. Hárgreiðslan sagði nokkuð til um stétt manna hér áður, meira en nú er. Bændur höfðu lítt hirt alskegg um tíma, aðallinn hafði pómöðu (hárolíu) ásamt vaxi í yfirskegginu svo það héldist í föstum skorðum, til að mynda í þeirri stellingu skeggsins, sem kennd er við Vilhjálm Þýskalandskeisara. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að sænskir karlmenn tóku að raka sig þegar á járnöld, og á 15. öld ■ Kóngstrjágarðurinn í Stokkhólmi séður sunnanfrá um aldamótin 1700. Upphallega var þetta kálgarður kóngsins. Skipulagi garðsins hefur margsinnis verið breytt. inn við Drottningarhólmshöll hér í bæ er gott dæmi um þetta. Andstæð skipulags- hugsýn var svokallað enskt garðskipu- lag, sem hefur áreiðanlega verið innblás- ið af kenningu Rousseaus, og gengur út á að náttúran sé fallegust . í villtu. hálfóræktuðu ástandi. Þessar tvær and- stæðu skipulagshugmyndir má kalla skipu lagshyggju og sjálfræktarhyggju. Bar- okkið og rókokóið einkennast frekar'af skipulagshyggju, en á rómantíska tíman- um óx trú manna á náttúruna og andúð á flestum þeim beislum sem á hana eru lögð. Gangvirkið í sveiflum tískunnar skýr- ist nokkuð út frá þessu. Þcgar einhvcrri tísku er hafnað er venjulega vísað til þess að hún sé orðin hemill á frelsið í hár- eða klæðaburði. Þá lítur svo út sem nýja tískan gefi langtum mcira svigrúm en sú gamla. En innan íhaldssamra stofnana (t.d. kirkjunnar) biður auðvitað enginn um svigrúm. Að sjálfsögðu er það frelsi sem nv tíska veitir að mestu leyti sjónhverfing. Engu að síður getur maður tjáð fylgi sitt við nýjar hugmyndir með því að klæðast skv. nýjum smekk, - og það þótt maður hafi engan skilning ÞANKABROT UM NULL- ÚTLIT, REYKFATNAÐ O.FL. ■ Uppdráttur af garðinum við Verslanahöll. tíðkaðist skegglcysi hér almcnnt. Næstu 200 ár þar á eftir var skegg aftur á móti algengt. Frá unt 1650 fram yfir 1800 voru karlmenn landsins svo yfirlcitt snoðaðir í framan. Á því tímabili hafa bitjárn verið orðin nokkuð góð til raksturs á þessum slóöum. En auk þess má segja að upphaf alþjóðlegrar fatatísku hafi einmitt verið á fyrri hluta 17. aldar; það datt sutnsé úr móð að hafa skegg. Um 1800 fór aö bera á svokölluöu skipstjóra- skeggi, sem er sams konar skegg og Bólu-Hjálmar hefur á teikningu Rík- harðs Jónssonar, aö mig minnir. Ekki veit ég nafnið á slíku skeggi á íslensku, - þaö gæti heitið kjálkatraf. Nokkru síðar fór þá að koma fram yfirskeggið, scm kcnnt er viö fyrrncfndan Vilhjálm, en það cr sítt skegg, snúið í endana og látið standa út í loftið með vaxi. Minnir slíkt skcgg á höfuðbúnað sebúuxa, og ég held að ég fari rétt meö að Salvador Dalí hafi svolciöis múndcringu á efrivörinni. Á rómantíska tímabilinu þóttu úfnir bartar fínir. Meðan öllu þessu fór fram í skeggtísk- unni varð önnur þróun á sviði höfuðhárs. Frá ómunatíð hafa konur snúið hár sitt og bundið þaö upp alla vcga, og kann ég því miður ekki að rckja þá margslúngnu sögu. Helsta heimild um þctta efni er myndlistin; en hún sýnir raunar aðallega hárburö heldrafólks. Hér í Svíþjóð, eins og víðast í álfunni, báru karlmenn allonskollu (állongeparruk) fram undir miðja 18. öld, en það eru parruk með síðu, mjög hrokknu hári. Á hvirílinum vor oft dálítill hraukuraf hári, venjulega tvískiftur. Menn muna kannski eftir myndunt af Árna Magnússyni. sem hafði svona hár, en annars var þaö Lúðvík 14. sem innleiddi þennan hárbúnað viö hirð sína. Einmitt þá hófst forysta Frakka um alþjóðlega tísku. Ný tækni hafði gert kleift að hafa parruk hrokkin og síð en þó þægilega létt, en áður höfðu hárkollur vegið allt að fjórum kílóum. Meðan karlar báru allonsparruk var tíska með konum að binda hárið upp með borðum, og hét það fontange. Uppruni þessarar greiðsluevrópukvennavarsá aðhjákona Lúðvíks 14. batt eitt sinn upp hárið sér til þæginda í veiðferð útí skógi, og mæltist kóngi þá á þessa leið: Þetta er nú bara nokkuð snoturt hjá þér krúttið mitt elskan. Og var þá ekki að spyrja að eftirleiknum. Ekki held ég að allir hafi haft ráð á að eltast við þessa tísku frekar en margar aðrar tískur, og trúlega hafa hárkollurn- ar kostað dágóðan skilding. Oft lét fólk sér duga að greiða sitt eigið höfuðhár skv. fyrirmælum parruktískunnar. Um 1750 voru menn hættir að hafa þennan höfuðbúnað, nema prestar, scm munu sumir hverjir hafa haft þetta nokkrum áratugum lengur. Tíska guðsmanna gengur, eins og kunnugt er, nokkuð sérkennilegar brautir á stundum. Núna munu íslcnskir prestar t.d. vera farnir að hallast að kaþólskum flibba í stað spænska kragans, sem var almenn tíska eitthvaöum 1600. Þetta örlagasporstétt- arinnar (afturábak) held ég að standi kannski í sambandi við að þcir séu eitthvað að gugna á Lúter. Kannski er kaþólismabylgjan frá fyrstu áratugum aldarinnar að skila sér loksins nú með þessum nýgamla kraga. Þcgar allonskollan vék, kom minni parruk (eða sncggra eigið hár), yfirleitt hvítt og með einum til tveimur láréttum lokkum við eyrað, en hársvörðurinn á enni kom skýrar fram (greitt upp). Hnakkahárið var bundið í pung, stund- um í fléttu. Ncfnist þetta crapaud eða froskagrciðsla. Þegar þetta haföi verið tíska í einhverja áratugi varð hárpískur- inn vinsæll. Hann var tagl í hnakkanum. fast bundið alveg niðurúr og stundum flétta. En cftirfrönsku byltinguna (1789) snardvínaði hárkolluburðurogtakmark- aðist fljótlega að mestu við leikhúsin og ensku dómarastéttina eins og nú er. Einna merkilegast í sambandi við þctta er annars áhugi yfirvalda á skeggi og grciðslu. Fyrir nokkur hundruð árum síðan voru bændur stundum klipptir gegn vilja sínum í kirkju af því að skcggiö mengaöi messuvínið, að því er fræðimaðurinn Magnús Platen segir. Á okkar dögum eru hermenn iðulega snoð- aðir og því borið viö að slíkt auðveldi þrifnað og útsýni. Sums staðar er þó látið duga að hermenn beri hárnet eins og starfsfólk í matvælaiðnaði. Eftirjúlí- byltinguna 1830var lengi litiðá yfirskegg sem tákn upprcisnarmanna, og brá þá aðallinn á það ráð að láta sér vaxa alskegg. Á millistríðsárunum á þessari öld var hins vegar titt að byltingarmenn hefðu alskegg (ætli aðalinn hafi ekki snoörakaö sig þá í staðinn). en ennþá frekar þötti byltingarandi í því að hafa nokkurra daga gamla skeggbrodda, sem vottaði um gífurlegt annríki. Á vissum tímabilum á 18.öld var hermönnum bannað að raka sig að viðlagðri refsingu, og er það annað dæini um afskifti stjórnvalda af klippingu. Á þeirri öld voru ítarleg skrifleg fyrirmæli í sænska hernum t.d. um gerð hárpísksins og vangalokksins, sem nefndur var boucle uppá frönsku. Hárpískurinn var hluti af einkcnnisbúningi sænskra hermanna, en hafði í upphafi 18. aldar verið tekinn upp í her Prússa. Ég býst við að Prússar hafi haft mikil áhrif á tísku hermanna, rétt eins og Róm hefur stýrt tísku kirkjufólks og París samkvæmisljóna. Sjónarhorn á tísku. Guðmundur heitinn Finnbogason hvatti nálægt 1930 til að ménn létu tísku sem vind um eyrun þjóta og klæddu sig í staðinn út frá hagkvæmnissjónarmið- um. Tískan væri ekki annað cn uppfinn- ing kaupmanna. Guðmundur lagði reyndar fleira til þessara mála. því hann mun vera höfundur greinar í tímaritinu Vaka um hárið, þar sem stutt kvenna- klipping er gagnrýnd en sítt hár, sem nefnist haddur í skáldskap, lofað. Yngri menn. t.d. Halldór Laxness, mæltu „drengjakollinum" bót og kváðu hann hluta af nýrri ímynd konunnar, hinnar frjálsu konu. Drengjakollurinn var vin- sæll um 1920 og líktist nokkuð því sem síðar hcfur verið kallað tjásuklipping. En um 1925 gengu evrópskar konur skrefi lcngra og fengu sér herraklipp- ingu, skiftu í vanganum og grciddu slétt til hliöar. Um 1930 skrifaði Guðmundur Kamban einnig ágæta grein um tískuna, þar sem hann bendir á að svokallaður þjóðbúningur íslendinga er ekki annað en algeng evróputíska frá byrjun 19. aldar. en þá hættu íslendingar að geta fylgst með evróputískunni sakir fátækt- ar. Þjóðbúningar yfirleitt eru auðvitað ekki annað en forn tíska, spariföt, sem unnin voru í höndunum áður en fatagerð varð svo vélvædd sem nú er. Þess vegna eiga þjóðdansafélög og prestastéttin það sammerkt að gegna hlutverki þjóðminja- safns með skrúða sínum. Eru þá þæginda- og hagkvæmnissjónarmið látin lönd og leið. Nú álít ég ekki að það sé forkastanleg íhaldssemi að klæðast fornum búning- um. Ég gct þvert á móti tekið undir það með íhaldsmanninum Guðmundi Finn- bogasyni að hlaupeftir sveiflum tískunn- ar verða hjá mörgu fólki helsti miklar fyrir' minn smckk. Og vitanlega var einnig rétt hjá honum að verksmiðjueig- endur blása að glæðum tískubreytinga. í rauninni á það ekki að koma mati manns á búningi við hvort hann sé nýr eða gamall, enda er aldur ekki gildisbundinn eiginlciki í svo víðum skilningi. En ég held að Guðmund liafi innst inni langað til að samtímamenn hans færu aftur að ganga á sauðskinnsskóm, hvað svo sem leið orðum hans um forgang hagkvæmnis- sjónarmiða, og hef ég annað álit og minna á fornum fatnaði íslenskum en Guðmundur. Um 1600 var garðaskipulag með flat- armálsfræðilegu yfirbragði. Til er mynd, gcrð eftir teikningu Eriks Dahlsberg, frá 17. öld af Konungstrjágarðinum hér í Stokkhólmi. og er þar allt svo þaul- skipulagt og vel skorðað að minnir á völundarhús. Þessi skipulagshugmynd gekk aftur víða um lönd í hallargörðum sem hafa Versali að fyrirmynd. Garöur- á hvað felst í hugmyndum nýja tímans að öðru leyti. Ég held aö flestar nýjar stefnur í list og tísku þykist vera í betra samræmi við náttúruna en eldri stefnur, eða telji sig í það minnsta „eðlilegri" en þær. Eitt atriði skal nefnt í viðbót í þessu sambandi, og það eru tengsl fegurðar og ástar við tískuna. Á öllum öldum hafa þeir verið til sem hirða mcir um útlit sitt en meðaltalsfólkið gerir. Ýmsar orsakir geta legið til slíks hátternis. Stundum eru spjátrungar að gera sig til fyrir væntanlegan elskhuga, stundum er verið að hilma yfir einhver lýti, stundum leggur fólk mikið upp úr útliti sínu af einhvers konar listrænum ástæðum, af því að það hefur næmt auga fyrir hinu myndræna. Enn fremur er alltaf dálítill vottur af sýningarþörf í sál spjátrungsins. Flestir held ég að gangi út frá að ástfanginn maður hugsi nteira um útiit sitt heldur en sá scm hefur gefist upp á að veiða förunauta í ástinni. Hins vegar leiðir aukin umhugsun um útlit ekki alltaf til að menn hallist á sveif með parísartískunni, að sjálfsögðu. Núllútlitið er ekki til. Sumir reyna eins og þeir geta að klæða sig hlutlaust, hugsa ekki um klæðnað sinn og hverfa inn í meðaltalið. En í þvílíku hlutleysi felst engu að síður afstaða. Sá sem kýs ódýr „sígild" klæði er kannski að gefa til kynna að hann sé á móti ríkjandi tísku og öðrurn ríkjandi hugmyndum, kannski er hann á móti neysluæði fatakaupenda, kannski er fataval hans vottur um myndblindu, þ.e.a.s. tornæmi gagnvart myndrænum boðskap, kannski aðhyllist hann sjálfsræktarhyggjuna o.s.frv. í þessum skiíningi eru engin föt og enginn hárburður hlutlaus. * A götunum Saga nútímaskeggs.hefst að mínu áliti þegar frægasta hormotta sögunnar, yfir- skegg Hitlers, hverfur af sjónarsviðinu í berlínskri kjallaraholu vordag nokkurn árið 1945. Platen sá, sem hefur verið að skrifa sögu skeggsins í Svíþjóð, segist hafa sé kjarnorkuandstæðingaskegg. Ég veit nú ekki fyllilega hvaða hýjungur er þar á ferðinni. en ég held ég sé betur með á nótunum þegar hann ræðir um jafnaðarmannaskegg, grænbylgjuskegg, karlmennskuskegg og skógarskegg. Það sem kemur annars fyrst upp í hugann í sambandi við hárburð nútímamanna er bítlahárið, sem góðborgurum sárnaði ákaflega fyrir svo 15-20 árum, og svo hárlist pönkara, en sú list verður skoðuð út um flesta glugga í miðbænum. Pönk- ararnir hafa mcð aðstoð kemískrar tækni unnið rnikla sigra á sviði hárburðar, og þeir hafa náð endastöð þeirrar leiðar sem túberingin og hárlakkið markaði. Held ég að gamlir hippar geti ekki annað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.