Tíminn - 07.08.1983, Síða 26

Tíminn - 07.08.1983, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 ■ Jóscfína t'ellur meðvitundarlaus í arma elskhuga síns þann 30. novembcr i809, þegar Napuieon segisi viija skilja við hana. (Samtíma koparstunga). „GERÐU ÞER VÆNGI OG KOMDU, KOMDU....” -skrifaði ungi hershöfðinginn til konu sinnar, meðan hann var á leið í bardagaá Ítalíu ■ Napóleon situr í vagninum sínum, hallar sér aftur á bak og brosir. Svo þýtur penninn yfir blaðið sem hvflir á knjám bans. Hann sendir „þúsund kossa“ til sinnar „dolce amour.“ Hann biður hina „yndislegu vinu“ sína að fara vel með hinn dásamlega líkama sinn. Hann andvarpar og þjáist af ástarkvöl í fögrum orðavendingum, brýtur bréfin saman og innsiglar þau og réttir þau loks út um vagngluggann. Þar taka sendiboðar við þeim, snúa hestinum hið snarasta við og flengríða til Rue Chanter- eine þar sem hin nýgifta Jósefína situr og bíður, þessi stúlka af borgarstigum, áður Beauharnais, - nú orðin frú Bonaparte. Þannig lýsir Abel Ganche í ódauðlegri kvikmynd sinni „Napóleon," sem gerð var árið 1927 á dögum þöglu myndanna, hinum ástsjúka keisara. Þetta atriði er kátbroslegt og all yfir- drifið, en aðstæðurnar voru það ekki. Þann 9. mars árið 1796 kvæntist Napó- leon ekkju Beauharnais hershöfðingja og tveimur dögum síðar varð hann að yfirgefa hana. Hann stjo'rnaði þá frönsku hersveitunum á Ítalíu og vildi freista þess að láta hina hröktu og illa á sig komnu menn sína ná yfirtökunum að nýju. I augum Napóleons, sem um þetta leyti var 26 ára gamall, var hin 32ja ára gamla Jósefína hin reynda og aðlaðandi heimskona, sem kunni á ölium lysti- semdum skil, - en á því sviði var hann óreyndur. Hann tilbiður hana. Hann líkir henni við gyðju. En þcssi tilbeiðsla verður að eiga sér stað brétlciöis, því eftir brúðkaupið hélt Napóleon í herför um Evrópu. Astarbréf hans til Jósefínu voru gefin út árið 1833 af dóttur hennar Hortense, en auðvitað stytt. Efnið einskorðaðist við sögur af hernaði og sverðaglamm. Keisari mátti ekki stíga ofan af tróni virðuleikans. Einkum mátti keisarinn ekki brjóta góða siðu með því að gerast innilegur og mjög persónulegur. Jean Tulard, forseti „Napóleons- stofnunarinnar" í París hefur nú gefið út öll 269 ástarbréf Napóleons til Jósefínu, - óstytt. „Hér er nýjum þætti bætt inn í sögu Napóleons," segirTulard í formála. Ekki var þó þörf á að bæta við þá sögu. Napóleon, þessi mikli herstjóri, batt að sönnu enda á byltingarástandið, það sem kom í staðinn var hernaðareinræði. Hann vann Róm ogToscana, og Austur- íki og gleypti Prússland og Rússland. hernam Pólland, Portúgal og Spán, ásamt Hollandi og Norð-vestur Þýska- landi. Hann flutti dauða og torrtímingu yfir allt meginlandið. Þegar hann er í herförinni til Ítalíu hefjast ástarbréfaskrifin. „Með hverju augnabliki sem líður færist ég fjær þér, dásamlega vinkona, og hvert augna-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.