Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.08.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 Mmum fréttir Heimsþing Alkirkjuráðsins: 7T KIRKJUDEILDUM HEFUR FJÖLGAÐ UM HELMING' ¦ „Málefni 6. heimsþings Alkirkju- ráðsins var að mestu helgað vandamál- um fjórða heimsins og þeirra þjóðflokka sem orðið hafa að láta lönd sín til valdameiri þjóða og lifa því sem næst á bónbjörgum í heimalandi sínu", sagði Herra Pétur Sigurgeirsson biskup á blaðamannafuridi í gær, en hann er nýkominn frá Vancouver í Kanada þar sem Heimsþingið var nú haldið. „Það var frekar dapurlegt að heyra lýsingar fulltrúanna frá fjórða heiminum þegar þeir lýstu þeim óhugnanlegu mannréttindabrotum og óréttlæti því sem þjóðflokkar þessir búa við. Menn gerðu þarna grein fyrir lífsaðstæðum þeim sem þarna eru, og hversu miklar andstæður ríkja milli jarðarbúa yfirleitt. það var því ekki óeðlilegt að fulltrúar fjórða heims landanna legðu mikið upp úr nauðsyn nýrrar fjárhagsskipunar í heiminum og að tekin yrði upp meiri jöfnuður hvað lífsgæði varðar. Þá kom einnig fram sú skoðun, að þrátt fyrir áherslu Vesturlandabúa á friðarbaráttu, þá megi það ekki draga úr baráttu segir Herra Pétur Sigur- geirsson biskup manna í þriðja og fjórða heiminum fyrir betri lífskjörum og meira réttlæti. Skýrsla hefur nú verið send öllum aðildarkirkjum Alkirkjuráðsins, og má segja að þar komi fram hálfrar aldar guðfræðileg vinna að einingarstarfi hvað snertir skírnina, kvöldmáltíðina og embættin í kirkjunni. Að því er fram kom í máli forustu- manna Alkirkjuráðsins þá er þetta eitt stærsta skref í átt til einingar og því geta nú flestar kirkjudeildir heimsins átt sam- eiginlega kvöldmáltíð, en það var ekki hægt þegar Alkirkjuráðið var stofnað fyrir 35 árum. Alkirkjuráðinu er því mikill ávinningur í því að kirkjudeildum innan þess hefur fjölgað um helming frá því það var stofnað og eru nú lang stærstukirkjusamtökíheiminum",sagði Herra Pétur Sigurgeirsson biskup að lokum. - ÞB ¦ Þau voru fulltrúar íslands á heims- þingi Alkirkjuráðsins í Kanada: F.v. Hermann Þorsteinsson, Dalla Þórðar- dóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú, Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar. 10 ára afmæli L.A. sem atvinnuleikhúss: MY FAIR LADY VERÐ- UR FYRSIA VERK- EFNIÐ Heimsþing Alkirkjuráðsins: „Milljónum tnannslífa f órnað vegna örbirgðar", — sögðu fulltrúar þriðja og fjórða heimsríkjanna "**-• ::vfvi ..';.>. ¦ Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á fyrsta verkefni komandi vetrar, My fair lady, eftir þá Lerner og Loewe, en þeir sömdu þennan vinsæla söngleik eftir leikriti Bernard Shaw, Pigmalion. Leikritið var sýnt í Þjóð- leikhúsinu 1962. Kvikmynd eftir söng- leiknum var gerð 1964. Þórhildur Þor- leifsdóttir verður leikstjóri, en aðalhlut- verk verða í höndum Ragnheiðar Stein- dórsdóttur, Arnars Jónssonar, Marinós Þorsteinssonar og Gests E. Jónassonar. Jón Þórisson gerir leikmynd, Una Coll- ins búninga og Viðar Garðarsson sér um lýsingu. Frumsýning er áætluð 14. októ- ber. Ragnheiður Steindórsdóttir verður einnig í stóru hlutverki í öðru verkefni L.A. þ.e. Steinunni í Galdra Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri þeirrar sýningar verður Haukur Gunnarsson, en Hjalti Rögnvaldsson fermeð hlutverk Lofts. Hjalti er fluttur til Akureyrar og er fastráðinn hjá L.A. í vetur. Með hlutverk Dísu fer Ragnheiður Tryggva- dóttir. ÞriðjaverkefniL.A.verðurSúkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadótt- ur, cn það var sýnt í Þjóðleikhúsinu s.l. vetur við mikla aðsókn og verður tekið þar upp aftur í haust. Haukur Gunnars- son mun einnig leikstýra því verki og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerir leikmynd. Lokaverkefnið verður svo að öllum líkindum Kardimommubærinn eftir Torbjörn Egner. Leikfélag Akureyrar hefur starfað óslitið síðan 1917, en leikárið í vetur verður 10. leikár þess sem atvinnuleik- húss. -JGK ¦ „1< ulltriiai þríðja og Ijiírða heims- ríkjanna vöru etndregið þetrrar skoðnnar að taka þyrfti «pp aýja Ijárhagsskipan i heiminum ef ekki ætti allt að fara í bál og brand. Þeir benfu réttiiega á það að á síðustu árum hefði liiiiiilriiðuiii inillji'nia nianiislifa verið fórnað vegna örbirgðar einnar, Þess vegna vasri liiu svnkalliiða friðarum- ræða sem mjög væri bláan út hér á vesturlöndum nokkiið fjarri þi'iin á þessu stigí. Fyrst þyrfti að miðaí átt til réttliL'lis í þesstiin licinislilliliiiii, því án rílllælis væri tómt mái að tala um frið," sagði Beruliurður G uðinundssoii fréttafulltrúi þjóðkirkjiiuiiar á lilaða- inaiinafiiiidi í gær í tilel'ni þess að iokið er í Vancouver i Kanada Heimsþingí Alkirkjuráðsins. „Megininntak ráðstefnunnar má segja að hafi verið uppgjör frá fyrra heimsþingi sem haldið var í Nairobt í Kenya árið 1975. Þing þessi eru haldin á 7 ára fresti og er þá reynt að kryfja þau mál til mergjar sem heitast brenna hverju sinní. Efst á baugi nii voru hinar ólfku lífsaðstæður sem rfkjandi eru í „norðri" og „suðri", og „atistri" og „vestri". Það var áberandi í máiöutningi manna frá „suðrinu", að þeir töluðu meira um réttiæti, enda væri réttlætið fyrsta skref í friðarátt. Einn fulltrú- anna gekk meira að segja svo langt að segja að stríð væri betra en friður án réttlætis, þannig að við hér a vestur- iöndum sjáum hversu mikið þessir menn ieggja upp úr því að meira réttlæti náist. Fulltrúar „norðursins" töiuðu meira í anda friðarhreyfinganna sem við könnumst við af þeirri umræðu sem hér hefur átt sér stað að undan- förnu. Verkefni Heimsfriðarþingsins fólst þess vegna að mikJu leyti í því að samræma þessi sjónarmið. Sá útbreiddi misskilningur hefur töluvert rutt sér tíl rúms í ýmsum fjölmiðlum að. undanfornu, að Al- kirkjuráðið sé vinstri sinnað vegna þess að það taki ekki nógu einarða afstöðu til sovéskra stjórnvalda og Austur-Evrópuríkja, sem haldi þumal- skrúfu að kirkjum sírtum og kir^.ju- tieildum. Það er vitað mál að ef til þess hefði komið að samþykktar yrðu vítur á Sovétmenn, hefði það getað haft alvarlegar afieiðingar í för með sér. Einn fulltrúanna orðaði það þannig að i „það væri vitað mál að samþykktir í þá áttina myndu öruggiega hamla veruv lega starfi þcssara kirkjudeilda og jafnvel skerða frelsi þeirra til þátttöku í alþjóðiegu kirkjustarfí, sem er líflfna okkar1'. Við sjáum þvf hve mikið er í húfi og ég bið menn að líta á þetta þegar ályktun Alkirkjuráðsins um al- þjóðleg mál er skoðuð. Að síðustu vil ég svo geta þess að eitt af megin verkefnum þingsins var að ná víðtækri samstöðu um lifandi starf í kirkjunni. Var í því sambandi ánægjulegt að sjá hve hiutur kvenna er orðinn mikili á þinginu, en sérstök deild hefúr unnið að eflingu kvenna til stjórnunar og boðunar kirkjunnar. Einnig var áberandi hversu fatlaðir létu að sér kveða enda er það í anda kirkjunnar að allir megi njóta sín í' kirkjulegu starfi hvað semJitarhætti, kyni eða stétt áhrærir," sagði Bern- harður Guðmundsson að lokura. -ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.