Tíminn - 03.05.1983, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983.
3
fréttir
ISAL VISAR SKATTADEIUIM
TIL ALÞJÚDLEGS GERÐARDÓMS
■ „Það er hægt, samkvæmt samningi að setja málið í annan farveg,“ sagði Hjörleifur Guttormsson,
iðnaðarráðherra í samtali við Tímann í gærkveldi, þegar blaðamaður spurði hann hvort
iðnaðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið myndu ekki samþykkja að SID, alþjóðlegi gerðardómurinn
yrði valinn sem gerðardómur í deilu Alusuisse og íslensku ríkisstjórnarinnar varðandi skattheimtu af
ISAL fyrir árin 1976 til 1980, en ISAL og Alusuisse hafa nú tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að þau
hafi notfært sér rétt sinn tU þess að legga deilumálin í alþjóðlega gerð.
Hjörleifur sagði að báðir aðilar þyrftu
að samþykkja valið á gerðardómnum,
þannig að enn væri möguleiki, sam-
kvæmt 47. grein aðalsamnings, að ef
þessi stofnun ætti ekki við, varðandi
deilumálin, þá gæti ríkisstjórnin eða
Alusuisse leitað alþjóðlegrar gerðar,
með tilkynningu til þeirra aðila sem þar
greinir, þar sem gerð væri grein fyrir
máli því, er gerðar væri beiðst um.
„Slíka gerð framkvæmir þriggja manna
gerðardómur," sagði iðnaðarráðherra,
„og velur ríkisstjórn einn þeirra, Alus-
uisse annan og ríkisstjórnin og Alusuisse
sameiginlega hinn þriðja. Þannig að
þessi möguleiki er enn fyrir hendi.“
Hjörleifur sagðist telja að íslendingar
hefðu engu að kvíða í sambandi við
meðferð þessa máls fyrir dómi. Álagn-
ingin sem á væri byggt, væri bæði
varfærin og traust af hálfu Coopers og
Lybrant. Hér væri það Alusuisse sem
þyrfti að höfða málið og sækja, og
sagðist Hjörleifur vera bjartsýnn á að
niðurstaða yrði íslendingum í hag.
Hjörleifur sagði jafnframt að þetta
mál ætti ekki að þurfa að trufla upptöku
annarra þátta er yörðuðu samskipti að-
ila, ss því að ná fram leiðréttingu á
raforkuverðinu. Hann sagði einnig að
iðnaðar- og fjármálaráðuneytin myndu
hraða athugun sinni, varðandi það hvort
þau samþykktu þann alþjóðlega gerðar-
dóm sem Alusuisse stingur upp á í skeyti
sínu til ráðuneytisins.
- AB
Jón og
Sævar
sigruðu í
Portoroz
bridge-
mótinu
■ Um helgina héldu Samvinnuferðir
og Bridgesamband íslands annað Porto-
rozmótið í bridge í Menningarmiðstöð-
inni við Gerðuberg. Alls spiluðu 36 pör
á mótinu.
segir Magnús Guðmundsson,
skrifstofustjóri Sædýrasafnsins
■ „Við gerum okkur vonir um að ákvörðun ráðherrans sé ekki endanleg og búum
okkur undir að opna safnið þrátt fyrir allt,“ sagði Magnús Guðmundsson,
skrifstofustjóri Sædýrasafnsins, þegar blaðamenn Tímans voru þar á ferð í gær.
- En hér eru miklar framkvæmdir í
gangi - eru þær ekki unnar fyrir gýg ef
safnið verður ekki opnað?
„ Það má kannski segja það, en við
bara trúum þessu.ekki alveg ennþá. Við
föruin þó hægt í sakirnar og miðum við
að það taki sem skemmstan tíma að
Ijúka framkvæmdum ef leyfi fæst - við
bíðum með það fjárfrekasta."
- Hyggist þið reka safnið með sama
sniði og áður?
„Það er ekki endanlega ákveðið, fer
nokkuð eftir aðstæðum. Ég held að hér
sé tvímælalaust gott land fyrir svona
starfsemi og við ætlum okkur að hafa
þetta eins veglegt og unnt er. Þó gæti
farið svo að dýrin yrðu eitthvað færri en
þegar þau voru flest.Við förum kannski
að ráðum kanadísks dýrateinjara sem
hér var á ferð fyrir skömmu, en hann
ráðlagði okkur að hafa fá dýr, en
tegundir sem fólk vill sjá. Hann nefndi
sérstaklega sæljón, en þau eru tiltölulega
ódýr og ntjög vinsæl í dýragörðum
erlendis."
- Nú hefur safnið miklar tekjur af
háhyrningaveiðum - á ekki reksturinn
að vera á grænni grein?
„Það eru margir sem dregið hafa í efa
að upphaflega hafi safninu verið lokað
vegna fjárskorts, en staðreyndin er samt
sú.
Tekjurnar af hvalaveiðunum eru jú
nokkuð góðar, enda hafa þær fjármagn-
að allar framkvæmdir hér á seinni árum,
Pörunum var skipt í 3 riðla sem
spiluðu þrefalda umferð. í síðustu um-
ferðinni spiluðu 12 stigahæstu pörin í
A-riðli og aðeins þau gátu unnið til
aðalverðlaunanna.
Eftir tvær umferðir voru Ragnar
Björnsson og Jón Andrésson með 25
stiga forskot á Jón Baldursson og Sævar
Þorbjörnsson. í síðustu umferðinni voru
Jón og Sævar hinsvegar óstöðvandi. Þeir
fengu þá 46 stigum meira en Ragnar og
Jón og urðu örugglega í fyrsta sæti með
596 stig. Að launum fengu þeir 3ja vikna
ferð til Portoroz í Júgóslavíu með Sam-
vinnuferðum. Ragnar og Jón urðu í öðru
sæti með 575 stig og fengu að launum
ferð til Kaupmannahafnar með Sam-
vinnuferðum. í þriðja sæti lentu Vil-
hjálmur Þ. Pálsson ogÞórður Sigurðsson
með 548 stig og fóru 4000 krónum ríkari
heim. 4.verðlaun, 2500 krónur, fengu
Ragnar Magnússon og Rúnar Magnús-
son með 529 stig, og 5. verðlaun, 1200
krónur, hlutu Bragi Erlendsson og Rík-
harður Steinbergsson með 525 stig.
Einnig voru veitt 2500 króna verðlaun
fyrir hæstu skor í síðustu umferð í B-og
C-riðli. Þau hlutu Egill Guðjohnsen og
Runólfur Pálsson í B-riðli og Aðalsteinn
Jörgensen og Stefán Pálsson í C-riðli.
Þeir Jón Baldursson og Sævar Þor-
björnsson hafa verið sigursælir í kepp-
num vetrarins og fyrir skömmu voru þeir
valdir í landslið íslands í bridge sem mun
keppa á Evrópumótinu í Þýskalandi í
sumar.
GSH
■ Nýlega er búið að yfirbyggja hvalalaugina í Sxdýrasafninu.
■ Þrír háhymingar em enn í safninu frá í haust.
■ Sjimpansinn horfir íhugandi út á
milli rimlanna í búri sínu fram í óvissa
framtíð sína og safnsins.
Timamynd Róbert
sem hafa verið mjög dýrar. Ég get í því
sambandi nefnt hvalalaugina og sitthvað
fleira. Einnig vill fólk gleyma að taka
með í dæmið rekstur safnsins. Við
höfum næstum allan tímann haft hér
nokkra menn í vinnu, að meðaltali 9, og
þeir þurfa náttúrlega að fá sitt kaup. Þá
þarf að kaupa fóður handa dýrunum.
Loks vil ég nefna skuldir safnsins, sem
hafa hrannast upp í verðbólgunni -
fjármagnskostnaður er alveg gífur-
legur," sagði Magnús.
í Sædýrasafninu er nú talsvert af
dýrum, þótt þrjú ár séu liðin frá því
safninu var lokað. Svo eitthvað sé nefnt
eru þar 2 ísbirnir, ljónapar, 2 apar. 2
selir, nokkrar geitur, nokkrar ær. Tals-
vert er af fuglum svo sem gæsir, uglur,
hrafnar og fleiri tegundir. Þá eru tvær
kengúrur og nokkrir refir.
Sjó
Nú er verið að leggja nýjar vatnslagnir í landi safnsins.
ísbjamaþróin er með stærstu mannvirkjunum í safninu.
UNMRBÚUM OPNUN
þrAtt fyrir aiif