Tíminn - 15.05.1983, Side 7

Tíminn - 15.05.1983, Side 7
SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 Hver var þessi Edouard Manet? Hann var fæddur í Paris árið 1832 og tilheyrði stétt efnaðra borgara. Faðir hans var embættismaður ríkisins og riddari Heiðursfylkingarinnar. Móðir hans var dóttir fransks ræðismanns í Svíþjþð. Uppvaxtarár hans voru því vel skipulögð, og menntun hans miðuð við framtíðarstarfið sem átti að verða lög- fræði eða opinbert embætti. En Manet teiknaði fremur en að lesa og þegar námstímanum í Collége Rollin lauk 1848, vildi hann verða málari, fjölskyldu sinni til mikillar skelfingar. Eftir að hafa farið eina ferð til Brasilíu sem sjóliðsfor- ingjaefni tókst honum að hafa sitt fram og fara á vinnustofu málarans Coutures. Sundurþykkjan milli hans og kennar- ans varð brátt mikil. „Ég veit ekki hvers vegna ég er hér,“ sagði hann. „Allt það sem við sjáum er hlægilegt. Birtan er röng, skuggarnir eru rangir. Þegar ég kem inn í vinnustofuna finnst mér ég koma í dauðs manns gröf. Ég veit vel að fyrirsæta getur ekki afklætt sig úti á götu, en það eru þó til opin svæði og á sumrin að minnsta kosti væri hægt að mála eftir nöktum fyrirmyndum úti á landi, því mannslíkaminn virðist vera mikilvæg- asta viðfangsefni listarinnar." Árið 1856 yfirgaf Manet vinnustofu lærimeistara síns, leigði sér vinnustofu í Rue Lavoisier. Fyrstu myndirnar, sem vitað er um, urðu þar til. Hann fór í ferðalög og heimsótti listasöfn í Þýska- landi og á Ítalíu. Eftir Parísarsýninguna 1865 fór hann til Spánar og varð fyrir talsverðum áhrifum af spænskri myndlist og aðdáun hans á málaranum Velazques leynir sér ekki. „Komið og sjáið heiðarleg verk“ Árið 1867 stóð Heimssýningin yfir í París. {tilefni af því var mikil listsýning ráðgerð og lagði Manet fram nokkrar myndir, en þeim var hafnað. Hann hélt þá sérsýningu til að missa ekki af hinu einstæða tækifæri og sýna verk sín fólki víðsvegar að úr heiminum. Formálinn að sýningarskránni, sennilega saminn af Manet sjálfum, þykir mjög athyglisverð- ur. „Listamaður nú á dögum segir ekki: komið og sjáið gallalaus verk, heldur: komið og sjáið heiðarleg verk. Heiðar- leikinn hefur það í för með sér að verkin orka líkt og mótmæli, enda þótt lista- maðurinn hugsi ekki um annað en að lýsa reynslu sinni. Herra Manet ætlaði sér aldrei að mótmæla. Honum hefur aftur á móti verið hafnað fullkomlega grandalausum, vegna þess að til eru hefðbundnar kenningar um eðli og áhrif málverka og vegna þess að þeir sem aldir eru upp við slíkar reglur viðurkenna engar aðrar. Af þessu verða þeir barna- lega umburðarlausir. AHt það sem er ekki samkvæmt þeirra reglum er einskis virði og þeir gerast ekki aðeins gagnrýn- endur heldur einnig andstæðingar, virkir andstæðingar." Ekki viðurkenning í lifanda lífí. Á næstu árum sneri Manet sér að gerð nýrrar tegundar raunsæisverka með sögulegri skírskotun, en þar sem sagn- fræðileg nákvæmni einstakra atriða var látin lönd og leið. Hin opinbera afstaða gagnvart honum breyttist þó ekkert að ráði. Honum hlotnaðist minniháttar viðurkenning, einkum fyrir hversdags- legustu myndirnar; meiriháttar, varan- lega viðurkenningu hlaut hann aftur á móti ekki meðan hann lifði. Þó var honum veitt merki Heiðursfylkingarinn- ar árið 1881. Það var fyrst og fremst kurteisisvottur, en ekki til marks um aukinn skilning á verkum listamannsins. Árið 1877 lagði Manet fram mynd sína „Nönu“ og var þá enn einu sinni vfsað frá hinni opinberu listsýningu. Á þessum árum varð Manet málari Parísar- lífsins. Fyrir utan hinar mörgu og merku mannamyndir sínar málaði hann myndir frá kaffihúsum og skemmtistöðum, en þó einkum Parísarkonuna. Hann málaði garðveislur, knattleik eða skemmti- göngu á bökkum Signu, siglingu, atvik frá sumarleyfi út við ströndina eða frá veðreiðum í Longchamp og margar þessara mynda voru málaðar undir beru lofti. Edouard Manet lést 30.apríl 1883. „Hann var meiri en við héldum", sagði málarinn Degas eftir jarðarför Manets og þau orð fóru um alla París. (Byggt á:Edouard Manet.Heinrich Trost sá um útgáfuna. Mál ogmenning 1962.) SIS W /?/Kl Sjúkrahús á Akureyri Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta kjallara í þjónustubyggingu sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða nálægt 675 m2 rými fyrir lyfjabúr og aðalgeymslu sjúkrahússins. Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengiloft, mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingar. Auk þess skal leggja loftræsi-, raf-, vatns- og skolplagnir ásamt kælibúnaði. Verkinu skal að fullu lokið 1. okt. 1983 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og á skrifstofu sjúkrahússins gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Tilboö verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 31. mai 1983 kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR Sölutjöld 17. júní í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíöar- daginn vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Frí- kirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15 Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neyslu- vörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 1. júní. Æskulýðsráð Reykjavíkur Staðarval fyrir orkufrekan iðnað Forval Nýútkomin skýrsla Staðarvalsnefndar „Staðarval fyrir orkufrekan iðnað - Forval" er til sölu í bókabúð Máls og menningar, bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og bók- sölu stúdenta. Verð bókarinnar er 385 kr. Staðarvalsnefnd um iðnrekstur Almennu verkfræðistofunni Fellsmúla 26 sími38590 Massey Ferguson 7 MF 240-8 MF 265-8 MF265-4WD MF 675-8 MF675-4WD (Verft pr. 22.04 1983) 47 hö 63 hö 63 hö 69 hö 69 hö 268. þús. 346. þús. 456. þús. 408. þús. 494. þús. Varanleg vél á góðu verði Kaupfélögin Z)AóL££a>tiAéla/t A/ Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík Símaskráin 1983 Afhending símaskrárinnar 1983 hefst mánudaginn 16. maí til símnotenda. í Reykjavík verður símaskráin afgreidd á Aðalpósthús- inu, gengið inn frá Austurstræti, mánudag til föstudags kl. 9-17. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni Strandgötu 24. í Kópavogi verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9. Varmá í Mosfellssveit verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni. Þeir notendur, sem eiga rétt á 10 símaskrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim. Símaskráin verður aðeins afhent gegn afhendingar- seðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Athygli skal vakin á því að símaskráin 1983 gengur í gildi frá og með miðvikudeginum 1. júní 1983. Frá sama tíma fellur úr gildi símaskráin 1982 vegna fjölda breytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út. Póst og símamálastofnunin. OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN Œ HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 NOTAR^I ÞÚ n. FAHR Sláttuþyrlur til afgreiðslu strax á gamla verðinu. Tvær stærðir: KM-22 vinnslubreidd 1,65m og KM-24 vinnslubreidd 1,85m. Hafiðsamband strax og tryggið ykkur vél á þessu hagstæða verði. F= ÁRMÚLA11 SfMI 81500 ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.