Tíminn - 15.05.1983, Side 9
Stjornmalamenn verða að
þora að fást við vandann
Allur þingheimur
berðist
■ Egill Skallagrímsson dvaldi síðustu
æviár sín hjá Þórdísi Þórólfsdóttur,
bróðurdóttur og stjúpdóttur sinni. og
manni hennar Grími Svertingssyni lög-
sögumanni og miklum höfðingja, sem
bjó á Mosfelli fyrir neðan Heiði.
í Egilssögu segir m.a. frá dvöl hans
þar á eftirfarandi hátt:
„Þat var á dögum Hákonar ins ríka
öndverðum, þá var Egill Skalla-Gríms-
son á níunda tigi, ok var hann þá hress
maðr fyrir annars sakar en sjónleysis.
Þat var um sumarit, er menn bjugg-
ust til þings, þá beiddi Egill Grím að
ríða til þings með honum. Grímr tók
því seinliga.
Ok er þau Grímr ok Þórdís töluðust
við, þá sagði Grímr henni, hvers Egill
hafði beitt. „Vil ek, at þú forvitnist,
hvat undir mun búa bæn þessi."
Þórdís gekk til máls við Égil, frænda
sinn. Var þá mest gaman Egils at ræða
við hana.
Ok er hon hitti hann, þá spurði hon:
„Er þat satt, frændi. er þú vill til þings
ríða? Vilda ek, at þú segðir mér, hvat
væri í ráðagerð þinni."
„Ek skal segja þér," kvað hann.
„hvat ek hefi hugsat. Ek ætla at hafa
til þings með mér kistur þær tvær. er
Aðalsteinn konungr gaf mér, er hvar-
tveggja er full af ensku silfi. Ætla ek at
láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er
þar er fjölmennast. Síðan ætla ek at sá
silfrinu, ok þykkir mér undarligt, ef
allir skipta vel sín í milli. Ætla ek, at
þar myndi vera þá hrundningar eða
pústrar, eða bærist at um síðir. at allr
þingheimrinn berðist."
Þórdís segir: „Þetta þykkir me'r
þjóðráð, ok mun uppi, meðan landit er
byggt."
Síðan gekk Þórdís til tals við Gríni
ok sagði honum ráðagerð Egils.
„Þat skal aldri verða. at hann komi
þessu fram, svá miklum firnum."
Ok er Egill kom á ræður við Grím
um þingferðina, þá taldi Grímr þat allt
af, ok sat Egill heima um þingit. Eigi
líkaði honum þat vel. Var hann heldr
ófrýnn."
íslenzk heimsmet
Það er ekkert undarlegt, þótt
mönnum komi framangreind frásögn
Egilssögu í hug, þegar leiftursóknar-
stefnu Sjálfstæðisflokks og Bandalags
jafnaðarmanna ber á góma.
Báðir virðast þessir flokkar sammála
um það sem aðal.úrræði í efnahagsmál-
um að fella úr lögum vísitölubætur á
kaup og láta stéttirnar síðan berjast
um hvað eigi að koma í staðinn. Þær
verði síðan að bera ábyrgð á þeim
samningum, sem upp úr þessu koma.
Raunverulega er hér verið að efna
til stórfelldra átaka, sem endað gætu
með því, eins og var óskhyggja Egils,
að „allur þingheimur berðist."
Stórfellt tjón að slíkum átökum
myndi gera stöðu þjóðarbúsins enn
verri. Það myndi síðan bitna á þegnun-
um á margvíslegan hátt.
Þessi leið hefur áður verið farin á
Islandi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins greip til hennar
á árunum 1968-1970. Hún felldi úr
gildi lög, sem hún hafði sjálf sett um
vísitölubætur á laun. og lýsti yfir því,
að það ætti að vera mál stéttasamtak-
anna að semja um þetta.
Stéttasamtökin hófu viðræður og
náðu ekki samkomulagi. í kjölfarið
fylgdu á árunum 1968-1970 stórfelldari
verkföll en hér hafa nokkru sinni
verið. Samkvæmt alþjóðlegum skýrsl-
um átti ísland heimsmetið í verkföllum
á þessum árum, þegar miðað var við
mannfjölda og tapaða vinnudaga
vegna verkfalla.
Verkföllin höfðu í för með sér
stórfellda tekjuskerðingu fyrir megin-
þorra launafólks. Þau veiktu einnig
stórlega efnahagsstöðu atvinnuveg-
anna. Afleiðingarnar urðu stórfellt
atvinnuleysi. Samkvæmt alþjóðlegum
skýrslum setti ísland heimsmet í at-
vinnuleysi á þessum árum. cn yfirleitt
var þá næg atvinna í flestum löndum
heims.
Menn eru yfirleitt fljótir að gleyma
nú til dags. Furðulegt væri þó, ef menn
væru búnir að gleyma verkföllunum,
atvinnuleysinu og landflóttanum, sem
einkenndi þessi ár á íslandi.
Vilja losna
við ábyrgðina
Því skal síður en svo haldið fram, að
það sé ásetningur leiftursóknarflokk-
anna að koma á ófriðarástandi í
þjóðfélaginu, svipuðu því, scm Egill
Skallagrímsson vildi efna til á Lög-
bergi. Fjarri fer því.
Egill Skallagrímsson lét stjórnast af
hugarfari víkings, sem vildi énn einu
sinni heyra stríðsóp og vopnagný,
áður en hann félli frá.
Sumir hafa einnig fært Agli þaö til
afsökunar, að hann hafi vcrið orðinn
elliær, þegar hér var komið sögu.
Fyrir talsmönnum lciftursóknar-
stefnunnar vakir það ekki að valda
ófriði. Þeir eru lieldur ekki clliærir.
Hins vegar skortir þá kjark til að grípa
þannig í taumana, að ófriði verði
afstýrt. Þcir víkja vandanum og
ábyrgðinni frá sér. Aðilar vinnumark-
aðsins verða að leysa þetta mál fyrir
þá, þótt því geti fylgt mikill ófriður og
stórfellt tjón fyrir alla.
Skylda Alþingis
Þegar árferði er sæmilegt og cfna-
hagsástand viðunandi, er eðlilcgt, að
aðilar vinnumarkaðarins leysi sjálfir
ágrciningsmál sín, því að þá er meiri
mögulcik i til þess, að þessi mál lcysist
friðsamlega og á þann hátt, sem flestir
geta unað við.
Þetta gegnir hins vcgar öðru máli,
þegar það, sem til skiptanna er, fcr
síminnkandi. Þá verður erfiðara að
skipta og átökin því mciri. Þá er ekki
sízt hætta á, að vcrst fari út úr
átökunum þeir, sem sízt skyldi, bág-
stöddustu atvinnugreinarnar og tckju-
lægsta launafólkið.
Það er vegna framangreindra á-
stæðna, sem Framsóknarflokkurinn
liefur lagt áherzlu á bæði fyrir alþingis-
'kosningarnar og eftir þær, að málum
sé nú orðið þannig háttað, að Alþingi
verði að grípa í taumana og lögbinda
vissar tímabundnar aðgerðir, sem
tryggi hjöðnun verðbólgunnar í áföng-
um, án þess að það leiði til vcrkfalla,
atvinnuleysis og kjaraskerðingar, eins
og hvarvetna hefur orðið, þar sem
leiftursóknarleiðin hefur verið farin,
þegar aðstæður hafa veriö svipaðar og
þær eru hér nú.
Samkvæmt spám sérfræðinga stefnir
verðbólgan nú í 100% og jafnvel
meira. Sumir hafa nefnt 110%. Það
þarf snögg handtök til- að afstýra
þessu. Það er ekki hægt að ætlast til
þess af stéttasamtökunum, að þau geti
leyst þetta, eins og allt er í pottinn
búið, á stuttum tíma. Slíkt myndi enda
með átökum eins og 1968-1970.
Engin stofnun og engin samtök hafa
völd og myndugleika til að grípa hér
nægilega í taumana önnur en Alþingi.
Slíkt vald hefur það samkvæmt stjórn-
skipunarlögunum. í raun réttri hefur
það ekki aðeins þetta vald, heldur ber
því öll skylda til að beita því undir þeim
kringumstæðum, sem nú eru.
Rothöggin
Miðstjóm Alþýðusambands íslands
og stjórn BSRB hafa sent frá sér
athyglisvcrða ályktun í tilefni af þcim
efnhagsvanda, scm nú cr fcngizt við.
Oftast hefur þaö veriö hljóðið í
slíkum ályktunum frá þcssufn aðilum
að frekar lítið hefur verið gert úr
vandanum og því krafizt hækkana á
grunnkaupi cða kjarabóta í öðru
formi. Þetta er ekki gert nú. Þvert á
móti er viðurkennt, aö þjóðinni sé
mikill vandi á höndum og stórfcllt
atvinnuleysi yfirvofandi, cf ekki verði
beitt réttum aðferöum til að koma í
veg fyrir það.
í framhaldi ályktunarinnar segir svo
á þessa leið:
„Verkalýðshreyfingin lítur svo á, að
frumskylda stjórnvalda á sviöi efna-
hagsstjórnar sé' að tryggja fulla at-
vinnu. Ánauö atvinnuleysis er böl,
scm bægja verður frá. Miðstjórn Al-
þýðusambands íslands og stjórn BSRB
lcggur þunga áhcrzlu á, að lausn þcssa
vanda gctur í höfuðatriöum farið sam-
an viö lausn þess almcnna vanda, sem
viö cr aö glíma í efnahagsstjórn.
Vcrðbólagn vcrður ekki læknuð mcð
rothöggi 1. júní cða I. scptcmbcr.
Hún vcröur ckki læknuö meö aðgcrð-
arlcysi atvinnulcysis. Gegn vandanum
vcrður að ráöast mcð virkri atvinnu-
uppbyggingu scm kjarna nýrrar efna-
hagsstcfnu. Þjóðin vcröur að vinna sig
út úr vandanum, en hörfa ckki á
vit samdráttar, langvinnrar lífskjara-
skcrðingar og atvinnulevsis."
Allt cr þctta hárrétt.Yfiratvinnuvcg-
unum og atvinnuörygginu vofir rot-
högg 1. júní og I. september. Hækki
kaupið um 20% 1. júní næstkomandi
og aftur um önnur 20% 1. september,
veröa þau atvinnufyrirtæki ckki mörg,
scnt cftir standa. Hér verður þá komið
bullandi atvinnuleysi, þegar haustið
gengur í garð.
Fjöldi launafólks mun þá sjá fram á
einn erfiðsta vetur í manna minnum.
Hvernig verður
rothöggunum afstýrt?
Viðræður þær, sem hafa íarið fram
undanfarið um stjórnarmyndun Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins, hafa snúizt um þetta fyrst og
fremst og raunar ekki annað: Hvernig
veröur því afstýrt aö atvinnuvegirnir
og atvinnuöryggið fái rothögg næstu
mánuði vegna víxlhækkana núgildandi
vísitölukerfis, sem jafnframt mun þó
hafa verulega kjaraskeröingu i för
meö sér. Þetta er aðalverkefnið, scm
nú bíður íslenskra stjórnmálamanna.
Illu heilli hefur Alþýðuflokkurinn
skorizt úr leik í þessum viðræðum
vegna þess að hann setur það á oddinn
að fá forsætisráðhcrrann. Alþýöu-
bandalagið hefur einnig staðið utan
við og er ástæöan sögð sú, að þaö setur
meira á oddinn að stöðva tlugstöðvar-
hygginguna en að bjarga titvinnuörygg-
inu.
í lok ályktunar Alþýðusambandsins
og BSRB er rætt um nokkur framtíð-
arverkefni, sem þátt í því að tryggja
hér blómlegt atvinnulíf í framtíðinni.
Flest, sem þar er talið upp, er rcttmætt
og æskilegt. En þessi verkefni eiga það
yfirlcitt sameiginlcgt, aö þau, vcrða
ekki leyst nema á lengri tíma. Þau geta
ekki komið í gagnið fyrir 1. júní eða I.
scptemhcr. Verði því ekki afstýrt áöur
að atvinnuvegirnir og atvinnuöryggið
fái rothöggiö, mun það reynast miklu
erfiðara en clla að fást við umrædd
verkefni í framtíöinni.
Vandinn hefur
oft verið meiri
Þótt cfnahagsvandinn, sem nú er
glímt við, sé mikill, hefur þjóðin oft
þurft að fást viö miklu stærri vandamál
og tekizt að vinna bug á þeim. Þaö er
góð hvatning að minnast þess nú.
Þannig var t.d. ástatt, þcgar ný
ríkisstjórn kom til valda á miðju ári
1971, að afloknu liinu svonefnda viö-
reisnartímabili.
Þá haföi um skeið veriö mikiö at-
vinnulcysi og veruleg kjararýrnun.
Vcrðbólga var hér miklu mciri en
annars staðar. FiskiskipastólIinn var
að mcstu oroinn úreltur og sama gilti
um frystihúsin. Fiskveiöilandhclgin
var ekki nema tólf mílur. Erlend
fiskiskip rányrktu fiskimiöin utan 12
mílna markanna.
Hin nýja ríkisstjórn brcytti vörn í
sókn. Fiskvciðilandhclgin var færð út í
60 mílur og það gerði síðar mögulcgt
að færa hana út í 200 mílur. Fiski-
skipastóllinn var endurnýjaður og
frystihúsin endurbætt og búin nýjunt
tækjum. Þannig mætti halda upptaln-
ingunni áfram, því að framfarasóknin
náöi til flcstra sviða þjóðfélagsins.
Síöár syrti nokkuð á álinn, þegar
olíukreppan kom til sögunnar og olli
mikilli veröbólgu og efnahagsvanda
hér cins og annars staðar. Samt var
kaupmáttur verkamannalauna þriðj-
ungi meiri í lok áratugarins en upphafi
hans.
Þetta sýnir, að þjóðin getur sigrazt á
miklum vanda og búið sér batnandi
lífskjör, ef rösklega er á málum tekið.
Það er engin ástæða lil svartsýni nú, ef
forustumcnnirnir gera skyldu sína og
þjóðin gerir sér Ijóst, að hún þarf að
axla nokkrar byrðar um stund til að
geta tryggt bctur framtíð sína.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar