Tíminn - 15.05.1983, Síða 25
SUNNUDAGUR 15. MAI 1983
25
í mjS ÍÆP u .3- f-n 1 J
Mí: á f
Frábærustu lýsingu á glæpamanni
gerði James A. Brussel, sálfræðingur í
Greenwich Village á ofanverðum sjötta
áratugnum, til. aðstoðar lögreglunni í
New York, sem þá leitaði Brjálaða
sprengjumannsins í New York. Sprengju-
maðurinn reyndist vera George Met-
esky, ógæfusamur atvinnuleysingi. Met-
esky hafði sprengt 32 sprengjur á átta
ára tímabili. Eftir að hafa legið yfir
bréfum frá sprengjumanninum og
grannskoðað myndir af sprengjustöðun-
um gat Brussel sér þess til að glæpamað-
urinn væri frá Austur-Evrópu, 40 til 50
Þegar Metesky var handtekinn
skömmu síðar í Waterbury í Connecticut
átti Iýsingin einstaklega vel við hann að
öllu leyti, allt niður í klæðaburðinn.
(Metesky bjó reyndar með tveimur ógift-
um systrum sínum). En aðrar lýsingar
sjálfstæðra sálfræðinga og geðlækna hafa
oft brugðist, andstætt lýsingum sérfræð-
inga FBI. Sumar hafa verið svo óljósar
að þær hafa getað átt við hvern sem er.
Sálrænar lýsingar geta í versta falli
hindrað rannsóknir með því að leiða
lögregluna á ranga slóð. Á sjöunda
áratugnum ætlaði hópur sálfræðinga og
„ Ég held að sálfræðingar og geðlæknar
eigi ekkert erindi í lögregluna og það er
tilgangslaust fyrir þá að þykjast vera
einhverjir sérfræðingar í því að semja
lýsingar á afbrotamönnum," segir Park
Elliott Dietz prófessor við háskólann í
Virginíu og aðal sálfræðingurinn í réttar-
höldunum yfir John W. Hinckley Jr.
„Það sem skilur á milli er það að
starfsmenn FBI hafa mikla reynslu í að
rannsaka og leysa ráðgátur og þeir geta
sett glæpinn á svið með þjálfuðum
heilum sínum.“
Eru mcrki um mikla barsmíð á andlit-
inu? Almenna reglan er sú að ruddaleg
árás á andlitið, eins og á líkinu í Bronx,
merki það að morðinginn hafi þekkt
fórnarlambið; því harkalegri sem bar-
smíðin var, því nánara var samband
þeirra. Var fórnarlambið drepið undir-
eins með skyndiárás? Sé svo bendir það
tii þess að morðinginn sé ungur að árum,
rétt um tvítugt í mesta lagi, finnist
fórnarlambið ógna sér og þurfi að gera
það skaðlaust eins fljótt og auðið er.
Hafi morðinginn á hinn bóginn haft
aðstæður í hendi sér, ef hann drap hægt,
N Starfsmenn
Atferlisrannsóknar-
stoðvar FBI, sitjandi frá
vinstri, við borð þakið
myndum frá morðstöðum:
Richard Ault, Roger
Depue, Robert Roessler,
John Douglas. Standandi
frá vinstri: Roy
Hazelwood, Jim Reese,
Swanson Carter, Robert
Scliaefer, Ken Lanning.
David Berkowitz,
„Sonur Sáms“ - þau
kvöld sem hann fann
enga til að myrða, fór
hann eitthvert
þangað sem hann
haf ði áður myrt eitt af
fórnarlömbum sínum
- til þess að
endurskapa
atburðinn i huga sér.
ára gamall og byggi með ógiftri frænku
sinni eða systur í einhverri borg í
Connecticut. Hann hataði föður sinn, en
elskaði móður sína, en þá ályktun dró
Brussel af því hvernig Metesky rúnnaði
af skörp homin þegar hann skrifaði
bókstafinn W, þannig að þau líktust
skopteikningum af brjóstum kvenna.
Greining Brussels var sú að Metesky
væri haldinn ofsóknaræði og væri yfir-
máta smámunasamur í háttum. Brussel
sagði ennfremur að þegar hann næðist
yrði hann klæddur vesti innan undir
jakkanum, og yrði hvort tveggja vand-
iega hneppt að honum.
geðlækna að aðstoða lögregluna við að
hafa hendur í hári morðingjans í Boston
sem kyrkti konur. Sálfræðingahópurinn
áleit að hann væri ekki einn og sami
maðurinn, heldur tveir sem báðir byggj u
einir og störfuðu sennilega sem kennar-
ar. Annar þeirra væri kynvilltur, sögðu
sálfræðingarnir og geðlæknarnir. Síðar
viðurkenndi einn maður morðin í
Boston, Albert DeSalvo. Hann bjó með
konu sinni og tveimur börnum og vann
sem byggingarverkamaður. Þeir lög-
reglumenn sem áttu að leita morðingjans
á meðal kynvilltra Bostonbúa hefðu
aldrei fundið hann.
Meðferð fórnarlambsins
afhjúpar morðingjann
Pegar starfsmenn FBI semja lýsingar
sínar rannsaka þeir vandlega hvert smá-
atriði sem fram kemur í líkskoðunar-
skýrslunum og þeir skoða einnig sérhvert
smáatriði þeirra korta sem gerð eru af
morðstaðnum. Einnig rannsaka þeir
Ijósmyndirnar mjög nákvæmlega. Með-
ferð fórnarlambsins segir mjög mikið
um morðingjann. „Maður sem breiðir
föt eða dúk yfir líkið, eða felur það, er-
að segja það að verknaðurinn valdi
honum vanlíðan,“ segir Douglas sem
vinnur fyrir FBI, en hann hefur meistara
gráðu í sálarfræði menntunar frá háskól-
anum í Wisconsin og hefur samið lýsing-
ar á 450 morðingjum. „Ef hann flytur
Iíkið þangað sem víst er að það muni
finnast getur verið að hann beri
einhverjar tilfinningar til fórnarlambs-
ins. Þá kærir hann sig ekki um að það
verði veðri og vindum að bráð heldur vill
hann að það verði jarðsett með tilheyr-
andi viðhöfn".
Þegar lýsingarnar eru unnar er sér-
staklega athugað á hvern hátt manneskj-
an var myrt, hvers konar vopn var notað
og hvað morðinginn gerði við fórnar-
lambið eftir að það var látið. Það sem
einkennir kynferðis morð er það að
fórnarlambið er stungið, kyrkt, eða
barið í hel, en yfirleitt ekki skotið. Ef
morðinginn kom með sitt eigið vopn
bendir það til þess að hann sé fremur
skipulegur, jafnvel kænn, komi úr
öðrum borgarhluta og hafi sennilega
verið akandi. Ef morðinginn notaði
hvaða vopn sem var við höndina -
eldhúshníf eða lampasnúru - bendir það
til tilviljunarkenndari athafnar eða
stundaræðis, óskipulegs persónuleika.
Það bendir einnig til þess að morðinginn
hafi verið gangandi og búi í nágrenninu.
Hafið þér ónæði
af flugum?
Flugnafælan sér
við því.
SHELLTOX
OG
VAPONA
FLUGNA
FÆLAN
Lyktarlausu flugnafælurnar fást á afgreiölustööv-
um Skeljungs og í fjölda verslana um land allt.
Fáanlegar í tveimur stærðum og endast í að
minnsta kosti fjóra mánuði
SKELJUNGUR HF.
Smávörudeild
Sími: 81722