Tíminn - 22.05.1983, Side 8
8
SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurösson. Augiýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguriur Brynjólfsson.
Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórar: Kristinn Haligrímsson og Atli Magnússon.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Guðmundur Magnússon. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni
Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir:
Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir,
María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúia 1S, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Verð í lausasölu 15.00, en 18.00 um heigar. Áskrift á mánuði kr. 180.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Reiknað út í fenið
■ Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokks-
ins, fjallar um efnahagsmálin og stjórnarmyndunartilraunirn-
ar, sem nú standa yfir, í grein, sem birtist í „Austra“ á
fimmtudaginn. Far segir Halldór m.a:
„Margar tilraunir hafa verið gerðar tij að draga úr þeirri
verðbólgu, sem ógnað hefur atvinnulífi íslendinga á undan-
förnum árum. Allar tilraunir eiga það sameiginlegt, aðdregið
hefur verið úr sjálfvirkni verðlags og launa. Þeir, sem kynnt
hafa sér vandamálin, eru sammála um, að ekki verður komist
út úr verðbólgudansinum án slíkra aðgerða. Hefur þá
venjulegast hafist mikið áróðursstríð, þar sem því er haldið
fram, að með því sé kaupmáttur launa skertur svo, að öllum
almenningi verði það óbærilegt. Nú hefur Þjóðviljinn byrjað
að reikna á ný og fundið út, að tillögur í efnahagsmálum þýði
skerðingu kaupmáttar um 20-25%, hvernig sem það er nú
fundið.
Hvað þýða þessir útreikningar ? Þýða þeir í reynd að það
sé best fyrir heimilin að við búum við óbreytt ástand? Með
útreikningunum er verið að halda því fram. En sannleikurinn
er sá, að við munum ekki geta reiknað okkur út úr vandanum.
Þótt réttir útreikningar séu ágætir til að styðjast við verður
almenn skynsemi að ráða ferðinni. Þjóðviljinn reiknar vitlaust
eins og oft áður.
Ef verðbólgan gengur óheft áfram munu undirstöðu-
atvinnuvegir þjóðarinnar lamast, og hver verður kaupmáttur-
inn þá. Ef heldur áfram sem horfir munum við safna miklum
skuldum erlendis, sem einhvern tíma verður að greiða. Eru
það heilbrigð sjónarmið að halda uppi okkar eigin kaupmætti,
og síðan skuli afkomendurnir greiða ? Þar að auki höfum við
enga vissu fyrir því, að hægt sé að fá endalaus lán erlendis.
Það er hins vegar engin ástæða til að vera með svartsýni.
Við getum vel stöðvað þá verðbólguskrúfu, sem nú gengur
hér á landi. Við getum vel tryggt sjálfum okkur og
afkomendum okka'r góða afkomu, ef við höfum skynsemi til
að halda rétt á málum og láta ekki stundarhagsmuni villa
okkur sýn.
Árið 1978 trúðu menn því, að kaupmáttur yrði best varinn
með því að láta vísitölukerfið æða óheft áfram. Nú erum við
reynslunni ríkari. Og það er mikilvægt, að sá róðursleikur
verði ekki endurtekinn. Þeir sem fvrir slíku standa eru
vonandi óafvitandi að reikna okkur út í fenið. Við þurfum
ekkert á slíkum útreikningum að halda. íslendingar eru
skynsöm þjóð, sem skilur að ekki dugar að eyða meiru en
aflað er. Hins vegar er mönnum ljóst, að þegar dregið er úr
verðbólgu er ekki sama, hvernig það er gert. Það má hvorki
gera of hratt né of hægt, og meðalvegurinn er hér vandrataður
sem annars staðar. Sumir eru betur undir það búnir að mæta
- slíku tímabili en aðrir. Því er mikilvægt að það sé gert af
fyllstu sanngirni. Fyrir þessu hefur Framsóknarflokkurinn
barist. Það gerði hann fyrir síðustu kosningar og það gerði
hann í síðustu ríkisstjórn.
í þeim umræðum um stjórnarmyndun, sem þegar hafa
farið fram, hefur Framsóknarflokkurinn lagt á það höfuð-
áherslu, að gegn verðbólgunni yrði barist. Nú duga ekki
lengur fögur fyrirheit, það verður að ná árangri. Vonandi
bera menn gæfu til að mynda hér ríkisstjórn, sem getur tekist
á við þessi mál. Við stöndum vissulega á vegamótum. Og nú
reynir á, hvort stjórnmálamenn reynast vandanum vaxnir. -
En mikilvægast af öllu er þó, að þeir hafi stuðning í viðleitni
sinni og menn láti ekki glepjast af falskenningum reiknimeist-
ara, er setja tölur á blað, sem ekki eiga sér stoð í
veruleikanum.
Þegar forfeður okkar voru að takast á við vandamál
kreppunnar og hörð öfl náttúrunnar var ekki gripið til
reiknivéla, þegar finna átti lausnina. Þeir beittu almennri
skynsemi, létu sig litlu skipta úrtölur svartsýnismanna. Við
eigum þeim skuld að gjalda. Vonandi verður það ávallt
þannig, og það sama verði sagt um okkur sem nú byggjum
landið. Til þess að svo megi verða er það skylda okkar að
koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun erlendis, stöðva
verðbólguskrúfuna, varðveita þjóðlega menningu og byggja
upp atvinnulíf, sem er þess megnugt að standa undir kröfum
okkar til lífsgæöa," segir í grein Halldórs.
- ESJ
Að
lokinni
• ••
sjo
ára
fang-
elsis-
martröð
Breyten-
bachs
JKAÐ KOMST Á SÍÐUR DAGBLAÐA VÍÐA UM
HEIM ÞEGAR SUÐUR-AFRÍSKA SKÁLDINU BREYT-
EN BREYTENBACH VAR SLEPPT ÚR FANGELSI Á
SÍÐASTLIÐNUM VETRI OG LEYFT AÐ FARA TIL
FRAKKLANDS. Hann hafði þá dvalið í suður-afrísku
fangelsi í sjö ár, því hann var handtekinn árið 1975 - þá 36
ára að aldri og viðurkenndasta nútímaskáldið, sem orti á
afríkönsku - tungumáli Búanna, sem öllu ráða í Suður-Afríku.
Áhrifamenn í Frakklandi þar á meðal Mitterrand forseti,
höfðu lengi barist fyrir því, að Breytenbach yrði látinn laus,
og að lokum báru þær tilraunir árangur og honum var hleypt
til Frakklands í desember síðastliðinn, þar sem kona hans,
Yolande, beið hans.
Donald Woods, sem starfaði lengi sem blaðamaður í
Suður-Afríku, en varð að lokum að flýja Iand vegna yfirgangs
stjórnvalda, átti nýlega viðtal við Breyten Breytenbach í
París. Viðtalið, ásamt nánari upplýsingum Woods, birtist fyrir
skömmu og gefur nokkra hugmynd um, hversu erfitt ritfrelsi
og skoðanafrelsi á uppdráttar í Suður-Afríku, jafnvel fyrir þá
sem eru þó sjálfir af herraþjóðinni komnir.
Woods segir að Breytenbach sé enn þyrnir í holdi
suður-afrísku Afríkananna. Andúð þeirra á andstöðu hans við
stefnu ríkisstjórnarinnar í kynþáttamálum blandast virðingu
fyrir honum sem skáldi, en Breytenbach er í fararbroddi
sinnar skáldskynslóðar og hefur hlotið viðurkenningu ekki
aðeins í heimalandi sínu heldur einnig með öðrum þjóðum.
Ljóð hans eru oft þrungin kaldhæðni og háði og fjalla einkum
um stjórnmál, kynlíf og dauða.
Breytenbach skrifar eins og áður sagði á afríkönsku, sem er
eitt af nýrri tungumálum heimsins. t>að hefur þróast síðustu
300 árin úr hollenskunni, sem hvítu landnemarnir töluðu.
Þetta er móðurmál Afríkananna, um þriggja milljóna hvítra
manna í Suður-Afríku - þeirra sem stjórnað hafa landinu
síðan 1948 -, og þetta er tungumál aðskilnaðarstefnunnar.
Svertingjar í Suður-Afríku líta því á afríkönsku sem tungumál
kúgunarinnar en Afrikanarnir líta hins vegar á málið sem tákn
lífsbaráttu sinnar sem þjóðar og telja þá tiltölulega fáu
Afríkana, sem snúast gegn stjórnarstefnunni, þjóðarsvikara.
Donald Woods segir, að miðað við það, hversu fáir tali
afrfkönskuna,, sé. það ótrúlega auðugt af bókmenntum, og að
skáldin hafi haft mikil áhrif á þróun tungunnar. En mörg
þeirra hafa farið illa í togstreitunni á milli þeirra krafna, sem
skáldskapurinn gerir til þeirra, og hinna, sem felast í stefnu
stjórnvalda. Sumir hafa hreinlega gefist upp við skáldskap
sinn vegna þessara átaka, en ýmsir aðrir hafa lagst í
drykkjuskap eða framið sjálfsmorð.
Breytenbach er einn af þeim, sem hefur haldið áfram að
yrkja og sem jafnframt hefur tekið upp virka andstöðu gegn
stjórnarstefnunni. Hann er þó ekki vaxinn upp úr þeim
jarðvegi, að slíkt hafi verið talið líklegt af hans hálfu á unga
aldri, því hann er kominn af einni af elstu Afrikanaættum
landsins. En þegar á unglingsaldri fékk hann mikinn áhuga á
skáldskap og listum og fór því í enskumælandi háskóla í
Höfðaborg í stað þess að sækja nám í Mekku Áfríkananna -
Stellenbosch-háskólanum. Þegar hann hafði náð tvítugsaldri
hélt hann til Evrópu - fyrst til Bretlands en síðan til
meginlandsins, og árið 1962 settist hann að í París og fékkst
þar við að mála, yrkja og kenna ensku, auk þess sem hann
lærði frönsku. í París hitti hann Yolande Ngo Thi Hoang Lien
og kvæntist henni. Hún var fædd í Víetnam en uppalin í
frönsku höfuðborginni. Faðir hennar var fjármálaráðherra í
ríkisstjórn Ngo Dinh Diem í Suður-Víetnam.
Árið 1964 sendi Breytenbach frá sér fyrstu ljóðabók sína,
og síðan fleiri Ijóðabækur, 1967,1969og 1970. En þegarhann
vildi snúa heim til Suður-Afríku til þess að taka við
bókmenntaverðlaunum, sem honum voru veitt - fyrst 1967 og
síðan 1969 - var eiginkonu hans neitað um vegabréfsáritun
vegna þess að hún er ekki „hvít“, og jafnframt var Breyten-
bach tjáð, að hann ætti það á hættu sjálfur að verða
handtekinn ef hann kæmi til Suður-Afríku, þar sem „blandað"
hjónaband væri bannað þar samkvæmt aðskilnaðarlögunum.
Loks var það svo 1973, að þau hjónin fengu bæði vegabréfs-
áritun til að heimsækja Suður-Afríku í þrjá mánuði. Honum
fannst föðurland sitt „paradís eitruð og menguð“, og eftir að
hafa hafnað beiðni öryggislögreglunnar um áð gerast upp-
ljóstrari þeirra, hélt hann aftur til Parísar ásamt konu sinni.
Þar hafði hann starfað nokkuð með öðrum, sem andvígir voru
aðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórnar, og loks ákvað hann
ásamt tveimur öðrum hvítum Suður-Afríkubúum að gera sitt
til þess að aðstoða þá, sem berðust gegn þeirri stefnu í landinu
sjálfu. Ákveðið var að Breytenbach færi undir dulnefni til
Suður-Afríku og hefði þar samband við ýmsa, sem vitað var
að ynnu gegn aðskilnaðarstefnunni, til þess að finna leiðir til
að koma fjármagni frá evrópskum kirkjusamtökum til svartra
verkalýðsleiðtoga, sem væru að reyna að byggja upp verka-
lýðshreyfingu meðal svertingja. í ágúst 1975 hélt hann til
Suður-Afríku á frönsku vegabréfi undir nafninu Christian
Galazka. En njósnarar lögreglunnar í Suður-Afríku vissu allt
um fyrirætlanir Breytenbachs, og eftir að hafa fylgst með
honum nokkurn tíma í Suður-Afríku til þess að sjá, hvaða
menn hann talaði við, handtók hún hann. Breytenbach var
ákærður fyrir samsæri og dæmdur til níu ára fangelsisvistar -
ekki fyrir það, sem hann hafði gert, heldur fyrir hitt, sem
dómstóllinn taldi að hann hefði haft í huga að gera!
Fyrstu tvö árin í fangelsinu var breyt-
ENBACH í EINANGRUN. Hann var geymdur í litlum klefa,
sem var aðeins 6 fet á breidd og 9 fet á lengd en hins vegar
mjög hár - 22 fet frá gólfi til lofts. ;,Þetta var eins og að vera
niðri í djúpum brunni. Hæðin jók á þrengslin. Það var hægt
að snerta báðar hliðar með því að teygja út hendurnar, en það
var hátt til lofts. Og efst uppi var op þar sem verðirnir gátu
fylgst með allan tímann."
I fangelsinu voru fjölmargir fangar teknir af lífi. „Venjulega
voru um sjö hengdir á viku, og við heyrðum það allt saman -
heyrðum þá ganga að gálganum, alltaf syngjandi, oftast á
Zhoxa eða Zulu málum, og þeir stigu fast niður í hverju spori.
Stundum heyrðum við unga rödd í hópnum - rödd sem skalf
af ótta -, en hinar raddirnar héldu henni uppi. Og síðan
heyrðist skellur þegar pallurinn opnaðist, dauðastundin. En
söngurinn hélt áfram þar til allt var yfirstaðið." Oftast sungu
fangarnir þjóðsöng svertingjanna - Nkosi Sikelele Afrika -
eða þá sálma.
Verstu stundir hans í fangelsinu voru á morgnana, þegar
hann vaknaði. „Eftir að hafa notið frelsis draumanna opnarðu
augun og sérð veruleika fangaklefans og þú gerir þér grein
fyrir því, að þetta verður raunveruleiki þinn í mörg, mörg ár
í viðbót“. Hann sá sýnir, dreymdi dagdrauma. Hann varð
stundum viss um að Yolande væri að tala við hann, og hann
svaraði henni upphátt. Hann átti sér ímyndaðan félaga í
klefanum, Don Espejuelo, kaldhæðinn gamlan Spánverja,
sem hann skapaði til þess að gagnrýna ljóð sín og andmæla
skoðunum sínum á bókmenntum, málaralist, kvikmyndum
og tónlist. „Og þegar ég hafði verið lengi f einangrun fékk ég
Dostojevský í heimsókn. Það varfrábært. Ég kynntist honum
vel og kallaði hann Fyodor“.
Og viðbrigðin - að vera laus - voru mikil. „Ég átti erfitt
með að venjast aftur hlutum á veggjum, málverkum og
skrautgripum", segir hann, „eftir að hafa horft svo lengi á bera
veggi klefanna. Ég var alltaf að opna dyr og skildi þær eftir
opnar - það var svo ánægjulegt að opna dyr og ganga í gegnum
þær hvenær sem ég vildi. Símar voru sérstæðir hlutir, sem ég
hafði næstum því gleymt. Og litirnir voru yfirþyrmandi -
skærir litir á fötum, blómum, bókum. Og raddir barna - ég
hafði ekki heyrt barnsrödd í sjö ár. Að sjá stjörnurnar á
nóttunni. Og tunglið. Og að aka í bifreið, og sjá aðra aka
framhjá á fleygiferð. Og að hafa ekki hugmynd um gildí
peninganna, vita ekkert hvað hlutirnir kostuðu eftir sjö ár.“
En martröðin lifir í draumum hans. „Hér um nóttina
dreymdi mig að ég yrði að fara aftur í fangelsi, og helsta
áhyggjuefni mitt í draumnum var, að ég hafði gefið öðrum
diskinn minn og skeiðina og sápustykki. Gæti ég fengið það
aftur?" -ESJ
Elías Snæland
Jónsson skrifar