Tíminn - 22.05.1983, Síða 10

Tíminn - 22.05.1983, Síða 10
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983 erlend hringekja ■ Tvær rosknar konur, hinir ágætu rithöfundar Lillian Hellman og Muriel Gardiner deila nú harkalega um það hver hin rétta „Júlía“ var. En frammistaða Vanessu Redgrave í hlutverki Júlíu, í samnefndri kvikmynd, aflaði henni Óskarsverðlaunanna hér um árið. Litían Hellman sem nú er 76 ára, skrifaði bók um Júlíu, sem kom út fyrir tíu árum og er kvikmyndin byggð á þeirri sögu. Hún neitar staðfastlega að láta uppi hið raunverulega nafn Júlíu af „lagalegum ástæöum". Sú Júlía sem Hellman lýsir, og segist hafa þekkt frá barnæsku, aðstoðaði fólk á flótta undan nasistum, bæði í Þýskalandi og í Austurríki á fjórða áratugnum. En Muriel Gardiner, sem nú er 81 árs, þekktur sálfræðingur og höfundur fræðilegra rita, hafnar þeirri lýsingu sem „mjög ónákvæmri, rangri og villandi". Gardiner heldur því fram að hún ætti nú að vita það: hún sé hin raunverulega Júlía og hún sé alveg sprelllifandi. { ævisögu sinni, „Code Name „Mary“, sem nú er nýkomin út, lýsir Muriel Gardiner neðanjarðarstarfseminni sem hún stundaði einungis í Austurríki. Hún skaut skjólshúsi yfir sósíalista á meðan hin íhaldssama stjórn Dollfuss var við völd og síðan aðstoðaði hún marga flóttamenn við að flýja eftir að Hitler hafði innlimað Austurríki í Þriðja ríkið. Heimildir í skjalasafni austurrísku andstöðuhreyfingarinnar staðfesta sögu Gardiners. Dr. Herbert Steiner forstöðumaður skjalasafnsins, segir að eina bandaríska konan í andstöðuhreyfingunni hafi verið „Mary“ - en það var dulnefni Muriel Gardiners. Gardiner segist hafa skrifað Lillian Hellman fyrir tíu árum og bent henni á „að saga hennaf og mín eru mjög líkar. Hún svaraði aldrei. Núna heldur hún því fram að hún hafi aldrei heyrt mín ■ Vanessa Redgrave hlaut Óskarsverðlaunin fyrír leik sinn í hlutverki Júlíu. Lillian Hellman í deilum vegna sögunnar um Júlíu: Hin raunverulega Júlía kemur fram í dagsljósiö getið.“ Gardiner segir að þær eigi I þess marga sameiginlega kunningja. a.m.k. einn sameiginlegan vin og auk | Ekki reyndist hinum erlendu lÍVr, mmmmmmmmmmm■ Framkvæmdastjóri BHM Starf framkvæmdastjóra Bandaiags háskóla- manna (BHM) er auglýst laust til umsóknar. Æskilegt er aö framkvæmdastjórinn geti hafiö störf í ágúst. Nánari upplýsingar um starfiö eru veittar á skrifstofu BHM, Lágmúla 7, sími 82090, 82112. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda skrifstofu BHM fyrir 10. júní n.k. Bandalag 'háskólamanna heimildarmönnum okkar unnt að fá viðtal við Lillian Hellman í síðustuviku. Sagt er að hún sé veik og haldi kyrru fyrir heima hjá sér í Nýja Englandi í Bandaríkjunum. Samt sem áður var haft eftir henni í New York að hún endurtæki það að hún hafi aldrei fyrr heyrt Gardiner getið og að Júlía sé „henni með öllu óviðkomandi - og legg heiður minn að veði fyrir því.“ Gardiner viðurkennir að saga Lill Hellmans sé nokkuð vel gerð, en segir að hún sýni ekki ranverulegar ástæður fyrir hetjudáðum Júlíu. Hennar eigin ástæður voru skýrar. Hún varð vitni að fjöldamorðum ríkisstjórnar Dollfuss á verkamönnum árið 1934. „Það olli straumhvörfum í lífi mínu að sjá herinn skjóta niður sósíalistana." Hún opnaði bæði heimili sitt og seðlaveski þegar í stað hinum hundeltu sósíalistum. Hún varð síðar ástfangin af einum þeirra manna sem hún faldi, Joseph Buttinger, leiðtoga austurrískra sósíalista. Þau gengu í hjónaband eftir að þau voru bæði flúin úr landi. Á meðan Gardiner leyndi flóttamönnum, smyglaði vegabréfum og falsaði pappíra lifði hún ósköp venjulegu lífi að því er séð varð, en hún stundaði nám í læknisfræði við háskólann í Vín. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. aWWafkt REYKJAViKURVEGI 25 Hálnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnishoiti 14 Reykjavík. Þegar Buttinger og Gardiner voru flúin til Bandaríkjanna tókst þeim að fá Eteanor Roosevelt til þess að telja forsetann á að veita þeim hundruðum Austurríkjamanna sem sátu fastir í Frakklandi landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Síðan hafa þau bæði hlotið miklar heiðursnafnbætur í Austurríki og þar er Gardiner nú goðsögn. Þegar dr. Steiner spurði stóran hóp manna sem fyrrum barðist með andspyrnuhreyfingunni að því hvort verið gæti að einhver önnur bandarísk stúlka hefði starfað með andspyrnuhreyfingunni var honum sagt að: „Það var bara Mary og allir vissu um Mary.“ Skólafólk veitir foreldrum uppreisn æru: Mikilvægt að börn og foreldrar lesi saman ■ Breskir kennarar sem leita aðferða til þess að bæta lestrarkunnáttu skólabarna hafa komist að þeirri niðurstöðu að vænlegasta lausnin sé sú að hvetja foreldra til þess að eiga reglulegar lestrarstundir með bömum sínum heima fyrir. Þessi skoðun kennaranna gengur í berhögg við þá stefnu, sem hefur verið ríkjandi meðal skólafólks, að foreldrar ættu sem minnst að skipta sér af lestrarnámi barna sinna. Samkvæmt henni eru foreldrar stórhættulegir „amatörar" sem einungis rugla börnin og hleypa þeim í uppnám. Þó að foreldrar hafi alltaf verið hvattir til að lesa fyrir börnin sín hefur ekki verið lagt að þeim að hlusta á lestur barnanna. Ennfremur hafa foreldrar í verkalýðsstétt ætfð verið álitnir annaðhvort of störfum hlaðnir eða of sinnulausir til þess að geta veitt börnum sínum reglubundna aðstoð við lesturinn. Nú hafa aftur á móti 34 af 48 grunnskólum í Hackney, sem er eitt af fátækustu hverfunum í London, komið sér saman um áætlun sem beinist að því að foreldrarnir verði aðal lestrarkennarar barnanna. í sumum skólunum taka allt að 98% foreldranna þátt í þessu starfi, en margir þeirra búa, ásamt stórum fjölskyldum sínum, í risastórum fjölbýlishúsum sem eru í eigu borgarinnar. Alex Griffiths sálfræðingur, sem sérhæfir sig í menntun skólabarna, einn af skipuleggjendum áætlunarinnar segir að þær reglur sem foreldrunum er ætlað að fara eftir séu einfaldar: Hrósaðu barninu mikið, gerðu lestrarstundirnar skemmtilegar og hafðu þær stuttar. Fimm eða tíu mínútur eru nógu langur tími - annars er hætt við að gamanið fari að kárna. Árangurinn er undraverður. í fyrsta skólanum sem framfylgdi áætluninni jókst hlutfall þeirra barna sem sköruðu fram úr sínum aldurshópi um 50% á tveimur árum og all mörg börn sprengdu viðmiðunarrammann. í einum smábarnaskóla náðu börnin svo háum einkunnum í lestri að þegar þau voru flutt í grunnskólann neitaði skólastjórinn þar að trúa þeim. Börnin voru því prófuð upp á nýtt og skiluðu þau sama árangri. Árangur áætlunarinnar hefur verið svo góður að í sumum skólum hefur þurft að auka útgjöld vegna skólabóka um helming til þess að geta svarað eftirspuniinni. „Þau komast í gegnum bækurnar með undraverðum hraða,“ segir Janet Bradley, smábamakennari. „Það myndi taka mig langan tíma að komast í gegnum eina bók með hverju barni. En þau fara oft heim og lesa heila bök á einu kvöldi. “ Samkvæmt áætluninni hefur hvert barn sitt spjald og á það rita bæði kennarar og foreldrar athugasemdir sínar. Kennarinn leggur til að bamið skuli lesa svo eða svo kmargar blaðsíður og foreldrarnir svara með athugasemdum um frammistöðu barnsins og hvort þær bækur sem notaðar eru séu við hæfi. Foreldrum em einnig ráðlagðar ákveðnar aðferðir ef illa gengur. Sumir skólanna ráðleggja foreldmnum t.d. að gera ekki mikið úr því. „Leyfðu baminu að reyna að geta sér til um orðið út frá merkingu setningarinnar eða hljóði fyrsta stafsins. Ef það gengur ekki fljótlega skaltu bara segja baminu hvaða orð þetta sé og halda síðan áfrarn." Griffith segir að jafnvel þeir foreldrar sem ekki getá lesið ensku geti tekið þátt í þessari kennsluaðferð. „Merkingin er aðalatriðið. Foreldrarnir geta hlustað eftir því hvort setningin sé í samhengi eða ekki.“ Tilraunir annars staðar staðfesta gildi þess að foreldrarnir hjálpi til. Foreldrar nemenda skóla nokkurs, sem koma úr mjög fátækum fjölskyldum og búa við afar slæm skilyrði í niðumíddu húsnæði í eigu hins opinbera, féllust á að hlusta á lestur bama sinna í tíu til fimmtán mínútur daglega. Að tíu vikum liðnum höfðu börnin tekið framfömm sem jafnaldrar þeirra ná að öðrum kosti á sex mánuðum. Nú vilja skipuleggjendur áætlunarinnar færa út kvíarnar og koma á aðstoð foreldra við stærðfræðikennslu. Einnig em uppi hugmyndir um aðra og stærri áætlun sem miðar að því að skólabörn eigi reglubundnar Lstrarstundir með ellilífeyrisþegum. ■ Sameiginlegar lcstrarstundir bama og foreldra hafa gefið svo góða raun að nú dettur bresku skólafólki í hug að skipuleggja sambærilegar stundir skólabarna og ellilífseyrísþcga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.