Tíminn - 22.05.1983, Qupperneq 18

Tíminn - 22.05.1983, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 22. MAI1983 ■ Dr. Björn Þórðarson veitti utan- þingsstjórninni forsxti ■ Bjöm Ólafsson stórkaupmaður var fjármálaráðherra ■ Einar Araórsson hæstaréttardómari var dómsmálaráðherra ■ Vilhjálmur Þór bankastjóri var utan- ríkis- og atvinnumálaráðherra ■ Jóhann Sæmundsson yfirlæknir var félagsmálaráðherra UTANÞINGSSTJÖRNIN 1942 - 1944 Ef alþingismenn geta ekki náð samstöðu um myndun ríkisstjórnar hefur forseti íslands rétt til að skipa stjórn manna utan þings. Að sjálfsögðu yrði slíkt ekki gert nema sem algjört neyðarúrræði og hún yrði að lúta vilja meirihluta alþingismanna. Utanþingsstjórn hefur einu sinni setið á íslandi, það var á árunum 1942-1944 og veitti Björn Þórðarson henni forsæti, en það var Sveinn Björnsson, þáverandi ríkisstjóri, sem skipaði stjórnina. Hug- myndir um utanþingsstjórn skjóta alltaf upp kollin- um af og til, einkum þegar erfíðlega gengur að koma saman starfhæfri þingræðisstjórn og örðug- leikar á stjórnarmyndun undanfarna daga hafa enn kveikt hugmyndina. Hafa menn jafnvel farið að velta fyrir sér hugsanlegum ráðherraefnum í siíkri stjórn. Yið ætlum að leyfa okkur að vona að þingleg stjórn verði mynduð, en í tilefni umræðnanna að undanförnu hyggjumst við rifja upp nokkra þætti úr sögu utanþingsstjórnarinnar gömlu og rekja aðdrag- anda þess að henni var komið á fót á sínum tíma. Aðdragandi ■ Árið 1942 var all stormasamt í íslenskum stjórnmálum. Tvennar kosn- ingar fóru fram og þrjár ríkisstjórnir sátu að völdum, fyrst þjóðstjórn, þá minnihlutastjóm Ólafs Thors og loks utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar. Óvægnar kjaradeilur settu einnig svip á árið. í ársbyrjun 1942 gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög, gerðardómslögin eða „þrælalögin" eins og þau voru almennt kölluð. Með þeim voru kauphækkanir bannaðar og sömuleiðis verkföll. Þessi lög gengu í berhögg við stefnu Alþýðu- flokksins sem átt hafði ráðherra í þjóð- stjórninni. Varð það til þess að Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra sagði af sér og Alþýðuflokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Framsóknar- flokk og Sjálfstæðisflokk. Bráðabirgða- lögin voru lögð fyrir Alþingi í febrúar- mánuði 1942 og voru þar samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna. Verkalýðshreyfingin snerist öndverð gegn lögum þessum. Þau urðu til þess að róttæku öflin í Verkamannafélaginu Dagsbrún unnu mikinn sigur í ársbyrjun 1942 og ný stjórn undir forystu Sigurðar Guðnasonar tók við stjórn. Verkamenn h'ófunú mikinnskæruhcrnað. Þeirgerðu með sér samtök á vinnustöðum og hættu að mæta til vinnu. Varð það til þess að atvinnurekendur neyddust víða til að ganga að samningum. Atvinnurekendur gerðu allt til að ná sér niðri á Dagsbrún. Vinnuveitendafélagið gaf m.a. út lista yfir 300 verkamenn hjá Eimskip og setti þá í verkbann. En allt kom fyrir ekki. Verkamenn sigruðu og samningar tókust milli þeirra og atvinnurekenda í ágúst- mánuði. í tíð þjóðstjórnar kom fram frumvarp sem hafði mikla þýðingu og varð að lokum til þess að alveg slitnaði upp úr stjórnarsamvinnunni. Alþýðuflokkurinn bar fram tilíögu um breytingu á stjórn- arskránni sem fól í sér nýja kjördæma- skipun. Kjördæmaskipun var svo fyrir komið að 20 þingmenn voru kjörnir í einmenningskjördæmum og 12 í tví- menningskjördæmum. í Reykjavík voru 6 þingmenn kosnir hlutfallskosningu en 11 uppbótarþingsæti voru til jöfnunar milli þingflokka. Tvennar kosningar í kosningunum 1937 hafði komið í ljós að mikið vantaði á að styrkleiki flokka á Alþingi væri í samræmi við fylgi þeirra meðal kjósenda. Alþýðuflokksmenn töldu það réttlætismál að lagfæra þessa kjördæmaskipan og báru því fram breyt- ingartillögu þar að lútandi. Sjálfstæðis- menn og Sósíalistar studdu breytingar- tillöguna en Framsóknarmenn vildu alls ekki fallast á breytingarnar sem aðallega fólu í sér fjölgun þingmanna m.a. í Reykjavík og hlutbundnar kosningar í tvímenningskjördæmum. Ósamkomu- lag stjórnmálaflokkanna um gerðar- dómslögin og kjördæmaskipunina varð svo til þess að endanlega slitnaði upp úr þjóðstjórnarsamstarfinu í maí 1942. Myndaði Ólafur Thors þá minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins þann 16. maí. Raðuneyti Ólafs Thors var fyrsta ríkis- stjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokks- Saga þessar- ar einstæðu ríkisstjórnar rifjuð npp í tilefni hug- mynda um að ný utan- þingsstjórn verði skipuð til að binda endi á stjórnar- kreppuna ins. Alþýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn hétu því að verja stjórnina vantrausti, þar til kjördæmamálið væri komið í höfn. Eins og búist var við bar Framsóknarflokkurinn fram vantrausts- tillögu jafnskjótt og nýja stjórnin tók við. Vantrauststillögunni var vísað frá á þeim forsendum að hún væri borin fram í þeim tilgangi einum að koma í veg fyrir lausn kjördæmamálsins og sæi Alþingi því ekki ástæðu til að láta fara fram atkvæðagreiðslu um hana. Frávísunartil- lagan var samþykkt með atkvæðum Sósíalistaflokks, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Ráðuneyti Ólafs Thors sat milli kosn- inga því að tvennar kosningar urðu að fara fram vegna kjördæmabreytingar- innar. Á meðan eyddust áhrif gerðar- dómsins í kaupgjalds og verðlagsmálum sem þjóðstjórnin lét gefa út í ársbyrjun. Grunnkaup var hækkað og dýrtíð óx. Þess má geta að vísitalan var talin 100 stig í janúar 1939. Hún var komin í 177 stig undir árslok 1941 en mest hækkaði hún þó á árinu 1942 er hún fór í 272 stig. Árið 1942 mætti e.t.v. kalla ár hækkandi talna, því tímakaup verkamanna hækk- aði úr 2,54 krónum í 5,46 krónur og útgjöld fjárlaga hækkuðu úr um 32 milljónum í um 76 milljónir. Kosningar fóru svo fram 5.júlí um sumarið. Úrslit þeirra urðu þau að Sjálfstæðismenn hlutu 17 þingsæti, Framsóknarmenn 20 þingsæti, Alþýðu- flokkur 6 og Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn 6 þingsæti. Þann 27. ágúst varsvo kjördæmamálið samþykkt við 3. umræðu í efri deild og þar með endanlega afgreitt. Jafnframt var samþykkt tillaga þess efnis , að kjördagar skuli vera tveir í sveitum landsins í væntanlegum kosningum um haustið. Með endanlegri samþykkt stjórnarskrárinnar var hlutleysi Alþýðu- flokks við ráðuneyti Ólafs Thors lokið. Ákveðið var að kosningar færu fram dagana 18. og 19. október. Kjördæmaskipan varð nú með þeim hætti að hlutfallskosningar voru teknar upp í öllum tvímenningskjördæmum, þingmönnum Reykjavíkur var fjölgað um 2 og Siglufjörður var gerður að kjördæmi út af fyrir sig. Þingmenn voru því 52 frá 1942 og fram til ársins 1959 er gerð var breyting á kjördæmaskipaninni aftur. Haustkosningar fóru fram dagana 18. og 19. október. eins og ráðgert hafði verið en Alþingi kom saman 14. nóvem- ber. Kosningarnar fóru þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 20 þingmenn kosna, Framsóknarflokkurinn 15, Sósí-1 alistar 10 og Alþýðuflokkurinn 7. Nú verða umtalsverðar breytingar á styrkleika flokkanna á Alþingi. Fram- sóknarmenn missa stjórnarforystu þá sem þeir höfðu haft nærri óslitið frá 1927. Sósíalistar vinna aftur á móti mjög I á. Þess skal getið að fimmti flokkurinn bauð fram bæði í sumar og haustkosning- unum 1942. Það var svokallaður Þjóð- veldisflokkur og bauð hann fram lista í Reykjavík. Var þar fyrst og fremst um að ræða klofningslista úr Sjálfstæðis- flokknum. Þjóðveldismenn fengu aðeins 1,1% og 2,2% greiddra atkvæða í hvorum kosningum og engan mann á þing og var flokkurinn þar með úr sögunni. Á ríkisráðsfundi sem haldinn var sama dag og haustþingið var sett (þ.e. 14. nóv.), baðst Ólafur Thors lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt samkvæmt því sem hann hafði sagt ríkisstjóra hinn 3. nó-1 vember að hann myndi gera eftir að Alþingi kæmi saman. Ríkisstjóri veitti ráðuneytinu lausn frá embætti, en bað ráðherra að gegna áfram störfum þangað til ný stjórn hefði verið mynduð. Féllust þeir á það og fóru síðan frá er ráðuneyti Björns Þórðarsonar tók við völdum 16. desember. Viðræður um nýja stjórn Samkvæmt ósk Sveins Björnssonar ríkisstjóra tilnefndu þingflokkarnir 2 menn hver í sameiginlega nefnd til að ræða um myndun ríkisstjórnar er nyti stuðnings allra flokka. í nefndinni áttu sæti: Jónas Jónsson og Eysteinn Jónsson fyrir hönd Framsóknarflokksins, Emil Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson fyrir Alþýðuflokkinn, Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson fyrir Sósíalista og Jakob Möller og Ólafur Thors fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nefndin kom nokkrum sinnum .saman en lítið gekk með stjórnarmyndun. Sú hugmynd kom fram meðan nefndin sat að störfum að ríkisstjóri skipaði ópólitíska stjórn embættismanna er færi með völd og ákvarðanir Alþingis meðan verið væri að athuga möguleikana á skipun þing- ræðislegrar stjórnar. Sósíalistar komu fram með hugmynd þessa og tóku Fram- sóknarmenn henni líklega. Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur vildu aftur á móti alls ekki fallast á slíka skipun. Þann 7. desember tjáði nefndin svo ríkisstjóra að hún teldi ekki mögulegt að mynda samstjórn allra flokka. Ríkis- stjóri hélt þá fund með formönnum flokkanna og tjáði þeim að hann myndi reyna aðrar leiðir til myndunar nýrrar stjórnar. Nú virtist sem allt væri komið í strand en þá ákváðu Sjálfstæðismenn að gera eina tilraun enn til myndunar þingræðisstjórnar. Þeir höfðu því sam- band við ríkisstjóra og báðu hann um frest þar sem flokkurinn vildi reyna að mynda þingræðisstjórn. Ríkisstjóri gaf Sjálfstæðisflokknum frest til 15. des. í þessu skyni. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins sendi nú bréf til hinna flokk- anna og tilkynnti að vitað væri að ríkisstjóri mundi leita út fyrir þingið um myndun ríkisstjórnar ef það tækist ekki nú. Þar sem flokkurinn teldi það neyðar- úrræði vildi hann reyna einu sinni enn myndun fjögurra flokka stjórnar. Hinir flokkarnir sendu Sjálfstæðisflokknum svarbréf hver fyrir sig. Enginn þeirra treysti sér til að mynda fjögurra flokka stjórn á svo stuttum tíma sem fresturinn væri. Þann 15. desember tilkynnti Sjálf- stæðisflokkurinn síðan ríkisstjóra að þessi síðasta tilraun hefði farið út um þúfur. Utanþingsstjórn skipuð Ríkisstjóri mun nú hafa talið, að þrautreynt væri af hálfu Alþingis um myndun þingræðisstjórnar og að ófor- svaranlegt væri að láta þetta ástand haida svona áfram. Um kvöldiðþann 15. desember var því tilkynnt frá skrifstofu ríkisstjóra, að hann hefði ákveðið skipun utanþingsstjórnar. Daginn eftir var stjórnin síðan skipuð á ríkisráðsfundi. Stjórnina skipuðu eftirtaldir: For- sætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson, fjármálaráðherra Björn Ólafsson stór- kaupmaður, dómsmálaráðherra Einar Arnórsson hæstaréttardómari og utan- ríkis- og atvinnumálaráðherra Vilhjálm- ur Þór bankastjóri Landsbanka íslands. Á ríkisráðsfundi 7 dögum síðar var dr. Jóhann Sæmundsson yfirlæknir skipaður fimmti ráðherrann í stjórninni og fór hann með félagsmál. Hverjir sátu í utanþingsstjórninni? Dr. Björn Þórðarson fæddist 1879. Hann ólst upp í Móum á Kjalarnesi. Að loknu lögfræðiprófi 1908 gengdi hann í nokkur ár ýmsum sýslumannsembættum jafnframt störfum í Stjórnarráðinu. Árið 1920 varð hann hæstaréttarritari. Björn var skipaður lögmaður í Reykjavík 1928 og gengdi hann því starfi þar til hann varð forsætisráðherra. Vilhjálmur Þórarinsson Þór fæddist 1899 á Æsustóðum í Eyjafirði. Hann fluttist til Akureyrar með foreldrum sínum 1904. 12 ára gamail byrjar hann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.