Tíminn - 22.05.1983, Síða 24
24
SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983
Össur Skarphéðinsson:
Makalaus
málaf ær sla
dr. Arnóri Hannibalssyni svarað
■ Á hundrað ára dánarafmæli Karls
Marx skrifaði dr. Arnór Hannibalsson
heimspekingur og háskóladósent grein í
Tímann þar sem hann hljóp við fót
gegnum þau fræði sem um alllanga hríð
hafa verið kennd við nafn Marx. Vænt-
anlega til að hnykkja á áherslum höfund-
ar voru sjö setningar teknar út úr efni
greinarinnar og prentaðar til hliðar við
hana með svo stóru letri að sæmilega
séður maður gat á margra metra færi
lcsið þær sjóntækjalaus. Ein þessara-
setninga var svohljóðandi: „Marxistar
telja sig hafa töfraformúlu fyrir því
hvernig á að gera menn hamingjusama
og eru reiðubúnir að myrða og drepa
heilu þjóðirnar til að ná þessu göfuga
marki“
Manndrápsstefnan
Svona fráleitar alhæfingar eru auðvit-
að fyrir neðan allar hellur og raunar er
fremur sorglegt að sjá þær birtar undir
nafni manns scm hefur framfærslu af því
að kenna íslenskum háskólastúdentum
að hugsa eftir skikkanlega rökrænum
brautum. Jafnframt er það afar fágætt
nú um stundir að stjórnmálaumræða á
íslandi sökkvi niður á það stig að
andstæðingar tiltekinna póltískra við-
horfa snúi þeim upp í hreina manndráps-
stefnu eins og gert er vafningalaust í
ofangreindri tilvitnun. Það er engin
ástæða til að taka með neinum silki-
hönskum á svo óvandaðri málafærslu,
hvort sem í hlut eigi heimspekingar eða
aðrir. I fullri vinsend leyfði ég mér því
að mótmæla þessum gæfulausa málabún-
aði hér í Tímanum í síðasta mánuði.
Nú hafa hins vegar blaðahnippingar
okkar heimspekingsins tekið undarlega
og næ'sta óvænta stefnu. í grein sem
Arnór skrifar í Tímann á baráttudegi
verkalýðsins neitar hann nefnilega bcisk-
■ Össur Skarphéðinsson
lega að hafa nokkurn tímann skrifað
hina umdeildu tilvitnun og gefur ekki til
kynna í svargrein sinni að hann hafi
nokkra hugmynd um hvaðan hún sé
komin. Til að lesendur geti sjálfir gert
sér grein fyrir þeirri heiðarlegu einurð
sem felst í þessari fágætu málsvörn
háskóladósentsins birti ég hér meðfylgj-
andi úrklippu. Hún hefur að geyma
ummælin sem Arnór veit ekki hvaðan
eru, og birtist með grein eftir hann
sjálfan undir titlinum: Hundrað ár liðin
frá láti hugsuðarins sem breytti heimin-
um: KARL MARX eftir dr. Arnór
Hannibalsson dósent í heimspeki. Geta
menn svo sjálfir dæmt hvor er að rugla,
doktorinn eða ég.
*
I fótspor Ara
Nú er mér ekki fullljóst hvort það er
vani doktorsins að láta aðra og ónafn-
greinda menn skrifa meiri eða minni
hluta af því sem birt er undir hans nafni,
og í sjálfu sér er það hans einkamál. En
væri það ekki lesendum hans til nokkurr-
ar þægðar ef slíkum greinum fylgdu
framvegis upplýsingar þar sem þess er
getið hvað hann hefur skrifað sjálfur -
og hvað ekki?
En gott og vel. Ég er reiðubúinn að
taka það trúanlegt frá Arnóri Hannibals-
syni að umrædd klausa sé ekki eftir hann
heldur einhvern annan, þá væntanlega
. starfsmenn Tímans, og samgleðst hon-
um raunar innilega að vera ekki höf-
undur þessarar vitleysu. En það breytir
ekki hinu, að hún var birt undir hans
nafni án þess hann sæi nokkra ástæðu til
að leiðrétta það sérstaklega gagnvart
lesendum fyrr en þessi vafasami mál-
flutningur hafði komið honum í koll. Og
hefði þá ekki verið heiðarlegra að gefa
lesendum til kynna hvaðan ég hefði búið
hana til sjálfur í því skyni að geta barið
betur á andmælanda mínum? Ekki dett-
ur mér í hug að ásaka Arnór um illan
vilja en þó sýnist mér að löngun til að
feta í fótspor Ara fróða hafi ekki verið
doktornum til mikilla trafala í þessu
máli.
Hættuleg fullyrðing
Þar með er sagan af Arnóri Hannibals-
syni heldur ekki öll. Eftir að hafa af
vandlætingu svarið af sér umgreind um-
mæli, án þess að tilgreina hinn rétta
höfund, þá kveðst hinn góði doktor þó
hafa aðstoðarlaust skrifað eftirfarandi
pistil sem einnig var birtur undir hans
nafni í upphaflegu greininni um Marx:
„Um allan heim eru mcnn sem kalla sig
marxista og telja sig hafa töfraformúlu
fyrir því hvcrnig á að gera menn
hamingjusama og eru reiðubúnir að
myrða og drepa heilu þjóðirnar til að ná
þessu göfuga marki.“Ekki þykir mér nú
ástandið batna mikið. Er það nema
sanngjörn krafa þegar svona djúptækar
fullyrðingar eru hafðar í frammi að
höfundur þeirra afmarki sig við þann
straum marxista sem með sögulegum
rétti má gera slíkar sendingar? Er til of
mikils mælst að menn sýni nokkra varúð
þegar sakburðurinn er kominn á þetta
stig? Dæmi hver fyrir sig.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að þessi
fullyrðing dósentsins hafi að geyma
hrapalega alhæfingu sem er gersamlega
rúin rökstuðningi í báðum greinum hans,
er enn jafn siðlaus og hin fyrri, og sem
Arnór getur að öllum líkindum ekki
staðið við.
Tökum hið nærtækasta dæmi: Ef full-
yrðing Arnórs er sönn eiga þá ekki
samkvæmt henni að vera til íslenskir
marxistar sem eru reiðubúnir „að myrða
og drepa“ til að koma stefnu sinni í
framkvæmd? Hvaða fólk cr þetta, félagi
fræðimaður? Hverja vill það drepa?
Hvaða heimildir .eru fyrir þessu?
Hinum íslenska Sókrates verður vafa-
laust ekki skotaskuld úr að svara þessu.
Ef ekki, er þá ekki ofangreind fullyrðing
hættulegt rugl, sem allir heiðarlegir
menn myndu biðjast afsökunar á?
Austur Anglíu
11. maí.
Aths. ritstj. Klausan „Marxistar telja
sig...“ o.s.frv. til hliðar við grein dr.
Arnórs Hannibalssonar um Marx í Helg-
ar-Tímanum 19.-20. mars s.l. er ekki
höfundarverk hans heldur samin og birt
á ábyrgð ritstj. án samráðs við höf. Er
beðist velvirðingar á því að þetta skuli
ekki hafa komið fram fyrr.
^ JARDTÆTARI
KRONE
I
„TÆTUM OC TRYLLUM!"
Þaö er óþarfi aö tryllast yfir
ónýtum verkfærum,
KRONE jarðtætari er sterkur og
endingargóður. Verkin vinnast vel
meö KRONE.
Veldu þér vandaða vél.
HAMAR HE
Véladeild
Húsbyggjendur!
Ávallt fyrirliggjandi
★ Dönsk glerullareinangrun
★ Amerísk JM glerullareinangrun
★ Steinull
★ Glerullarhólkar
★ Álpappír
★ Spónaplötur og grindarefni
★ Milliveggjaplötur
★ Þakpappi og þakjárn
★ Mótatimbur og steypustyrktarjárn
★ Rör og fittings
Tryggjum góða vöru á góðu verði
Opið:
Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 8-18
föstudaga kl. 8-19
laugardaga 9-12
BYGGINGAVÖRUR
HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild 28-604
Byggingavörur 28-600 Malningarvörur og verkfæri 28-605
Golfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki 28-430
Allt fyrir bygginguna á ótrúlega hagstæðum
greiðslukjörum
Eigum fyrirliggjandi
CAV 12 volta startari:
Bedford M. Ferguson
Perkins Zetor
L. RoverD. Ursusofl.
CAV 24 volta startari:
Perkings
Scania
JCB o.fl.
Lucas 12 volta startari:
M. Ferguson
Ford Tractor ofl.
CAV 24 volta alternator:
35 amper einangruð jörð
65 amper einangruð jörð
Butec 24 volta alternator:
55 ampers einangruð jörð
Einnig startarar og alternatorar fyrir allar
gerðir af japönskum og enskum bifreiðum.
Þyrill s.f.
Hverfisgötu 84
101 Reykjavík
Sími29080
Sími 22123. Pósthólf 1444. Tryggvagötu, Reykjavík.
GM