Tíminn - 19.10.1983, Page 2

Tíminn - 19.10.1983, Page 2
Hrísey: Traustara síma- samband ■ Nýverið hefur sex línum verið aukið við-símstöðina á Dalvík. Þetta er 27% aukning, sem kemur til góða fyrir Hrísey, Árskógshrepp og Ólafs- fjörð. Ennfremur hafa ný þráölaus tæki veriðsettu uppfyrirsímanotendur í Hrísey og mun það bæta símasam- band til mikilla inuna frá því scm áður var. Stöðin hé/er þó of lítil, eða aðeins 90 númer. Það mun líða nokkur tími þar til hægt vcrður að bæta úr því, að . sögn Ársæls Magnússonar, umdæmis- stjóra Pósts og síma.’ Héðan rær nú einn bátur með lítiu, en atli er tregur og frekar smár. Togarinn gengur þolanlega og ólafur Magnússon er á síldveiður. Af öðrum þáttum héðan er lítið að frétta. Mann- lífið gengur sinn vanagang og fólk er að búa sig undir veturinn. SA-Hrísey Gamli kennara- skólinn við Laufásveg: Friðaður í B-flokki ■ Menntamálaráðuneytið hefur á- kveðið að garnli kennaraskólinn við Laufásveg skuli vcra friðaður í B- flokki. Tiikynning um jietta frá menntamálaráðuneytinu lá fyrir borg- arráðsfundi í gær, cn það er mennta- málaráðherra sem hefur ákvörðunar- vald í málinu. Friðun í B-flokki merkír að viðkom- arfdi mannvirki er haldið við með upprunalegum svip að utanverðu en heimilt er að breyta þvf að innan. Engar mótbárur komu fram gegn friðuninniafhálfuReykjavíkurborgar. JGK Lúthers- vaka í kvöld ■ í tengslum við Kirkjuþing, er boðið til almennrar kvöldvöku í Hallgríms- kirkju í kvöld kl. 20.30. Verður 500 ára afmælis Marteins Lúthers minnst með fjölbreyttri dagskrá. Hjörtur Pálsson dagskrársjóri lcs nýtt ljóð um Lúther eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási. Dr. Gunnar Kristjánsson mun fjalla um Lúther, líf hans og starf og sýnir athyglisverðar iitskyggnur máli sínu til skýringar. Þá mun Hörður Áskelsson fjalla unt sálm Lúthers „Gef þinni kristni góðan frið“. Vökunni lýkur með náttsöng. BK ■ Björn R. Einarsson stjórnaði leik lúðrasveitarinnar. Tímamynd GE ■ í gær varð Flataskóli í Garðabæ 25 ára, en hann tók til starfa 18. október 1958. Þá var aðeins eitt lítið hús á Flötunum og býlið Minkagerði. íbúar í Garðahreppi voru þá um 800. Fyrsta árið í skólanum voru nemendur 137 en fjölgaði mjög ört með vaxandi byggð og urðu flestir árið 1975, 782. í vetur eru nemendur 443. Saga skólans er samofin sögu Garða- bæjar. Nær 2000 tólf ára börn hafa stundað nám og kvatt skólann frá upphafi. Skólinn á stærsta safn Ijós- mynda sem til er af ungum Garðbæing- um. Ljósmyndir og teikningar nemenda munu prýða ganga skólans næstu vikur og mánuði. Nemendur og starfsfólk gerði sér nokkurn dagamun í gær. Skátar drógu fána að hún kl. 8 og um sama leyti hóf hópur 9-11 ára nemenda boðhlaup til Bessastaða, til þes að færa forseta sínum, Vigdísi, bréf. Vigdís heimsótti síðan skólann og tók með sér þær hetjur sem hlaupið höfðu síðasta spölinn. Þá kom menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir einnig í heimsókn. Lúðra- sveit barna lék undir stjórn Björns R. Einarssonar og skólakór Garðabæjar söng undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafs- ■ Það voru fatlaðar stúlkur í hjólastólum sem færðu þeim Ranghildi og Vigdísi blómvendi. Tímamynd GE dóttur. Síðan fóru allir í afmæliskaffi. Síðdegis var svo diskótek fyrir 10 og 11 ára börn í Félagsmiðstöð Garðabæj- ar, og í gærkvöldi var flugeldasýning. Föstudaginn 21. október verður svo afmælishóf skólans fyrir gesti, starfsfólk, foreldra, fyrrverandi kennara og nem- endur úr eldri árgöngum. Þess skal að lokum geta sem vel er gert. Á þessum tímamótum hefur öll aðstaða til stuðnings- og hjálparkennslu verið stórbætt og ný og fullkomin lyfta fyrir fötluð börn verður tekin í notkun. Skólastjóri hefur frá upphafi verið Vilbergur Júlíusson og yfirkennari er Hallgrímur Sæmundsson. BK ■ Vigdís ávarpar nemendur, starfsfólk, bæjarfulltrúa o.fl. Hún heldur á útskornum tréhólk sem nemendur færðu henni í morgunsárið heim á hlað á Bessastöðum. Tímamynd GE Tuttugu og fimm ára afmæli Flataskóla: NEMENDUR EFNDU TIL B0D- HLAIIPS TIL BESSASTAÐA! ■ Nemendur færðu þeim Vigdísi og Ragnhildi blóm. Með þeim á myndinni er Vilberg Júlíusson skolastjon og Ltlja Hallgrímsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar. Tímamynd GE Tímamynd GE ■ Vigdís fékk rós í hnappagatið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.