Tíminn - 22.10.1983, Qupperneq 1

Tíminn - 22.10.1983, Qupperneq 1
Útibúið tilbúið en ekkert leyfi — Sjá bls. 5 Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 22.-23. október 1983 245. tölublað - 67. árgangur Sidumula 15—Pósthólf 370Reykjavik - Ritstjorn’ 86300- Augtysingar 18300— Afgreiðsla og askritt 86300 - Kvóldsimar 86387 og 86306 — Fjá^málaraöherra tekur vel í hugmyndir Isbjarnarmanna aö greiða upp safnaöa skatta sl. þriggja ára með sex ára skuldabréfi ■ ísbjörninn hf. í Reykjavík er nú orðinn svo stórskuldugur við ríki og borg vegna ógoldinna opinberra gjalda, að samtals,að dráttarvöxtum meðtöldum, eru skuldir vegna áranna 1981,1982 og 1983 orðnar um 13 milljónir. Herma heimildir Tímans að for- ráðamenn ísbjarnarins hafi gengið á fund fjármálaráðherra Alberts Guðmundssonar og far- ið fram á að hann beitti sér fyrir því að þeir fengju skuld sína yfir á skuldabréf til 6 ára, og munu þeir, samkvæmt sömu heimild- um Tímans ætla að leita eftir samskonar fyrirgreiðsiu hjá Reykjavíkurborg. „Ég held að það sé alveg staðreynd að fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi eru í vanda stödd, og ég er reiðubúinn til þess að reyna að finna lausn á vanda þeirra í ísbirninum sem annarra. Það er engin lausn fyrir þjóðfé- lagið að láta þessi fyrirtæki fara á hausinn,“ sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra er Tíminn spurði hann í gær, hvað hann hygðist gera varðandi er- indi þeirra Isbjarnarmanna. Sagðist Albert að öðru leyti ekki vera í aðstöðu til þess að ræða málið. Höskuldur Jónsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í samtali við Tímann um þessi mál, að það væru til for- dæmi fyrir því að útgerðarfyrir- tæki sem í vanda hefðu átt, hefðu fengið að greiða opinber gjöld sín á skuldabréfum til ein- hverra ára eftir að hafa borið upp mál stn í fjármálaráðuneyt- inu, og nefndi hann Meitilinn í Þorlákshöfn og Breiðdalsvík sem dæmi. Höskuldur sagði jafnframt: „Það er nú þannig með þessi útgerðarfyrirtæki, að það er oft á tíðum óskaplega erfitt að sækja greiðslur til þeirra, því þótt farið sé yfir í lögtök, þá eru eignirnar oft svo óskaplega veðsettar, að það eru allir aðrir búnir að fá sitt, áður en kemur að ríkinu. Ég hef því oft metið það svo, að það sé betra að semja og fá öruggan greiðsluaðila, eins og banka, heldur en að krefjast uppboðs á eignum og sitja svo uppi með það að eignirnar hafa verið seld- ar og allir aðrir fengið fullnustu krafna sinna á undan ríkissjóði.“ Höskuldur sagðist þó leggja áherslu á að ekki ætti að semja um uppgjöf á opinberum skuldum með þessum hætti, nema því aðeins að það væri besti kosturinn frá sjónarmiði ráðuneytisins, og sagðist hann engan dóm geta lagt á hvort svo væri í tilfelli ísbjarnarins eða ekki. Vilhjálmur Ingvarsson, annar framkvæmdastjóra Isbjarnarins sagði er Tíminn ræddi við hann um þessi greiðsluvandamál fyrir- tækisins á opinberum gjöldum, aðstöðu- og fasteignagjöldum að hér væri um sjö milljónir að ræða í skuldi til hins opinbera og um 5 milljónir til Reykjavíkur. Að- spurður um ástæður þessarar slæmu skuldastöðu á opinberum gjöldum sagði Vilhjálmur: „Þetta er bara vegna erfiðleika sem hlotist hafa af minnkandi afla og versnandi samsetningu afla. Það gefur auga leið að ■ Skyldu þær vera að bíða eftir Hagavagninum? Tímamynd: Róbert 1 ER ÓÞARFIAÐ BYGGIA TÚN- USTARHÖLL í REYKIAVfK? — Hugmyndir medal kirkjunnar manna að Hallgrimskirkja geti leyst vandann ■ Gæti fullbúin Hallgríms- kirkja leyst vanda tónlistarunn- enda og gert hugmyndir um byggingu sérstaks tónlistarhúss í Reykjavík óþarfar? Fyrir Kirkjuþingi liggur til- laga frá Otto A. Michelsen þar sem lagt er til að „Kirkjuþing skipi ólaunaða nefnd til við- ræðna við hreyfingu um bygg- ingu tónlistarhúss". í greinar- gerð er vísað til stofnfundar um byggingu tónlistarhúss þar sem mættir voru um 1700 áhuga- menn. Fyrsta fjárhagsáætlun um kostnað hússins hefði verið um 140 milljónir og safnast hefði tæp ein milljón. Því væri ráð að athuga hvort að hrinda mætti þessu máli í framkvæmd, með því að nýta til þess kirkjuskip Hallgrímskirkju. Allar líkur bendi til þess að þar vcrði hljómburður góður og er vitað um virta tónlistarmenn, sem beinlínis bíða eftir þeim mögu- leika. Kostirnir við þessa skipan yrðu þeir að Hallgrímskirkju yrði fyrr lokið og þar af leiðandi gætu tónlistarunnendur fyrr komist í viðunandi húsnæði, svo og þjóðin að ljúka minnismerki um Hallgrím Pétursson. í öðru lagi mætti tryggt telja að slík samvinna gæti skapað öryggi um að þessu stórmáli verði lokið innan fárra ára. Fróðlegt verður að sjá hvernig tónlistarunnendur bregðast við þessum hugmyndum fari svo að Kirkjuþing veiti málinu braut- argengi. -BK erfiðleikar í rekstri aukast 'þegar afli minnkar og aflasamsetning breytist cins og hún hefur gert. Það er ekki hægt að kenna neinni ríkisstjórn um þennan vanda þótt sumir mundu gera það.“ -AB Stofnlánasjóð- irnir fá að kenna á þvíí lánsfjáráætlun: Sumir þeirra nær því þurrkaðir út ■ Þaö er ekki bara í ijárlaga- frumvarpinu sem hert er að siofnlánasjóðunum, því sama er að segja um lánsfjáráætlun- arfruim arpið, þar sem mjög er skorið niður Ijármagn til sjóð- anna. Til aö mynda er gert ráð fyrir 400 milljónum til Fisk- veiðasjóðs tii þess að standu undir greiðsluhalla og til útlána fær hann aðeins 250 núlljónir króna. lönlánasjóður hækkar al- mest af sjóðunum á lánsfjár- áætluninni, en hann fær 210 milljónir króna. Ástæða þess er m.a. sú að nú cr það mál manna að iðnaðurinn þurfi að vera vcrulegur vaxtarbroddur, því ekki sé um aörar nýjar leiðir að ræða fyrir okkur, eða frekari nýtingu á hefðbundnu atvinnugreinunum. Iðnþróunarsjóður fær hins vegar ekki krónu, samkvæmt lánsfjáráætluninni fyrir 1984 sem verður lögð fram á næstu dögum á Alþingi. Stofnlánadeild landbúnað- arins fær samkvæmt lánsfjár- áætluninni 110 milljónir króna til útlána, Lánasjóður sveitar- félaga fær 14 milljónir. Ferða- málasjóður 29 milljónir, Versl- unarlánasjóður 18 milljónir og Stofnlánasjóður samvinnufé- iaga 18 milljónir. Þá er gert ráð fyrir láni til bætts aðbúnaðar á vinnustöðum samkvæmt nýju lögunum, að upphæð 15 mill- jónir og Framiciðnisjóður landbúnaðarins fær 9.5 mill- jónir. Þá er enn spurning hvað verður með húsnæðismálin, varðandi framkvæmdalánin, því á það þarf að reyna hvort bankamir eru íáanlegir til þess að fjármagna þau, eöa hvort þau þurfa að koma inn í lánsfjáráætlun, en þar er um 110 milljónir að ræða. -AB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.