Tíminn - 22.10.1983, Síða 11

Tíminn - 22.10.1983, Síða 11
10 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 ATLAS vetrardekk Gæðadekk á góðu verði Stærðir Verð m/sölusk. A 78x13 @ kr .. ... 2.629.- B 78x13 @ kr .. ... 2.673.- 155 R13 @ kr .. ... 2.397.- 165 R13 @ kr .. ... 2.484.- G 78x14 @ kr .. ... 3.112.- E 78x14 @ kr .. ... 3.291.- P195/75 R14 @ kr .. ... 3.549.- P 205/75 R14 @ kr .. ... 3.711.- R 205/75 R15 @ kr .. ... 3.980.- P 225/75 R15 @ kr .. ... 4.374.- H78xl5 @ kr .. ... 4.936.- 700x15 @ kr .. ... 4.935.- 700x16 @ kr .. ... 5.590.- 750x16 @ kr .. ... 7.390.- St. Jósefsspítalinn Landakoti Hjúkrunarfræðingar óskast til eftirtalinna starfa nú þegar eöa eftir samkomulagi. Skurðdeild: Staða hjúkrunarfræðinga með sér- menntun hlutastarf kemur til greina: Staða hjúkr- unarfræðings. Sérmenntun ekki skilyrði. Gjörgæsla: Stöður hjúkrunarfræðinga í fullt starf hlutastarf eða fastar næturvaktir. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga. Reykjavík 20. okt. 1983. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Eftirmenntun iðnaðarmanna Tölvunámskeið Byrjendanámskeið hefjast fimmtudaginn 27. okt. og fimmtudaginn 3. nóv. Framhaldsnámskeið hefst fimmtudag 10. nóv. Þátttökugjald kr. 1000.- greiðist við innritun. Upplýsingar og innritun í skrifstofu skólans. Iðnskólinn í Reykjavík fþróttir Athugasemd Ungmennafélagsins Skallagríms við greinargerð Umf. Selfoss í dagblöðunum ■ I tilefni af upphlaupi forráðamanna Umf. Selfoss í fjölmiðlum vegna niðurstöðu íþróttadömstöls ÍSÍ í kærumálum nokkurra 3. deildarfélaga á hendur Umf. Skallagrími, þá vill Umf. Skallagrímur taka fram eftirfarandi: Félagið telur ckki viðeigandi eða cðlilegt eftir að endanlegir dómar hafa gcngið hjá æðsta íþróttadómstól landsins, íþróttadómstól ÍSÍ, í kærumálum félaga ót af meintum ólöglegum leikmanni, að málsaðilar hefji þá á nv málarekstur, og þá á vettvangi fjöliniðla. í samræmi við það þá mun félagið ekki standa í þrætuskrifum í dagblöðum varðandi þessi útkljáðu mál, sem engum sýnilegum tilgangi þjóna. Til þess að málflutningur þcirra Selfyssinga verði þó ekki alveg einhliöa og eins til upplýsingar fyrir lesendur, þá hefur félagið sent dagblöðunum til birtingar greinargerð félagsins vegna áfrýjunarmálsins Umf. Skallagrímur gegn Umf. Snæfelli, en byggt var á greinargcrð þessari í hliðstæðum málum fyrir íþróttadómstól ÍSÍ. Jafnframt er þess óskað að birtir verði úrskuröir íþróttadómstóls ISÍ vegna þessara kærumála. Að öðru leyti verður ekki hirt um að leiðrétta þær fjölmörgu rangfærslur, sem fram koma í grein þeirra Selfyssinga. Að lokuin skal á það bent, vegna ómaklegra árása Seffyssinga á íþróttadómstól ISI, að af eölilegum ástæðum og samkvæmt langri venju hér á landi, þá þykir ekki viðeigandi, að dómstólar verji eða skýri niðurstöður sínar opinherlega. Eru þeir því yfirleitt gjörsamlega varnarlausir gagnvart svo ómáiefnalegum árásum, sem hér um ræðir. Hlýtur því framkvæmdastjóra ÍSÍ að þurfa að alhuga það gaumgæfilega, hvort ekki sé rétt i samræmi við 2. gr. 2. tl. c í dóms- og refsiákvæöum ÍSI að víta Umf. Selfoss fyrir framkomin umntæli í dagblööum um dómstólinn og störf hans, þvi þar er á augljósan hátt veriö að grafa undan því trausti, sem slíkir hlutlausir dómstólar þurfa óneitanlega að njóta. Virðingarfyllst Umf. Skallagrímur knattspymudcild Þorsteinn Benjamínsson Sigurgeir Erlendsson Athugasemd blaðamanns: ■ Þar sem greinargerð Selfyssinga var kynnt þannig, og skrifuð með birtingu f dagblöðum I huga, var hún birt hér í blaðinu óstytt. Greinargerð Skallagríms í málinu gegn Selfossi (áfrýjun til dómstóls ÍSÍ), er aftur á móti svo mikil umfangs, að hún rúmast alls ekki. Þess vegna verður hún birt hér mikið stytt, og rökstuðningur sumra atriðanna mikið styttur. Reynt er að láta öll aðalatriði komast til skiia. SÖE haft mikla sérstöðu sem keppni, og sé engan veginn sambærilegvið Reykjavík- urmótið, þar sem í einu og öllu er farið eftir regium KSÍ. Þá segir í greinargerðinni: „Vurðandi þá málsástæöu, að með því að vera skráður sem varumaður á leikskýrslu í leik við Víking í íslandsmót- inu án þess að koma inn á leikvöllinn, þá hafi Garðar Jónsson „leikið“ í skilningi áðurncfndra ákvæða, þá skal hér vísað til niðurstöðu dóms dónistóls KSÍ, sem getið hefur verið um, og verðurekki séð. að forsendur þeirrar niðurstöðu hafi neitt breyst. Má í þessu sambandi m.a. benda á, að í skrám KSÍ yfir leikna landsleiki einstakra manna cr að sjálf- sögðu miðað við það hvort leikmaðurinn hafi tekið þátt í sjálfum leiknum, þ.c. komið inn á ieikvöllinn. Sýnist og vera óþarfi að deila mjög um þá undirstöðu- reglu knattspymunnar, að eingöngy II menn leika hvern leik fyrir hvort lið og heimilt sé að skipta tveimur mönnum inná eftir ákvörðun þjálfara liðsins, en ekki 16 taki þátt í leiknum. f 2. mgr. 2. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót kemur fram, að hafi leikmaður ekki leikið með félagi sínu ■ 2 ár þá teljist hann hlutgengur með nýju félagi um leið og tilkynning um félaga- skipti hefur verið móttekin af KSÍ og samþykkt. í máli þessu liggur fyrir, að tilkynnig Garðars Jónssonar um að hann dragi félagaskipti sín úr Skallagrími yfir í ÍA Greinargcrö: ■ „Málavcxtir eru þeir, að Garðar Jónsson, sem verið hefur leikmaður með Skallagrími hin síðari ár, ákvað rétt eftir síðustu áramót að gerast liðsmaður hjá íþróttabandalagi Akraness. Tilkynnti hann um félagaskiptin til K.S.Í. og virðist sú tilkynning hafa verið móttekin þar þ. 21/2 sl. Eftir félagaskiptin náði Garðar aldrei að komast í aðallið meist- araílokks ÍA, en var hins vegar skráður sem síðasti varamaður í leik í íslands- móti 1. deildarþ. 23/5 sl. á móti Víkingi, og kom hann aldrei inn á sem leikmaður í þeim leik. Jafnframt lék hann leiki með B-liði IA í keppni B-liða í Litlu bikarkeppninni. Vegna þess hve erfiðlega gekk að komast í aðaliið ÍA ákvað hann að ganga á ný til liðs við sitt gamla félag. Skallagrím og til þess að það yrði örugglega gert á löglegan máta för þjálfari Skallagríms, Ólafur Jóhannesson, sérstaka ferð til Reykjavíkur þ. 1/7 á fund mótanefndar K.S.Í., sem skv. 11 gr. reglugerðar um knattspyrnumót á að skera úr öllurn vafaatriðum, sem upp-koma varðandi framkvæmd móta. Hitti hann þar fyrir tvo af þrcmur mótanefndarmönnum, þá Helga Þorvaldsson og Ingva Guðmunds- son, og voru þeir beðnir álits varðandi það hvenær Garðar teldist orðinn lög- legur leikmaður mcð Skallagrími miðað við þær aðstæður, sem hér hefur verið lýst. Fékk hann þá eftir nokkra athugun skýr svör frá þeim um það, að Garðar ætti að verða löglegur strax og tilkynning um að félagaskiptin væru dregin til baka hefði borist K.S.Í. Sömu upplýsingar fengu og stjórnarnienn Skallagríms er þeir höfðu símasamband við Skrifstofu K.S.Í þann sama dag. ■ „Vegna ótvíræðra umsagna frá KSÍ ákváðu forráðamenn Skallagríms að Garðar skyldi notaður í leikjum þeim sem eftir væru í deildarkeppninni, enda voru þeir sannfærðir um lögmæti þeirrar ákvörðunar og grunaði alls ekki að það myndi hafa þær afleiðingar sem raun ber nú vitni." Vegna þessara ótvíræðu umsagna frá K.S.f ákváðu forráðamenn Skallagríms, að Garðar skyldi notaður í þeim leikjum sem eftir væru í deiidarkeppninni, enda voru þeir sannfærðir um iögmæti þeirrar ákvörðunar og grunaði alls ekki að það myndi hafa þær afleiðingar scm raun ber nú vitni.“ Síðan er í greinargerðinni leitt að því gildum rökum að Litla bikarkeppnin uppfylli ckki þau skilyrði sem til opin- berra móta cru gerð. Mótið sé einungis lokað æfingamót, og framkvæmd þess og liðsskipan liða lögleg eftir því. Þá var staðfest fyrir dömi ÍSf af forráða- mönnum hlutaðeigandi félaga að mótið sé lokað æfingamót, og að ákveðin félög, svo sem UMF Selfoss og Umf Grindavíkur hafa ekki fengið aðgang að keppninni. Að lokum crstaðfest að ífáu sé farið eftir reglum KSÍ um knatt- spymumót í þcssu æfingamóti, og nefpd sem dæmi: frjálsar innáskiptingar, leik- skýrslur ekki gcrðar nema í einstaka leikjum, leiktími ckki alltaf 2x45 mín og að agarcglur KSf hafa ekkert gildi t keppninni. Þá eru ekki veitt verðlaun í B-liða keppni keppninnar. Að auki eru lcidd rök að því að Litla bikarkeppnin ■ „Dómurinn telur, að til þess að leikmaður teljist hafa leikið með félagi í skilningi 2. gr. 2. og 3. málsgr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, verði hann að hafa tekið beinan þátt í leiknum. Varamaður, sem ekki komi inn á leikvöllinn teljist ekki hafa leikið í skilningi ákvæðanna." (Úr dómi dómstóls KSf. þar sem stigin voru dæmd af Umf Skallagrími vegna þess að Litla bikarkeppnin teldist opinbert mót) til baka, var móttekin og samþykkt af KSÍ þ. 1/7 sl. Þegar allt framansagt er virt hlýtur niðurstaðan að verða sú, að Garðar Jónsson hafi orðið löglegur leikmaður Skallagríms strax þ. 1. júií sl. og hafi því verið löglegur leikmaður félagsins í þeim leik sem mál þctta snýst um, þar sem hann hafi ekki á þeim 4 mánuðum sem hann var félagsbundinn ÍA leikið neinn opinberan leik fyrir hönd félagsins í skiiningi nefndrar 2. greinar. Að lokum er rétt að ítreka, að forráða- menn Skallagríms hafa á allan máta rcynt að gæta þess að fara í einu og öllu eftir lögum og reglugerðum KSÍ og fsf, og væri hart er óskýrar og óeðlilega víðtækar reglur að þessu leyti ættu að verða til þcss að svipta UMF Skallagrím endanlega áunnu sæti í keppni 2. deildar á næsta sumri." Ásgeir Magnusson Lögfræðingur Skullugríms - Loks er hér birtur hluti uf dómi dómstóls KSÍ, þar sem fjallað er um varamenn: Dómurinn telur, að til þess að lcik- maður teljist hafa lcikið með félagi i skilningi 2. gr., 2. og3. mgr. reglugerðar KSI um knattspymumót, verði hann að hafa tekið beinan þátt í leiknum. Vara- maður, sem ekki komi inn á leikvöllinn teljist ekki hafa leikið í skilningi ákvæð- anna. Fyrir liggur, að Garðar Jónsson koin ekki inn á leikvöllinn í leik ÍA og Víkings þann 23. maí 1983. TeLst hann því ckki hafa leikið þann leik í skilningi þessara ákvæða.“ LAUGARDAGUR 22. OKTOBER 1983 11 umsjón: Samúel Örn Erlingsson A SUNNUDAG ströng dagskrá framundan hjá honum ■ Bjami Guðmundsson handboltakappi á fyrir höndum erfiða dagskrá. Leik í Þýskalandi á sunnudag, ferð til íslands um kvöldið (6 tíma Oug), æfingu á mánudag og landsleik á þriðjudag og miðvikudag. -SÖE/Tímamynd Róbert NJARÐVÍKINGAR HOFDU LOKS í LOKIN! sigrudu Keflvíkinga 78-70 í baráttuleik í Keflavík ■ „Bjarni Guðmundsson kemur heim á sunnudagskvöld, og því verðum við að hafa æfingu á mánudagskvöld fyrir landsliðið“, sagði Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari í vikunni á blaðamanna- fundi, um leið og landsliðshópurinn var tilkynntur. „Ég mun því ekki tilkynnu landsliðið fyrr en á mánudagskvöld, sagði Bogdan. Bjarni Guðmundsson nær því aðeins einni æfingu fyrir landsleikina gegn Tékkum. Hætt er við að spretturinn hjá Bjarna verði fullstrangur, hann á nefni- lega leik með Wanne-Eyckel á sunnu- dag, flengist þá heim, og æfir á mánu- dagskvöld, æfingu sem er sérstaklega fyrir hann, og keppir svo að öllum líkindum á þriðjudag og miðvikudag. Þaðer vonandi að Bjarni standist álagið. -SÖE S Handbolti ! j um helgina ; -Frá Þórði Pálssyni í Keflavík: ■ „Það er alltaf gaman að vinna Kefla- vík, ég tala nú ekki um núna, þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum IBK í íslandsmótinu í körfubolta", sagði Valur Ingimundarson Njarðvíkingur í samtali við Tímann í gærkvöld, er Njarðvíkingar höfðu lagt Keflvikinga að velli í úrvals- Leiðrétting ■ í stórri grein um blak í blaðinu í gær, féllu út línur í vinnslu, þar sem fjallað var um blaklið Iþróttafélags Stúdenta. Þar sem línurnar féllu út, féll út allt samhengi einnig. - Þar var fjallað um að Hollendingurinn knái, Wim Buys hefði yfirgefið félagið, og nú væru af fullum krafti fimm landsliðsmenn í liðinu. -SÖE Haustmót i blaki Haustmótið í blaki hófst í gær í íþróttahúsi Hagaskóla. Mótið er í um- sjón blakdeildar Víkings, sem á tíu ára afmæli um þessar mundir. Riðlakeppni lýkur fyrripartinn í dag, og lokakeppn- inni um klukkan 19. -SÖE deildinni í Keflavík með 78 stigum gegn 70. „Ég átti ekki von á Keflavíkurliðinu svona góðu, og sérstaklega voru þeir Þorsteinn Bjamason og Jón Kr. Gísla- son erfiðir að þessu sinni. Ef Keflvíking- ar leika svona í vctur verða þeir ekki langt á eftir okkur Njarðvíkingum í vetur“, sagði Valur. „Það sem skipti mestu máli í leiknum var að Valur Ingimundarson var hreint óstöðvandi í þessum leik“, sagði Jón Kr. Gíslason Keflvíkingur eftir leikinn, og það voru orð að sönnu. Leikurinn var mikill baráttuleikur. Keflvískir áhorfendur studdu vel við bakið á sínum mönnum, en 850 manns voru í húsinu í Keflavík. Lengst af stóð leikurinn í járnum, og það var ekki fyrr en á síðustu stundu sem úrslit voru ljós. Njarðvíkingar höfðu þó aðeins frum- kvæðið í fyrri hálfleik, og höfðu yfir 41-36 í leikhléi. Strax eftir leikhléið tóku Keflvíkingar mikinn sprett, og minnk- uðu muninn í 42-43. Síðan var leikurinn hnífjafn, uns Njarðvíkingar tóku af skarið og komust í 75-69 og klykktu út með þremur stigum. Eins og þeir andstæðingarnir lýstu svo íþróttamannslega, og nefnt er í upphafi, var Valur Ingimundarson mað- ur leiksins, en Þorsteinn Bjarnason og Jón Kr. atkvæðamestir Keflvíkinga. Stigin: Njarðvík: Valur 31, Sturla 15, fsak 11, Júlíus 7, Gunnar 4, Ástþór 4, Árni Lár 2, Kristinn 2, Ingimar 2. Körfubolti um helgina ■ Um helgina eru tveir leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Báðir eru á morgun, og á sama tíma, heijast Idukkan 20.00. í Hagaskóla keppa KR og ÍR, en í Seljaskóla Valur og Haukar. Tveir leikir eru í fyrstu deild karla í dag. í Njarðvík keppa Grindavík og Fram, og í Borgarnesi Skallagrímur og ÍS. Báðir ieikirnir hefjast klukkan 14.00. Tveir leikir eru í fyrstu deild kvenna um helgina, í dag klukkan 15:30 Njarð- vík og KR í Njarðvík, og á morgun Haukar og ÍR klukkan 14:00 í Hafn- arfirði. -SÖE ■■■■■BHR■ Keflavík: Þorsteinn 23, Jón Kr. 18, Björn Víkingur 12, Hafþór 7, Óskar 6, Sigurður2, Pétur2. GunnarGuðmunds- son og Jón Otti Ólafsson dæmdu leikinn stórvel. -TÓP/SÖE ■ Um helgina er ekkert leikið í handknattlcik í deildarkcppninni, en 2. flokkur karla er á fullri ferð á Islandsmótinu. Fyrsta umferð annars flokks keppninnar er um helgina, hófst í gær, og heldur áfram í dag og á morgun. f A-riðli er keppt í íþróttahúsinu í Hafnarfirði klukkan 10.00-17.30 í dag, og 9.00-16.30 á . niorgun. I B-riðli er keppt í Laugar- ■ dalshöll klukkan 10.00-17.30 í dag, og klukkan 9.00-16.30 á morgun. í ■ C-riðli er keppt í íþróttahúsi Selja- skóla klukkan 10.00-17.30 í dag, og klukkan 10.00-17.30 á morgun. -söeI Havlik hættir hjá Víkingi: ÓAKVEDW HVORT HANN TEKUR HK Annar Tékki var á leið til okkkar - sagði Þorsteinn Einarsson formaður HK ■ „Það hefur ekkert verið ákveðið í því, hvort Havlik kemur alfarið til okkar nú, eftir að hann hefur hætt störfum hjá Víkingi, eða hvort við fáum þann þjálf- ara sem búið var að finna handa okkur, toppþjálfara í gegnum samninga við tékkneska sendiráðið“, sagði Þorsteinn Einarsson formaður Handknattleiksfé- lags Kópavogs í samtali við Tímann í gær, er hann var inntur eftir því, hvort Rudolf Havlik mundi ganga til liðs við HK sem þjálfari til langs tíma. „Rudolf Havlik er að okkar mati frábær þjálfari, alger toppþjálfari, það er alveg Ijóst. En frá því hefur ekkert verið gengið hvernig þessi mál þróast, það kemur ekki í Ijós fyrr en í næstu viku“, sagði Þorsteinn Einarsson. „Við höfum staðið í samningum við tékkneska sendiráðið um að fá topp- þjálfara frá Tékkóslóvakíu. Það er búið að finna handa okkur þjálfara sem heitir Cerny. Hann spilaði með Rudolf Havlik í tékkneska landsliðinu á sínum tíma, og hefur undanfarið verið þjálfari hjá Skoda Plzen, sem er efsta liðið í tékk- nesku deildinni nú, sem sagt frábær þjálfari með frábæran árangur. Samn- ingar við sendiráðið voru komnir vel á veg, og hefur sendiherrann sjálfur, Josef Reichert, gengið mjög vel fram í málinu. Við áttum von á að Cernv kæmi nú einhvern næstu daga. Havlik hefur verið hjá okkur sem þjálfari í haust, í sam- vinnu við Víking og tékkneska sendiráð- ið, meðan við værum að fá hinn þjálfar- ann. Reynsla okkar af Rudolf Havlik er allsendis sérstaklega góð. Við höfum ekki glímt við nein þau vandamál sem Víkingarnir hafa átt við að stríða, og okkur hefur líkað mjög vel við Havlik. - En það hvort Havlik verður áfram hjá okkur, eða hvort Cerny kemur til okkar, er algerlega óráðið. Þau mál koma til með að skýrast í næstu viku. Við vonumst bara til þess, í HK, að þetta leysist allt saman farsællega. Við eigum von á nýju stórglæsilegu íþrótta- húsi í notkun um mánaðamótin, og vonum að með því, og okkar eigin þjálfara komist allt á fulla ferð,“ sagði Þorsteinn Einarsson formaður HK. -SÖE ff ff — leikmanna og Havliks Þórdur Þórdarson formaður handknattleiksdeildar Víkings: ■ „Það má segja að það hafi vcrið óánægja beggja aðila sem varð orsök þess, að Havlik hætti hjá okkur", sagði Þórður Þórðarson formaður handknatt- leiksdeildar Víkings í samtali við Tím- ann í gær. „Leikmenn voru ekki ánægð- ir, fannst þeir hlutir sem hann var að gera ekki falla að liðinu, og hann var óánægður með það áhugaleysi sem ríkti“, sagði Þórður. „Við erum að sjálfsögðu í því nú að leita okkur að nýjum þjálfara, það er Ijóst að hann verður af hinum innlenda markaði. því við höfum ekki fyrirokkur tíma í að fá annan erlendan þjálfara. Við teljum að við höfum gott lið, og stefnum ótrauðir fram á veginn“, sagði Þórður Þórðarson. - SÖE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.