Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.10.1983, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 13 menningarmál ■ Ekki má það minna vera en gamall dreifbýlismaður minnist á leikritaflutn- ing útvarpsins, úr því farið er að rita um leiklist. Útvarpsleikritin voru nær hin eina atvinnuleiklist sem við nutum í fásinninu í gamla daga, og marga ánægjustund átti maður við tækið á laugardagskvöldum. Leiklist í útvarpinu var yfirleitt vönduð á þessum árum en Þorsteinn Ö. Stephensen hafði veg og vanda af henni og sjálfur er hann frábær útvarpsleikari eins og alþjóð veit. Tilkoma sjónvarpsins olli því að út- varpsleikrit misstu þá stöðu sem þau höfðu haft. Þau gátu ekki keppt við brautvandaðar erlendar leiksýningar um athygli notenda og hlutu því að missa nokkuð af sínu gamla aðdráttarafli. En leiklistardeild útvarpsins var sein til að bregðast við þesum breyttu aðstæðum og hélt sínu striki árum saman. Nú er fyrir skömmu kominn til starfa ungur og velmenntaður leiklistarstjóri, Jón Viðar Jónsson, og þess tekið að gæta að áherslur eru aðrar. Hætt er að flytja leikrit á hverjum fimmtudegi og vinnst við það betri tími til að æfa og undirbúa leikflutning. Má vænta þess að þeirri breytingu fylgi að meiri rækt verði lögð við eiginleg útvarpsleikrit en verið hefur, neytt verði kosta þess miðils til að kynna mönnum bókmenntaverk sem ekki verða flutt með öðrum hætti. Eitt hlutverk Ríkisútvarpsins er að örva íslenska leikritagerð. í því sam- bandi er og verður hlutur útvarps þungur á metum, vegna þess meðal annars hve sjónvarpið hefur lengstum staðið sig slaklega í leiklistinni. Þarf varla að rifja upp þá raunsögu, né geta um öll þau misheppnuðu „stórfyrirtæki" - á okkar mælikvarða - sem þar hefur verið ráðist í og bitnað hafa á leikritaflutningi sjón- La T raviata Utvarpsleikir og tröllaleikir varpsins í heild. En útvarpið ætti að geta boðið höfundum að spreyta sig án þess að fjárhag stofnunarinnar sé teflt í tvísýnu. Leikrit Andrésar Indriðasonar, Fiðr- ildi, sem flutt var 13. október, var dæmi um vel heppnað fyrirtæki á þessum vettvangi. Það sagði frá fundum mið- aldra rithöfundar og ungrar stúlku sem á vegi hans verður og hann tekur upp í bíl sinn. Ekki frumleg hugmynd að sönnu og sálfræðin í samskiptum þessa fólks, með misjafna reynslu og þroska að baki, kom auðvitað ekki á óvart. En það sem úr skar var að Andrési Indriða- syni tókst að semja þessum efnivið alveg trúverðugan búning. Hann ræður yfir samtalstækni sem hlustandinn tók gilda, en varð að vísu að nota „innri mónólóg" rithöfundarins nokkuð mikið. Andrés hefur samið nokkrar unglinga- sögur sem ég hef raunar ekki lesið, en af leikritinu að dæma lætur honum allvel að lýsa unglingum og auðkenna þá. Að minnsta kosti kom Inga þannig fyrir hlustir að maður gat vel fest trúnað á hana: barnaleg, klók og frökk, læst vera saklaus en vefur karlmönnum ungum sem miðaldra um fingur sér. Rithöf- undurinn Steinar var miklu nær því að vera stöðluð menngerð - miðaldra maður sem hefur misst af lífinu og lætur æskuna í líki stelpufiðrildis slá sig út af laginu. Lárus Ýmir Óskarsson, hinn álitlegi leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður (sbr. Annar dans), stjórnaði þessu leik- riti af öryggi. Róbert Arnfinnsson átti létt með að ná hinum rétta blæ á hlutverk rithöfundarins eins og vænta mátti. Edda Heiðrún Bachmann er ung og álitleg leikkona eins og sjá má af túlkun hennar á hlutverki Árdísar í Hart í bak í Iðnó. Hlutverkið í Fiðrildi er ólíkt en henni tókst einkar vel að leika á hljóðfæri raddarinnar sem útvarpsleikarinn verður að láta sér nægja. Hér er komin fram leikkona sem gaman verður að fylgjast með. Er þá ekki annað eftir en láta í ljós von um að útvarpsleikritin fari vel af stöfnum í vetur. Úrútvarpi íbrúðuleikhús: Umsíðustu helgi frumsýndi Leikbrúðuland í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur fjóra þætti undir heildarheitinu Tröllaleikir. Þeir sem að sýningum þessum standa eru Hallveig Thorlacius, Bryndís Gunnars- dóttir og Helga Steffensen, en leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Þættirnir fjórir eru Ástarsaga úr fjöllunum, saga Guð- rúnar Helgadóttur færð í leikbúning, Búkolla, Eggið, „hugleiðing um gamla rómverska spakmælið „Omne vium ex ovo“ eða „Allt líf kemur úr eggi“ eftir Helgu Steffensen, og loks Risinn draum- lyndi eftir sama höfund. Af þessum mun Ástarsaga úr fjöllun- um hafa vakið mesta hrifningu bam- anna, en svo tókst til af sérstökum ástæðum að ég varð síðbúinn í leikhúsið á sunnudaginn og missti af nokkrum hluta þáttarins. Umgerðin var skemmtileg og er þó ekki auðvelt að setja upp mynd af þessu verki og keppa svo við myndir Brians Pilkingtons í bók Guðrúnar. En Flumbra gamla var álíka góðleg hér eins og hjá Brian. Búkolla var skemmtilega flutt, en mest tæknileg bragðvísi var í frammi höfð í þættinum um eggið. Loks kom kómískur þáttur um risann sem lét sig dreyma og brá leikstjórinn sér þar í hlutverk stórskorinnar kerlingar sem hengir föt á snúru. - Undirtektir leikhús- gesta voru hinar bestu. Ég játa að ég hef litla þekkingu á leikbrúðulist, en engum dylst að .hér er um mikið nákvæmnisverk að ræða, sem útheimtir í senn hugkvæmni og tækni- kunnáttu til að njóta sín. Ekki ber á öðru en Leikbrúðuland ráði yfir fullgóðri kunnáttu í þessum efnum enda reynslan orðin löng. Aðstæður í Iðnó eru auðvitað miklu betri en á Fríkirkjuvegi 11 þar sem Leikbrúðuland hefur áður haft aðsetur og kann það að eiga þátt í því að ég hafði meiri ánægju af þesari sýningu en nokk- urri annarri sem ég hef séð hjá brúðu- leikhúsinu. Hugmynd sú sem hér er látin móta sýninguna, tröllasögurnar, var skemmtileg. Sýningin hefði þó orðið heillegri ef tröllasögurnar hefðu einar verið frammi hafðar. - Eggið var úr annarri átt, og Risinn draumlyndi svo sem engin tröllasaga heldur. Þetta er þó ekki sagt til að vanþakka þessa þætti sem voru einkar vel og fagmannlega settir fyrir sjónir, einkum Eggið. Brúðuleikhús auðgar leiklistarlíf landsmanna og elja og ástundun þeirra sem að Leikbrúulandi standa er virðing- arverð. Megi þeim vel takast í framtíð- inni og sýna oftar í Iðnó. ■ Gunnar Stefánsson skrifar um leik- list. ■ Ég ætla ekkert að skafa utan af því - sýning íslensku óperunnar á La Travi- ata er stórkostleg. Sýningin stendur eða fellur í rauninni með Víólettu, hinni berklaveiku glaumdís, og Ólöf Harðar- dóttir leysir hlutverkið afburðavel af hendi. Ólöf er orðin voldug söngkona, en auk þess leikur hún mjög vel, allt frá glysstemmningu 1. þáttar um „praktíska hjónabandsstemmningu" 2. þáttar til dauðsenunnar í 3. þætti. En hinu verður ekki neitað að ýmsir aðdáendur hinnar mikilhæfu söngkonu hafa af því nokkrar áhyggjur að hún gangi fram af rödd sinni ef þessi gríðarlegu átök eiga að endur- taka sig bæði oft og þétt. Hitt aðalhlutverkið, Alfredo Germont, syngur Garðar Cortes. Garð- ar er öruggur og músíkalskur listamaður, prýðilegur leikari, röddin fallegog mað- urinn hinn vörpulegasti. Þannig hallast í engu á með þeim Víólettu og Alfredo umfram það sem hlutverkin beinlínis gcfa tilefni til. Langstærsta smáhlutverkið syngur Halldór Vilhelmsson, Giorgio Germont föður Alfredos. Halldór er fremur stirð- ur leikari, en sómir sér vel sem hinn miðaldra heiðursmaður Giorgio. Gerði Halldór hlutverkinú góð skil í hvívetna. Næst á eftir yfirburðasöng og leik Ólafar þótti mér koma til hins ágæta heildarsvips sýningarinnar, sém virðist raunar einkenna hinar stærri uppfærslur Islenzku óperunnar: La Traviata er al- mennt mjög góð sýning, skemmtileg og áhrifamikil. Bríet Héðinsdóttir hefur leikstýrt af mikilli kunnáttu og góðum smekk og nýtir hið grunna svið vel, - allar hópsenur eru t.d. mjög eðlilegar, nema mér fundust hóphreyfingar í 1. þætti stundum minna um of á kindur, sem verið er að hleypa út úr rétt. En þarna er vafalaust talsverður vandi á höndum, eins og Bríet lýsti raunar í viðtali við einhvern fjölmiðil: Tónlistin „slær taktinn" og leikstjórinn verður að koma sínum hlutum fyrir sem haganleg- ast innan þess ramma. Heildin er byggð upp af smærri einingum, og Bríet hefur stungið inn ýmsum auka-smásenum hingað og þangað, sem í engu snerta megin-atburðarásina en Ijá sýningunni aukið líf - smá-kóketterí í kórnum o.þ.h. í La Traviata er 25 manna kór og 9 smáhlutverk sem þessi syngja: Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Erlings- dóttir, Stefán Guðmundsson, John Speight, Hjálmar Kjartansson, Kristinn Hallsson, Þorgeir Andrésson, Svavar Berg Pálsson og Helgi Björnsson. Flestir eru þessir söngvarar gamalkunnir og að góðu einu, en ég veitti sérstaklega at- hygli Þorgeiri Andréssyni, þjóni Víó- lettu, sem syngur eitt eða tvö orð - ég heyrði ekki betur en þar væri rödd, sem ég vildi-gjarnan heyra aftur, ef svo má að orði komast Þarna er ofurlítið dansatriði, sem félagar úr íslenzka dansflokknum fram- kvæma, þau Birgitta Heide, Helena Jóhannsdöttir og Örn Guðmundsson (segir skráin, ég man ekki eftir nema tveimur dönsurum). Þarna fellur dans- inn vel inn í óperuna, sem smá-skemmti- atriði í veizlu í húsi Flóru/Önnu Júlíönu, en þjónar hennar eru látnir leika tarfa sem hugumstór nautabani, Örn Guð- mundsson, leggur fimlega að velli. Svona meðferð á þjónum leyfa verkalýðsfélög- in sem bctur fer ekki lengur. Leikmynd hafa Richard Bullwinkle og Geir Óttar Geirsson gert. Hún er sömuleiðis mjög vel heppnuð í einfald- leik sínum, allt að því eins og í kínversku leikhúsi þar sem sviðinu er breytt úr keisarahöll í bát úti á sjó með því að færa til eina mublu. Þarna á lýsingin (Árni Baldvinsson) vafalaust stóran þátt - sjúkrabeður Víólettu og hún sjálf í síðasta þætti gátu varla raunverulegri verið í sínum hvíta fölva, og þó var þetta sama fólkið og sömu tjöldin og í veizlu- salnum í næsta þætti á undan. Og ekki má gleyma búningum Huldu Kristínar Magnúsdóttur sem þarna hannar leikbúninga í fyrsta sinn, ef marka má frásagnir fjölmiðla. Þó ég sé ekki mjög sterkur í búningum sjálfur hlýt ég að votta að þetta tókst afarvel hjá Huldu: búningarnir eru yfirleitt fremur einfaldir en jafnframt eðlilegir, fjarri því að líkjast grímubúningi fyrir skólaball, eins og stundum hefur viljað bregða við. Búningar Ólafar eru látnir skera sig úr, svo sem vel hæfir, en hinir eru hver öðrum líkir og að mestu einlitir í þremur litum (ef ég man rétt). Enn eitt snyrtilegt atriði til að skapa fullkomna heildarmynd. Marc Tardue stjórnar hljómsveit og sýningu. Tardue kom hingað fyrst í fyrra og stjórnaði þá æfingum að Töfraflaut- unni, og raunar allmörgum sýningum líka, en eins og menn muna var Gilbert Levine aðalstjórnandi þá. Félögum Is- lenzku óperunnar þótti þegar mikið til Tardue koma, „hann kann allt og getur allt“, og nú sá hann semsagt bæði um æfingar og uppfærslu, og ég heyrði ekki betur né sá en honum færist þetta mjög vel úr hendi: sýningin rcnnur áfram fullkomlega hnökralaust og gott jafn- vægi ríkir milli hljómsveitar og söngvara. Hljómsveitin er kölluð „Hljómsveit ís- lenzku óperunnar", og er skipuð hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands, Strengjasveit Tónlistarskólans, og íslenzku hljómsveitinni. Konsert- meistari er Helga Hauksdóttir. Mér er sagt að í Danmörku leggi gagnrýnendur sig í líma við að rífa niður allar sýningar og konserta, og sýni þannig yfirburðakunnáttu sína og örugg- an smekk. Töfraflautan fékk t.d. þessa umsögn í blaði í Árósum: „Töfraflautan fjallar um fyrirgefningu. Ég fyrirgef ekkert". En ég get ekkert sagt um sýningu íslenzku óperunnar á La Travi- ata annað en gott - mér fannst þetta stórkostleg og áhrifamikil sýning, enda ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðar- látum. Menn geta auðvitað haft mismun- andi skoðanir á tónlist eða berkla-róm- antík, á Verdi, Mózart, Rossini eða Wagner. En þessi sýning er á óperunni La Traviata eftir Verdi, mesta óperu- skáld ítala, og efnisþráðurinn byggður á Kamelíufrúnni eftir Dumas. Og hún er stórsigur fyrir íslenzku óperuna, örugg- lega listrænn sigur og vonandi fjárhags- legur líka. 21.10. Sigurður Steinþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.