Tíminn - 09.11.1983, Qupperneq 13

Tíminn - 09.11.1983, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 itnmra 17 menningarmál Asgeir og kvenfólkið ■ Sjónvarpið: NAUÐUG VIUUG, Leikrit eftir Ásu Sólveigu. Leikstjórn og kvikmyndagerð: Viðar Víkingsson. ■ Sjónvarpinu fer fram í vinnu- brögðum við leiknar myndir. Þessi mynd rann liðlega yfir skjáinn á sunnudags- kvöldið og sumar senur voru býsna laglega afhendi leystar: égnefnimartröð eiginkonu Ásgeirs, skóflustunguatriðið. Það er ekki tæknivinnunni að kenna ef áhorfendur hafa dottað undir sýning- unni. Að vísu var hún of löng, en það stafaði af ófullnægjandi handriti Ásu Sólveigar. Kemur hér enn í ljós að ef handrit leggur ekki til grundvöll kvik- myndar svo að vel sé, missir hún marks. Líklega er þarflaust að rekja efni myndarinnar fyrir lesendum. Er það kannski ekki enn svo að allur þorri sjónvarpsnotenda horfi á íslensk leikrit? Hins vegar er væntanlega af sú tíð að áhorfendur láti sér hvaðeina lynda, ein- göngu af því að það er íslenskt. Nauðug viljug fjallar annars vegar um sálarkreppu Ásgeirs heimilisföður í Breiðholtinu sem allt í einu leggur árar í bát í lífsbaráttunni, kveðst staddur í helvíti eitt sinn þegar eiginkonan, lang- þreytt á roluhætti hans, segir honum að fara þangað. Hann vaknar ekki til lífsins fyrr en Lárus vinur hans og gæsaskytta, lífsþyrstur heimilisharðstjóri, dettur niður dauður. - Þetta er annað atriðið. Hitt varðar karlavandræði fráskilinna kvenna, og virðist það höfundi öllu hugleiknara. Þessar veslings konur geta hvorki átt karl né verið mannlausar. Ein heldur meira að segja við fyrrverandi eiginmann sinn, er hvorki gift né skilin. Kona Ásgeirs kveður loks upp úr með það að hún geti ekki átt dauðan mann og er á leið til prestsins eftir skilnaðar- pappírum þegar Ásgeir hefur fengið þá rænu að hann stöðvar för hennar um sinn og býst til að ganga undir ok lífsbaráttunnar á ný. Skelfing er þetta allt dapurlegt. Gall- inn er sá að höfundi mistókst að búa til úr þessu hversdagsdrama verk sem næði tökum á áhorfandanum. Til þess var sálkönnunin, ef hægt er að nota slíkt orð, of yfirborðsleg, meðhöndlun efnis- ins of grunn. Hún líktist ekki öðru meir en þeirri heimilisblaðaheimspeki og viskustykkjavisku sem Ásgeir blessaður er orðinn svo skelfing leiður á. Það er enginn vafi á að Ása Sólveig hefur hér í höndum efnivið í verk sem hefði getað orðið áhrifaríkt. Og hún sýnir það enn að hún hefur gott lag á að semja eðlileg samtöl. Atriðin, hvert og eitt, gátu vel staðið sem liður í heildar- mynd. Sú heildarmynd loddi því miður ekki saman. Ég veit að það er ekki góð gagnrýni að biða um annars konar verk en höfundur hefur samið, en ég hygg að meiri áhersla á vanda hinna fráskildu kvenna, einbeittari glíma við þau tilfinn- ingalegu og félagslegu vandamál sem að þeim steðja, hefði gert verkið athyglis- verðara, jafnvel álitlegt innlegg í um- ræðuna. En konur leiksins virðast lítið hafa um að hugsa eða tala nema bólfarir, hvernig sé að gera það á morgnana og annað slíkt. Atriðið þar sem eiginkona vinarins reynir að koma Ásgeiri til við sig, var til að mynda skelfing vandræða- legt. Leikendur skiptust í tvo hópa: Gamal- kunna leikara eins og Erling Gíslason og Borgar Garðarsson, Brynju Benedikts- dóttur, - og svo voru konur sem ég hef ekki áður séð til, Guðný Helgadóttir og Edda V. Guðmundsdóttir. Erlingur fór skilmerkilega með hlutverk Ásgeirs, var lífsleiðinn uppmálaður. Það var ekki við hann að sakast þótt áhorfandinn fyndi ekki til samúðar með manninum eða botnaði neitt í hvernig sálarkreppa hans er til komin. Brauðátið hefur sjálfsagt átt að tákna uppbót fyrir eitthvað sem hann hefur farið á mis við, - kannski bara það að konan var ékkert sérstök í rúmi, hver veit það? -Borgar er býsná glúrinn leikari og brá upp sannfærandi mynd af gæsaskytt- unni, svo langt sem hún náði. Guðný Helgadóttir var einkar blátt áfram í hlutverki eiginkonu Ásgeirs, leikur hennar kannski ívíð þurrlegur. Edda Guðmundsdóttir var líflegri sem Systa: gaman væri að sjá meira til hennar. Um aðra leikendur, Brynju og Harald G. Haralds, er það eitt að segja að bæði fóru laglega með hlutverk sín. Og ekki má gleyma yngsta leikaranum sem var prýðilega eðlilegur. Lífsþreyta borgarans sem hversdagur- inn er að sliga, - þetta er viðfangsefni samtíðarinnar. Ása Sólveig setur skil- merkilega á svið, leiðir fram fólk og kringumstæður sem vel má festa trúnað á, venjulegt og kunnuglegt heimilislíf. Áhorfandinn hlýtur samt að spyrja: óhamingju þessa fólks, hvað er á bak við hina bölsýnu lífsskoðun sem hér er sett manni fyrir sjónir? Þar verður fátt um svör, og þess vegna skildi sýningin á sunnudagskvöldið fátt eftir sem á verði festar hendur. Það skorti á hina listrænu úrvinnslu efnisins. Sviðsmyndin ein næg- ir ekki. hvað svo, hver eru hin „dýpri rök' Gunnar Stefansson skrifar um leikhús Islenskir annálar 1440-1449 Anders Hansen: íslenskir annálar 1400 - 1449. Haukur Halldórsson mynd- skreytti. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs 1983. 209 bls. ■ í upphafi inngangskafla gerir höf- undur þessarar bókar, Anders Hansen, grein fyrir verki sínu með eftirfarandi orðum:" í ritverki þessu er leitast við að segja íslandssöguna frá ári til árs cins og hún birtist í fornum heimildum og sam- kvæmt nýrri rannsóknum sagnfræðinga, fornleifafræðinga og annarra kunnáttu- • manna. Atburðir eru raktir frá einu ári til annars. stórir sem smáir. Þar sem um margar frásagnir er að ræða af sömu atburðum, er ýmist farin sú leið að velja úr það sem réttast er talið, eða þá að gerð er grein fyrir fleiri en einni útgáfu sögunnar. Til fyllingar og frekari út- skýringar eru ritgerðir um hina ýmsu atburði, eða leitast er við að tengja saman tímabil og varpa ljósi á orsakasam- hengi hinna margvíslegu atburða, sem ýmist tengjast greinilegum cða óljósum böndum. Enn eru birtir orðréttir kaflar úr samtímaheimildum og síðari tíma þjóðsögum, til þess að lesendur megi betur skynja hjartslátt og andardrátt liðinna kynslóða og tíðaranda hinna löngu liðnú alda." Svo mörg voru þau orð og verður vart annað sagt, en að höfundur geri glögga grein fyrir ætlunarverki sínu. Að mínu mati er sú tilraun, sem gerð er með þessu riti allrar athygli verð. íslenskir annálar fornir og aðrar frumheimildir um cldri sögu þjóðarinnar liggja yfirleitt ekki á lausu og því er ekki nema gott eitt um það að segja, að tilraun sé gerð til að opna fróðleiksfúsum lesendum sýn til þess fróðleiks og leyndardóma, sem þær hafa að geyma. Og hvernig hefur til tckist? Að minni hyggju hefur höfundur unnið vcrk sitt vel. Kaflarnir, sem hann veiur sem sýnishorn úr heimildunum eru skilmerki- legir Og vel valdir. Uppsetning efnisins er skemmtileg og skýringarritgerðir höf- undar greinargóðar. Allir áhugamenn um fornan fróðleik ættu því að geta haft bæði gagn og gaman af þessari bók, en hafa ber í huga, að hér er veriö að setja saman lestrarefni lianda „almenningi" og má því alls ekki gera sömu kröfur til þess og þegar unnið er á fræðilegan hátt. I inngangi gerir höfundur nokkra grein fyrir heimildum sínum, reynir að vega þær og meta, og gefur lesendum um leið örlitla mynd af fornum sögulegum heimildum og hvað beri að varast viö notkun þeirra. Af þeirri umfjöllun virð- ist mér að heimildamat hans sé skynsam- legt og sæmilega traust. Hann segir t.d., þar sem hann gerir grein fyrir heimilda- gildi íslenskra annála: „Allir annálarnir byggjast að verulegu leyti á Nýja annál. auk þess sem höfundar hafa aflað fanga í fornbréfum ogöðrum fáanlegum heim- ildum, scm og í munnmælum og þjóð- sögum. Eðli málsins samkvæmt cr Nýi annáll traustasta heimildin meðal annál- anna, en Setbergsannáll er aftur á móti vafasmasta heimildin af trúverðugu efni, en mikið ber á hinn bóginn á hvers kyns þjóðsögum, furðu- og kynjafrá- sögnum og skyldu efni og jafnvel hrein- um skáldskap höfundar." Þetta mat miðast vitaskuld aðcins við það tímabil, sem hér er fjallað um, og er rétt, en þó cf til vill helst til vægt til orða tekið að því er snertir Setbergsannál. Á honum er lítið sem ckkert að byggja og er ástæðan sú, að höfundur hans, Gísli á Setbergi, var að því er virðist geðveikur og gerði sér það til dundurs að setja á blað alls kyns hugaróra, sem hann lét gerast á fyrri öldum. Þó tekur fyrst steininn úr þar sem hann fjallar um eigin samtíð. Hér verður ekki sett fram eiginleg gagnrýni á þetta rit, enda virðist mér að það þjóni vel þeim tilgangi, sem því er ætlað. Engu að síður langar mig til að benda á tvö atriði, sem mér viröist að betur hefði mátt fara. Við flest ár, sem frá er greint, hefur höfundur valið þann kost, að birta a.m.k. citt fornbréf, sem skrifað er á því ári og er hugmyndin sú, að gefa lescndum enn be!r; > >sýn í „málfar og hugarfar þess tín , sem fjallað er um hverju sinni" Þetta cr í sjálfu sér góðra gjalda vert, en hvers vegna að samræma stafsetningu þcssara texta að nútíma stafsetningu? Fengju lesendur ckki enn betri innsýn í hugar- heim og menningu þess tíma ef tcxtarnir væru birtir stafréttir? Hitt atriðið er almennara, ef svo má að orði kveða. Atburðirnir scm greint er frá í bókinni eru ærið sundurlcitir og oft ekkert samhengi á milli þeirra. Þctta gerir þær kröfur til lesenda að þeir hafi lágmarksþekkingu á sögunni til þess að fá notið bókarinnar til fulls. Þess vcgna hefði sennilega farið bctur á því aö höfundur hefði samið stutta grcinargerð um tímabilið í hcild, þar sem jafnframt hefði þá verið gerð grein fyrir hclstu atburðum erlendis, sem áhrif höföu á íslenska sögu. Margar myndir prýða bókina og eru þær gerðar af Hauki Halldórssyni mynd- listarmanni. Myndirnar eru allar ágæta vel gerðar, en hvort þær ná því að sýna klæðaburð, húsakynni og annað frá þess- um tíma skal ósagt látið. Um þá þætti cru heimildir svo takmarkaðar að lista- maðurinn rennir að mestu lcyti blint í sjóinn. Hvaða fyrirmyndir listamaðurinn hefur haft er hann gerði myndirnar vcit ég ekki, eh sumar þeirra minna óneitan- lega ansi mikiö á velþekkta nútíma- menn. Myndin af Vilchin Hinrikssyni Skálholtsbiskupi á bls. 15 gæti t.d. hæglega verið gerð eftir Ijósmynd af Jóni Sólnes fyrrvcrandi alþingismanni, þótt hér skuli því alls ekki haldið fram að svo sé. En ótrúlega líkir eru þeir og hafði ég ekki áöur áttað mig á því að Sólnes væri svo biskupslegur í útliti þótt ég vissi að honum væri margt til lista lagt. Svipað mætti segja um myndina aj' Margréti I. Danadrottningu á bls. 49. Hún minnir um margt á Margréti Þórhildi, núvcrandi drottningu Dana, Og samt eru þær ekkert skyldar. Þannig mætti halda áfram, ef mcnn hcfðu nennu til, cn þegar á hcildina er litið vcrður ekki annað sagt en að gerð myndanna hafi tekist með ágætum. Frá hcndi útgáfunnar er allur frá- gangur bókarinnar með rniklum ágæt- um. - Jón Þ. Þór. Nýja strengja sveitin ■ Nýja strengjasveitin varstofnuð fyrir nokkrum árum, mig minnir að Helga Þórarinsdóttir og Laufey Sigúrðardóttir hafi vcrið frumkvöðlar. Strengjasvcitin æfði um tíma undir stjórn Tékkans Vlach og hélt síðan tónleika sem þóttu afburða góðir. Og síðan hefur þctta unga fólk komið saman vikulega til að æfa og spila saman, og halda tónleika annað veifið. Strengjaflokkur þessi er í rauninni kammcrsveit: 5 spila 1. fiðlu, 4. aðra, þrír lágfiðlu og knéfiðlu, og einn bassa- fiðlu. Næstum allir félagarnir eru í Sinfóníuhljómsveit íslands, allir mjög góðir spilarar, vel menntaðir, ungir og áhugasamir, eins og sést af því, að þeir vilja spila spilamennskunnar vegna; það, sem einkennir Nýju strengjasveitina öðru fremur er hinn fíni tónn hennar, hin langa samþjálfun sem gerir Strengja- sveitina að einni heild, einu hljóðfæri. Nýja strengjasveitin hélt tónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. október og flutti fjögur verk eftir 18 -aldar menn: Sinfóníu nr. 1 í D-dúr Cftir Joseph Haydn (1732-1809) Fiðlukonsert í e-moll ctftir Pictro Nardini (1722-1793) Sinfóníu fyrir strengi nr. 3 í C-dúr cftir Carl Philipp Emanuel Bach (1714-1788) Sinfóníu nr. 51 í B-dúr eftir Joseph Haydn. Menn segja að Joseph Haydn hafi ekki náð sér verulcga á strik fyrr en með Lundúnasinfóníunum, eða eftir um 1790 - þá fyrst var hann orðinn stórskáld. En mörg fyrri verka hans eru samt ákafiega góð og skemmtileg, við minnum t.d. á 45. sinfóníuna sem flutt var á dögunum. Og sama á við um báðar þær, sem þarna voru fluttar. Nú komu til liðs við Strengjasveitina tvö horn og tvö óbó og ég verða að nefna hornpartinn í B-dúr sinfóníunni: Joseph Ognibene, hornleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands, lék þarna 1. horn með dæmalausu öryggi og glæsibrag - mér þykir satt að segja undarlegast að Haydn skuli hafa getað leyft sér að skrifa svona hornpart fyrir mann á 18. öld, en líklega hefur mannkyninu ekki farið eins mikið fram og sumir halda. Laufey Sigurðardóttir lék einleik í fiðlukonsert Pietros Nardini. Nardini var nemandi og sporgöngumaður Giuseppe Tartini, mikils tónskálds og ennþá meiri fiðlusniliings, sem m.a. gerði varanlegar endurbætur á fiðlunni og skrifaði af lærdómi um kórrétta ineðferð tón- skrauts. Fiðlukonsert Nardinis er ekki veigamikið verk að heyra en geðfellt; það er fyrst og fremst einlciksverk, mcð léttum og lítt-ábcrandi stuðningi hljóm- sveitarinnar. Laufey Sigurðardóttir gerði konser.tnum að flestu lcyti góð skil, og alveg sérstaklega spilaði hún hæga kaflann fallga. Laufey hefur mjög falleg- an tón og er mikill fiðlari sem er í fremstu röð strengleikara vorra. í fyrsta þætti gætti nokkurs taugaóstyrks sem Laufey vinnur vonandi bugá að hæfilegu marki - hins vcgar segja fróðir menn að allir alvöru tónlistarmenn þjáist af „skrckk" um það þeir ganga inn á sviðið. Carl Philipp Emanucl var hirðpíanisti Friðriks mikla í Berlín og stofnandi eða upphafsmaður . Bcrlínarskólans í tónlist", sem svo cr ncfndur. Hann er talinn mestur sona Jóhanns Sebastíans, og það var hann sfcm stóð fyrir hinni frægu heimsókn Jóhanns Sebastíans til hirðar Friðriks mikla árið 1747 þegar hann lék Tónfórn, „Musikalischer Opfer“ af fingrum fram, og sumir tclja eitt með mestu afrekum mannsandans. En þótt Carl Philipp væri þekktur á sinni tíð sem „hinn eini sanni Bach“ þá finnst mönnum nú scm tónlist hans sé fremur léttvæg skcmmtilist, a.m.k. mið- að við verk „gamla parrukksins", föður hans. En þetta er skemmtilcg tónlist og áheyrileg, og Nýja strengjasveitin spilaði afburðavel. Konsertmeistari Nýju strengjasveitar- innar er Michael Shelton, Þórhallur Birgisson leiðir 2, fiðlu, Helga Þórarins- dóttir lágfiðlurnar og Nora Kornblueh sellóin. Richard Korn cr bassi. Fyrir 100 árum fóru 30 þúsund íslend- ingar til Vesturheims, Kanada og Banda- ^ríkjanna. Nú sýnist a.m.k. þriðjungur Nýju strengjasveitarinnar vera Banda- ríkjamenn, en fimmtungur cða fleiri bandarísk-menntaður. Þannig endur- greiðist allt á himni eða jörðu, hvort sem gjaldmiðillinn er dugnaður í fátækt eða hámenntun úr ríkidæmi. 3-11 Sig. St. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.