Tíminn - 30.11.1983, Qupperneq 2

Tíminn - 30.11.1983, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 ■ „í tillögum okkar á Fiskiþingi vekj- um' við athygli á því hve stórt vandamál hringormur í þorski og öðrum fiskteg- undum er að verða hér við land fyrir bæði veiðar og vinnslu. Á síðustu 20 árum hefur hringormurinn vaxiö jafnt og þétt og hefur sú þróun vakið ugg og kvíða hjá öllum þeim sem að þessum atvinnuvegi standa“, sagði Jón Páll Halldórsson í samtali við Tímann,en hann er einn af fulltrúum Fjórðungs- sambands fiskideilda á Vcstfjörðum á 42. Fiskiþingi sem nú stendur yfir. Fjórðungssambandið fékk Halldór Bernódusson á Suðureyri til að vinna fyrir sig skýrslu um þróunina á hringormi í fiski á Vestfjörðum frá árinu 1963 og til ársins í ár. Niðurstöður þeirrarskýrslu eru á þann veg að frystihús.sem vinnur 2000 lestir af þorskflökum árlega, þarf að hreinsa úr þeim tæplega 10 milljónir hringorma og er kostnaður hússins við það verk tæpar 4 milljónir króna. Ef þessar tölur eru alhæfðar fyrir allt landið, kemur út að heildarkostnaður fiskvinnsl- unnar við þetta verk miðað við 300 þúsund lesta þorskafla og 40% nýtingu Óháði söfnuð- urinn velur forstöðumann ■ Baldur Kristjánsson, guðfræðinemi og þjóðfélagsfræðingur.hefur verið ráð- inn forstöðumaður Óháða safnaðarins frá áramótum að telja. Baldur lýkur væntanlega kandídatsprófi í vor. í frétt frá Óháða söfnuðinum segir að þcss muni verða farið á leit við Kirkjumála- ráðuneytið að Baldur verði staðfestur forstöðumaður safnaðarins frá ára- mótum og jafnframt muni hann inna flest embættisverk af hendi frá þeim tíma. Söfnuðurinn óskar nýráðnu prests- efni blessunar og þakkar öðrum um- sækjendum auðsýndan áhuga á starfinu og ánægjulega og uppbyggilega kynn- ingu að undanförnu. Samkvæmt lögum Óháða safnaðarins fer ekki fram almenn prestskosning. Fullkomin cining var í stjórn og safnað- arráði um þessa ráðningu. -AB Kartöflubændur fá 7 millj. kr. til áburðarkaupa ■ Uppskerutap kartöflubænda er talið vera um 60 millj. kr. í ár vegna erfiðs tíðarfars. Ekki er gert ráð fyrir að útsöluverð á kartöflum hækki af þessum sökum. A ríkisstjórnarfundi í gær var sam- þykkt að veita landbúnaðarráðherra heimild til að fara þess á leit við Grænmetisverslun ríkisins, að fyrirtækið leggi Bjargráðasjóði til 7 millj. kr. og verður upphæðinni varið til að styrkja kartöflubændur til áburðarkaupa. hans í flök, eru tæpar 240 milljónir króna. „Það er mín skoðun að þetta ástand sé orðið miklu alvarlegra en menn gerðu sér almennt grein fyrir, og ég tel að þessar niðurstöður bendi til þess að við séum e.t.v. komnir með stórlega sýkta fiskistofna og að til dæmis minnkandi vaxtarhraða þorsksins megi aðeinhverju leyti rekja til framangreindra stað- reynda," sagði Jón Páll. Hann sagði einnig að hann furðaði sig á því að þær vísindastofnanir sem vinna að verkefnum fyrir sjávarútveginn, hefðu ekki rannsakað þetta mál beturen raun ber vitni. „Ég tel að þetta sé miklu alvarlegra mál en svo að hægt sé að afgreiða það með því að segja að hér sé eingöngu um vandamál fiskvinnslunnar að ræða. Það hlýtur að vera vandamál allrar þjóðar- innar ef við erum komnir með sýkta fiskistofna ,”sagði hann,og benti á að fyrir 20 árum síðan hefði það verið með öllu óþekkt fyrirbæri að finna hringorm í öðrum fiski en þorski en nú væri engin fisktegund laus við þennan bölvald. í greinargerð.sem fylgir með skýrslu Halldórs, segir að fjallað sé um fisk, sem veiddur sé á Vestfjarðamiðum allt frá norðanverðum Breiðafirði og austur á Strandargrunn og tölur þær sem notast er við eru byggðar á sýnatökum, sem teknar voru vegna útreiknings á staðal- tímum, sem notaðar eru við útreikning á bónusgreiðslum frystihúsa. I greinargerðinni segir síðan að á árunum milli 1960-70 sýndu prufur að hringormur jókst jafnt og þétt í þorski, og árin 1971-72 er vertíðarþorskur veiddur af línu og trollbátum á Vest- fjarðamiðum kominn með 2 hringorma ■ JónPállHalldórsson.TímamyndGe (per. kg. af flökum) og þorskur veiddur af smærri bátum á grynnri miðum með allt að 3-4 orma. Þegar skoðaðar eru ormaprufur á þessu ári kemur svo í Ijós að togara- þorskur er að meðaltali með tæpa 3 hringorma per. kg. af flökum en málið verður svo sýnu alvarlegra er skoðaður er þorskur hjá línu og handfærabátum, því þá er um að ræða 6,7 hringorma per. kg. af flökum (í báðum þessum tilfellum erummeðaltaljan.-okt. 1983 að ræða). ■ Súlurit sem sýnir vöxt hringormsins í afia Vestfirðinga frá árinu 1963. Kennari óskast að grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Vegna veikinda- forfalla vantar okkur kennara frá n.k. áramótum. Æskilegar kennslugreinar: enska, danska og eðlisfræði. Annað kemur til greina. Gott húsnæði. Nýr og rúmgóður skóli. Vinnutími 9-4. Umsóknarfrestur til 8. des. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5224 og 97-5159. Asókn í sumarhús Samvinnuferða í Hollandi: Þegar uppselt í f jórar brottferðir ■ Mikil aðsókn hefur verið í sumarhúsahverfin í Hollandi næsta sumar, en ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn byrjaði um miðjan október að selja ferðir þangað. Þegar hafa 500 manns staðfest pantanir næsta sumar að sögn Eysteins Helgasonar framkvæmdastjóra. Þegar er uppselt í fjórar brottfarir og áberandi er að öllu meiri ásökn er í sumardvalir í nýja sumarhúsaþorpinu Kempervennen en í Eemhof. SL ferðaveltan á líka greinilega drjúgan hlut að máli, því að hún er töluvert notuð, en með henni er hægt að dreifa greiðslu ferðakostnaðar á allt að 22 mánuði. - BK Síðan segir í skýrslunni: „Ef athugað er betur október 1983 þar sem ormur í línuþorski er 7 st. þá kemur í ljós að vinnan við að tína orma úr fiskinum er 40% af snyrtingar- og pökkunartíma fisksins, það tekur m.ö.o. 1,54 mínútu að tína orma úr 1 kg. af þorskflökum. Togaraþorskur kom í október út með 3,2 orma sem er 25,4% af staðaltíma fyrir snyrtingu og pökkun eða 0,53 mínútu að tína orma úr hverju kílói af þorskflökum.“ Við útreikninga í niðurstöðum skýrsl- unnar er svo lagt til grundvallar hrað- frystihús, sem fengið hefur á þessu ári til vinnslu 60% togaraþorsk og 40% báta- þorsk og er þannig með að meðaltali 4,72 orma í kílói af flökum. Ef það framleiðir 2000 lestir af flökum á ári þá er kostnaður við ormahreinsunina sem sagt tæpar 4 milljónir kr. Rækjuaflinn aukist um 50% Hvað varðaði stöðuna almennt á Vestfjörðum í útvegi þá sagði Jón Páll að aflinn í ár væri í heild 71 þúsund tonn af fiski á móti 78 þúsund tonnum á sama tíma í fyrra,en þessi samdráttur kemur eingöngu fram í afla togaranna. Veruleg aukning hefur orðið á rækju- aflanum,eða um 50% á þessu ári,og er þessi aflaaukning einkum til komin vegna aukinnar sumarveiði. „Almennt séð er staða útgerðarinnar á Vestfjörðum mjög mismunandi eftir svæðum en árið í ár hefur verið mjög örðugt, einkum vegna mikils fjármagns- kostnaðar og orkukostnaðar samfara minnkandi afla svipað og gerist á öðrum stöðum á landinu", sagði Jón Páll. „Fiskvinnslan hefur víðast hvar gengið þokkalega vel, þar sem aflinn hefur borist nokkuð jafnt á land,þannig að ekki hefur orðið um tímabundnar stöðv- anir að ræða hjá okkur eins og víða hefur verið. Þetta er m.a. til komið vegna þess að á Vestfjörðum byggirsjósókn nokkuð jöfnum höndum á útgerð báta og tog- ara“. Hvað horfurnar á næsta ári varðaði sagði Jón Páll að viðhorfin á Vestfjörð- um væru svipuð og annarsstaðar á Iandinu. Menn horfðu alvarlegum aug- um á ástand fiskstofnana, það hlyti að vekja ugg og kvíða í byggðalögum,sem byggja nær allt sitt á veiðum og vinnslu, eins og er á Vestfjörðum. „Menn vonaað sjálfsögðu að ástandið sé ekki jafnalvarlegt og skýrsla fiski- fræðinga bendir til.en því miður er þar aðeins um vonir að ræða,“ sagði hann. -FRI ■ Kikey synir bxði málverk og skúlptúra á sýningunni í Keflavik. Listaverkasýning í Keflavík Laugardaginn 3. desember kl. 16 opnar Ríkey Ingimundardóttir sýningu á verkum sínum í nýja Karlakórshúsinu að Vesturbraut 17-19 í Keflavík. Á sýningunni eru um 80 verk, málverk og skúlptúrar. Þetta er fyrsta einkasýning Ríkeyjar, en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Sýningin verður opin frá kl. 16-22 alla daga. Henni lýkur 18. desember.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.