Tíminn - 30.11.1983, Side 8

Tíminn - 30.11.1983, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:- Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. K-álma Land- spítalans ■ Það er eðlileg afstaða, þegar draga þarf úr opinberum framkvæmdum, að ráðast ekki í nýbyggingar, en láta byggingar sem eru hafnar og oft er að mestu lokið, hafa forgangsrétt. Pessari stefnu hefur verið fylgt við undirbúning fjárlaganna nú. Hins vegar gildir það um þetta, eins og reyndar fleira, að alltaf eru til undantekningar. Þetta gildir ekki sízt, þegar um bráðaðkall- andi framkvæmdir á vegum heilbrigðisþjónustunnar er að ræða. Þess vegna þykir rétt að minna á eindregnar óskir læknaráðs Landspítalans varðandi hina svokölluðu K-álmu spítalans. í greinargerð frá læknaráðinu segir svo um þessa byggingu: „Allt frá árinu 1980 hefur Alþingi veitt fé til undirbúnings byggingar svonefndrar K-álmu Landspítalans. 1 K-álmu Landspítalans er m.a. ætlað að koma upp aðstöðu fyrir krabbameinslækningar, bæði geisla- og lyfjameðferð. Geislameðferðartæki er nú aðeins eitt og svarar alls ekki þeim kröfum, sem nú eru gerðar um nákvæmni meðferðar. Húsnæði fyrir nýtt geislameðferðartæki, svonefndan línu hraðal er ekki til og kann því svo að fara að senda verði krabbameinssjúk- linga í meðferð til annarra landa í verulega auknum mæli. 1 K-álmu er einnig ætlað að koma fyrir skurðstofum, en fjöldi skurðaðgerða á Landspítala er nú um 4 þúsund á ári og hefur fjölgað um 40% á síðasta áratug og eru nú mun stærri og flóknari en áður, en aðstaða hins vegar lítið sem ekkert breyzt síðustu 2 áratugi. Þá er rannsóknastofum og stoðdeildum ætlað húsnæði í K-álmu, en þær eru nú í mjög þröngu og óhentugu húsnæði á mörgum stöðum í spítalabyggingunni. Hönnun K-byggingar er nú langt á veg komin og útboðsgögn fyrir 1. hluta hennar, svokallaðan lagnagang tilbúin. Áætlað hafði verið í samráði við stjórnvöld að hefja framkvæmdir nú í haust fyrir fé það, sem veitt hafði verið til þessa verks. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984 er hins vegar áætlað 2,3 milljónum króna til verksins eða aðeins rúmum 4% af áætlaðri þörf og mun það óhjákvæmilega leiða til stöðvunar framkvæmda. Stjórn læknaráðs Landspítalans varar við þeim afleiðingum, sem það kann að hafa að stöðva nú framkvæmdir við K-álmu Landspítalans, og skorar á viðkomandi stjórnvöld að beita sér fyrir því að fjárveiting fáist til þess að hefja megi framkvæmdir á þessu ári eins og áætlað hafði verið.“ Þess ber að gæta, að Landspítalinn er fyrir alla landsmenn, jafnt þá sem búa í strjálbýli og þéttbýli. Einkum gildir þetta um allar meiri háttar aðgerðir. Áreiðanlega eru margar framkvæmdir á vegum heilbrigðisþjónustunnar aðkallandi, en ekki þarf um það að deila, að K-álman hefur algera sérstöðu. Fækkun togara Höfuðmálið á Fiskiþingi, sem haldið er þessa dagana, er mótun fiskveiðistefnu með tilliti til hinnar svörtu skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar. Þar kemur m.a. til greina að fækka togurum, sem stunda veiðar. í þessu sambandi hefur Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra hreyft þeirri hugmynd, án þess að flytja um það beina tillögu, að komi til fækkunar togara, verði það sjónarmið lagt til grundvallar, að fækkunin hafi sem minnsta atvinnuröskun í för með Sér. í mörgum hinna fámennari byggðarlaga er þannig háttað, að einn togari stendur undir nær öllu atvinnulífi. Verði honum lagt eða hann seldur burtu, myndast fljótt algert atvinnuleysi í viðkomandi sjávarþorpi. Þetta getur haft minni áhrif, þar sem atvinnumöguleikar eru fleiri. Vissulega verður að hafa þetta sjónarmið ríkt í huga, ef til fækkunar togara kemur. - Þ.Þ. skrifað og skrafað Flokkur sem ekki er hægt að taka alvarlega ■ Eftir landsfund Alþýðu- bandalagsins veit ekki nokk- ur maður lengur hver er stefna flokksins ef undanskil- ið er 40% jafnréttið, sem reyndar er ekki á allra færi að skilja. Þær ræður sem birtar hafa verið og ávarpið góða er allt svo uppbólgið af slag- orðum að erfitt er að grilla í einhverja raunverulega stefnumörkun, ef einhver er. Halldór Ásgrímsson sjá- varútvegsráðherra fjallar um stefnuleysi Alþýðubanda- lagsins í forystugrein í Austra og^segir: „Fróðlegt er að bera saman málflutning Svavars Gests- sonar á landsfundi Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi við ræðu hans á flokks- ráðsfundi flokksins fyrir ári síðan. Þá viðurkenndi for- maðurinn að alvarlegt ástand í efnahagsmálum væri fram- undan. Mörgum fannst þar gæta of mikillar svartsýni. Tillaga hans þá var að gera neyðaráætlun til 4 ára. í máli hans kom fram að alls ekki mætti auka erlendar skuldir þjóðarbúsins og nauðsynlegt væri að gera áætlun um hjöðnun verðbólgu í jöfnum og ákveðnum skrefum og tók hann þar undir tillögur fram- sóknarmanna. Enda þótt leiðirnar hjá honum til að ná markmiðinu væru óljósar kom skýrt fram í máli hans að hann sá hætturnar fram- undan en átti erfitt með að setja fram leiðir til lausnar vegna þess að Alþýðubanda- lagið hefur í reynd ekki getað haft frumkvæði um að taka á erfiðum málum.. Slagorðs- súpan hefur venjulega verið notuð, en auðheyrt var að formaðurinn var að reyna að finna leið til að leiða flokk sinn inn á meiri skynsemis- brautir en oft hafðir tíðkast áður. Síðan er liðið eitt ár. Margt hefur gerst og þjóðarbúið hefur orðið fyrir enn rneiri’ áföllum sem enginn gat séð fyrir þá. Við slíkar aðstæður mætti ætla að í afstöðu flokksins gætti meira raunsæ- is en áður, öðru nær. Engin neyðaráætlun er nefnd þrátt fyrir mun verri aðstæður. í stað þess að lýsa raunveru- legu ástandi og reyna að finna leiðir til úrbóta dregur formaðurinn fram öll fyrri slagorð Alþýðubandalagsins. Stjórnmálaflokkur sem þannig hagar sér verður ekki tekinn alvarlega. Með þessu hefur Svavar Gestsson undir- strikað að ætlun hans og flokksins er ekki sú að vera í ábyrgri stjórnarandstöðu sem bendir á nýjar leiðir til að takast á við vandamál dagsins. Eina hugsunin er sú að ala eins mikið á óánægju við erfiðar aðstæður og kost- ur er. Það hefur verið von margra að Alþýðubandalagið hefði lært sína lexíu á leiknum 1978. Því miður ætl- ar flokkurinn að falla í sömu gryfjuna og þá. Ríkisstjórnin hefur komið í veg fyrir að erlendar skuldir myndu aukast og náð tökum á verðbólgunni eins og Svav- ar Gestsson lagði áherslu á í neyðaráætluninni. Að sjálfsögðu hefur þurft að færa fórnir en þær hefðu orðið miklu meiri ef ekki hefði verið gripið inn í. Það er ekki nóg að hgusá um líðandi stund og strá um sig með slagorðum. Það verður að huga að uppbyggingu og grundvelli þjóðfélagsins. Það er mikilvægt að allir fylgist vel með þessari sýndar- mennsku og átti sig á innan- tómu orðagjálfri. Alþýðu- bandalagið er stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn og ber vissulega mikla ábyrgð á ástandi þjóðmála á hverjum tíma. Það er leitt til þess að vita að Alþýðubandalagið skuli ekki ná þeim þroska í stjórnmálum að geta talist marktækur flokkur í stjórn- málum að geta talist mark- tækur flokkur í stjórn- málaumræðunni." Hraðskák Margir hafa gaman af boltaleikjum, jafnvel að horfa á þá. Vel er að því unnið að viðhalda því ganni og láta fjölmiðlar þar ekki sitt eftir liggja. Hins vegar hefur fólk mörg önnur áhuga- efni sem betur fer, en mis- jafnlega er komið til móts við svo og svo fjöimenna hópa, sem kunna að hafa einhverjar sérþarfir hvað þetta varðar. Líklega hafa þrýstihóparnir margfrægu þarna einhver áhrif. Það er að bera í bakkafull- an lækinn að leggja orði í þann stóra bel, sem safnað er í óskum um hvað sýna á í sjónvarpi og hvað á að láta ógert að sýna, en þess skal samt freistað. Óvíða mun áhugi á skák- íþróttinni vera almennari en hér á landi enda ýta afreks- menn á þessu sviði undir þann áhuga og ekki kæmi á óvart þótt að fleiri stunduðu þessa íþróttagrein ef en felst- ar aðrar jafnvel að bolta- leikjum meðtöldum. Það er því þakkarvert að sjónvrpið, sem er sá miðill, sem best er til þess fallin að sýna og skýra þessa íþrótt hugans, tekur upp á því að flytja skákskýringar þegar bestu skákmenn heims leiða saman hesta sína. En sá böggull fylgir skammrifi, að tíminn sem úthlutað er til þess arna er svo stuttur að varla verður fugl eða fiskur úr skýringunum. Okkar bestu skákmenn eru greinilega reiðubúnir að fara yfir skákir meistarana og skýra þær en einhverjir sjón- varpsmenn eru þessum komnir að skammta tímann svo naumt að enginn tími vinnst til að fara yfir skákir- nar nema á hundavaði og er samt furðulegt hve miklu skákskýrendur geta komið til skila. Varla er kostnaðurinn svo yfírþyrmandi við þessar ein- földu útsendingar, að hann ætti að standa í vegi fyrir að betur mætti gera. Að minnsta kosti sýnist tímahrakið ekki hrjá niðurröðunarmenn dagskrár þegar margt annað efni er á ferðinni. - O.Ó. tandri skrifar Þriðja flokks kvikmynd- ir um glæpi og kynlíf! ■ Það líður tæplega á löngu þar til myndbandaleigur verða kumnar við hverja götu Reykjavíkurborgar. Þessi fyrirtæki hafa sprottið upp eins og arfi á mykjuhaug og án efa gefa þau eigendum sínum gott í aðra hönd. Tandri tók sig til fyrir skömmu og heimsótti fimm myndbandaleigur og hann renndi augunum yfir það sem á boðstólum var. Satt best að segja var hann ekki ýkja hrifinn. Kannski er hann gamaldags en svo mikið ef víst að hann er ekki aðdáandi þriðja flokks glæpamynda eða lélegra kynlífsmynda, en þessar tvær tegund- ir efnis mynda virtust vera uppistaðan í því sem hægt var að fá leigt. Flestar myndbandaleigurnar höfðu barnaefni sem þær kölluðu svo. Þetta var allajafna út í homi og komin myglulykt af spólunum, svo gamlar vom þær. Ef að líkum lætur hafa „ekta“ klámmyndir verið fáanlegar, en tæpast fá þær aðrir en fastir viðskipf avinir. Sjálfsagt bera eigendur þessara fyrirtækja á móti þessu síðastnefnda, en Tandri minnist þess að eitt sinn átti hann leið fram hjá myndbandalcigu. Hann Itorfði inn og sá aftan á afgreiðsluborðið. I hillu undir peningakassanum var búið að raða smekklega nokkrom spólum og á þeim voru heiti eins og : SEX IN SWEDEN, DANSK PORNO og fleira í þeim dúr. Erlendis hafa verið gerðar athuganir á því hvort börn hafl séð svæsnar hryllingsmyndir og kynlífsóperur. Eftir því sem Tandri kemst næst, og ber m.a. Moggann sl. föstudag fyrir sig, er það mun algengara en fólk hyggur að börn og unglingar hafa séð myndir sem kvikmyndaeftirlit hafa bannað þeim f kvikmyndahúsum. Á sínum tíma vakti Þjóðviljinn réttilega máls á þvi að hér á landi væri hægt að fá mynd þar sem konu var misþyrmt á hinn hryllilegasta hátt, og geta menn leitt hugann að því hvaða áhrif slík mynd hcfur á yngri kynslóðina. Einnig minnist Tandri þess að á boðstólum hefur verið mynd af manni sem drepur með vélsög allt kvikt. Það er stöðugt verið að biðja hið opinbera um hitt og þetta, en Tandri ætlar að leyfa sér að biðja þá góðu menn sem sitja í kvikmyndaeftirlitinu um eitt: í öllum guðsbænum beitið ykkur fyrir því að myndbandaleigum verði harðbannað að hafa á boðstólum myndir sem gera ekkert annað en að eitra hugi þeirra sem á horfa. Látið ekki nægja að setja merki á spólurnar þar sem börnum og unglingum er bannað að horfa á viðkomandi mynd. Þau hlæja að því og setja spóluna í tækið þegar pabbi og mamma em farin út. Þetta er kannski farið að hljóma eins og bréf í Velvakanda en Tandra er nokk sama. Hann trúir því ekki að það sé til bóta fyrir íslenskt mannlíf að börn og unglingar (og raunar fullorðnir líka) eigi þess kost að horfa á fólk brytjað niður rétt eins og rolla á sláturhúsi eða á einhverja Skandinava að eðla sig. Það mætti hugsa sér að kvikmyndaeftirlitiö gerði þessa hreinsum um leið og það lítur inn í nokkrar bókabúðir - rétt svona til að taka nokkur ointök af klámblöðum, sem ríkissaksóknari hefur greinilega ekki frétt að væru á boðstólum hér á landi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.