Tíminn - 30.11.1983, Síða 9

Tíminn - 30.11.1983, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 9 á vettvangi dagsins ■ 1 sjónvarpsfréttum 14. okt. var okk- ur sýndur hæstvirtur iðnaðarmálaráð- herra Sverrir Hermannsson, þar sem hann á fundi í Hafnarfirði var að gefa einhverja bráðabirgðaskýrslu um auka- kostnað við Blönduvirkjun. Sagði hann þennan kostnað, sem ekki væri virkjun- arkostnaður, stefna í að verða 234 eða 237 milljónir, þar með taldir gangna - mannakofar. Meðtaldar væru einnig miklar vegaframkvæmdir og gífurlegur kostnaður við uppgræðslu. Alþingi yrði gefin nánari skýrsla um þetta fljótlega, sagði ráðherrann og bætti við, að eigi sé furða þótt virkjanir okkar verði dýrar með svona ráðslagi. Ekki láum við iðnaðarráðherranum þótt honum þyki þessi aukakostnaður þegar orðinn mikill, og hann má áreiðan- lega sætta sig við að sjá aukast nokkuð við á næstu árum hvort sem fyllir í nefndar 237 milljónir eða hvað, ef staðið verður við öll fyrirheit af þessu tagi sem í virkjunarsamningnum er að finna og mörg hver bera keim af mútum. Þessar framkvæmdir hafa verið túlkaöar sem bætur til heimamanna og var ekki sparað að setja slík fyrirheit inn í samninginn til að gylla hann. Þrátt fyrir allt telur virkjunaraðili samninginn sér hagstæðan og kom það skýrt fram hjá fulltrúum hans á fundi með Landverndarsam- 237 milljónir í aukaframkvæmdir eftir Rósmund G. Ingvarsson tökum vatnasvæða Blöndu og Héraðs- vatna fyrr á þessu ári. Annar ráðherra, hæstvirtur fjármála- ráðherra, Albert Guðmundsson var spurður á fundi á Blönduósi hvort fresta ætti framkvæmdum við Blönduvirkjun. Samkvæmt fréttum svaraði ráðherrann því til að hraði virkjunarframkvæmda hljóti að miðast við markaðshorfur fyrir rafmagnið og þá einkuni hvort samning- ar takist um stækkun álversins syðra, en ' svo var að heyra að virkjun yrði ekki stöðvuð. Af þessum fréttum og öðrum má sjá að horfur eru á að mjög verði dregið úr byggingarhraða virkjunarinnar og að Landsvirkjun fái eigi nema hluta af þeim 6 hundruð milljónum sem beðið var um fyrir næsta ár. Þá hefur fréttst að vegna vissra vinnudeilna hafi verið hætt við vissa stórframkvæmd á virkjunarstað í sumar, en fjármagn sem við það losnaði verði nota í annað. Er það væntanlega skýr- ing á miklum framkvæmdum við auka- verk svo sem vegagerð í sumar. Eins og fyrr segir eru þessar umræddu aukaframkvæmdir (vegir, brýr, girðing- ar, uppgræðsla, hús o.fl.) gjarnan á einu bretti taldar bætur til heimamanna, en það er mjög villandi. Því segja má að þær séu sumpart beint í þágu virkjunar- innar sjálfrar og sumpart til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Um það hvort þær verða í raun meira til hagræðis fyrir bændur heldur en óhagræðis virðist of snemmt að fullyrða nokkuð, en veg- irnir og brýrnar koma ferðafólki áreiðan- lega mjög til góða. Forsenda þess að viðkomandi bændur hafi not af vegunum er að þeir gefist ekki upp á að nota - eða þeim verði ekki gert ókleift að nota afréttina til sauðfjarbeitar, - þar eð mennningin er ekki a.m.k. ekki ennþá - komin á það stig að menn flytji stóðhross á bílum í afrétti. Afréttarmálin eru viðkvæm og vandmeðfarin og ýmis við- horf þau varðandi skjóta nú upp kolli. Um vegina segir svo í virkjunarsamn- ingi: „Virkjunaraðili kostarogviðheldur þeim vegum og slóðum sem nauðsynlegt er talið að leggja til að bæta röskun á hagagöngu búfjár, þar með taldar nauð- synlegar brýr yfir vatnsvegi. í þessu skyni skal leggja eftirtalda vegi og slóðir þegar óskað er og þörf er á“. Síðan kemurallmikil upptalning. Um girðingar segtr svo: „Virkjunaraðili kostar og viðheldur þeim girðingum sem nauðsyn- legar eru til að forðast röskun á búfjár- göngu vegna virkjunarinnar. í þessu skyni skulu reistar eftirtaldar girðingar þegar óskað er og þörf er fyrir þær". Þessu fylgir einnig allmikil upptalning. Hér er augljóst að með hvorutveggja er verið að leggja í framkvæmdir til að draga úr. eða „forðast" óhagræði eða skaða sem virkjunin muni valda og annars yrði að greiða skaðabætur vegna. Bætur fyrir vatnsréttindi og land er óvíst að verði nokkrar. Uppgræðsla lands er skammt á veg komin, en Ijóst er orðið að gæsir sækja mjög í uppskeruna og verður það erfitt vandamál. Þó að það hefði ekki komið til, þá þarf enginn að halda að uppgræðsla lands í 500 metra hæð, þar sem lítið er annað en grjót og sandur, sé auðvelt verk eða að hún kosti lítið. Sérfræðingar Rala töldu uppgræðslu framkvæmanlega og ekki það dýra að menn fráfældust hana, en ekki hefur gengið vel að fá bændur til að trúa þessu. E.t.v. má deila um hvort uppgræðslan verði framkvæmd fyrir bændur. Þó ætti að vera ljóst að bændur sem eiga afrétti eða afnotarétt af afréttum, hljóta að krefjast skaðabóta í svona tilfellum (þeg- ar beitiland er eyðilagt). Með tilliti til þess má segja að uppgræðslan sé tilraun til að komast hjá slíku. Væntanlega tekur langan tíma að fá reynslu af svona uppgræðslu, hvort hún þolir til lengdar veðurfar og önnur skilyrði á heiðunum og kann því að vera réttara áð segja að uppgræðslan sé gerð vegna framtíðar- innar. Hugsanlega bindur samnings- nefnan hendur bænda varðandi skaða- bótakröfur sem hér um ræðir, en um það verður ekkert fullyrt hér. Minna má á, að ekki varð samstaða um þennan samn- ing í viökomandi sveitarfélögum og í sumum þeirra var hann ekki borinn undir viðkomandi bændur eða upprekstrarfélagsdeild. Takist upp- græðsla ekki er óljóst hvað ætlunin er að gera, en afréttarlöndin eru mjög mikil- væg fyrir mörg bændabýlin á viðkomandi svæði og byggðaröskun fyrirsjáanleg ef eitthvað ber út af. Hvort sem uppgræðsla örfoka lands á þessum slóðum reynist framkvæmanleg eða ekki, þá er Ijóst að gróið land sem fer undir vatn, verður aldrei bætt. Það er einfaldlega ekki hægt, þrátt fyrir alla tækni nútímans. Auk þess er á það að líta að Landgræðsla ríkisins hefði grætt upp land á þessum afréttum þótt ekki væri virkjað þar, og var reyndar aðeins byrjað á því. Þá er það hlutverk Fjallvegasjóðs ríkisins að gera vegi upp á afrétti og hcfur hann lagt til flestra þeirra vega sem upp eru taldir í virkjunarsamningnum enda var búið að vinna talsvert í þeim. Er og sagt að sjóðnum sé ætlað að greiða þennan kostnað en ekki virkjuninni, nema í bili. Brú á Ströngukvísl stóð bændum til boða og var fjárveiting til reiðu fyrir nokkrum árum. Skilyrði var að hætta að reka hrossin í afréttinn (einnig skilyröi fyrir uppgræðslu í stórum stíl). Að því skil- yrði var ekki gengið og afleiðingin varð ofbeit. (Afleiðing ofbeitar eru skemmdir á gróðurlendi, lélegar afurðir af fénaði og hætta á að sauðfja'rbændur gefist upp á að nota afréttinn). Það skal ítrekað að ekki cr við bændur að sakast þótt áðurnefndar aukafram- kvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlun. (Menn hafa sagt að stefni í 7-8% af virkjunarkostnaði í stað 5% en væntan- lega eru þá aðrir liðir virkjunar vanáætl- aðir líka svo þetta kann að breytast síðar). Þvert á móti má ætla að sumar þessar framkvæmdir yrðu talsvert ódýr- ari ef bændur tækju þær að sér, t.d. girðingar ogjafnvcl áburðardreifing. En lítið mun hafa farið fyrir útboðum til þessa og lítið munu bændur hafa fengið að gera. Bendir þó reynsla af útboðum til að þannig sé hægt að draga mjög verulega úr kostnaði við framkvæmdir. Eins og áður er að vikið er óséð hvern hag bændur hafa af þessum framkvæmd- um kringum Blönduvirkjun, þegar upp er staðið. T.d. má nefna girðingu á mörkum afrétta að vestan, eða vegi, sem beina straumi umferðar inn á afrétti. Þetta síðarnefnda er atriði sem margir eru uggandi yfir. Varðandi „gangnamannakofa" er það helst að segja að, einungis var settur upp einn slíkur í sumar og er þó ekki lokið þar eð ekki var byrjað fyrr en komið var fast aðgöngum. Virkjunaraðili stóðekki við fyrirheit um nýjan skála (sbr. blaðið Feyki 24. ágúst s.l.) heldur kom með 17 ára gamalt starfsmannaskýli að sunnan, sem búið var að margrífa sundur og flytja til og var jafnvel talið ónýtt sem slíkt. Er varla hægt að ætla að þetta hús sé reiknað á háa upphæð, svo óþarft er að nefna það sérstaklega þcgar rætt cr um þessar 237 milljónir (sbr. ummæli ráð- herrans). Síðar mun ætlunin að setja upp tvo gangnamannaskála til viðbótar í 'stað þeirra sem hugsanlega lenda á lónsbotni. í upphafi þessarar grcinar er getið ummæla ráðhcrra. Nokkru síðar urðu umræður um þetta á Alþingi og grcindu fjölmiðlar svo frá að þingmenn Norður- landskjördæmis vestra væru óánægðir yfir umtali um gífurlegan kostnað við aukaframkvæmdii. Og það eru flciri óánægðir yfir þessu umtali, enda bryddir á öfund út í bændur vegna þcssara framkvæmda sem í raun eru að miklum hluta gerðar beinlínis vegna virkjunar- innar, svo scm uppbygging vcga til •þungaflutninga að virkjunarstað, jarða- : kaup og jafnvel fjárhúsbygging fyrir hátt í 5 milljónir, scm bætist viðjarðarverðið. Enn má nefna flaggstcngur fimm á stöllum. ferlegar veislur og fleira. Helmingui þcssa umlalaða auka- kostnaöar kemur virkjunarsamningnum við hrcppana ekki við. Og hluti af hinum hclmingnum er beint í þágu virkjunar- innar sjálfrar. Afgangurinn er mest- megnis framkvæmdir til að rcyna að draga úr rýrnun beitarþols afréttanna og til að korna í veg fyrir skaðabótakröfur eftir á. Ekkert rennur í vasa bænda nema þeir geti komist í vinnu við framkvæmdirnar. Unt bætur fyrir vatns- réttindi, bcitiland sem eyðileggst og veiðihlunnindi liggur ekkert fyrir og ekki áætlað ncitt fyrir þeim í ncfndum 237 milljónum. Það viröist vcra lenska að ónotast út í bændur og kenna þeint um þetta og hitt. Þeir sem græða á framkvæmdum við Blöndu eru hinsvegar væntanlega vcrktakar og aðrir sem kom- ast i aðstöðu til að mata krókinn meðan á framkvæmdum stcndur. Að lokum skal tekið fram að ég hygg aö ósanngjarnt sé að ásaka samninga- menn ríkisins fyrir fríðindi í samnings- nefnunni í þágu bænda því að þegar öllu sé á botninn hvolft finnist þar næsta lítið annaðen það. sem virkjnnaraðila barað gera, til að draga úr eða til að bæta fyrir ncikvæð áhril og eyðileggingu, þó eng- inn samningur væri gerður. 2. nóv. 1983 Rósmundur G. Ingvarsson í önn dagsins „Hver er sinnar gæfu smiður“ ■ Menn ganga æviskeið sitt á ýmsa vegu, t.d. vclja menn sér mismunandi hlutvcrk að ævistarfi. Þess vegna er óhætt að fullyrða að „hver er sinnar gæfu smiður", þrátt fyrir allt. Ég heyri ott að menn vilja kcnna öðrum ef út af ætlunarverki þcirra bregður, í stað þess að leita að veilu hjá sjálfum sér, er þeir skipuleggja eða framkvæma verknað sem þeir bera ábyrgð á. Þegar svo er komið fyrir fólki, að það reynir alltaf að kasta sök sinni á annan cf út af ber, þá cr allt cins líklegt að illa fari er yfir lýkur. Sá maður er ekki skorast undan ábyrgð verka sinna, hann hlýtur að standa öðrum framar, hann er líka líklcgri til að vera í sátt við sjálfan sig, því hann hlýtur að byggja störf sín á eigin þekkingu og rökum, rökum sem hann hefur lagt fyrir dómstól, eigin rökhyggju og er reiðubúinn að hlýta dómi samvisku sinnar, hvernig sem fcr. Hann veit að hann getur spurt að lcikslokum. því i upphafi hafði hann skoðað endiripn. Ég er sannfærður um að sá hraði og mikli erill sem nútímamaðurinn verður að búa við fækkar þeim stundum sem við gcfum okkur til að gaumgæfa störf okkar nægilega, við erunt of háð skyndilæti líðandi stundar. og þar af leiðandi ekki eins sjálfstæð. Ef okkur tækist að hægja aðeins fcrðina og líta til baka þegar við ákveðum eitthvað, þá er ég viss um að margt fer betur en oft áður. Við hættum t.d. að líta svo á, að allir, eða flestir hlutir séu sjálfsagðir, við myndum t.d. gcta sætt okkur við tilveruna eins og hún er, viö gætum lagt okkar að mörkum til aö bæta hana, geta þess sem vel er gert, og hætta að lcita að bjálkanum í auga náungans. Hefur þú prufað að hugsa jákvætt til einhvers scm þú bcrð ekki hlýjan hug til? Hefur þú rey.nt að verja málstað þess manns sem hefur gert á hlut þinn? Ef þú hefur gert þetta þá sérðu, og veist að ekki er allt sem sýnist í fljótu bragði, en ef þú hefur ekki gert neitt þessu líkt, þá ættirðu að gera tilraun og sjá hvort hún er ekki þess virði. Við lifum í stórum heimi og berjumst fyrir hinu sjálfsagða, eins og t.d. afvopnun ýmissa gereyðingarvopna, en gleymum því að ef við vinnum að jafn sjálfsögðum hlut og að hlynna að okkar innri manni, þá minnkar þörfin á baráttu fyrir vopnum, og þeirra verður hreinlega ekki þörf. Kristján B. Þórarinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.