Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 3 Launin sem atvinnurekendur greiða fara á marga staði: UM 25% UUNAKOSTNJPRINS FER í „UUNATENGD GIOLD” — en aðeins 75% í vasa launamannsins ■ Af þvi scm atvinnurckandinn greiðir vegna kaups fer aðeins 75% beint í vasa launamannsins. Afgangurinn, launa- tengd gjöld, skiptist í 16 staði. Þar er greiðsla vegna orlofs stærsti liðurinn, um 8% af heildarupphæðinni. Veikinda- og slysagreiðslur milli 4 og 5%. Af öðrum liðum má nefna vinnueftirlits- gjald, greiðslu í sjúkrasjóð, orlofsheim- ilasjóð, lífeyrissjóð. Launaskatt má nefna, aðstöðugjald og félagsgjald til atvinnurekenda. Þessar upplýsingar koma fram í nóv- emberhefti Fréttabréfs kjararannsókn- arnefndar, en Kjararannsóknarnefnd fær ársfjórðungslega upplýsingar frá 100 fyrirtækjum, með u.þ.b. 12-14 þúsund starfsmönnum, og vinnur sjálfstætt úr þeim upplýsingum. Svo dæmi sé tekið af hafnarverkamanni í 9. fl. A með 5% hafnarvinnuálagi þá er tímakaup hans 58 krónur 65 aurar í júní sl. Heildar- greiðslur atvinnurekandans vegna eins unnins tíma er hinsvegar 78 krónur og 9 aurar. Mismunurinn, tæpar 20 krónur, skiptast þannig að rúmar 3 krónur fara í veikinda- og slysagreiðslur. Rúmar 6 krónur í greiðslu vegna orlofs. 2 kr. 38 aurar renna til ríkisins í formi launa- skatts. Rúmar 4 kr. fara í lífeyrissjóð. Tæp krónaT lífeyristryggingu. Rúm hálf króna í aðstöðugjald. 68 aurar í sjúkra- sjóð. 36 aurar í atvinnuleysistryggingar- sjóð.-Aðrir liðir eru minni. í fréttabréfinu eru samsvarandi stærð- ir reiknaðar út fyrir ýmsar aðrar starfs- stéttir og er þessi skipting mjög áþekk allsstaðar. Sem sagt.af hverjum 100 krónum sem atvinnurekandinn greiðir fara aðeins 75 krónur í vasa launamanns- ins. 25 krónur eru launatengd gjöld. Þetta jafngildir því að launatengdu gjöldin séu um 33% ofan á kauptaxtana. -BK Rækjan á úthafsmiðunum fyrir norðan: Þolir 3500 tonna veiði — og er það lágmarkstala því veiðisvæðin hafa stödugt verið að stækka í máli hans kom fram að á þessu ári hafa 85 skip fengið leyfi til úthafsveiða á rækju og mun ársaflinn verða á milli 5 og 6 þúsund tonn. Þessi afli kemur aðallega af úthafsmiðum fyrir norðan. Þessi mikla aflaaukning við ísland er ekki séríslenskt fyrirbæri, svipað hefur átt sér stað yið Alaska, V-Grænland og í Barentshafi. „Enginn vafi er á því að rækjumergð hefur stóraukist á þessum hafsvæðum á síðustu 5-6 árum en hins- vegar er mönnum ekki fyllilega ljóst hver hin raunverulega ástæða er“, sagði Ingvar. Hann bætti því svo við að rækjan væri ekki svo mjög háð sjávarhita að fallandi sjávarhiti væri talin einhlít skýring. Við V-Grænland hefði komið í ljós að þorskstofninn (sem lifir mikið á rækju) þar hefði rýrnað mikið við fall- andi sjávarhita, og hallast menn því frekar að því að fallandi sjávarhiti,með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir lífríkið, hafi verið ein orsök þess að þorskstofninn rýrnaði og rækustofninn óx að sama skapi. >- -FRI ■ „Útreikningar okkar á jafnstöðuafla úthafsmiðanna fyrír norðan benda til þess að rækjan þar þoli a.m.k. 3500 lesta árlega veiði, en við vitum að þetta er algjör lágmarkstala, því að veiðisvæðin hafa stöðugt verið að stækka“, sagði Ingvar Hallgrímsson, m.a. í eríndi sínu sem hann flutti á Fiskiþingi,sem nú stendur yfir,en yfirskrift erindis hans var: Um rækju og rækjuveiðar við ísland. Slökkviliðið kvatt út í Háskóla: Hitalykt af rafmagnstöflu ■ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt út í Háskóla íslands í gær, en þar hafði fundist hitalykt úr rafmagnstöflu. Þegar til kom reyndist ekki vera um eld að ræða og kom maður frá Rafmagnsveit- unni og tók töfluna úr sambandi. Lyktin mun hafa stafað af of miklu álagi. -GSH KVÓTAHÆKKU NIN ORÐIN AÐ LÖGUM ■ Frumvarp frá ríkisstjóminni um mánna í fjárveitinganefnd. En laga- heimild tU hækkunar á kvóta íslands hjá breytingar þurfti við til að allir þing- Alþjóðagjaldeyríssjóðnum, var sam* flokkar gætu átt fulltrúa í nefndinni. þykkt frá efri deild á mánudag og er þar í neðri deild urðu miklar umræður með orðið að lögum. Frumvarpið var' vegna frumvarpsins úm kvótahækkun- samþykkt samhljóða í báðum deildum ina. Þær stöfuðu þó ekki af því að neinir Alþingis. ' ' væru á móti frumvarpinu, enda sam- þykkt samhljóða, heldur létu mælsku- Þetta eru önnur lögin sem samþykkt menn gamminn geysa þar sem þeim eru á yfirstandandi þingi. Fyrstu lögin ’ fannst fjármálaráðherra liggja vel við sem samþykkt voru gengu mjög fljótt höggi vegna ummæla hans um efni fyrir sig, en þau voru um fjölgun þing- frumvarpsins. ■ Ingjaldssandur er afskekkt sveit,og eftir árvissar vetrar- ófærðir þaðan í þéttbýlið á Flateyri er gjarna ófært fram eftir vori vegna aurbleytu. Þetta hefur orðið til þess að bændur þar hafa fengið áburð sendan á haustin fyrir snjóa til að geta borið á tún sín á sama tíma og aðrir á vorin. Hér er verið að afferma vörubfl á Ingjaldssandi fyrir skemmstu. Stæðurnar eru síðan varðar svo að áburðurinn skemmist ekki við geymslu. Tímamynd Finn- bogi Kristjánsson. konsertinn: Sídasta sýning á föstudags kvöld ■ Síðasta sýning á „Eftir konsertinn" eftir Odd Björnsson verður á föstu- dagskvöldið á stóra sviði Þjóðlcikhúss- ins. Höfundurinn er sjálfur leikstjóri, cn með aðalhlutverk fara Helga Bachman, Helgi Skúlason og Erlingur Gtslason. Eftir konsertinn lýsir því, þegar hjón úr heldrimannastétt koma heim eftir vel heppnaðan konsert pólsks píanóleikara. Þau bjóða honum og ýmsum öðrum til samkvæmis og þang- að kemur líka óboðinn gestur, heimil- islæknirinn. Ýmislegt gerist í sam- kvæminu og eftir það, sem varpar Ijósi á ástand heimilisins. Meðan annarra leikara eru Árni Tryggvason, Sigrún Björnsdóttir, Randver Þorláksson. Steinunn Jóhannesdóttir og Jón S. Gunnarsson, sem leikur píanóleikar- ann pólska á pólsku. 17 málarar f Galler- finu Vesturgötu 17 ■ Um síðustu helgi var opnuð fjöl- breytt myndlistarsýning í Gallerí Vest- urgötu 17 í Reykjavík. Þar sýna ekki færri en 17 listmálarar, sem allir eru félagar í Listmálarafélaginu. 70 myndir eru á sýningunni og allar til sölu. Elsta myndin er frá 1952,en flestar eru mynd- imar nýlegar. „Hér getur að líta marga stíla, allt frá landslagsmálverki til nýja málverksins og ef Reykvíkingar kunna ekki að meta þetta þá veit ég ekki hvað má bjóða þeim,“ sagði einn málaranna þegar blaðamenn skoðuðu sýninguna á dögunum. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Ágúst F. Petersen, Bragi Ásgeirsson, Elías B. Halldórsson, Einar G. Bald- vinsson, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrésdóttir, Gunnar Örn, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurðsson, Jóhann- es Geir, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Sig- urður Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Vilhjálmur Bergsson. Sýningin er opin aðeins á virkum dögum frá kl. 9 til 5 síðdegis. -JGk ■ Þeir voru að ljúka við uppsetningu sýningarínnar er Ijósmyndara bar að garði. Fv. Hafsteinn Austmann, Jóhann- es Jóhannesson, Guðni Þórðarson, eig- andi Gallerísins og Valtýr Pctursson. Tímamynd Róbert Uppsagnir hjá Skógrækt rikisins: EINGÖNGU TIL SAMRÆMINGAR VARÐANDI FÆDIS- OG NESTISFÉ ■ „Þetta er nú varla blaðamatur, við sögðum að vísu upp fólki, sem vinnur hjá okkur árið um kring, og það gerðum við eingöngu til að leysa þann hnút sem mál voru komin í varðandi samræmingu á ýmsum atriðum eins og fæðis- og nestisfé,“ sagði Sigurður Blöndal,skóg- ræktarstjóri, í samtali við blaðið í gær um launadeilu innan Skógræktar ríkis- ins. „Það tókst ekki að ná samkomulagi um þau mál innan hópa sem hjá okkur vinna, og það var talið að besta leiðin til að losa um þetta væri að beita uppsögnum, en við vonumst að sjálf- sögðu til að geta ráðið allt þetta fólk á nýjan leik, áður en uppsagnarfrestur er útrunninn, en hann er 3 mánuðir hjá flestum." Sigurður sagði að hér væri um að ræða 20 manns flesta starfandi á Hallormsstað og Vöglum í Fnjóskadal. Þetta fólk væri félagar í ASÍ og samningsaðili fyrir þess hönd væri Verkamannasamband íslands. _JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.