Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 4
Bifreiðaeftirlit ríkisins: TÆPLEGA 9000 BÍL- NÚMER í INNILEGU — helmingurinn numer sem lögð hafa verið inn þegar kom að skoðun ■ Txplcga 901)0 bnnúmer eru nú í innilegu hjá Bifreiðaeftirlitinu í Reykja- vík, og er um helmingur þeirra númcr sem bíleigendur hafa lagt inn þegar kom að hílum þcirra til skoðunar. Um 1.500 bifrciðar eru enn óskoðaðar í Reykjavík af rúmlcga 40.000 hifreiðum.sem þar eru á skrá,en skoðun þar lauk 26. október. í samtali við Tímann sagði Lárus Sveinsson bifreiðaeftirlitsmaður að óvenju mikið væri um innlögð númer í ár og virtist sem margir bíleigendur tækju þetta til bragðs til að fresta greiðslu á tryggingargjölcfum. Aftur á móti hefðu orðið tiltölulega góðar heimt- ur á bílum, sem eru á skrá, til skoðunar nú cn lögreglan hefur gengið vel eftir að hafa upp á óskoðuðum bílum. Lárus sagði að eftirlitsmenn væru nú aö kanna Ijósabúnað bifrciða og ýta undir menn að fara með bíla sína í Ijósastillingu, og einnig eru hjólbarðar bíla athugaðir. Fyrir skömmu var gerð könnun á 344 bílum sem stóðu á bílastæðum og af þeim voru 253 með Ijósastillingu. 237 bílar voru komnir á vetrardekk, þar af voru 161 bíll á góðum dekkjum og 76 á slæmum. 130 þessara bíla voru á negldum dekkjum. Af þeim 107 sem enn voru á sumarhjólbörðum voru 85 á góðum og 27 á slæmum hjólbörðum. Lárus ságði það áberandi hvað eldri bílar væru yfirleitt með lakári hjólbarða en þeir nýrri. - GSH Skipting á verði hjólbarða verð kr. 2.800.- fLC* Innkaupsverð 874,00 31,2% „3 Aðflutn.gj. og sölusk. 1.319,00 47,1% Jj/Z /u Flutningsk. og vátrygging 187,00 6,7% Bankakostn. og vextir 73,00 2,6% Álagning 347,00 12,4% 2.800,00 100,0% BÍLGREINASAMBANDIÐ JC r Reykjavík: Adeins 30% aka um á löglegum hjólbörðum — Hjólbarðafræðsla í uppsiglingu Leiðrétting v/blað- auka um bíla: Júlíus Vífill er framkvæmdastjóri ■ Ranghermt var í blaðauka um bíla, sem fylgdi Tímanum í gær, að Júlíus Vífill lngvarsson, starfsmaður hjá Ingv- ari Helgasyni hf. væri sölustjóri fyrir- tækisins. Það cr hann ekki, hcldur framkvæmdastjóri. Sölustjóri hjá Ingv- ari er hins vegar bróðir Júlíusar, Hclgi Ingvarsson. Þcir Júlíus Vífill og Helgi eru beðnir afsðkunar á þessum inis- tökum. -SOE Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Gamla kjötið sé merkt ■ Neytendafélag Reykjavíkur og nágrcnnis vekur athygli á því að ýmsar verslanir auglýsa nú kjöt og kjötvörur á lækkuðu verði, (tilboðsveröi). Að sjálfsögðu fagnar félagið lækkun á Iffsnauðsynjunum neytenda, en vill jafnframt benda á það, að í mörgum tilfellum er um rúmlcga ársgamalt kjöt að ræða án þess að það sé tekið fram. Margar verslanir hafa á boðstólum nýtt og gamalt kjöt og merkja það þannig að til fyrirmyndar er. Neytcndafélag Reykjavíkur og ná- grennis beinir þeim tilmælum til kaupmanna.sem auglýsa kjöt á tílboðs- veröi, að þeir upplýsi væntanlega kaupendur um aldur kjötsins. ■ Aöeins 30% bifreiða aka um á löglegum hjólbörðum, samkvæmt könnunum sem Bílgreinasambandið stóð l'yrir í fyrra og svo aftur í haust. Þetta kemur fram í frctt frá Svæðisstjórn JC í Reykjavík, en JC félögin munu efna til kynningardaga um meðferð hjólbarða dagana 30. nóvember til 4. desember. En hverjar eru ástæður þess að svo fáir aka um á löglegum hjólbörðum? JC telur ástæðuna vera í fyrsta lagi þá að hjólbarðar séu dýrir. Ríkið taki til sín 47% af verði hvers hjólbarða í formi aðflutningsgjalda. Hjólbarðar undir fólksbifreið kosti um 11.200 kr. Af þeirri upphæð fái ríkið 5.275 krónur. í öðru lagi nefna JC menn vanþekkingu á meðferð hjólbarðans og ætla svo sannar- lega að bæta úr þeirri vanþekkingu á nefndum dögum hjólbarðaherferðarinn- ar, sem er eins og áður segir vikan 30.nóvember til 4. desember. JC þakkar Umferðarráði og Bílgreinasambandinu fyrir veittan stuðning í sambandi við þessa fyrirhuguðu viku. Þetta verður að þeirra dómi endaspretturinn áSamnorr- æna Umferðaröryggisárinu. - BK Kjararannsóknarnefnd: Karlar vinna lengur en konur — á fyrsta ársfjórðungi þessa árs Brautskráðir hér frá Kennara- háskólanum í Stokkhólmi ■ Nýlcga voru brautskráðir 16 ís- lenskir heyrnlcysingjakennarar, sem lokið höfðu sérnámi ávegum Kennara- háskólans í Stokkhólmi. Sú stofnun tók að sér að mennta nokKra kennara sem starfað höfðu við Heyrnleysingja- skólann í Reykjavík án réttinda. Nám- ið fór að mestu fram hérlendis, cn hingað komu lektorar að utan og kenndu um lengri eða skemmri tíma. íslenskir kennarar önnuðust þann þátt kcnnslunnar er sérstaklega laut að ísl. aðstæðum. Jafnframt náminu sinntu nemendurnir kennslu við Heyrnleys- ingjaskólann. -BK ■ Meðalvinnustundafjöldi verka- manna var 49,9 stundir á viku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt þeim skýrslum sem Kjararannsóknarnefnd berast. Iðnaðarmenn vinna hins vegar aðeins 47,2 stundir. Verkakonur 42,9 stundir, karlar við afgreiðslustörf 48,9 stundir og konur við afgreiðslustörf 46.4 stundir. Á árinu 1982 hækkaði tímakaup verkamanna í dagvinnu um 60,5% og iðnaðarmanna um 59,8%. Á þessu tíma- bili hækkuðu almennir kauptaxtar sjö sinnum. Yfirleitt vegna verðbóta. en yfir hásumarið voru undirritaðir kjarasamn- ingar við allflestar starfsstéttir á landinu, og voru áætluð tekjuáhrif þeirra samn- inga um 7% við undirritun og um 10% á öllum samningstímabilinu. -BK ■ Baraflokkurinn með nýja plötu. ■ Graham Smlth verður með plótu sína ..Kalinka" á jólamarkaðinum. Hljómplötuútgáfan Steinar: Samningar um útgáfu nýju Mezzoforte plötunnar um allan heim nýjar plöturmeð Baraflokknum, Jóhanni Helgasyni, Graham Smith og Bubba Morthens ■ Jólaútgáfa Steina hf. i ár er nokkuð fjölhreytt, nýjar plötur með Baraflnkknum, Jóhanni Helgasyni, Graham Smith og Bubba IMorthens auk plötusamlokunnar „Jolagleði" sem cru tvær plötur á verði cinnar í forini létts jólaglens og gamans. Auk þess verður gefin út ný plata með Ladda þar sem hann bregður sér í gerfi ýmissa þekktra grallara. Ný plata með Mezzoforte kemur svo út núna í byrjun desember o'g heitir hún „Yfirsýn", en þegar hafa verið gerðir samningar um útgáfu hennar um allan heim. Þá munu Steinargang- / ast fyrir öflugri kynningu á plötum Baraflokksins og Jóhanns Helgasonar erlendis, enda er útgáfa þeirra mjðuð við sölu crlendis. Þess má geta að plata Mezzoforte er sú langdýrasta sem gerð hefur verið af íslcnskum tónlistarmönnum, og ef út- gáfa plötunnar hér á landi ætti að standa undir sér þyrftu að seljast um 12.000 eintök. Plata Bubba Morthens er safnplata þar sem safnað er saman nokkrum af hans bestu lögum undanfarinna ára en auk þess eru tvö ný lög á plötunni sem heitir „Línudans". - FRI Ný alhliða kennslu- bók um köfun kynnt ■ „Það hefur sýnt sig undanfarið að sífellt meiri þörf cr á lærðum köfurum til björgunarstarfa og um leið er köfun sem tómstundaiðja sífellt að færast í vöxt. Því er þessi bók nauðsynleg,“ sagði Haraldur Hcnrýsson, forseti SVFI, á fundi þar sem ný alhliða kennslubók um köfun var kynnt. Bókin heitir: I.ærið að kafa, og er gefin út að frumkvæði Slysavarnafélags Islands. Bókin er þýdd úr sænsku af Gunnari Karli Guðjónssyni, tæknifræðingi, en höfundur bókarinnar eru kennarar við Scorpius köfunarklúbbinn í Gautaborg. í bókinni er fjallað um helstu reglur köfunar, m.a. köfunareðlisfræði, loft, hæfni líkamans til að aðlagast breyttum þrýstingi ,lög og reglur um kafara, neðan- sjávarljósmyndun, hvað beri að gera ef slys ber að höndum, og margt fleira. Haraldur Henrýsson lagði áherslu á að bókin væri ekki ætluð til sjálfsnáms heldur sem hjálpargagn leiðbeinanda og um leið að full þörf sé á að setja hérlendis reglur um köfun að hætti annarra þjóða. Gunnar Karl Guðjónsson gaf Slysa- varnafélaginu þýðingu sína á bókinni. ALHLtÐA KENNSLUBÓK I KÖFUN Útgefandi er bókaútgáfan Örn og Ör- lygur. -GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.