Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 17 Ekkert mál að bjóða gestumí ■ Það þarf hreint ekki að vera svo mikið fyrirtæki að bjóða nokkrum vinum í mat endrum og sinnum, hvorki hvað varðar fyrirhöfn eða kostnað. Þessir réttir hafa það sér til ágætis, að vera ekki mjög kostnaðarsamir, auk þess, sem þá má úbúa að mestu leyti fyrirfram. Aðal- rétturinn, sem nefnist Lindström buff í ofni, þarf sinn tíma í ofninum, u.þ.b. 1 klst. og með honum er gott að bera fram hrásalat og heimabakað brauð. Eftirrétt- inn, ávaxtahlaupið, má gjarna búa til daginn áður, og undir öllum kringum- stæðum þarf að ætla því 3-4 tíma í ísskápnum áður en það er borið fram. Uppskriftin er ætluð fjórum. Lindström buff í ofni 500 g nautahakk 1 Vi tsk. salt Vi tsk. nýmalaður dökkur pipar 2 dl rifnar, soðnar kartöflur 3 msk. hakkaður laukur 2 dl hakkaðar niðursoðnar rauðrófur 3 msk. fínhakkaðar súrsaðar gúrkur 2 msk. kapers 1 dl þeytirjómi 1 dlmjólk legg 1 V* kg. kartöflur 1 Vi tsk. salt 30 g smjör Blandið saltinu og piparnum saman við nautahakkið og síðan hökkuðu efn- unum, rjóma, mjólk og þeyttu egginu. Hrærið vel saman og geymið á köldum stað. Stillið ofninn á 175°. Flysjið kartöfl- urnar og skerið niður í þunnar sneiðar. Hnoðið kjötdéigið til eins og aflangt brauð og leggið það í smurt ofnfast fat eða álform. Raðið kartöflusneiðunum meðfram, stráið salti og pipar yfir og dreifið þunnum smjörsneiðum þar yfir. Setjið fatið í ofninn - u.þ.b. 200°- þangað til kjötdeigið er gegnsteikt og kartöflurnar meyrar, ca. 1 klst. Berið fram með hrásalati og gjarna heima- bökuðu brauði. Ef vill, má blanda saman efnum, sem hrærast eiga sman við hakkið, fyrirfram og geyma þau í lokuðu plastíláti, þar tii þeim er blandað saman við hakkið. Ávaxtahlaup 1 ds. ananas, 500 g 4 dl appelsínusafl 7 blöð matarlím 200 g vínber 2-3 bananar Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mín. Hellið safanum af ananasinum og blandið honum saman við appelsínu- safann. Vindið matarlímið upp og bræð- ið það í 1 dl af safa við lítinn hita. Blandið því saman við afganginn af safanum og hellið svolitlu af blöndunni í skál eða form. Látið standa í 6-7 mín. í ísskápnum. Skerið vínberin til helminga og fjar- lægið steinana. Skerið bananana í sneið- ar og ananasinn í smábita. Leggið ávext- ina í munstur á hlaupið í skálinni eða forminu, sem á að vera stífnað, og hellið síðan afganginum af hlaupinu y. Látið skálina standa í ískápnum a.m.k. í 3-4 klst. mat! Ef ætlunin er að bera hlaupið fram á fati, verður fyrst að losa það frá brúninni á forminu með litlum hníf. Þá verður að dýfa forminu ofan í volgt vatn í 1-2 sek. Þennan frískandi og góða eftirrétt má gjarna búa til fyrirfram. Þ.að má gera hann hvort heldur sem er í formi, sem honum er þá hvolft úr á fat, áður en borið er fram eða í skál, sem er þá borin fram eins og hún kemur fyrir. Hafið þeyttan rjóma með. Heimabakað snittubrauð 4 dl. vatn 25 ger, Vi pk 1 Vi tsk. salt U.þ.b. 600 g hveiti Myljið gerið niður í skál, sem gjarna má vera volg. Hellið volgu vatni yfir og hrærið gerið út. Setjið salt og því sem næst allt hveitið út í og hrærið vel í. Breiðið plasthimnu yfir skálina, deigið heldur þá rakanum og lyftist fyrr. Látið deigið lyftast, þar til það hefur náð tvöfaldri stærð. Leggið nú deigið á hveiti stráða borðplötu og skiptið því í tvo skammta, sem þið formið varlega óg án þess að hnoða í löngsnittubrauð. Leggið brauðin á ofnplötu, sem þið hafið breitt smjörpappír ofan á, en vindið jafnframt upp á þau - það kemur í veg fyrir að þau fljóti út. Látið nú lyftast í tvöfalda stærð. Stillið ofninn á 275°. Skerið ofan í brauðin og stingið þeim í ofninn, þegar hann hefur náð tilskildum hita. Minnkið hitann eftir 8-10 mín í 200° og látið brauðin bakast þar til þau eru orðin gullin og stökk. Látið kólna á grind. Hafið það á bak við eyrað, að ger- brauð má sem best geyma í frysti pakkið þá brauðinu inn í þéttan plastpoka á meðan það er enn volgt. Látið það síðan kólna alveg áður en þið gangið frá því í frystinum. Hitið það síðan upp í ofninum áður en þess er neytt og þá er það sem nýtt. Léttar æfingar — styrkja fætur og grenna mjaðmir ■ Fætur okkar eru í sífelldri vinnu öðru hverju. Hollt er fyrir blóðrásina í frá morgni til kvölds, svo það er ekki fótunum aðganga, t.d. tilogfrávinnu, vanþörf á að styrkja þá með góðri ef ha'gt er að koma því við og ganga hreyfingueðasérstökumæfingum. Það stiga í stað þess að fara alltaf í lyftu. hvílir mikið álag á fótunum, ef við En hér sýnum við líka myndir af þurfum að standa mikið. og sömuleiðis æfingum sem eru sérstaklega góðar til er ekki hollt fyrir fæturna ef starfinu þess að styrkja fót- og lærvöðva og fylgja miklar kyrrsetur, því að þá er örva blóðrásina. Eínnígeru myndiraf hætta á blóðrás verði hæg í fótunum. æfmgum til að grenna mjaðmir og Því er nauðsynlegt að muna eftir að mitti. ■ Liggið á maganum, hvílið höfuð á höndum. Setjið tærnar fast i gúlfið og lyftið svo öðrum fæti, eins og myndin sýnir. Fúturinn á að vera beinn og teygður. Höfuð kyrrt á höndum. Hægt er að hafa smápúða undir brjósti, það fínnst mörgum þægilegra. Æfinguna á að gera fjórum sinnum í einu með hverjum fæti, en hún styrkir vöðva í fótum, lærum og sitjanda. ■ Sitjið á gólflnu og teygið fætur beint fram, styðjið höndum í gólf við sitjandann. Lyftið fyrst vinstri fæti upp og sveiflið honum yfir hægri fót. Sveiflið fætinum til baka, og lyftið siðan hægri fæti, - nú eru báðir fætur teygðir upp. Leggiö þá vinstri fót beinan á gólfið og sveiflið hægri fæti yfir hann eins og gert var áðan með þann vinstri. Skiptið þannig yfir nokkrunt sinnum. Haldið ryðskemmd um í skefjum ■ Reyðskcmmdir eru helstu óvinir bíla og þar með bíleigenda. Hver þekkir ekki þá ömurlegu tilfinningu, þegar farið hefur verið út á hina alræmdu íslensku vegi á nýjum bíl og aftur er komið á malbikið? Þá má sjá hér og hvar lakkskemmdir á nýja bílnum, scm við vitum aö innan tíðar bjóða ryðinu heim. Flest föllum við í þá gryfju að gera ckkert í málinu fyrr en 1 í óefni er komið og við þurfum að leita til sérfræðinga. En það má halda litlum lakkskemmdum í skefjum með ein- földum ráðum, sem eru á færi hvers og eins. 1. Hreinsið gaumgæfilega allt ryð af með góðum stálbursta, gjarna tengd- um rafmagnsborvél. 2. Slípið síðan með srnergli.þar til flöturinn er algcrlega misfellulaus. Sparslið ef nauðsyn krefur. 3. Vætið klút með þynni og fjarlæg- ið allt ryk eftir slípunina, fitubletti o.s.frv. 4. Berið ryðvarnarefni yfir blettinn tvær umferðir, annað hvort með pensli eða úðið því. 5. Ljúkið viðgerðinni með bílalakki í lit bílsins. ■ Ryðið leikur margan bflinn grátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.