Tíminn - 30.11.1983, Síða 20

Tíminn - 30.11.1983, Síða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)775 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 y abriel cS HÖGGDEYFAR ríamarshöfða 1 (jjvarahlutir s”óc timnro Ritstjorn 86300 - Augfysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Miðvikudagur 30. nóvember 1983 ABURÐARVERKSMHUAN ER REKIN AN STARFSLEYFIS — nema nýja saltpétursverksmiðjan ■ Hin nýja saltpéturssýruverk- smiðja Áburðarverksmiðju ríkisins er eini hluti verksmiðj- unnar sem fengið hefur formlegt starfsleyfi. Þegar verksmiðjan tók til starfa 1954 þurfti ekki sérstök starfsleyfi stjórnvalda til að reka slíka verksmiðju. En með reglugerð frá 1972, um vam- ir gegn mengun af völdum eitur- efna, var ákveðið að sérstök starfsleyfi heilbrigðisráðuneytis- ins þyrfti til reksturs slíkrar verk- smiðju. Var um það sótt á sínum tíma en svar aldrei borist og verksmiðjan því starfrækt leyfis- laust. Þetta kom fram í svari Jóns Helgasonar, landbúnaðarráð- herra, við fyrirspurn frá Kristínu S. Kvaran, sem spurði m.a. hvort leyfi væri fyrir notkun gömlu framleiðslurásarinnar, sem spýr 600 tonnum af köfnun- artvísýringi árlega út í loftið, þ.e. guli reykurinn. Landbúnaðarráðherra sagði að umsókn um starfsleyfi, ásamt tilheyrandi gögnum. hafi verið sent heilbrigðisráðuneytinu 1972, en ekki hafi enn borist svar við þeirri umsókn. Málið var ítrekað árið 1977, en árangurs- laust. Þegar ákveðið var að endur- nýja eina af fimm framleiðslurás- um var sótt um starfsleyfi, og var leyfið til starfrækslu saltpéturs- sýruverksmiðjunnar gefið út 1981, og er eina formlega starfs- leyfið sem Áburðarverksmiðjan hefur nokkru sinni fengið. Þar sem heilbrigðiseftirlitið hefur ekki gert athugasemd við starfsemi verksmiðjunnar hefur verið litið svo á að reksturinn sé lcyfilegur. Spurt var hvort ætlunin væri að fá leyfi fyrir öllum fram- leiðslurásum verksmiðjunnar, og benti Jón Helgason á að svara væri að leita hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Þá er ráðuneytinu ráðlagt að leita upplýsinga hjá Hollustu- vernd ríkisins um mælingar á köfnunarefnisoxíðum í nágrenni verksmiðjunnar. -OO KVEFIÐOG FLATLtiSIN SÆKJA í SIG VEÐRIÐ ■ Kuldinn setti mark sitt á heilsufar höfuðborgarbúa í október. Samkvæmt skýrslum 8 lækna og læknavaktar leituðu 831 læknis vegna kvcfs, háls- bólgu, lungnakvefs og svipaðra kvilla. Þá voru 107 með iðra- kvef og 28 með lungnabólgu, en aðrar umgangspestir létu lítið yfir sér þann niánuð. í kynsjúkdómaflokknum var clamydia eða þvagrásarbólga algengust og voru skráð 38 tilfelli í október. 32 reyndust vera með flatlús en 14 með lekanda. -GSH Hlutur gatna með bundnu slitlagi í þéttbýli: Tvöfaldast á sex árum ■ Hlutur gatna með bundnu slitlagi í þéttbýli hefur vaxið úr pm 30% í tæpt 61% frá 1976 til 1982. Þannig eru nú alls rúmir 710 kílómetrar í þéttbýli lagðir bundnu slitlagi og þar af um 443 kílómetrar utan Reykjavíkur. Þetta kemur fram í frétt frá Framkvæmdastofnun ríkisins, þar sem greint er frá því að stjórn stofnunarinnar hafi á fundi sínum samþykkt lán úr Byggðasjóði til 19 sveitarfélaga Kviknaði í bát í Slippnum ■ Eldur kom upp í bátnum Jóni Helgasyni ÁR 21 þar sem verið var að vinna í honum í skipasmíðastöð Daníels Þor- steinssonar og Co., við Mýrar- götu. Slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn kl. 15.26 í gær.og var þá töluverður eldur í káetu. Fljótlega tókst að slökkva eldinn með millifroðu. Talsverðar skemmdir urðu í káetunni en undanfarið hefur verið unnið við breytingar á bátnum og hafði verið rifið tals- vert innúr káetunni. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu varð eldurinn út frá neistaflugi við rafsuðu. -GSH vegna gatnagerðar í þéttbýli, og nema lánin alls um 31 milljón króna. í fréttinni kemur jafnframt fram að miðað við svipaða með- allengingu gatnakerfis í þéttbýl- inu og verið hefur undanfarin 6 ár og sama framkvæmdahraða á lagningu bundins slitlags á götur tæki 5 ár í viðbót að koma gatnakerfi þéttbýlisstaða á land- inu í svipað horf og í Reykjavík, þar sem gatnakerfið er hvað best, en 1982 var bundið slitlag komið á 93.1% gatna í Reykja- vík en 87.6% árið 1972. Norður- land vestra og Austfirðir eru hvað skemmst á veg komnir með lagningu varanlegs slitlags, en í árslok í fyrra var það 41.9% á Norðurlandi vestra og 42.9% á Austfjörðum. ■ Þessi óhuggulega sjón blasti við Ijósmyndara okkar þegar hann var á ferðinni í Vesturbænum í gær. Blautur og kaldur hékk bangsinn á snúru og höfuð hans hékk frá rifið aftur á bak. Vonandi tekur „mamman“ hann inn áður en villikettirnir komast í spilið, því að nýr bangsi getur aldrei komið í stað þess gamla. Tímamynd Árni Sæberg Blaðburðarbörn óskast Freyjugata Breiðholt SÍMI 86300 Reykvíkingar fleiri en nokkru sinni ■ Hjónabandið á nú greinilega í vök að verjast. Síðan 1966 hefur íbúðum í Reykjavík fjölg- að um 52%. Á sama tíma hefur heimilum aðeins ijölgað um 15,6% en einhleypingum hefur ijölgað um 34%. Þannig voru um 21.000 íbúðir í Reykjavík árið 1966, en voru 1. des. sl. um 32.500. Heimili voru 17.500, 1966, en voru rúmlega 20.000 í desember sl. Hinsvegar voru einhleypir liðlega 20.000 1966, en rúmlega 27.000 síðast þegar talið var í des. Reykvíkingar eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr, 86.092 hinn fyrsta desember síðastliðinn, og á árinu 1982 fjölgaði Reykvík- ingum um tæplega 1500. Flestir voru Reykvíkingar áður árið 1975, en fólksfjöldinn breyttist ekki ýkja mikið á árunum 1972 til 1981. Á áratugnum þar á dropar undan fjölgaði borgarbúum frá ári til árs. Fólksfjölgunina nú má einkum rekja til fólksflutn- inga. Á árunum 1982 og 1981 fluttu fleiri til borgarinnar en úr henni. Þessu var gagnstætt farið mörg undangengin ár. 1982 fluttu tæplega 900 fleiri.utan af landi og frá útlöndum.til borgar- innar en þaðan fluttu út á land eða til útlanda. Hinsvegar fluttu 330 fleiri frá borginni til grann- sveitarfélaganna en frá þeim til borgarinnar. Þessar tölur eru byggðar á Árbók Reykjavíkurborgarl983. Davíð iðinn við að slá sjálfan sig til riddara ■ Lögfróðir menn gálu ekki annað en brosað í kampinn í gær, þegar þeir lásu viðtal Morgunblaðsins við Davíð Oddsson, borgarstjóra, því borgarstjóranum tókst svo gjörsamlega að hundsa lög- fræðinginn Davíð Oddsson.ef hann sló sjálfan sig til riddara fyrir að vera að framfylgja skattalækkunarstcfnu Sjálf- stæðisflokksins, er útsvar væri lækkað ur 11.88% í 11%. Hið sanna í málinu er, og það veit borgarstjórinn mæta vei, að 25. grein laga um tekjustofn sveitarfélaga kveður svo á, að útsvar megi aldrei vera hærra en 11% en hins vegar megi sveitarfélög hvcrju sinni sækja um leyfi til félagsmálaráðherra til þess að hækka útsvarið um 10%, Davíð er því ekki að ákveða neina skattalækkun, heidur aðeins að slá ryki í augu fólks um leið og hann reynir að slá sjálfan sig til riddara, - riddara á hvítum hesti, sem kemur færandi hendi og útbýtir skattaívilnunum til borgarbúa á báða bóga. Gefjunar- áklæði í þyrlu Reagans ■ Hróður íslensku uliarinnar berst víða. Til dæmis um það skartar einkaþyrla Reagans Bandaríkjaforseta Gefjunar- áklæði á innréttingum sínum og sömu sögu er að segja um eitt helsta lúxushótel í Evrópu, að því er segir í frétt hjá Degi á Akureyri, en hún er á þessari leið: „Á þessu ári hefur ullariðn- aður Sambandsins flutt til Dan- merkur 150 þús. metra af hús- gagnaáklæði og giuggatjöld- um, ásamt ullarteppum í litlu magni. Aðaikaupandinn er heildsölufyrirtækið Kvadrat. Þar eru röskir sölumenn við stjörnvölinn og sölukerfi þeirra nær allt til Bandaríkjanna. Þegar mætir menn í Hvíta húsinu sáu, að ekki var annað fært en endurnýja bólstrun í einkaþyrlu Reagans forseta ákváðu þeir eftir íhugun, að velja Gefjunaráklæði. llm svipað leyti var ákveðið að endurnýja áklæði á hús- gögnum á 6 hæðum í SAS-hó- telinu Scandinavia í Kaup- mannahöfn. Ráðamenn þess komust að sömu niðurstöðu og ráðgjafar forsetans; þeir völdu Gef]unaráklæði.“ Krummi . . . ...Nú flytjum við út fljúgandi teppi...

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.