Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 ÍO fþróttir 15 umsjón: Samúel Öm Erlingsson THIS young man Is Sigurdur Jonsson. He was 17 on September 27, and Is the hottest property In lcelandic lootball. Jonsson plays for AKranes, havlng made hís (írst divlsion debut when |ust 15 years 298 days In the summer ol 1982 He Is the youngest player to appear in the lcelandlc lcaguc and one o( the youngest debutants In the world The same season he became the youngest player to appear In a cup llnal when Akranes beat Kellavlk 2-1. This year Jonsson and Akranes have proved unstop- pable. winning the league and cup double. and giving Aberdeen a shock in the Cup-winnert. Cup. Akranes lost 2-1 at home and then torced a 1-1 draw In Scotland. As lor Jonsson. he played In all lceland s lour Euro- pean championship games. settlng an lcelandic interna- tional age record when he appeared as a substitute against Malta at the age ol 18 years 251 days The previous record holder was Asgelr Sigurvinsson. now with Stuggart m West Germany News o( Jonsson s potential is spreading Liverpool. Aberdeen. Rangcrs. Celtic. Lokercn. A|ax, Feyenoord and Anderlecht are all in the chase. Siggi Jóns í sviðsljósinu - Skrifað um hann í Worid Soccer ■ Myndin hér að ofan ásaml texlanum birtist í hinu fræga enska knattspymu- tímariti, World Soccer, nóvemberhefti 1983. Þama er.eins og sjá má , mynd af Sigurði Jónssyni knattspyrnuinanni frá Akranesi og umfjöllun um hann. Sigurð- ur hefur undanfarið verið í sviðsljósinu, bæði þarna, í enska vikuritinu Match og víðar, og talað um hann sem „heitustu cignina“ í íslenskri knattspyrnu. í textanum hér að ofan, í World Soccer segir meðal annars að Sigurður sé nýorðinn 17 ára, sé „heitasta eign“ (hottest property) í íslenskri knatt- spyrnu, leiki með Akranesi og sé yngsti leikmaður sem leikið hafi í bikarúrslita- leik á íslandi. Þásé hann yngsti leikmað- ur scm leikið hafi með íslenska landslið- inu, en fyrra metið hafi Ásgcir Sigurvins- son í Stuttgart átt. Að lokum segir í greininni að Liver- pool, Aberdeen, Rangers, Celtic, Lok- eren, Ajax, Feyenoord og Anderlecht séu öll í kapphlaupi um að fá Sigurð til sín. - SÖE Ingi Þór setti íslandsmet - í 50 metra skriðsundi ■ Ingi Þór Jónsson ÍA setti í fyrradug nýtt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á innanfélagsmóti í Sundhöllinni. Ingi synti á 24,8 sekúndum, en gamla metið álti Finnur Garðarsson.sem einnig erfrá Akranesi, og var það 25,1 sek, sett 1975. Á sama móti setti Bolvíkingurinn ungi, Hannes Þ. Sigurðsson,tvö sveina- met:. Hann synti 200 metra skriðsund á 2:23,5 mín (gamla metið átti Ólafur Einarsson Ægi, 2:25,0 mín) og í 400 metra fjórsundi, synti á 5:48,3 mín (gamla metið átti Ragnar Guðmundsson Ægi 6:00,4 mín). Þetta er mjög góður árangur hjá þessum cfnilega strák. - SÖE BJARNI FÉKK BRONS á opna skandinaviska meistaramótinu í júdó - Gísli Wiium stóð sig vel '■ Bjarni Friðriksson var sterkur Helsinki. og haut bronsverðlaun. ■ Bjarni Friðriksson, júdómaðurinn sterki úr Ármanni, hlaut bronsverðlaun í opna skandinavíska meistaramótinu í júdó, sem haldið var um helgina í Helskinki. Bjarni lenti gegn Þjóðverja er Miiller heitir og Japananum Kakas- awa í riðlakeppni. Bjarni lagði Þjóðverj- ann á Ippon (fullnaðarsigri, 10 stigum), en tapaði fyrir Japananum á youko (5 stigum). Bjarni lenti þvf í svokölluðum uppreisnarflokki, og þar lagði hann alla sína andstæðinga, síðast Svíann Lopez á Ippon. Árangur Bjarna er góður, því mótið er talið mjög sterkt. Fimm aðrir Islendingar kepptu á mót- inu. Halldór Guðbjörnsson keppti í undir 71 kg flokki ásamt Karli Erlings- syni, Gísli Wiium og Níels Hermannsson kepptu í undir 78 kg flokki og Kolbeinn Gíslason keppti í yfir 95 kg flokki. Best þessara stóð sig Gísli Wiium, sem glímdi af mikilli atorku í mótinu. Gísli sigraði tvo fyrstu mótherjana en tapaði svo og lenti í uppreisnarflokki. Þar sigraði Gísli þrjá andstæðina en tapaði svo í glímu um þriðja sætið, en fjórir keppendur kepptu um það. CRAINIE TÓK KIPP — þegar Nicholas hrósadi honum I Danny Crainie skoraði tvö á laugardag. ■ í síðasta tölublaði enska vikuritsins Kicker skrifar Charlie Nicholas, marka- skorarin skoski , svo sem vani hans er þetta keppnistímabil. f grein sinni í þessu blaði, sem kom út laugardaginn 26. nóv. skrifaði Nicholas um hið valta gengi I knattspyrnunni, og talar það aðllega um tvo kappa, annars vegar núverandi félaga sinn hjá Arsenal, Tony Woodcock sem skorar og skorar í ensku deildinni núna, og hins vegar um fyrrum félaga sinn hjá Glasgow Celtic í Skot- landi, Danny Crainie. Auk margra hrósyrða um Woodcock segir Nicholas meðal annars að Crainie sé að sínu viti mjög sterkur leikmaður, sem hafi meðal annars leikið stórkost- lega fyrir tveimur árum fyrir Celtic meðan hann sjálfur var fótbrotinn. Nic- holas vísar til þess að Crainie hafi átt erfitt I vetur, ekki fengið tækifæri með Celtic og væri í láni hjá botnliði Úlfanna. Segir Nicholas að Crainie væri flestum enskum liðum fengur fyrir hæfileika sakir. Skemmtileg tilviljun við þetta, og kveikja þessara skrifa, er þó sú, að sama daginn og blaðið kom út, skoraði Danny Crainie tvö glæsimörk fyrir Wolves gegn WBA, og var maðurinn bak við öruggan 3-1 sigur. Þettá var fyrsti sigur Wolves á keppnistímabilinu. Skyldi Crainie hafa lesið skrif Nicholas fyrir eða eftir leik? - SÖE. — verða þeir Evrópumeistarar? - sagt frá atvinnumönnum Dana f Evrópu ■ Frændur vorir Danir hafa nú á tiltölulega skömmum tíma haslað sér völl sem stórþjóð á knattspyrnusviðinu. Það má segja að þetta hafi byrjað allt saman fyrir alvöru fyrir rúmu ári, þegar Danir gerðu jafntefli við Englendinga heima í Kaupmannahöfn, 2-2. Síðan þá hefur liðið sigrað Grikki, Ungverja (reyndar líka tapað fyrir þeim), Frakka í vináttuleik, og sjálfa Englendinga á Wembley. Danir hafa nú unnið sér rétt til að leika í úrslitum Evrópukeppni landsliða í Frakklandi í vor, og margir hafa látið út úr sér að þeir verði að líkindum Evrópumeistarar. Þar verður þó við ramman reip að draga, heimamenn, Frakkar, urðu í fjórða sæti í síðustu HM keppni, þar sem Danir komust ekki í úrslit, og Evrópumeistararnir sjálfir, -Þjóðverjar, eru komnir í úrslit, en þeir urðu sem kunnugt er silfurhafar í síðustu HM. Hins vegar komust heimsmeistararnir, ítalir, ekki í úrslit. Auk þessara hafa Belgar tryggt sér rétt til að leika í úrslitum og Portúgalir einnig. Landsliðsþjálfari Dana, Sepp Piont- ek, tók við liðinu 1. júlí árið 1979. Hann hefur nú gert lengri samning við danska knattspyrnusambandið, og verður þar við stjórn a.m.k. næstu tvö árin. Mikið af tíma Pionteks fer í að ferðast vítt og breitt um Evrópu og fylgjast með leikjum, þar sem venjulega eru aðeins 3-4 leikmenn í landsliðinu sem leika í Danmörku sjálfri. Hinir leika um alla Evrópu, í Belgíu, Hollandi, V-Þýska- landi, á Spáni,' í Portúgal og á Ítalíu. Piontek er röggsamur, ekki hræddur við að gefa yfirlýsingar í fjölmiðlum, og eftir ■ Anderlecht-kvartettinn utan um Sepp Piontek landsliðsþjálfara Dana. Frá vinstri Kenneth Brylle, Morten Olsen, Sepp Piontek, Per Frimann og Frank Amesen. Þessir eru aUir fastamenn í liði Anderlecht. hinn góða árangur hans með danska landsliðið útnefndi enska knattspymu- tímaritið World Soccer hann fram- kvæmdastjóra ársins 1983. Leikmennirnir sem standa í fremstu víglínu danska liðsins eru flestir atvinnu- menn. Að vísu leikur fyrirliðinn, fræg- asti leikmaður sem Danir hafa eignast í knattspymu, Allan Simonsen, í Dan- mörku. Hann þiggur þar laun, en var orðinn svo sterkefnaður á ferli sínum að hann getur nú leyft sér að blása á samingstilboð sem fela í sér milljónir króna, vegna þess að hann hefur fengið nóg af lífi atvinnumannsins, og vill mennta dóttur sína heima í Danmörku þar sem honum sjálfum þykir best að vera. Þeir sem sjá Simonsen leika nú, segja þó að hann hafi líklega aldrei leikið betur. í stórliðinu Anderlecht í Belgíu er stór hópur góðra leikmanna frá Dan- mörku. Þar eru Frank Arnesen, Per Frimann, Kenneth Brylke og varnar- maðurinn Morten Olsen, sem hefur oft verið fyrirliði danska landsliðsins. Þessir allir gera góða hluti hjá Anderlecht, Frank Amesen að vísu nýstiginn al- mennilega upp úr langvarandi meiðsl- um og Per Frimann nú meiddur, en allir spila þeir stórt hlutverk í þessu hálfnorr- æna liði. Með liðinu leikur íslendingur- inn Amór Guðjohnsen eins og Islending- um.er líklega flestum kunnugt, og féll hann vel saman við danska kvartettinn áður en hann meiddist í landsleiknum við íra. Fyrirliði Lokeren í Belgíu er Preben STAÐAN ■ í blaðinu í gær féll út staðan í fyrstu deild karla í handknattleik. Hún er svona: FH ..... Víkingur KR .. Valur Stjarnan Þróttur , Haukar . KA .. 0 218-138 14 2 163-147 10 3 142-133 9 2 151-146 9 3 132-157 7 4 150-170 5 5 136-156 3 7 139-184 1 STAÐAN ■ Ólafur H. Ólafsson, forstjóri Vangs h.f., afhendir Sveini Sigurbergssyni viðurkenn- ingaskjal frá Johnnie Walker fyrirtækinu. Einherjar fá vidur- kenningu hér eftir Vangur hf. mun heiðra þá sem fara holu í höggi ■ Jesper Olsen, skærasta stjama Dana um þessar mundir. Manchester United er að kaupa hann fyrir 750 þúsund pund frá Ajax. Olsen er lítill og snöggur leikmaður, sem leikið hefur Englendinga upp úr skónum í tveimur leikjum. Elkjær, sem skoraði annað mark Dana gegn Grikkjum. og Sören Busk leikur með AA Gent. í Hollandi leikur Ivan Nielsen með Feyenoord, og aðalstjarna Dana í leikj- unum við England, Jesper Olsen, með Ajax. Olsen hefur nú gert samning við Manchester United, og fer að líkindum þangað í vor. Þá verður unnt fyrir okkur íslendinga að sjá almennilega hvað það er við þennan litla og leikna leikmann sem Englendingar hafa fallið gersamlega fyrir. Olsen býr að þeirri dýrmætu reynslu að hafa leikið með kónginum Jóhan Cryuff í tvö keppnistímabili. Hjá Ajax er einnig Daninn Jan Mölby. Á Ítalíu eru tveir hjá Pisser, baráttu- jaxlinn Klaus Berggreen, sem aldrei gefst upp, og ungi efnilegi knattspyrnu- kappinn Michael Laudrup, sem skorað hefur fleiri mörk í landsleikjum en hann hefur leikið landsleiki, þó aðeins 18 ára sé. Hann var keyptur til Ítalíu af stórlið- inu Juventus, sem ætlar að geyma sér hann og leigði því fyrstu deildarliðinu • Lazio hann í vetur. ■ Fyrirtækið Vangur h.f. sem er um- boðsaðili fyrir Johnnie Walker á íslandi hefur ákveðið að verðlauna alla þá sem fara eftirleiðis „holu í höggi“ á golfvöU- um hér á landi. Mun það verða gert í samráði við Einherjaklúbbinn, sem er félagsskapur þeirra íslenskra kylfinga, sem farið hafa „holu í höggi“. Víða erlendis veita fyrirtæki þeim sem ná þessu draumahöggi allra kylfinga, sérstök verðlaun eða viðurkenningu. Þar á meðal er Johnnie Walker fyrirtæk- John Lauridsen leikur á Spáni, með Espanol, og í Portúgal leikur enn eitt efni þeirra Dana, Michael Manniche. |Hann var keyptur þangað í haust, til stórliðsins Benfica Lissabon, og hefur þegar gert þar góða hluti undir stjórn sænska þjálfarans Eriksson. Þar leikur Manniche við hlið sænska miðjuleik- mannsins Glenn Strömberg. En ónefndur er sá Dani sem mest er að koma í sviðsljósið á meginlandi Evrópu núna. Það er Sören Lerby, sem nú ertalinneinn besti miðvallarleikmað- % ur og stjómandi í Evrópu. Hann leikur * ílP með stórliðinu # Bayem Munchen í V- Þýskalandi, kom þangað frá Ajax í Hollandi. Lerby á nú hvern stórleikinn á fætur öðmm í Búndeslígunni. í Búnd- eslígunni er annar Dani samningsbund- inn, Allan Hansen hjá HSV, en hann eyðir mestu af tíma sínum á bekknum. Þá leikur einn í annarri deild í V-Þýska- landi, Ole Rasmussen hjá Hertha Berlin. Markvörður danska landsliðsins heitir Ole Kjær og leikur með Esbjerg. Vara- markvörðurinn leikur líka í Danmörku, heitir Ole Quist. Danir eiga þó einn markvörð sem er atvinnumaður í knatt- spyrnu. Birger Jensen sem leikur með Club Brugge í Belgíu. Af þeirri upptalningu sem hér er að framan er sýnt að Danir eiga mikinn fjölda leikmanna um alla Evrópu, og það ekki aðeins atvinnumanna, heldur atvinnumanna sem eru í fremstu röð í þeim löndum sem þeir leika, t.d. Jesper Olsen í Hollandi, Sören Lerby í V- Þýskalandi, Preben Elkjær og Frank Arnesen í Belgíu, auk Allan Simonsen. Síðan fjöldi efnilegra leikmanna á leið upp, svo sem Laudrup, Frimann ofl. Það virðist bjart framundan hjá Dönum næstu árin í knattspyrnunni, og það er athyglisvert hvernig þeir byggja upp starf landsliðsþjálfarans Piontek. - SÖE ið, en það veitir slíkar viðurkenningar í mörgum löndum. Meðal þeirra er Sviss, en þar fór einn íslendingur, Sveinn Sigurbergsson úr GK í Hafnarfirði „hölu í höggi" á heimsmeistaramóti áhuga- mannalandsliða í fyrra. Upp frá því hófust viðræður um að íslenskir einherjar bættust í hópinn, og hefur það nú orðið úr. Mun Vangur h.f. bjóða í hóf á hverju hausti að lokinni golfvertíð, þar sem viðurkenningar fyrir afrek sumarsins verða afhent. Þeir sem fóru „holu í höggi" nú í sumar fá þessa viðurkenningu nú á næstunni. Eru þeir sem það gerðu beðnir um að láta stjórnarmeðlimi Einherja- klúbbsins vita um stað og stund nú sem állra fyrst svo þeir fái sín verðlaun. Eftirleiðis þurfa líka allir sem ná þessum árangri - hvort sem það er í fyrsta sinn eða sjöunda - að láta viðkomandi aðila vita. Það eru þeir Kjartan L. Pálsson s. 19754/86611, Björgvin Þorsteinsson 33399/82622 og Hannes Eyvindsson 40623/27700. ■ Allan Simonsen, frægasti leikmað- ’ ur Dana í knattspymu. Hann leikur nú í fyrstu deildinni dönsku með Vejle, sínu fyrsta liði. ■ Sören Lerby hefur tekið við hlut- verki Paul Breitners hjá Bayera Múnchen og skilar. því með sóma. ÍS vann ÍR naumlega - í fýrstu deild kvenna í körfuknattleik ■ ÍS vann ÍR naumlega í hörkuleik í kvennakörfuboltanum í fyrrakvöld í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Úrslitin urðu 40-38 ÍS í hag, eftir að ÍR hafði leitt 19-18 í hálfleik. Þórunn Rafnar var stigahæst Stúdín- anna í leiknum með 12 stig, en Kolbrún Leifsdóttir skoraði 10. Þóra Steffensen skoraði mest ÍR-stúlknanna, 12 stig, en Emilía Sigurðardóttir skoraði 9 stíg. - SÖE. HK-IR ■ Michael Laudrup í leik með Lazio gegn Juventus, það er Michel Platini sem sækir að honum. ■ Preben Elkjær Larsen fyrirliði Lokeren í Belgíu í kvöld í annarrí deild karía ■ í kvöld leika HK og ÍR í annarri deild karla á íslandsmótinu í handknatt- leik. Leikurinn er í nýja íþróttahúsinu við Skálaheiði í Kópavogi og hefst klukkan 21.15. - SÖE. Frazier lá í fyrstu lotu ■ Larry Holmes, af mörgum en þó ekki öllum talinn heimsmeistari í hnefa- lcikum.sigraði Marvin Frazier, son Joe Frazier, hins aldna hnafaleikakappa, í einvígi þcirra á sunnudag. Frazier lá í fyrstu lotu tvívegis, og eftir að Holmes hafði lamið Frazier sundur og saman stöðvaði dómarinn leikinn og dæmdi Holmes sigur. Holmcs hcfur nú tjáð alheimi að hann sé að hætta keppni. -SÖE. Sundsambandið útskrifar 16 dómara ■ Sundsamband (slands er mjög virkt þessa dagana. Nýlega útskrifaði sam- bandið 16 sunddómara á námskeiði, og hefur þá alls alls útskrifað 30 sunddóm- ara á tveimur árum. - SÖE. Árni með ÍK ■ Árni Njálsson hefur verið ráðinn þjálfari þriðju deildarliðs ÍK í knatt- spyrnu. Árni er vel kunnur fyrir þjálfun- arstörf sín. Síðast þjálfaði Árni Þór í Þorlákshöfn í fjórðu deild í tvö keppnis- tímabil, og þjálfaði áður Þór á Akureyri. - SÖE. Pele boðnar fimm millj- ónir dollara - ef hann tekur skóna fram á ný ■ Knattspyrnusnillingurinn Pele, sem nú er orðinn fertugur að aidri, er enn eftirsóttur í knattspymuheiminum. Nýj- asta tilboðið sem Pele hefur fengið hljóðar upp á 5 milljónir dollara, ef hann leikur með New York Cosmos næsta keppnistímabil í Bandaríkjunum. Pele, sem tilkynnt hefur að hann sé endanlega hættur, þykir slæmt að ganga á bak orða sinna með það, en hefur ekki tekið ákvörðun í málinú. - SÖE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.