Tíminn - 30.11.1983, Page 7

Tíminn - 30.11.1983, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 að fá tækifæri til að þjóna þessum söfnuði, sem mér líst mjög vel á. Ég er fæddur inn í þennan söfnuð, foreldrar mínir hafa ver- ið í honum frá því hann var stofnaður, ég var sem drengur í sunnudagaskóla hjá séra Emil Björnssyni og hann fermdi mig einnig. Mér finnst því sem ég sé í allnánum tengslum við söfnuð- inn og er ákaflega glaður með þessi tíðindi. Auðvitað vona ég að ég sé þessum vanda vaxinn og geti staðið mig í þeim störfum sem starfinu fylgja. Það er ekki létt verk að taka við af sr. Emil Björnssyni, sem hefur þjónað þessum söfnuði í þrjá áratugi. Það er mikið verkefni og erfitt að boða guðsorð í nútímaþjóðfé- lagi, en ég er sannfærður um að guðsorð og kristin trú eru for- senda þess að okkur vegni vel. Það er óéndanleg krafa að boða guðsorð og það verður aldrei gert nógu vel.“ - Áttu von á því að þú munir beita þér fyrir miklum breyting- um í starfi safnaðarins? „Það er of snemmt að gefa út nokkrar yfirlýsingar um það mál. Ég á eftir að ræða við safnaðarstjórn- ina, það ágæta fólk sem þar er í forsvari. Hins vegar er alveg Ijóst að nýju fólki fylgir alltaf eitthvað nýtt. Það liggur í eðli. hlutanna. Söfnuðurinn er nú orðinn 30 ára, og hefur mótað sínar eigin venjur og hefðir, sem ég reikna alveg með að eiga eftir að hafa í heiðri. Ég mú;i,eftir því sem kostur er, reyna að haida uppi sem mest lifandi starfi í samráði við söfnuðinn." Baldur sagði að um 1000 manns væru í söfnuðinum, en safnaðarmeðlimir væru dreifðir um allt höfuðborgarsvæðið, sem torveldaði á vissan hátt starfið, en það sem vægi upp á móti erfiðleikunum væri að hér væri um fríkirkju að ræða, Óháðan söfnuð, þar sem safnaðarmeð- limir væru af áhuga og þörf með í starfinu. Tveir umsækjendur voru um starf prests Óháða sáfnaðarins, auk Baldurs, en það voru þeir sr. Sigurður Arngrímsson, sókn- arprestur í Hrísey, og Örn Bárður Jónsson, djákni og guðfræð- ingur. - AB. Eru fylgismenn Nató að skiptast í tvær fylkingar? umsjón: B.St. og K.L. Koo var þögul sem gröfin í Ástralíu. En hvernig ætli henni gangi að eiga við poppstjörnurnar, þegar hún er sjálf komin í hlutverk spyrjandans? r K00 TEKUR AÐ SER HLUTVERK SIÓN- VARPSSPYRLS ■ Enn er Koo Stark ekki alveg fallin í gleymsku, þó að óneitan- lega þyki hún ekki jafn spenn- andi nú óg á þeim tíma, þegar kynni hennar og Andrew prins voru hvað mest á milli tannanna í fólki. Nú hafa þær fregnir borist af henni, að hún hafi tekið að sér að taka viðtöl við frægar poppstjörnur fyrir breskan sjón- varpsþátt, sem senn verður hleypt af stokkunum. Áð vísu fylgja henni góðar óskir um framgang í þessu nýja starfi, en þó eru þeir til, sem ekki eru alveg handvissir um, að hún sé þarna rétt manneskja á réttum stað. Vitna þeir til margfrægrar Ástralíuferðar Koo, en þar höfðu menn gert sér vonir um að geta rakið úr henni garnirnar um samband hennar og prinsins. Treystu þeir því, að í skjóli þess, hvað Ástralía cr afskekkt, myndi losna um málbeinið í ungfrúnni og buðu henni því stórar summur fyrir að koma frant í sjónvarps- þáttum og svara spurningum, sem fyrir hana yrðu lagðar. En Koo lét ekki snúa á sig. í hvert skipti, sem talið sveigðist í átt að prinsinum, var hún fljót að klemma saman varirnar. Nú er þess beðið með eftir- væntingu, hvort henni gengur betur að toga orð út úr viðmæl- endum sínum en áströlsku sjón- varpsmönnunum, þegar , þeir voru að kljást við hana. Utanríkisráðherrafundur Nató þarf að ræða það ■ Gro Harlem Brundtland. ÁGREININGURINN um uppsetningu bandarísku eld- flauganna getur dregið dilk á eftir sér af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi getur hann leitt til verri sambúðar milli risaveld- anna. í öðru lagi getur hann spillt þeirri breiðu samstöðu, sem verið hefur um Atlantshafs- bandalagið í aðildarríkjunum. Hið síðarnefnda geturorðið ekki minna alvarlegt. Nokkurt dæmi um þau áhrif, sem þessi ágreiningur hefur haft á afstöðu ntargra ráðandi manna í Vcstur- Evrópu til Bandaríkjanna, eru nýleg ummæli jafn varfærins manns og Odvars Nordli, fyrrv. forsætisráðherra Noregs. Odvar Nordli var forsætis- ráðherra Noregs, þegar ráð- herrafundur Nató samþykkti í desember 1979 hina tvíþættu ályktun, sem fól í sér að hafnar yrðu viðræður milli risaveldanna um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu, en hefðu þær ekki borið árangur fyrir árslok 1983, yrðu settar upp nær sex hundruð bandarískar með- aldrægar eldflaugar í Evrópu. Odvar Nordli lét svo ummælt, að norska stjórnin myndi ekki hafa staðið að þessari ályktun, ef núverandi ríkisstjórn Bandaríkj- anna hefði veríð þá við völd. Nordli sagði ennfremur, að þetta væri m.a. orsök þess, að Verkamannaflokkurinn vildi fresta uppsetningu.eldflauganna um skeið, þótt það samrýmdist ekki tímatakmarkinu, sem sett var 1979 og norski Verkamanna- flokkurinn hefði samþykkt þá undir öðrum kringumstæðum. ÞAÐ ER þessi breytta afstaða til Bandaríkjastjórnar, sem veld- ur því, að margir hinna evrópsku stjórnmálaflokka, sem stóðu að Nató-ályktuninni 1979, vilja nú fresta framkvæmd hennar og nota tímann til að reyna samn- ingaleiðina til þrautar. Margir forustumenn þessara flokka eru þeirrar skoðunar, að samningaleiðin sé ekki þraut- reynd. Meðal þeirra er Helmut Schmidt, fyrrv. kanslari Vestur- Þýzkalands, sem þó greiddi at- kvæði með uppsetningu eld- flauganna, þegar atkvæða- greiðsla fór fram um það í vestur-þýzka þinginu á þriðju- daginn. Schmidt deildi hart á Kohl stjórnir að gæta scm nú fara með völd í aðildarríkjunum. ÞAÐ ER af þessum ástæðum, sem meiri athygli mun beinast að utanríkisráðherrafundi Nató í næsta mánuði en venjan hefur verið. Fjölmiðlar hafa vitað það nokkurn veginn fyrirfram hvað væri rætt á þessum funduni og hvcrnig ályktanir þeirra myndu hljóða. Við utanríkisráðherrafundin- um nú blasa að mörgu leyti ný viðhorf. Tekur fundurinn eitt- hvert tillit til hinnarsterku hreyf- ingar, sem risin er meira og minna undir forustu sósíaldem- ókrata, - hreyfingar, sem krefst þess að samningaleiðin verði þrautreynd, þótt það kosti frest- un á uppsetningu meðaldrægu eldflauganna um stund? Taki fundurinn ekkert tillit til þessarar víðtæku hreyfingar, er það ekki aðeiris framundan, að sambúð risaveldanna kólni og kjarnavopnakapphlauþið magnist. Hitt er ekki minna alvarlegt, að þá rofni að meira eða minna leyti sú mikla sam- staða, sem haldizt hefur um Nató í aðildarríkjunum, og menn skiptist þar í tvær megin- fylkingar um starfshætti banda- lagsins. Á slíku myndu engir græða nema Sovétmenn. Utanríkisráð- herrar Nató þurfa að hafa þá víðsýni að gera sér grein fyrir þessu. Áreiðanlega munu margir fylgismenn Nató í öllum aðildar- ríkjunum vænta þess að frá utanríkisráðherrafundinum komi einhver sú yfirlýsing, sem opni möguleika fyrir áframhald- andi viðræður, annað hvort í svipuðu formi og verið hefur eða einhverju nýju, t.d. að teknar verði upp heildarviðræður um takmörkun hvers konar kjarna- vopna. Þá gæti fundurinn farið að tillögum Helmuts Schmidt og lýst yfir því að ekki fyrir komið upp nema örfáum eldflaugum til ársloka 1984. Komi ekkert nýtt frá fundin- um, heldur verði staðið fast í sömu sporum, verður hann ekki til að skapa að nýju þá samstöðu um Nató í aðildarríkjunum, sem var fyrir hendi áðuren núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna kom til valda. Þórarinn E1 Þórarinsson, ritstjóri, skrifar V WB&mi ■ Odvar Nordli. kanslara fyrir það að stjórn hans hefði ekki haft nægilegt frum- kvæði um að ná samkomulagi. Kohl kanslari hefði þó farið í mörg ferðalög þeirra erinda með bros á vör. Hann hefði farið brosandi til Moskvu og brosandi til Washington. En alltaf komið tómhentur aftur, en þó haldið áfram að brosa. Schmidt lagði áherzlu á, að jafnhliða uppsetningu eldflaug- anna yrði gerð ný tilraun í alvöru til að reyna að ná samkomulagi. Meðal annars yrðu ekki settar upp nema örfáar eldflaugar til ársloka 1984. Framkvæmdum yrði m.ö.o. að mestu frestað meðan samkomulagsleiðin væri reynd. Gro Harlem Brundtland, formaður norska Verkamanna- flokksins, hefur gert það að sér- stöku umtalsefni, að vestur-evr- ópskir stjórnmálaflokkar væru að skiptast í tvær fylkingar í þessu máli, og gæti .það haft alvariegar afleiðingar fyrir Nató. Hún rakti myndun þessara tveggja fylkinga að verulegu leyti til íhaldsbylgjunnar, sem hefði á síðustu árum leitt til stjórnar- skipta í ýmsum löndum Vestur- Evrópu, t.d. á Bretlandi, í Vest- ur-Þýzkalandi ogNoregi. Stjórn- arskiptin hefðu einnig orðið í Bandaríkjunum á þessum tíma og íhaldssamari öfl fengið stjórn- artaumana í hendur. Gro Harlem Brundtland gaf til kynna, að vegna þessara stjórnarskipta væri Nató að fá íhaldssamari svip, en áður, að sumu leyti af eðlilegum ástæð- um, en öðru leyti ekki. Gegn þessari öfugþróun yrði að spyrna, ella væri sú mikla samstaða, sem hefði ríkt um Nató í þessum löndum, í mikilli hættu. Þessa yrðu þær ríkis-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.