Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 í spegli tímans ■ Hver er sú kona í Bandaríkj- unum, sem hefur mest völd og víðtækust áhrif? Sumum kann að detta í hug forsetafrúin, eða ýmsar konur í valdamiklum póli- tískum stöðum, nú eða hæsta - réttardómarinn, en satt best að segja hefur engin þeirra eins víðtæk áhrif í bandarísku þjóðlífi og Ann nokkur Landers. Ann Landers hefur lagt nafn sitt við lesendadálka dágblaða í yfir 25 ár. Þar gest lesendum kostur á að bera upp margs konar vandamál sín og hljóta skjóta og góða úrlausn hjá Ann, sem kann svör við hverjum vanda. Dálkar hennar birtast í 1000 dagblöðum dag hvern og eiga sér 70 milljónir lesenda. Það er því ekki að ástæðulausu, að fyrir skemmstu var Ann Landers valin áhrifamesta kona Bandaríkjanna. Ann er orðin gömul í hettunni og á löngum ferli sínum hefur hún komist í náið vinfengi við alla forseta Bandaríkjanna, allt frá Roosevelt til Reagans. Því til sannindamerkis hcfur hún stand- andi áritaöar myndir af sér í félagsskap margra þeirra á skrif- stofu sinni. Hún getur því leyft sér að velja eða hafna viömæl- endum að vild. Af þeim 1000 bréfum, sem henni berast dag- lega taka 10 ritarar hennar að sér að svara um 2/3. Sjálf segist hún taka að sér þann þriðjung, sem cftir er, en ekki tekpr hún þó öll þau bréf til afgreiðslu. Hún hefur 297 sérfræöinga, sem hún getur leitað til í ýmsum erindagerðum, og segir hún það ekki ónýtt fyrir lesendur sína að geta leitað ráða hjá sérfræðingum í iæknastétt, sem taka 100.000 kr. fyrir viðtal- ið, ef hægt er yfirleitt að fá viðtal hjá þcim, fyrir andvirði eins frímerkis. Enn segist hún ekki hafa farið bónleið til búöar, þegar hún hefur leitað ásjár þessara frægu og eftirsóttu manna, allir sem einn séu þeir reiðubúnir að svara spurningum, þegar hún leggur þær fyrir þá. Vandamálin, sem henni berast í hendur, eru margvísleg. Sum þeirra kunna að þykja ómerkileg í augum þeirra, sem ekki hafa gert sér grein fyrir að hér er um HUN ER AHHFAMESTAI K0NA BANDAHKIANNA vandamál að ræða, en Ann hefur glöggt auga fyrir því, sem kann að falla í góðan jarðveg hjá breiðum hópi lesenda. Gott dæmi um vandamál, sem höfðar til margra, er fyrirspurn húsmóðurinnar, sem von átti á næturgestum. Hún var í vafa um hvernig klósettpappírsrúilan ætti að snúa á haldaranum og leitaði svars hjá Ann Landers, sem kann svar við öllu. Daginn eftir að bréf húsmóðurinnar birtist í dálkum Ann fóru að streyma inn bréf um sama efni og áður en vikan var úti, voru þau orðin 25.000 talsins! Það er kannski vissara að taka fram, að Saló- mons dómurinn féll á þann veg, að rúllan á að snúa þannig, að pappírinn sé rifinn framan frá, en ekki veggmegin. A þeim rúmu 25 árum, sem Ann hefur svarað lcsenda- bréfum, hefur hún leiðbeint fólki um rétta hegðan á réttum augnablikum. Hún hefur því orðið að aðlaga sjónarmið sín um margt á þessum tíma, þcgar gjörbylting hefur orðið á við- horfum fólks á mörgum sviðum. T.d. hafa viðhorf til kynlífs tekið miklum breytingum, og ungu stúlkurnar, sem hlutu þær ráð- leggingar Ann fyrir 20 árum að sýna fulla tortryggni, þegar ungu mennirnir gerðu sig líklega til að leggja bílnum, eru nú sjálfar orðnar mæður og mega lesa ráðleggingar Ann til dætra sinna, sem eru í allt öðrum dúr. Hún hefur líka orðið að breyta við- horfi sínu til skilnaða, sem hún var mjög andvíg hér áður fyrr. En nú hefur hún sjálf orðið að bíta í það súra epli, að maður hennar tilkynnti henni „á mili stcikar- - HEFUR STJÓRNAÐ ALMENNINGSÁLITINU ÞAR125 AR innar og eftirréttarins“ að eftir 36 ára hjónaband væri hann búinn að fá nóg og hefði fundið sér aðra. En Ann er seig og alltaf tilbúin að læra eitthvað nýtt og fylgjast með tímanum. Stór hluti af vin- sældum hennar byggist á því, að hún hefur kímnigáfuna í góðu lagi. Sem dæmi um það má nefna svar, sem hún gaf ungum manni, sem átti varla nógu sterk orð til að lýsa því, hvað foreldrar hans væru ómögulegir. - Hvern- ig heldurðu að geti staðið á því, að svona heimskir, dúnalegir og a ndsty ggilegi r foreldrar hafa eignast og alið upp svona indæl- an og háttvísan mann, eins og Þ'g? Svo undarlegt sem það kann að virðast, er helsti keppinautur Ann um hylli lesenda engin önnur en tvíburasystir hennar, Abigail Van Buren, öðru nafni „Kæra Abby“. Hún hóf feril sinn með því, að gerast aðstoð- armaður systur sinnar við bréfas- kriftirnar, en áður en langt um leið hafði hún boðið blöðum, sem voru í mestri samkeppni við þau, sem Ann skrifaði í, þjón- ustu sína og var hún þegin með þökkum. M örg næstu árin töluð ust þær systur ekki við, en nú er sagt gróið um heilt með þeim. ■ Ann Landers, sem réttu nafni heitir Eppie Lederer, er ekki há í loftinu, aðeins 158 cm. En það er hlustað á hana og tekið tillit til skoðana hennar hvar sem hún fer. Kynslóð eftir kynslóð hafa bandarískar konur lifað eftir skoðunum þeim, sem hún setur fram í bréfadálkum sínum. Anna prinsessa er nýtin a kjólana sína! ■ Anna prinsessa, dóttir Elísabetar Bretadrottningar, hel'ur til þessa ekki verið talin til vinsælustu meðlima konungs- fjölskyldunnar í augum fjöl- miölamanna. Þeir hafa álitið hana afundna og hrokafulla og verið ósparir á neikvæðar lýs- ingar á henni. En það fór ekki hjá því, að sumir þeirra hefðu lúmskt gaman af tilsvörum hennar i áströlskum sjónvarps- þætti nú nýverið. Anna og maður hennar, Mark Phillips, höfðu fallist á að sitja fyrir svörum hjá fræg- um áströlskum sjónvarps- manni, Michael Parkinson, gegn vænni þóknun. En sá rak upp stór augu, þegar hann kom auga á gesti sína. - Yðar hátign, stamaði hann. - Kjóllinn, mér finnst ég kannast við hann. Er þetta ekki sami kjóllinn og þér voruö í, þegar þér heimsóttuð Syd- ney 1978? - Jú, einmitt, sagði prinsess- an án þess að láta sér bregða. t Og hann var reyndar orðinn gamall þá! viðtal dagsins „MINÐ VERKEFM AÐ B0ÐAGUÐS0RDÍ NÚIMAÞJÓÐFÉLAGI segir Baldur Kristjánsson, nýráðinn prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, ■ Nýráðinn prestur Óháða safnaðrins í Rcykjavík er Baldur Kritjánsson, sem starfar nú sem blaðamaður hér á Tímanum, jafnl'ramt því sem hann nemur guðfræði við Guðfræðideild Há- skóla íslands, en þaðan lýkur Baldur væntanlega guðfræði- prófi næsta vor. Baldur er jafn- fram þjóðfélagsfræðingur að mennt. Það var tekin ákvörðun um ráðningu Italdurs í safnaðar- stjórninni í fyrrakvöld, og fékk Baldur að vita um ráðninguna í gær. Hann mun taka við af séra Emil Björnssyni um næstu ára- mót. Tíininn spjallaði lítillcga við Baldur í gær, er hann hafði fengið tíðindin, og var Baldur að vonum glaður. - Kom ráðningin þér á óvart Baldur? „Já, hún gerði það. Ég hafði alls ekki gert mér vonir um þetta. Égermjögþakkláturfyrir ■ Baldur Kristjánsson, nýráðinn prestur Óháða safnaðarins •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.